Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 39 varðar þá rir hendi, ga að tefla. era okkar allra besta og ég tel að við séum á góðri leið,“ segir Sigríður. Átak var gert í fjármálum stöðv- arinnar á síðasta ári og fjárveiting aukin. Heildarframlag til stöðvar- innar á síðasta ári var 185 milljónir króna af fjárlögum með sértekjum og segir Sigríður að vel hafi tekist að rétta við hag stöðvarinnar. Um 80 milljónir fóru til kaupa á heyrnar- og hjálpartækjum. Brýn þörf var á að endurnýja vinnuaðstöðu og ýmsa innanstokks- muni og hefur það nú verið gert, að sögn Sigríðar. Má þar nefna að allur tölvubúnaður var endurnýjaður, skipt um húsgögn, móttökunni breytt, nýrri biðstofu komið upp og sérstök aðstaða sköpuð fyrir börn. Gengið hefur verið frá samningi við hugbúnaðarfyrirtækið eMR um leyfi til notkunar sjúkraskrárkerfis- ins Sögu, sem hefur verið sérhannað að hluta fyrir Heyrnar- og talmeina- stöðina. Sigríður segir að þetta muni auðvelda öll samskipti við aðrar heil- brigðisstofnanir. Við móttöku í Valhöll í gær, þar sem samstarfsaðilum og hagsmuna- samtökum var boðið að koma, til- kynnti Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra m.a. að hann hefði skipað fimm manna fagráð til að vera fram- kvæmdastjóra til ráðuneytis um fag- leg málefni og stefnumótun stöðvar- innar. Sigríður segir að þetta sé mjög til bóta, vinnubrögðin verði vonandi mun skilvirkari og faglegri. Kuðungsígræðslur lofa góðu Sigríður hefur sett sér ákveðin markmið fyrir framtíðina, í sam- ræmi við lög um starfsemina. Auka á fræðslu og forvarnir og útvega í frekara mæli hjálpartæki fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa. „Þegar búið verður að ná biðtíma frekar niður munu stóru verkefnin snúast um fræðslu, námskeiðahald, þjálfun, eftirmeðferð og forvarnir. Einnig munum við horfa til aukinnar tækni í lækningum á heyrnarleysi,“ segir Sigríður og vísar þar til kuð- ungsígræðslu. Aðgerðin veitir heyrnarskertum nokkurs konar gerviheyrn og gefur þeim tækifæri á að taka þátt í hinum „talandi heimi“. Sigríður er nýkomin af fjölmennri ráðstefnu í Evrópu þar sem sérfræð- ingar kynntu niðurstöður rannsókna sinna á aðgerðum á börnum. Hún segir árangurinn lofa góðu. Um 50 þúsund manns hafa farið í kuðungsígræðslu í heiminum, þar af 15 Íslendingar. Heyrnar- og tal- meinastöðin hefur gert samning við Huddinge-sjúkrahúsið í Stokkhólmi um að framkvæma þessar ígræðslur, sem eru kostnaðarsamar. Aðspurð um fleiri áhersluverkefni í framtíðinni nefnir Sigríður aukið samstarf við innlendar stofnanir eins og Háskóla Íslands, Landspítalann, heilsugæslustöðvar og Vinnueftirlit- ið. Einnig fari fram mikið samstarf við erlenda aðila og efla eigi sam- vinnu við hagsmunasamtök. Hún gerir sér einnig vonir um að stúdentar í heilbrigðisgreinum starfi tímabundið við Heyrnar- og tal- meinastöðina. Útibú á landsbyggðinni Á næstunni verður útibú Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar opnað á Akureyri. Ráðinn hefur verið heyrn- arfræðingur til að vera einn dag í viku á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri, ásamt sérfræðingi í háls-, nef- og eyrnalækningum og starfsmanni á heilsugæslustöðinni. Sigríður von- ast til þess að þarna skapist fyrir- mynd fyrir fleiri slík útibú á lands- byggðinni í framtíðinni. Sigríður segir að endingu í samtali okkar að starfsfólk stöðvarinnar hafi tekið höndum saman á undanförnum mánuðum. Vonast hún því til að með áframhaldandi sameiginlegu átaki muni sú vinna, sem er hafin og fyr- irhuguð, stuðla að því að þeir sem eru með heyrnar- og talmein eigi auðveldara með að takast á við dag- leg störf. Sem fyrr segir verður opið hús hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni í dag. Starfsmenn og sérfræðingar munu frá kl. 13 til 16 taka á móti almenn- ingi og svara fyrirspurnum gesta. Einnig fer fram sérstök kynning á heyrnartækjum og hjálpartækjum. Þá hefur ný vefsíða stöðvarinnar verið opnuð þar sem slóðin er www.hti.is. slands kynnt almenningi í dag með opnu húsi ð eftir ækjum ngum um hjá Heyrnar- og tal- um tíma fækkað úr 1.500 ælingu styst í tæpa tvo gri, að því er fram kemur ar við Sigríði Snæbjörns- a stöðvarinnar. Morgunblaðið/Golli almeinastöðvar Íslands, hefur á síðustu mán- minni og bæta ímynd stöðvarinnar. a stöðvarinnar í heyrnarmælingu hjá u Jónasdóttur heyrnartækni. bjb@mbl.is afði sam- höndum a. brigð- kt voru í a. um kerta, m eru mælingu, á heyrn-  Ráðgjöf, þjálfun og endurhæf- ing vegna heyrnar- og tal- meina.  Forvarnir á starfssviði sínu í samvinnu við aðrar stofnanir.  Útvegun viðeigandi hjálp- artækja, sjá um þjálfun á þeim og fræðslu.  Umsjón með viðhaldi og upp- setningu hjálpartækja.  Stunda rannsóknir og sinna fræðslu á starfssviði heyrnar- og talmeina. k HTÍ ÞEIRRI hugmynd að allt sem væri norrænt, væri um leið hreint, fagurt og eftir- sóknarvert skaut upp kollin- um á dögum Þriðja ríkisins í Þýskalandi 1933– 1945. Markvisst var unnið að því að efla allt það í fari þýsku þjóðarinnar sem átti uppruna í nor- rænni menningu og því var teflt fram sem kosti gegn því sem var suðrænt, mengað, blandað, lit- að og þar með óæðra. Sagnfræðingar hafa leitað svara við því hvers vegna hugmyndum af þessu tagi óx svo brautargengi á valdadögum Hitlers og hvaða áhrif þær höfðu. Íslenskur fræðimaður, Árni Heimir Ingólfsson, lýkur doktorsprófi í tón- vísindum frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum á þessu ári, þar sem lokaritgerð hans fjallar um íslenska tvísönginn. Ef Hitler hefði nú bara látið sér nægja að raula með sínum mönnum um séra Magnús sem settist upp á Skjóna, væri sennilega margt öðruvísi í heiminum í dag. En í dag eru það einmitt Hitler og Þriðja ríkið sem eiga hug Árna Heimis allan í dag, því um það leyti sem vorsólin fer að takast á við ísaðan síðdegisskuggann hér á Fróni, gengur Árni Heimir keikur í pontu í Borg- arbókasafninu í Boston. Þar ætlar hann að fræða félagsmenn Ameríska tónvísindafélagsins (Am- erican Musicological Society) um það hvernig norrænni tónlist reiddi af í Þriðja ríkinu. Árna Heimi var boðið að tala um rann- sóknir sínar á þessu vor- þingi tónvísindamanna vestra, en fátítt er að ungt fólk sem enn hefur ekki lokapróf upp á vasann fái að ávarpa jafnmerka sam- kundu. En ekki nóg með það, Árna Heimi hefur einnig verið boðið að flytja erindi sitt um Norræna tónlist í Þriðja ríkinu á árs- þingi Ameríska tónvís- indafélagsins á hausti komanda, og þar tala jafn- an engir aðrir en langfær- ustu tónvísindamenn heims, er þeir kynna koll- egum sínum hvaðanæva úr heiminum nýjustu rann- sóknir sínar í tónvísindum. Það er merkilegur fróð- leikur sem Árni Heimir er að draga upp úr glatkistu tónlistarsögunnar. „Ég ætla að tala um við- tökur á norrænni tónlist í Þriðja ríkinu og hvernig nasistar reyndu að koma þessari tónlist heim og saman við sína eigin hug- myndafræði. Í huga nas- ista var norðrið táknmynd fyrir allt sem var hreint og ómengað, og þá hluti vildu þeir sjá aukast í sinni eigin listframleiðslu og líka í kynþáttastefnu sinni. Um 1933 varð hálf- gerð sprenging hvað varðar flutning á norrænum tónverkum í Þriðja ríkinu og það hélst í hendur við stefnu nasistanna og hugmyndafræði á mörg- um sviðum. Einn af hugmyndafræðingum þeirra í kynþáttamálum, Günther að nafni, skrifaði árið 1928 bók sem hann kallaði Der Nordische Ged- anke, eða Norræna hugsunin, þar sem hann fjallaði einmitt um það hvernig Þjóðverjar gætu notað það norræna í sínu fari sér til framdráttar. Hann taldi að með því að auka hlut þess norræna í samfélaginu yrði það til þess að útrýma því sem þeir töldu óæskilegt.“ Gífurlegan uppgang Jóns Leifs í Þýskalandi á þessum árum má að miklu leyti rekja til þessarar hugmyndafræði nasistanna. Þá var hann búinn að snara íslenskum þjóðlögum og rímnalögum yfir á klassískt tónmál píanósins. Hann var að semja fyrsta hlutann af Eddu óratoríu sinni sem hann lauk við um 1940 og sama ár lauk hann við Guðrúnarkviðu, en Þjóðverjar þekktu Gjúka- dóttur úr Niflungahring Wagners. Jón Leifs lagði á þessum árum drög að fleiri verkum sem byggðust á Eddukvæðum. Það var ekki að undra að tónlist hans félli í kramið. Ferill Jóns í Þýska- landi var glæsilegur og Árni Heimir segir að þessi velgengni hafi varað í þónokkur ár. „Það fór að halla hratt undan fæti. Þessi stúdía mín hefur sprottið af B.M. ritgerðinni minni fyrir fimm árum, þar sem ég rannsakaði þær viðtökur sem Orgelkonsert Jóns fékk á mismunandi tím- um í Þriðja ríkinu. Þá sá ég að viðtökurnar árið 1935 og 1941 voru eins og dagur og nótt. Kons- ertinn var frumfluttur á Norrænum tónlistar- dögum 1935 en norrænir dagar af því tagi urðu mjög vinsælir í þýsku menningarlífi. Konsertinn fékk býsna góðar viðtökur miðað við hvað verkið er ótrúlega róttækt og módernískt. Þjóðverjarn- ir lögðu hart að sér við að skilja verkið. En eftir tónleikana í Berlín 1941 þótti flutningur verksins hneyksli ársins í tónlistarheiminum. Það var sjálf Berlínarfílharmónían sem lék, en fólk gekk út af tónleikunum og verkið fékk harða útreið. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig á þessu stóð með eitt og sama tónverkið. Það breyttist margt á þessum árum. Mörg verk Jóns höfðu þó verið flutt á tónleikum og gefin út, og flest þeirra voru tekin sem lýsandi skólabókardæmi um það hverju Þjóðverjar áttu að líkja eftir í sinni list- sköpun. Það voru líka skýrar línur um það að inn- blástur átti að sækja í norðrið, en ekki til dæmis Afríku eða í djassinn, sem þótti vera að menga alla tónlist. Þeir Þjóðverjar sem helst höfðu hald- ið þessari norrænu stefnu á lofti, eins og Alfred Rosenberg sem var einn af helstu hugmynda- fræðingum nasistanna, lögðu hana til hliðar. Þeir höfðu orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með það að norrænu þjóðirnar skyldu ekki taka í þessa útréttu hönd þeirra. Strax uppúr 1937 er farið að draga talsvert úr flutningi á norrænni tónlist. Og af því að stjarna Jóns Leifs hafði risið svo hratt, þá varð fall hans hvað harðast. Jón Leifs er þannig útgangspunkturinn í fyrirlestr- inum – ég byrja og enda á því að segja þessa sögu hans og flétta svo inn í öðrum norrænum tón- skáldum sem komu við sögu Þriðja ríkisins, eins og Sibeliusi, Kurt Atterberg og fleirum.“ Það vorum semsagt við hér í norðrinu sem vor- um ekki nógu áhugasöm um að okkar yrði minnst sem þess úrvalsfólks sem nasistarnir litu okkur. Auðvitað voru margir sem höfðu áhuga á að spegla sig í þeirri ímynd hreinleika og fegurðar hins æðri kynstofns sem nasisminn bauð uppá. Fleiri voru þó meðvitaðir um að slík kynþáttastefna var okkur ekki samboðin. En hvernig brugðust þýsk tónskáld við þess- ari óvæntu „innrás“ úr norðri? „Þýsku tónskáldin tóku upp þennan þráð og fóru sjálf að semja „norræn“ verk, bæði hljóðfæratónlist sem bar titla sem vísuðu í hreina rómantíska og norræna stemmningu og eins einnig óperur. Það má nefna óp- eru sem varð gífurlega vinsæl í Þriðja ríkinu og hét Island-Saga eftir Georg Vollerthun og vík- ingaóperur urðu líka vinsælar eins og Ingwelde eftir Max Schillings. Þróunin teygði sig líka til Austurríkis eftir að landið var innlimað í Þriðja ríkið. Í Vínaróperunni var óperan Königsballade frumflutt árið 1938, og hún fjallaði um Harald Hárfagra og tilraunir hans til að sameina allan Noreg. Tengingin við áform Þriðja ríkisins er augljós. Þýsku tónskáldin notfærðu sér þessa hugmyndafræði sjálfum sér til framdráttar, mest þau sem voru ung og á uppleið, en síður þau sem þegar höfðu skapað sér nafn eins og Richard Strauss, sem hélt sér utan við þetta. Þegar hug- myndunum um yfirburði norræna kynþáttarins fór að hnigna aftur kom á daginn að stefnan hafði ekki orðið tónskáldunum til þess framdráttar sem þau höfðu vonast eftir.“ Það var lítið um algild boð og bönn hvað list- flutning í Þriðja ríkinu snertir að því er Árni Heimir segir. Jón Leifs hélt því fram eftir að vin- sældir hans dvínuðu, að hann hefði verið settur í bann, og einhverja stoð virðist það hafa átt í raunveruleikanum, þótt hann hafi ekki verið sett- ur á neinn svartan lista. Þar voru hins vegar tón- skáld eins og Gershwin og Irving Berlin. „Það er auðvitað ekkert í norrænni tónlist sem hægt er að taka og skilgreina sem eitthvað æðra. Þau einkenni eru hreinlega ekki til. Nasistarnir lentu líka í miklum vanda þegar þeir voru að reyna að skilgreina þessa þætti í tónlistinni. Hjá tónskáldum eins og Grieg og Sibeliusi var kannski hægt að tala almennum orðum um nátt- úrustemmningar og slíkt í tónlist þeirra, og þjóð- lagaútsetningar Jóns féllu náttúrlega vel að þessum viðhorfum. En þegar þýsku tónskáldin fóru að reyna að semja eitthvað „norrænt“ lentu þau líka í vandræðum með að festa hönd á hvað þetta „norræna“ var. “ Síðasta verkið sem Jón Leifs samdi í Þýskalandi var Sögusinfónían þar sem Jón lýsir fimm hetjum úr Íslendingasögun- um, hverri í sínum þættinum. Verkið var andóf gegn kynþáttahugmyndum Þjóðverja, og með því vildi Jón sýna að nasistar hefðu í raun mis- skilið hinn norræna mann, sem þeir og gerðu. Norræn tónlist öllu æðri Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Árni Heimir Ingólfsson: „Það er auð- vitað ekkert í norrænni tónlist sem hægt er að skilgreina sem eitthvað æðra. Þau einkenni eru hreinlega ekki til.“ Adolf Hitler Jean Sibelius Jón Leifs Alfred Rosenberg Richard Wagner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.