Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður ÖrnÞorbjarnarson fæddist að Heiði í Gönguskörðum 27. október 1916. Hann andaðist á Blöndu- ósi að morgni 15. mars síðastliðinn. Hann var næstelst- ur í hópi 6 systkina. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Árnadóttir frá Geitaskarði og Þor- björn Björnsson frá Veðramóti. Árið 1926 fluttist fjöl- skyldan frá Heiði að Geitaskarði, föðurleifð Sigríðar. Sigurður kvæntist 9. júní 1944 eftirlifandi eiginkonu sinni, Val- gerði Ágústsdóttur, húsmóður og sjúkraliða frá Hofi í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Ágúst B. Jónsson bóndi á Hofi og kona hans, Ingunn Hallgrímsdóttir frá Hvammi. Börn þeirra eru: Ágúst, bóndi á Geitaskarði, f. 5.5. 1945, skarði, af annálaðri snyrti- mennsku, frá 1946 til 1980, þar af síðustu 5 árin í félagi við son sinn. Eftir að þau hjón fluttu á Mýrarbraut 27 á Blönduósi, árið 1976, vann hann á skrifstofum Ósplasts og Kaupfélags A-Hún. Hann annaðist bókavörslu við Héraðsbókasafnið á Blönduósi og Bókasafn Héraðshælis A-Hún þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður var virkur í félagsmálum og kallaður til fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Var m.a. um skeið hreppstjóri og sat í hrepps- nefnd Engihlíðarhrepps í ára- tugi, í Sýslunefnd A-Hún um langt árabil, í stjórn SAH í tæp- an áratug, formaður Fræðslu- nefndar Engihlíðarskólahverfis frá 1950 og þar til Húnavalla- skóli tók til starfa árið 1968, þar í skólanefnd frá stofnun og til 1978, formaður skólanefndar Kvennaskólans á Blönduósi á annan áratug og í Fræðsluráði A-Hún allmörg ár. Sigurður var lengi virkur Lionsfélagi og söng um árabil í sextett er þeir köll- uðu Lionsbræður. Útför Sigurðar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. k. Ásgerður Pálsdótt- ir frá Refstað, Sigríð- ur Heiða, ferðamála- fulltrúi í Kanada, f. 13.4. 1946, m. Char- les McEachern frá Prince Edward Isl- and. Ingunn Ásdís, sérkennari á Sauðár- króki, f. 8.3. 1949 m. Bragi Skúlason frá Ljótunnarstöðum. Þorbjörn, skipstjóri á Ólafsfirði, f. 6.3. 1952, k. Anna María Elíasdóttir frá Meiri- Hattardal og Hildur Sólveig, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Malawi, f. 26.2. 1955. Barnabörn þeirra eru fimmtán, og barnabarnabörnin fjögur. Sigurður stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og MR, einnig búfræðinám að Hvanneyri. Hann var listhneigð- ur og ljóðelskur náttúruunnandi og var næmur á blæbrigði ís- lensks máls. Hann bjó á Geita- Hann vatt sér inn úr dyrunum á Hótel Blönduósi á Þorláksmessu- kvöld fyrir 35 árum, var kominn til að sækja son sinn og tilvonandi tengdadóttur, sem höfðu komið með Norðurleiðinni til Blönduóss, í snjó og ófærð og Langidalurinn kolófær eins og oft á þessum árum. Þarna sá ég í fyrsta sinn Sigurð Þorbjarn- arson sem síðar varð tengdafaðir minn og vinur. Það fylgdi honum frískur gustur, hlýja í augum og brosi og ég man að ég hugsaði að hann væri bara eins og Clark Cable. Mér er minnisstæð ferðin heim því ég sá aldrei neinn veg en ökumaðurinn, minn tilvonandi tengdafaðir, virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því og „á endanum komust allir heim, upp að Geitaskarði“. Tengdafaðir minn, Sigurður Örn Þorbjarnarson, fæddist 27. október 1916, á Heiði í Gönguskörðum, næstelsta barn foreldra sinna, Þor- björns Björnssonar frá Veðramóti og Sigríðar Árnadóttur frá Geita- skarði. Þegar Sigurður var 10 ára fluttu foreldrar hans að Geitaskarði í Langadal, æskuheimili Sigríðar móður hans, og bjuggu þar upp frá því, fyrst í sambýli við foreldra hennar, Árna Ásgrím Þorkelsson og Hildi Sólveigu Sveinsdóttur. Sigurð- ur minntist bernskuárannna á Heiði jafnan með mikilli hlýju og hafði þangað sterka taug. Á Geitaskarði ólst Sigurður upp í glöðum systkinahópi. Þau voru sam- rýndur og glæsilegur hópur og höfðu öll góða söngrödd. Það var arfur frá foreldrum þeirra sem bæði voru listfeng á því sviði. Hann stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og Bændaskól- ann á Hvanneyri, en varð að hverfa frá námi til starfa við búskapinn. Hann var gæddur svo fjölþættum gáfum að í dag hefði það ef til vill orðið erfitt fyrir hann að velja sér braut, hann var listrænn teiknari og málari, hafði fallega söngrödd, sér- lega vel ritfær, bókelskur og mikill fagurkeri, en fyrst og fremst var hann náttúrufræðingur í eðli sínu, og aflaði sér mikillar þekkingar á því sviði, sérstaklega var hann fróð- ur um fugla og átti mikið af fræði- ritum um þá auk góðs bókasafns fagurbókmennta. En hlutskipti hans varð að taka við búskap á Geitaskarði, og ég held að hann hafi verið mjög sáttur við það. Hann sótti konuefnið í Vatnsdal- inn, hún var heimasæta á Hofi, hún tengdamóðir mín Valgerður Ágústs- dóttir, dóttir hjónanna Ágústs B. Jónssonar og Ingunnar Hallgríms- dóttur. Þau giftu sig á björtum degi, hinn 9. júní 1944, rétt í sama mund og Ísland varð lýðveldi. Mér hefur verið sagt að það hafi verið leitun að jafnglæsilegum hjónum. Þau eignuðust 5 börn, Ágúst, Sig- ríði Heiðu, Ingunni Ásdísi, Þorbjörn og Hildi Sólveigu. Á Geitaskarði bjuggu þau góðu búi í rúm 30 ár, byggðu þar upp og fengu viðurkenningar fyrir sérstaka snyrtimennsku og góða umgengni, enda bæði fjölhæf og starfsöm í besta máta. Sigurður var góður bóndi, og náttúrufræðiáhugi hans nýttist honum vel í starfinu. Hann lét sig miklu varða málefni síns heimahéraðs, sat í hreppsnefnd til margra ára og og var lengi fulltrúi síns sveitarfélags í sýslu- nefnd A-Hún. Þá sat hann um tíma í stjórn Sölufélags A-Hún og mörg voru fleiri verkefnin sem hann tók þátt í fyrir samfélag sitt. Menntunar- og menningarmál voru honum mjög hugleikin og til þeirra varði hann ómældum tíma og kröftum. Hann var lengi formaður skólanefndar Kvennaskólans á Blönduósi og sat í fyrstu skólanefnd Húnavallaskóla þegar hann var ris- inn af grunni. Átti og stóran þátt í að ráðist var í þá framkvæmd. Þá söng hann í kirkjukór Holta- staðakirkju í áratugi, hann hafði fal- lega rödd og unni mjög söng og tón- list. Hann sagði mér að hann hefði oft farið þreyttur á söngæfingu, en jafnan komið endurnærður og hvíldur heim. Hann var virkur félagi í Lions- klúbbnum á Blönduósi. Honum þótti vænt um þann félagsskap og sérstaklega um „Lionsbræðurna“ en það var sextett innan félagsins sem hann söng lengi með. Þegar Sigurður var um sextugt kenndi hann hjartasjúkdóms þess sem hann bjó síðan við. Hann hætti því búskap og þau hjónin fluttu til Blönduóss. Hann starfaði nokkur ár hjá Kaupfélagi Húnvetninga, síðar við Héraðsbókasafnið og sá einnig í mörg ár um bókasafn Heilbrigð- isstofnunarinnar á Blönduósi. Það lætur að líkum að sóst var eftir eftir honum til starfa í sam- félaginu, jafnvel gerðum manni og hann var en hann gætti þess jafnan að taka ekki að sér meira en svo að allt væri vel af hendi leyst. Því það var hans leiðarmerki að gera vel og gera rétt og það átti við um alla hluti. Ég hef engan mann þekkt sem fékk svo margþætta hæfileika í vöggugjöf sem tengdaföður minn og vann eins vel úr þeim. Hann var fallegur maður bæði ytra og innra, hafði einstaka út- geislun og sjarma, góðar og fjöl- þættar gáfur, og listræna hæfileika, mannvinur og dýravinur og svo var hann allra manna skemmtilegastur, hafði mjög ríka kímnigáfu og hélt henni til dauðadags. En fyrst og fremst var hann góð- ur maður og aldrei heyrði ég hann segja meiðandi orð um nokkurn mann. Hann var lánsmaður í lífi sínu, eignaðist lífsförunaut sem var ham- ingja hans og sálufélagi ævina á enda börnum sínum og tengdabörn- um var hann besti vinur og félagi sem hægt er að hugsa sér. Og sam- band hans við barnabörnin var ein- stakt, þau dáðu hann og elskuðu og þau voru líka björtustu geislarnir í lífi hans síðustu árin, hann fylgdist með þeim og litlu barnabarnabörn- unum, svo og allri sinni stóru fjöl- skyldu. Aldrei var hann glaðari en þegar hann hafði hópinn sinn í kringum sig á góðri stund og hló að sögum og uppátækjum afkomenda sinna. Menn uppskera eins og þeir sá og þau tengdaforeldrar mínir ræktuðu vel þann jarðveg sem skilaði þeim einstaklega samhentri og nátengdri fjölskyldu, og vináttu og virðingu samferðamanna sinna. Þeirra glaða og gestrisna heimili hefur jafnan staðið opið fjölskyldu og vinum, og það, hefur verið óhugsandi fyrir barnabörnin þeirra að koma ekki við hjá afa og ömmu ef farið var um Blönduós. Þau hafa ekki bara verið afi og amma, þau hafa einnig verið vinir og félagar þeirra í gleði og sorg. Sigurður kenndi vanheilsu síð- ustu mánuði og frá janúarbyrjun 2002 dvaldi hann á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi. Þar naut hann hlýju og umhyggju síðustu vikur lífs síns. Fyrir það erum við fjölskylda hans þakklát öllu því ágæta starfs- fólki stofnunarinnar sem reyndist honum svo vel. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma segir í helgri bók. Og nú er hann horfinn okkur riddarinn fallegi og góði, með hrein- an skjöld og heila brynju. Hann fer af þessum heimi með orðstír góðan, þá einu auðlegð sem máli skiptir við ævilok, og skilur eftir bjarta minningu um besta manninn sem ég hef þekkt. Ásgerður Pálsdóttir. Þegar ég frétti um andlát frænda míns og föðurbróður Sigurðar f.v. bónda á Geitaskarði, hvarflaði hug- ur minn aftur til allra þeirra skemmtilegu sumra sem ég átti sem barn og unglingur í sumardvöl á Geitaskarði. Þeir bræður Sigurður og Brynj- ólfur faðir minn tóku við búinu á Geitaskarði af afa mínum Þorbirni Björnssyni og ömmu Sigríði Árna- dóttur árið 1946. Verkaskipting þeirra bræðra varð strax skýr, Sig- urður sá um búskapinn og pabbi sem var lengst af búsettur í Hafn- arfirði fór alltaf norður yfir sum- artímann ásamt móður minni Sig- ríði Sigurðardóttur og bræðrum mínum, hann tók þátt í heyskapnum og uppbyggingu þessa merka og fallega býlis. Fljótlega eftir að þeir bræður tóku við búinu, hófust þeir handa við vélvæðingu og endurnýjun gripahúsa. Byggð voru ný fjárhús og fjós með tilheyrandi hlöðum. Húsin voru öll byggð með sérstæðu burstabæjarlagi í stíl við íbúðarhús- ið, sem langafi minn Árni Á. Þor- kelsson og langamma Hildur S. Sveinsdóttir byggðu árið 1910 og þótti mikið og skörulegt framtak í þá tíð í sveit. Ekki má gleyma að þeir bræður Sigurður og Brynjólfur rafvæddu Geitaskarð með tilheyr- andi stíflugerð og rafstöð um svipað leyti og þeir tóku við. Allt þetta þótti smekklega útfært og útkoman varð eitt glæsilegasta stórbýli landsins. Auðvitað létti mikið fyrir þeim bræðrum að frá- skilnaður afa míns og ömmu var eins góður og verið gat enda voru þau ætíð talin búfólk gott. Snyrti- mennska var ávallt ofarlega á þeirra lista. Greinilegt var, að þeir bræður Sigurður og Brynjólfur höfðu erft þessa kosti sinna foreldra. Ég minnist Sigurðar frænda míns sem mikils ljúfmennis, ávallt með létta lund og skemmtilegt skopskyn og stundum stríðnisglampa í aug- um. Það var einhver mikil reisn yfir honum. Ég man að sem strák fannst mér hann stundum minna mig á leikarann Clark Gable með sitt snyrtilega yfirvararskegg. Sigurður og kona hans, Valgerð- ur Ágústsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, ráku síðan búið með myndarbrag þar til heilsu Sigurðar tók að hraka og seldi hann sinn hluta búsins í hendur syni sínum Ágústi og konu hans Ásgerði Pálsdóttur frá Refstað í Vopnafirði og reka þau búið í dag. Eftir að Sigurður og Valgerður bregða búi, settust þau að á Blönduósi, keyptu snoturt einbýlis- hús með fallegum garði. Þessi garð- ur var líf og yndi þeirra hjóna. Í mínum huga var Sigurður mikill náttúrufræðingur, hann hafði yndi af dýrum, ekki síst fuglum, einnig bjó hann yfir miklum fróðleik um plönturíkið. Talandi um plönturíkið, má ekki hjá líða að minnast á það stóra framtak þeirra hjóna í gróð- ursetningu þúsunda trjáplantna í allvænum reit í suðurhluta heima- landsins á Geitaskarði. Þar er að vaxa blandaður skógur til yndis- auka fyrir komandi kynslóðir. Á efri árum var Sigurður svo lánsamur að hafa hina röggsömu og duglegu eig- inkonu sína, Valgerði, við hlið sér og naut hann góðrar aðhlynningar hennar á heimili þeirra allt undir það síðasta. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú frænda minn og gæfumanninn Sig- urð bónda á Geitaskarði og biðjum öllum hans aðstandendum blessun- ar. Sigurður K. Brynjólfsson. Elskulegur móðurbróðir hefur kvatt þennan heim. Manndómsár sín bjó hann ásamt Valgerði konu sinni myndar- og rausnarbúi á Geitaskarði í Langadal. Þar var löngum gestkvæmt og nutum við systkinin öll gestrisni þeirra með einum eða öðrum hætti. Sigurður var einstakt glæsimenni á velli, háttvís og fágaður að helst minnti hann á enskan lávarð. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem vissi að náttúruvísindum og listhneigður var hann þótt fáar stundir gæfust til slíkrar iðju í erli dagsins. Við sáumst síðast í sumar sem leið á frábæru ættarmóti norður á Húna- völlum en þar fór Ingunn dóttir hans fyrir flokki á sinn sköruglega hátt. Þar gladdist þessi hálfníræði höfðingi með glöðum afkomendum Hildar Sólveigar Sveinsdóttur og Árna Ásgríms Þorkelssonar frá Geitaskarði. Við kveðjum Sigurð móðurbróður með virðingu og þökk og biðjum fjölskyldu hans blessunar í bráð og lengd. Anna Agnarsdóttir og systkini. Mjög gengur nú á raðir þess fólks er hóf lífshlaup sitt á tveimur fyrstu áratugum tuttugustu aldar- innar. Í þeim hópi var Sigurður bóndi á Geitaskarði er nú hefir lokið hinu sýnilega lífsstarfi og horfið á vit Almættisins. Hann hafði í heiðri fornar dygðir bændamenningarinn- ar í landinu, sem þróast hafði allt frá húmi miðaldanna og mátti kall- ast verðugur fulltrúi hennar. Er mér var sagt andlát hans komu mér í hug ljóðlínur klettafjallaskáldsins: Hlustir þú og sé þér sögð saman kveðna bagan, þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin, sagan. Sigurður dáði ljóðagerð og lífs- skoðun Stephans G. og fleiri góð- skálda þjóðarinnar og var ljúft að leiða hugann á þeirra slóðir. Hann nam og tók þátt í sögu sveitar sinn- ar, héraðs og landsins alls, hartnær heila öld, á mesta þróunar- og fram- faraskeiði þjóðarinnar til þessa dags. Hlutskipti hans varð að vera bóndi að meginlífsstarfi á fallegri og sögufrægri jörð. Áður hafði hann hleypt heimdraganum og numið í menntaskóla til fjórðabekkjarprófs og þar með öðlast möguleika til þess að sjá til víðara sviðs í bókleg- um og verklegum fræðum en al- mennt var um bændasyni á þeim tíma. Eftir það lá leið hans til Bændaskólans á Hvanneyri en þar dvaldi hann skamman tíma vegna skyndilegs andláts yngri bróður. Hvarf hann þess vegna heim að Geitaskarði til þess að takast á við vorið og gróandann í bókstaflegri merkingu. Hann varð góður og far- sæll bóndi, vinsæll húsbóndi og hlaut traust til þess að fara með fjölmörg störf fyrir samfélagið. Hann átti sérsvið, umfram fjöldann, þar sem var mikið næmi og tilfinn- ing fyrir lifandi náttúru, moldinni, gróðrinum, og dýraríkinu, auk metnaðarfullrar tilfinningar fyrir móðurmálinu og framsetningu þess. Hann dýrkaði hið hefðbundna stuðl- aða ljóðform og varð stundum „heitt í hamsi“ er talið barst að sjálfskipuðum listamönnum á margskonar sviðum án þess að hafa til þess hæfileika eða kunnáttu, þar með talið að kalla sig ljóðskáld án þess að hafa skynjun eða vald á við- urkenndum bragreglum. Sigurður Þorbjarnarson var hátt- vís til orðs og æðis og tamdi sér lát- leysi í dagfari. Hann hafði ákveðnar skoðanir en hóf á málflutningi og var fús til málamiðlunar um nið- urstöður. Hann kunni vel að kasta frá sér hversdagsleikanum, er það átti við, og bar skartklæði af glæsi- leika svo að athygli vakti. Hann var vinsæll og góður félagi. Sigurður sótti konuefni sitt á landnámsjörðina Hof í Vatnsdal. Ekki er ótrúlegt að sögufrægð beggja staðanna Geitaskarðs og Hofs hafi, óafvitandi eða vitandi, haft áhrif á lífshlaup þeirra hjóna og metnað. Um það var ekki rætt en enginn efi er á því að gagn- kvæmt varanlegt samband mynd- aðist milli Langadals og Vatnsdals við giftingu þeirra, samband er gengið hefir í arf til afkomenda þeirra allt til þessa dags og er hlýtt og mannbætandi. Fyrir tveimur áratugum létu þauGeitaskarðshjón jörð og bú í hendur sonar síns og tengdadóttur og fluttu til Blönduóss. Sigurði auðnaðist að nýta síðustu krafta sína til þess að rækta fallegan garð við hús sitt. Það var honum yndis- auki og afþreying ásamt lestri bóka. Hvort tveggja var honum hugleikið og grundvöllur orðræðna en minna fjallað um dægurmálaþras. Um fegrun heimilisins utan og innan veggja voru þau hjón mjög samhent þótt bæði hefðu sjálfstæðar og fast- ar skoðanir á mönnum og málefn- um. Það var gott að vera gestur þeirra. Ég er þakklátur Sigurði Þor- bjarnarsyni fyrir áratuga kynni, vináttu og samstarf. Gott er þegar sú lausn verður er ein getur leyst frá þrautum og vonleysi. Söknuður þeirra er misst hafa nána vini er eðlilegur, mildur og bætandi. Valgerði, afkomendum þeirra Sigurðar og venslamönnum öllum votta ég samhug. Grímur Gíslason. Afi okkar, Sigurður Örn Þor- bjarnarson, er látinn. Þótt sorgin hafi um stund sest að í hjarta okkar og missirinn sé mikill er okkur efst SIGURÐUR ÖRN ÞORBJARNARSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.