Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HEYRNAR- og talmeina-stöð Íslands verður meðopið hús í dag fyrir al-menning í höfuðstöðvum sínum að Háaleitisbraut 1, Valhöll. Markmiðið er að kynna þær gagn- geru breytingar sem stöðin hefur gengið í gegnum á síðustu mánuð- um. Þeirri vinnu hefur af röggsemi stýrt nýr framkvæmdastjóri, Sigríð- ur Snæbjörnsdóttir, sem kom til starfa á stöðina fyrir rúmum níu mánuðum, en Morgunblaðið tók hana tali í tilefni dagsins. Ný lög um starfsemi stöðvarinnar tóku gildi í desember sl. og sam- kvæmt þeim var stjórn stöðvarinnar lögð niður og heyrir framkvæmda- stjóri beint undir heilbrigðisráð- herra. Auk Sigríðar eru í fram- kvæmdastjórn stöðvarinnar Ingibjörg Hinriksdóttir, nýr yfir- læknir frá áramótum, og Pálína Reynisdóttir, skrifstofustjóri, sem kom til starfa í febrúar sl. Einar Sindrason yfirlæknir er áfram við stöðina í hlutastarfi. Sigríður var áður hjúkrunarfor- stjóri á Borgarspítalanum í tólf ár og hefur því mikla reynslu innan heil- brigðisþjónustunnar. Hún segir að óneitanlega hafi það verið töluverð breyting fyrir sig að koma úr spíta- laumhverfinu, þar sem bráðaþjón- ustan sé fyrirferðarmikil, í umhverfi þar sem skjólstæðingar teljast ekki sjúklingar samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu, þeir komi uppréttir og fari uppréttir. Engu að síður sé um aðkallandi og nauðsynlega þjónustu að ræða. „Ég hef vissulega verið í öðruvísi hlutverkum hér en ég var orðin vön á Borgarspítalanum, allt frá því að þrífa glugga í að velja nýjan hugbún- að. Ég hef alltaf haft gaman af að vinna með áhugasömu fólki og að sjá nýjar hugmyndir verða að veru- leika,“ segir Sigríður. Hún minnir á að á stöðina geti allir leitað, bæði með tilvísun frá sérfræðingum eða fólk sem kemur af sjálfsdáðum og telur sig hafa vandamál varðandi heyrnina. Það geti fengið heyrnar- mælingu, skoðun læknis og talgrein- ingar. Heyrnarskertum að fjölga Á síðasta ári leituðu yfir 10 þús- und manns til stöðvarinnar, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Þar af voru ríflega 1.500 manns yngri en 18 ára. Sigríður segir að stöðin eigi að hafa burði til að þjóna enn fleir- um. Hún bendir á að rannsóknir í Evrópu sýni að um 15% fullorðinna búi við heyrnarskerðingu og sú tala kunni að verða um 25% árið 2020. Miðað við rannsóknir, sem sýna að 5% hverrar þjóðar geti haft gagn af heyrnartækjum, sé verið að tala um 15 þúsund manns á Íslandi. Sigríði grunar hins vegar að fjölmargir noti einfaldlega ekki heyrnartækin. Hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni eru um 20 starfsmenn, með fjöl- breytta menntun og bakgrunn. Sum- ir hafa starfað á stöðinni frá upphafi. Að sögn Sigríðar er áhugi á að fjölga störfum og ráða heyrnarfræðinga, talmeinafræðing og tæknimann í viðgerðir og viðhald á heyrnar- og hjálpartækjum. Þá er ætlunin að auka endurmenntun og símenntun starfsmanna. Sigríður segir að stöðin hafi á und- anförnum árum einangrast innan heilbrigðiskerfisins. Unnið sé mark- visst að því að bæta ímynd stöðvar- innar út á við. „Það er eins og að stöðin hafi farið svolítið á vergang og starfsemin ver- ið í fjársvelti. Illa gekk að anna eft- irspurn og sinna lögbundinni þjón- ustu. Í árslok 2000 fór ráðuneytið að taka málefni stöðvarinnar aftur til gagngerrar umfjöllunar. Eftir að fyrrverandi forstöðumaður sagði upp í byrjun síðasta árs tók ég við sem framkvæmdastjóri síðasta sum- ar. Ég vissi að lögin um starfsemina voru til endurskoðunar og yrðu tekin í lög um heilbrigðisþjónustu. Ég tel að það hafi verið jákvæð þróun,“ seg- ir Sigríður. Enn of margir á biðlista Hún segir að biðin eftir heyrnar- tækjum, þegar hún kom að stöðinni, hafi verið óviðunandi eða allt upp undir tvö ár. Með markvissum hætti hafi tekist að stytta biðlista og bið, ekki þó með fjölgun starfsfólks held- ur hafi vinnulag verið endurskoðað, vinnutíma breytt og opnunartími lengdur tvo virka daga og á laugar- dagsmorgnum. Ásamt meira fjár- magni til tækjakaupa hafi með þessu tekist að fækka fólki á biðlista eftir tækjum úr 1.500 síðasta sumar niður í um 850 manns í dag. „Enn eru alltof margir á biðlista en þetta verður þó að teljast góður árangur. Ef fer sem horfir þá á ég von á því að á næsta ári verði biðin þrír til fjórir mánuðir. Það finnst mér vera ásættanlegt því heyrnar- tæki eru pöntuð frá Danmörku og mót úr eyrum, sem við tökum hér, eru send utan. Ég vil vekja sérstaka athygli á því að börn eru ekki látin bíða, þau eru tekin strax fyrir,“ segir Sigríður. Að hennar sögn var bið eftir heyrnarmælingu allt upp undir sex mánuðir á síðasta ári. Tekist hafi að stytta þessa bið nú í tæpa tvo mán- uði. Sigríður segir að bið eftir mæl- ingu eigi aldrei að vera meiri en þrjár til fjórar vikur. „Hvað þessa þjónustu v verða biðlistar alltaf fyr enda er ekki um líf sjúkling Við erum að reyna að ge Endurbætt starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís Styttri bi heyrnartæ og mælin Fólki á biðlista eftir heyrnartækju meinastöð Íslands hefur á skömmu niður í 850 og bið eftir heyrnarmæ mánuði. Stefnt er að enn betri árang í viðtali Björns Jóhanns Björnssona dóttur, framkvæmdastjór Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnar- og ta uðum unnið hörðum höndum við að breyta starfsem Einn viðskiptavina Helgu HEYRNAR- og talmeinastöð Ís- lands, HTÍ, hefur verið starfandi frá árinu 1978, þegar fyrstu lög voru sett um starfsemina, og fengið fjármagn af fjárlögum rík- isins til starfseminnar. Frá árinu 1980 hefur stöðin verið til húsa í Valhöll og stækkað smám saman við sig húsnæði. Nú er stöðin bæði á 3. og 4. hæð hússins. Áður hafði vísi að sérstakri heyrn- arstöð verið komið á fót árið 1962 á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur. Fram að þeim tíma ha bærileg starfsemi verið í háls-, nef- og eyrnalækna Í nýjum lögum um heilb isþjónustu , sem samþykk desember 2001, segir m.a nýtt hlutverk HTÍ:  Þjónusta við heyrnarsk heyrnarlausa og þá sem með talmein.  Umsjón með heyrnarm greiningu og meðferð á ar- og talmeinum. Saga og hlutverk YFIRLÝSING RÁÐHERRA VATN; UPPSRETTA LÍFSINS Íslendingum er tíðrætt um þá auð-legð sem þeir eiga í vatni og eru þá yfirleitt að vísa til möguleika á sviði vatnsorkuvirkjana. Fæstir leiða þó hugann að þeirri auðlegð sem fólg- in er í því vatni er við notum frá degi til dags; til drykkjar, við matargerð og við ýmiskonar hreinlætisaðstöðu. Okkur hættir til að gleyma því að að- gangur að vatni er grundvallarfor- senda alls lífs og því eigum við oft á tíðum erfitt með að gera okkur í hug- arlund aðstæður þeirra sem búa við vatnsskort eða lifa á svæðum þar sem vatnsmengun er mikil. Í gær var alþjóðadagur vatnsins og því vert að minna á að um það bil þriðjungur jarðarbúa býr í löndum þar sem erfitt eða ómögulegt er að mæta vatnsþörf íbúanna samkvæmt skýrslu Worldwatch-stofnunarinnar um ástand heimsins árið 2002. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra einstaklinga sem nú býr beinlínis við vatnsskort á eftir að margfaldast á næstu árum og ef ekkert er að gert mun hann vaxa úr 550 milljónum í 2,4 til 3,4 milljarða árið 2025, en það jafn- gildir gróflega nærri helmingi jarð- arbúa í dag. Stofnunin bendir á þá sögulegu staðreynd að alls staðar í heiminum hafi reynst erfitt að bæta lífsskilyrði fólks þegar vatn er af skornum skammti. Uppskerur bregð- ast og eins og ástandið er nú fer t.d. liðlega fjórðungur alls kornmetis sem flutt er út í heiminum til landa í Mið- austurlöndum, Asíu og Afríku þar sem vatnsskortur ríkir. Að sjálfsögðu eru það ætíð hinir fátækustu sem þjást mest þegar vatn er ekki til stað- ar og þeir greiða jafnframt hæsta verðið fyrir vatnið. Í borgarsam- félögum sem þanist hafa það hratt út að uppbygging heldur ekki í við þensluna, borga þeir fátækustu t.d. 10 til 100 sinnum meira fyrir vatn sem dreift er í flöskum af flutninga- bílum en hinir efnameiri borga fyrir samskonar eða betra vatn úr krönum. Dauða um það bil 4 milljóna einstak- linga á ári, langflestra á barnsaldri, má beinlínis rekja til skorts á fersku vatni í heiminum og heilu samfélög- unum er umbylt vegna þess að vatns- skortur breytir landslagi og búsetu- skilyrðum. Á síðasta ári skrifuðu Þróunarsam- vinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og Hjálparstarf kirkjunnar undir sam- starfssamning um vatnsöflun og fræðslu henni tengdri í Mósambík, en samningurinn nær til þriggja ára og hljóðar upp á 228.000 bandaríkjadali. Á vefsíðu ÞSSÍ kemur fram að slík vatnsverkefni skili miklum árangri og hafi margþætt áhrif til bættra lífs- skilyrða. Leiðir til að tryggja aðgang að nægilegu og góðu vatni ættu að vera forgangsverkefni í aðstoð efn- aðra ríkja við fátækari samfélög heims. Þannig er fólki forðað frá bráðum smitsjúkdómum, auk þess sem vatnið er fyrsta forsenda mat- vælaframleiðslu og um leið frekari framfara og sjálfbærni. Yfirlýsing sú, sem ValgerðurSverrisdóttir, iðnaðarráð-herra, las upp á Alþingi í gær og felur í sér, að fullkomin óvissa rík- ir nú um byggingu álvers á Reyðar- firði og þar af leiðandi Kárahnjúka- virkjun, er mikið áfall fyrir Austfirðinga og alla þá, sem hafa trú- að því að þessar miklu framkvæmdir mundu verða þjóðarbúskapnum til framdráttar. Þótt iðnaðarráðherra hafi jafn- framt lýst því yfir, að nú yrði hafin leit að nýjum samstarfsaðilum um byggingu álvers er reynsla okkar Ís- lendinga sú að slík leit tekur tíma. Raunar má segja, að þrátt fyrir nán- ast þrotlausa leit að slíkum sam- starfsaðila í þrjá áratugi hafi aðeins einn fundizt til viðbótar við Sviss- lendingana, sem byggðu álverið í Straumsvík. Austfirðingar hafa bundið miklar vonir við þessar framkvæmdir. Þær eru ekki lengur í sjónmáli. Það væri sjálfsblekking af hálfu Austfirðinga að byggja mikið á því, að nýr sam- starfsaðili komi til sögunnar innan tíðar. Ef það gerist væri það mikil heppni. Það væri blekkingarstarf- semi af hálfu stjórnmálamanna að halda slíkum væntingum að Austfirð- ingum. Landsvirkjun hefur varið miklum fjármunum til að undirbúa stórvirkj- anir norðan Vatnajökuls. Nú er óvíst með öllu að Landsvirkjun eigi eftir að endurheimta þá peninga. Atvinnu- lífið á Íslandi hefur bundið ákveðnar vonir við að virkjunarframkvæmdir og bygging álvers á Austurlandi mundi virka eins og vítamínsprauta á atvinnulífið um land allt. Nú er ljóst að ekki verður hægt að byggja á slíku framlagi á næstu misserum. Það þýðir ekkert annað en horfast í augu við þennan veruleika. Norsk Hydro er greinilega ekki vænlegur samstarfsaðili. Við Íslendingar höf- um fjárfest mikið í fyrirhuguðu sam- starfi við Norðmenn um þessar miklu framkvæmdir en ekki haft erindi sem erfiði. Háttsemi Norðmanna í þessu samstarfi hefur ekki orðið til þess að efla traust landsmanna til þessa norska fyrirtækis. Þvert á móti má gera ráð fyrir, að héðan í frá verði því sem frá Norðmönnum kem- ur í þessum efnum tekið með miklum fyrirvörum. Frá því að álverið við Straumsvík var byggt fyrir bráðum fjórum ára- tugum hefur einn maður staðið við stóru orðin í sambandi við uppbygg- ingu áliðnaðar á Íslandi. Það er Kenneth Peterson eigandi Norðuráls í Hvalfirði. Hann hefur haft áhuga á að stækka álverið á Grundartanga til þess að auka hagkvæmni í rekstri þess. Af einhverjum ástæðum hefur honum verið tekið af umtalsverðu fá- læti og ljóst að á síðasta ári var hon- um og samstarfsmönnum hans mis- boðið vegna þess hve litla áheyrn þeir fengu í iðnaðarráðuneytinu. Eftir þau skakkaföll, sem við Ís- lendingar höfum orðið fyrir í sam- skiptum okkar við Norsk Hydro er tímabært að kanna, hvort áhugi Ken- neth Peterson á stækkun álversins á Grundartanga er enn fyrir hendi. Leit okkar að nýjum samstarfsað- ilum við uppbyggingu stóriðju á Ís- landi heldur áfram en að margfeng- inni reynslu er ástæða til að búast ekki við of miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.