Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, fax 544 4211 Þjónustuaðili Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardag frá kl. 10-16 Eigum til á lager örfáa KNAUS SPORT TRAVELLER 500 limited edition1,9 l Turbo diesel sportútgáfa árg. 2002. VERÐ AÐEINS 3.995.000. COMBI-CAMPá Íslandi Fyrsta sölusýning og -kynning á COMBI CAMP tjaldvögnum hjá Netsölunni byrjar á föstudaginn og laugardaginn 22. og 23. MARS. Vinsælustu tjaldvagnar á Íslandi til margra ára. Vinsamlegast staðfestið eldri pantanir. THERE’S ONLY ONE AL-AQSA hreyfingin sem lýst hef- ur því yfir að hún hafi staðið fyrir sjálfsmorðsárásinni í Jerúsalem í fyrradag, þar sem þrír Ísraelar biðu bana, var stofnuð í október 2000. Á þeim skamma tíma sem síðan er lið- inn hefur hreyfingin hins vegar staðið fyrir ótalmörgum árásum gegn bæði ísraelskum hermönnum á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna og óbreyttum borgurum í Ísrael. Er nú svo komið að al-Aqsa hreyfingin lætur jafnvel meira til sín taka en Hamas-samtökin eða Ji- had, sem fram að þessu hafa reynst helsti vettvangur hinna róttækari afla í palestínskum stjórnmálum. Munurinn á al-Aqsa og Hamas og Jihad er ekki aðeins sá að hreyf- ingin er tiltölulega nýstofnuð. Meira máli skiptir að al-Aqsa teng- ist beint Fatah-samtökum Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla hreyf- inguna vopnaðan arm Fatah. Skýrir þetta að mörgu leyti hvers vegna stjórnvöld í Ísrael og Banda- ríkjunum hafa lagt svo mikið kapp á að kenna Arafat persónulega um það ofbeldi, sem róttækir Palest- ínumenn hafa staðið fyrir. Telja þau að Arafat hljóti að vera fullfær um að hafa hemil á þessum sveitum sín- um, jafnvel að þau láti beinlínis til sín taka með blessun hans og vilja. Sprengjutilræðið í Jerúsalem í fyrradag bendir hins vegar ekki til að Arafat hafi fulla stjórn yfir al- Aqsa hreyfingunni enda hafði heimastjórn Palestínumanna þá um morguninn beðið róttækari öflin að hafa sig hæg í ljósi þess að skriður virtist kominn á friðarumleitanir í Miðausturlöndum. Vildu markvissari varnir Al-Aqsa hreyfingin heitir eftir moskunni sem Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, heimsótti í Jerúsalem í september 2000 en heimsókn hans þangað olli miklu uppnámi í röðum Palestínumanna og var kveikjan að nýrri uppreisn, intifatah, sem nú hefur staðið í átján mánuði. Á þeim tíma hefur ofbeldi mjög færst í aukana, Ísraelar svar- að ódæðisverkum Palestínumanna með umdeildum hernaðaraðgerðum á heimastjórnarsvæðunum og um sextán hundruð manns látið lífið, flestir Palestínumenn. Stofnendur al-Aqsa voru Yasser Badawi og Nasser Awai en báðir voru ósáttir við það hversu ómark- vissum bardagaaðferðum var beitt af hálfu Tanzim-samtakanna, ann- arrar og eldri hreyfingar sem teng- ist Fatah, gegn Ísraelsher í nýrri uppreisn Palestínumanna. Mark- mið Badawis og Awais var að stofna hreyfingu sem skyti Ísraelum skelk í bringu, sem ekki léti deigan síga heldur héldi uppi linnulausum og árangursríkum aðgerðum. Er fullyrt að al-Aqsa séu ekki í reynd pólitísk samtök – þ.e. aðgerð- ir þeirra eiga sér ekki pólitísk markmið, s.s. sjálfstætt palestínskt ríki – heldur fyrst og fremst hreyf- ing sem haldi uppi vörnum af hálfu venjulegra Palestínumanna gegn hernaðaraðgerðum Ísraela. Hefur hreyfingin sem slík öðlast miklar vinsældir meðal Palestínu- manna og ekkert vandamál virðist vera að finna unga menn sem reiðu- búnir eru að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn. Hafa atburðir liðinna mánaða sýnt að í hvert sinn sem Ísraelar ákveða að bregðast enn harðar við sjálfsmorðsárásum Pal- estínumanna en áður – með því að senda skriðdreka sína inn í Ramall- ah, svo dæmi sé tekið – vex al-Aqsa ásmegin. Badawi er fallinn – hann lést í ágúst á síðasta ári í sprengjutilræði sem Palestínumenn kenna Ísr- aelum um – en Awai leikur enn laus- um hala og er fullyrt að hann sé efstur á lista Ísraelsstjórnar yfir menn sem þurfi að handsama eða drepa. Fengu grænt ljós Margir af liðsmönnum al-Aqsa voru áður meðlimir í öryggislög- reglu heimastjórnar Arafats. Hreyfingin telur sig meðal stuðn- ingsmanna Arafats en óljóst er þó hversu mikil áhrif Arafat hefur í reynd á leiðtoga hennar. Fyrir um mánuði reyndu forsvarsmenn Fatah að fá liðsmenn al-Aqsa til að leggja hreyfinguna niður og sam- einast að fullu Fatah. Al-Aqsa menn harðneituðu hins vegar og brugðust hinir verstu við. Ekki hefur verið minnst á slíkt aftur, að sögn fréttaskýrenda, og talið er víst að nýverið hafi leiðtogar Palestínumanna í reynd gefið al- Aqsa grænt ljóst á árásir er beind- ust gegn bæði hermönnum og borg- urum í Ísrael. Spyrja menn hvers vegna í ósköpunum Arafat og ráð- gjafar hans ættu að skipa al-Aqsa að hætta aðgerðum sínum þegar Ísraelar grípi til sífellt harðari að- gerða á heimastjórnarsvæðunum. Hitt veldur áhyggjum að nú þeg- ar vonarglæta virðist komin í frið- arumleitanir fara liðsmenn al-Aqsa sínu fram hvað sem líður óskum Arafats um að menn haldi að sér höndum. Fyrir liggur jú að hugs- anlegar friðarviðræður velta á því að báðir aðilar, Palestínumenn og Ísraelar, bindi enda á ofbeldið. Styðja Arafat en hundsa skipanir Al-Aqsa-hreyfingin, sem tengist Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, er tekin við sem vettvangur róttækustu Palestínumannanna. Reuters Liðsmenn al-Aqsa við þjálfun. Bandaríkjastjórn lítur á hreyfinguna sem alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Betlehem, Balata-flóttamannabúðunum. Washington Post, Newsday. ’ Sumir kallahreyfinguna hinn vopnaða arm Fatah ‘ GÍFURLEGIR ryk- og sandstorm- ar hafa verið í Suður-Kóreu og í rússnesku hafnarborginni Vladívo- stok síðustu daga en talið er, að sandburðurinn sé upprunninn í Mongólíu og Norður-Kína. Í S-Kóreu hefur orðið að loka þús- undum skóla og sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar eru yfirfull af fólki, sem sjúkt er orðið í augum og í önd- unarfærum vegna ryksins. Í mörg- um borgum, til dæmis höfuðborginni Seoul, hefur stórlega dregið úr um- ferð og mikil röskun hefur orðið á flugi. Er fólki ráðlagt að halda sig innandyra ef það getur komið því við en vera að öðrum kosti með grisju fyrir vitum. Sandstormar frá Kína eru algengir í S-Kóreu á veturna og á vorin en landsmenn hafa aldrei upplifað annað eins og þetta. Gróðureyðing og eyðimerkurmyndun Ekkert þessu líkt hefur gerst í Vladívostok síðan veðurmælingar hófust þar fyrir 130 árum. Litaði rykið himininn gulan og sólina bláa. Ástæðan fyrir þessum hamförum er gífurleg skógar- og gróðureyðing og vaxandi eyðimerkurmyndun af þeim sökum. Borís Kúbaí, veður- stofustjóri í Vladívostok, segir, að verði ekkert að gert, megi búast við þessu á hverju ári. Sand- vetur í S-Kóreu Vladívostok, Seoul. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.