Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 25
YFIRVÖLD í Pakistan ákærðu í
gær Sheikh Omar og tíu samverka-
menn hans fyrir morðið á banda-
ríska blaðamanninum Daniel Pearl
og verður því réttað yfir Omar í
Pakistan en stjórnvöld í Washington
höfðu áður óskað eftir því að hann
yrði framseldur til Bandaríkjanna.
Omar hefur bæði pakistanskan og
breskan ríkisborgararétt en hann
fæddist í Bretlandi. Hann er í ákæru
pakistanskra saksóknara nefndur
sem höfuðpaur í Pearl-morðmálinu
og hinir tíu, sem ákærðir voru í gær,
sem samverkamenn hans.
Pearl, sem starfaði á vegum The
Wall Street Journal, var rænt í Kar-
achi 23. janúar sl. og 21. febrúar
fengu fulltrúar sendiráðs Bandaríkj-
anna í Karachi afhent myndband
þar sem sást hvar Pearl var tekinn
af lífi. Lík hans hefur þó enn ekki
fundist.
Á yfir höfði sér dauðadóm
Gert er ráð fyrir að réttarhöld yfir
Omar og samverkamönnum hans
hefjist í Karachi næstkomandi föstu-
dag en verði sakborningar fundnir
sekir geta þeir átt von á dauðadómi,
að sögn saksóknarans Raja Qureshi.
Hann sagði að ekkja Pearls, franski
blaðamaðurinn Mariane Pearl, yrði
höfuðvitni saksóknara í málinu.
Omar viðurkenndi í síðasta mán-
uði að hann hefði skipulagt ránið á
Pearl og lýsti því jafnframt yfir að
blaðamaðurinn hefði verið myrtur.
Reuters
Lögregla í Karachi kemur í veg fyrir að bróðir og móðir eins mannanna,
sem ákærður var í gær, fari inn í réttarsal til að hlýða á ákæruatriðin.
Morðið á blaðamanninum Daniel Pearl
Sheikh Omar
ákærður
formlega
Karachi. AFP.
LIBERA 20
mjaðmasokkabuxur
með glærum tám.
Þegar mikið
stendur til.
Kynning
í dag kl. 13-17
í Lyfju Lágmúla.
20% afsláttur
af öllum
sokkabuxum og
sokkum.
sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
Lágmúla