Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 53 Altarissakramentið verður fram borið með sérbökuðu ósýrðu brauði. Eftir messu verður morgunmatur í safnaðarsal og er mælst til þess að safnaðarfólk komi með eitthvað meðlæti með sér. Húsmóðir kirkjunnar hitar kaffi, te og heitt súkkulaði og heit rúnnstykki þar að auki. Allir eru velkomnir. Á annan páskadag, 1. apríl, kl. 11 er fermingarmessa. Organisti við allar athafnirnar er Kjartan Sigurjónsson. Barnastund í Dómkirkjunni BARNASTUND verður í Dóm- kirkjunni á pálmasunnudag kl. 11. Stundin verður í kirkjunni en ekki á kirkjuloftinu. Barnahópur frá Háteigskirkju mun koma í heim- sókn og barnakórar kirknanna tveggja syngja saman. Það verður létt og skemmtilegt andrúmsloft fyrir alla fjölskylduna í Dómkirkj- unni á sunnudaginn. Allir eru vel- komnir. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 24 mars (pálma- sunnudag) kl. 14. Jóna Hrönn Bolladóttir predik- ar og þjónar ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur djákna og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræði- nema Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina. Áður en Kolaports- messan hefst kl. 13.40 mun Þor- valdur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður alt- arisganga. Guðbergur Auðunsson áfengisráðgjafi og þeir sem þjóna í messunni verða síðan til viðtals að lokinni messu um verkefni lífs- ins. Messan fer fram í kaffistof- unni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýr- indis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Allir eru velkomnir. Miðborgarstarf KFUM. Úr fórum Lúthers: Kristur og þjáningin Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju í fyrramálið kl. 10 mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja erindi sem hann nefni: Úr fórum Marteins Lúthers: Kristur og þjáningin. Í upphafi kyrruviku er þetta verðugt íhugunarefni og fróðlegt að kynnast viðhorfum Marteins Lúthers til þessa efnis. Sr. Sigurjón Árni er án efa okkar fremsti sérfræðingur í guðfræði Marteins Lúthers og varði síðast- liðinn laugardag doktorsritgerð sína, Guðfræði Marteins Lúthers, við guðfræðideild Háskóla Íslands, en hún hefur verið gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Þetta er síðasti fræðslumorg- unninn á þessu misseri. Að er- indinu loknu, kl. 11, hefst barna- starf og guðsþjónusta í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Pálmasunnudagur í Hallgrímskirkju Á PÁLMASUNNUDAG verður fræðslumorgunn kl. 10. Dr. theol Sigurjón Árni Eyjólfsson flytur er- indi, Úr fórum Lúthers: Þjáningin og Kristur. Kl. 11 verður messa og barna- starf. Öll börn fá „pálmagrein í hönd“ en Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Ingibjargar B. Gunnlaugsdóttur. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir leiðir barna- starfið. Að lokinni messu verður aðal- safnaðarfundur Hallgrímssafnað- ar með venjubundnum aðalfundar- störfum. Kl. 14 verður ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnason- ar. Guðrún Finnbjarnardóttir leið- ir safnaðarsöng, Kristín María Hreinsdóttir syngur einsöng og Lára B. Eggertsdóttir verður org- anisti. Eftir messuna verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Háteigskirkja heimsækir Dómkirkjuna BARNAGUÐSÞJÓNUSTA Há- teigskirkju fer í heimsókn í Dóm- kirkjuna á morgun, sunnudag. Boðið verður upp á rútuferð frá safnaðarheimili Háteigskirkju. Brottför er klukkan 10.45. Í Dómkirkjunni munum við taka þátt í lifandi fjölskylduguðsþjón- ustu þar sem barnakórar beggja kirkna koma fram. Morgunblaðið/Ómar Selfosskirkja Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Farið í heimsókn að Reykjalundi. Kaffi- veitingar.Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartan- lega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf Ótrúleg til boð! Gerðu góðkaup í dag laugardag Handverksmarkaður 11-16 ...síðasti tilboðsdagurinn ...síðasti tilboðsdagurinn ...síðasti ti OPIÐ HÚS í dag frá kl. 10-16 á Kirkjusandi 1, 2. h., Reykjavík. Glæsileg 3ja herb. íbúð í lyftuhúsi með sjávarútsýni. Íbúðin er sama og ekkert notuð og því sem ný. Íbúðin er vönduð með sérl. fallegu parketi á gólfum. Flísar á baði. Innréttingar úr mahóní. Góð sameign s.s. tækjasalur og fundarsalur. Húsvörður. Verð 16,9 millj. Áhv. 0 kr. Sigríður býður ykkur velkomin milli kl. 10 og 16 í dag. 1619 Skrifstofan er opin í dag frá kl. 12-14 OPIÐ HÚS Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.