Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 64

Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 64
64 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ATHUGASEMDIR við efni bréfs Stefáns Karlssonar er birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. mars 2002. Maður þarf ekki að vera kristinn til að finna sér traust- an grundvöll í líf- inu. Maður þarf heldur ekki að vera kristinn til að sýna mönnum virðingu eða elska þá. Laus- lega túlkað af mér, virtist mér Stef- án Karlsson fullyrða andstæðu þess að þetta væri mögulegt í bréfi sínu. Ég er fullkomlega fær um að bæta mig sem manneskju, sýna öðrum virðingu og elska þó svo að ég sé trúleysingi. Skipulögð trúar- brögð eru ekki fyrir minn smekk. Ég tel að persónuleikar mannvera séu fjölbreytilegri en svo að hægt sé að smala þeim inn í sömu girð- inguna þar sem gilda ákveðin boð og ákveðin bönn. Jafnmikilvægt at- riði og að velja sér grundvöll í lífinu ætti að vera hverri persónu í sjálfs- vald sett. Að mínu mati ætti hver og einn að taka afstöðu til allra mála upp á eigin spýtur, burtséð frá trúarlegum sjónarmiðum. Mín túlkun á skipulögðum trúarbrögð- um á borð við kristni er sú að utan um fylgjendur trúarbragðanna er byggður rammi, rammi sem heftir þroska persónuleika þeirra og ger- ir þeim ekki kleift að sjá það sem er utan við rammann. Til þess að geta byggt sér grundvöll í lífinu þarf maður að hafa óheflað hug- arfar og vera sinn eiginn guð. Ég er alls ekki á móti kristnum mönnum vegna trúarskoðana þeirra. Mér finnst frábært ef þeir telja sig hafa fundið sína hillu í líf- inu og ef trúin færir þeim ánægju og traust. Það sem ég er á móti er þegar kristnir menn (ásamt mörg- um öðrum trúarhópum) reyna að þrýsta sínum boðskapi yfir á aðra sem vilja ekkert með hinn „mikla fögnuð“ hafa, eða þegar kristnir menn hoppa hæð sína af reiði þeg- ar einhver vogar sér að vega að trú þeirra, en þau viðbrögð túlkaði ég í bréfi Stefáns. Margir hafa haft hin frægu orð Nietzsche eftir honum („Guð er dauður“) en þó svo að einhverjir geri það, ættir þú ekki að þurfa að biðja um sannanir þess að hinn kristni grundvöllur sé hindurvitni né að skora á þá sömu að opinbera fyrir kristnu fólki sannan grundvöll sem það getur byggt líf sitt á, eins og þú orðaðir það sjálfur. Þegar vegið er að þinni lífsspeki og trúar- brögðum ættir þú bara að standa fastur á þínum lífsgrundvelli með þínum guði, og jafnvel bjóða fram hinn vangann eins og trú þinni sæmir. HAUKUR DÓR BRAGASON, Bjarkargrund 46, Akranesi. haukurd@yahoo.com Vangaveltur um dauða Guðs Frá Hauki Dór Bragasyni: Haukur Dór Bragason SÍÐUSTU ár hafa sumir prestar þjóðkirkjunnar ótrúlega oft látið þess getið í ræðu eða riti að þjóð- kirkjan sé ekki ríkiskirkja. Þeir telja að með lögum um stöðu og starfs- hætti þjóðkirkjunar frá 1997 hafi að- skilnaður orðið hjá ríki og kirkju. Svo virðist sem þeir haldi að með því að endurtaka þessa fullyrðingu nógu oft sé hægt að dylja hið nána samband ríkis og þjóðkirkju sem byggist fyrst og fremst á sérrétt- indagrein þjóðkirkjunar í stjórnar- skránni sem er 62. grein hennar. Þótt ýmsir prestar telji orð sín áhrifarík þá munu flestir lands- manna telja stjórnarskrána áreiðan- legri heimild um réttarstöðu þjóð- kirkjunar. En hversvegna vilja þessir prest- ar afneita því að þjóðkirkjan sé rík- iskirkja? Það er áhugaverð spurning að mínu mati. Ég leyfi mér að setja fram þá tilgátu að þeir finni glöggt að þjóðin aðhyllist ekki ríkisrekstur í trúmálum né sérverndun eins trú- flokks umfram aðra. Skoðanakannanir Gallups sem gerðar hafa verið hér á hverju ári frá 1992 sýna að 62% svarenda (að með- altali ) sem afstöðu tóku aðhylltust aðskilnað ríkis og kirkju. – Þetta vita allir sem vilja vita, prestar jafnt sem aðrir. Og viðbrögð þeirra eru að víkja af vegi sannleikans og treysta á trúgirni og fáfræði sér til stuðn- ings. Þeir treysta því að fólkið í landinu lesi ekki stjórnarskrána og því sé hægt að segja því hvað sem er um samband ríkis og kirkju. Þjóðkirkj- an er enn ríkiskirkja sem er stöðu- heiti hennar vegna stuðnings og verndar sem hún nýtur í stjórnar- skránni umfram önnur trúfélög. Svo einfalt er þetta og auðskilið ef fólk gefur sér tíma til að lesa stjórn- arskrána. Það er sorglegt að sjá og heyra presta sem eru opinberir starfs- menn ríkisins með biskup Íslands í fararbroddi afneita þeirri augljósu staðreynd að þjóðkirkjan er ríkis- kirkja, það er annað nafn en stöðu- heiti. Það ættu allir að vita, jafnvel prestar þjóðkirkjunnar. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, fv. sparisjóðsstjóri, Skagaströnd. Þjóðkirkjan er ríkiskirkja Frá Björgvini Brynjólfssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.