Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ O pinberar umræður um alþjóðavæðingu, heimsviðskipti og fá- tækt eru iðulega á miklum villigötum. Engan þarf þó að undra að svo sé þegar fundir þar sem ætlunin er að ræða þessi mál verða andstæð- ingum viðskipta tilefni til götu- óeirða sem fá meiri athygli fjöl- miðla en efni fundanna. Þá eru þeir til sem leggja sig ekki sér- staklega fram um að draga fram rétta mynd af afleiðingum al- þjóðavæðingar heimsins, en Rík- issjónvarpið sýndi einmitt sér- stakan þátt eftir einn slíkan andstæðing alþjóðaviðskipta fyrr í þessum mánuði. Mátti helst ætla af mikilli kynningu Ríkissjón- varpsins á þættinum að hann væri hinn merk- asti og af honum mætti ekki nokkur maður missa. Þeir sem í óláni sínu trúðu þessu og fylgdust með þættinum stóðu vafalítið upp frá kassanum það kvöldið fullir andúðar á hinum slæmu heimsviðskiptum sem hefðu lítinn annan tilgang en ýta undir auðssöfnun fárra spilltra manna á meðan hagur alls al- mennings í þróunarlöndunum færi ört versnandi. Illt ef satt væri, en á þessu máli er sem betur fer önnur hlið þótt hún fari ekki jafnhátt og fáir hlaupi um götur og torg eða eyði- leggi eignir fólks til að koma henni á framfæri. Um hana er þó af og til fjallað svo lítið beri á og má sem dæmi nefna grein í tíma- ritinu Foreign Affairs í upphafi þessa árs. Hagfræðingarnir Dav- id Dollar og Aart Kraay skrifuðu grein í tímaritið undir fyrirsögn- inni Dreifing auðsins og veltu þar fyrir sér áhrifum alþjóðavæðingar á kjör fólks í þróunarríkjunum. Eitt af því sem andstæðingar alþjóðavæðingar hafa haldið fram er að munur ríkra og fátækra í heiminum fari vaxandi, en sam- kvæmt tölum hagfræðinganna tveggja á þetta ekki við rök að styðjast. Hagfræðingarnir segja að sú mikla aukning auðs sem orðið hafi fram til ársins 1975 hafi dreifst ójafnt, en eftir það hafi jöfnuður aukist í heiminum. Ef lit- ið er á fátækustu íbúa jarðar þá fjölgaði þeim fram til ársins 1980, þótt þeim fækkaði reyndar í hlut- falli við mannfjölda. Á síðustu tuttugu árum hefur mestur vöxt- ur verið í fátækum ríkjum og þess vegna hefur þeim sem fátækastir eru fækkað um tvö hundruð millj- ónir manna. Þetta skýrist að- allega af breytingum í fjölmenn- ustu ríkjum heims, Kína og Indlandi. Breytingarnar hjá Kínverjum og Indverjum eru ekki þær sem andstæðingar alþjóðaviðskipta ráðleggja, þvert á móti. Þessi ríki opnuðu fyrir heimsviðskipti og er- lendar fjárfestingar og síðan hafa tekjur á mann vaxið mikið. Fleiri dæmi eru nefnd í grein Dollars og Kraays, svo sem Úganda, Víet- nam og Mexíkó, en besta leiðin til að sýna þann mun sem er á lönd- um sem opna fyrir viðskipti og hinum sem fara að ráðum þeirra sem stunda hávær götumótmæli, er að sögn hagfræðinganna að skipta þróunarríkjunum í tvo hópa. Annars vegar í hóp ríkja sem hafa opnað hagkerfi sín og hins vegar hóp þeirra sem hafa haldið hagkerfunum lokuðum. Vöxtur þeirra opnu hefur farið vaxandi síðustu áratugi og var 5% á síðasta áratug, en á meðan hægði á vexti ríku landanna og var hann um 2% á síðasta áratug. Íbúar þeirra fátæku ríkja sem kusu að vera ekki með í al- þjóðavæðingunni liðu því miður fyrir þá ákvörðun, því vöxtur þeirra dróst saman og var að meðaltali aðeins 1% síðustu tvo áratugi. Annað sem andstæðingar markaðsbúskapar hafa haldið fram er að ójöfnuður aukist innan ríkja sem opni fyrir viðskipti. Dollar og Kraay segja þetta ekki styðjast við fyrirliggjandi tölur, því sums staðar sé ávinningur þeirra fátækustu yfir landsmeð- altali og sums staðar undir. Ekki sé því hægt að tengja ójöfnuð inn- an landa við opnun hagkerfa þeirra. Ójöfnuður einn og sér seg- ir þó litla sögu, því ójöfnuður get- ur aukist en allir þó haft það betra og er Kína gott dæmi um þetta. Þar hafa kjör hinna verst settu batnað hratt þótt aðrir hafi bætt kjör sín enn hraðar, og hinir fá- tæku eru því betur settir eftir en áður. Víetnam er að sögn Dollars og Kraays annað dæmi. Það ríki hef- ur tiltölulega nýlega opnað fyrir viðskipti við umheiminn og í fram- haldi af því hafa tekjur á mann aukist mikið án þess að jöfnuður milli manna hafi breyst merkj- anlega. Tekjur hinna fátækustu hafa því aukist mikið. Árið 1988 töldust 75% þjóðarinnar búa við fátækt, en tíu árum síðar var hlut- fallið 37% og hafði því minnkað um helming. Af þeim sem voru fá- tækastir árið 1992 höfðu 98% bætt hag sinn sex árum síðar. Þessi bætti hagur sýndi sig ekki aðeins í auknum tekjum heldur líka í því að færri börn þurftu að vinna og fleiri sóttu skóla. Þótt alþjóðaviðskipti hafi á síð- ustu áratugum farið vaxandi er ekkert sem segir að svo verði áfram og þar með er engin trygg- ing fyrir því að kjör fólks í fátæk- ustu ríkjum heims muni halda áfram að batna. Linnulítill áróður gegn viðskiptum og markaðs- búskap getur orðið til þess að við- horfin breytist, sérstaklega í lýð- ræðisríkjum heimsins, þar með talið öllum ríkustu ríkjum heims. Það sem skiptir fátækustu íbúa jarðarinnar mestu er að sem mest verði opnað fyrir viðskipti milli ríkja og viðskiptahindrunum rutt úr vegi. Þetta á ekki síst við um viðskipti milli ríkra og fátækra ríkja og þess vegna nægir ekki að koma upp viðskiptablokkum eða fríverslunarsvæðum með ytri toll- múrum, en Evrópusambandið er einmitt „gott“ dæmi um slíkt bandalag. Fella þarf niður tolla og aðrar viðskiptahömlur og gera fá- tækustu ríkjunum kleift að vinna sig út úr erfiðleikunum og í bjarg- álnir. Með þessu mæla bæði rök reynslunnar og almennar rök- semdir um kosti markaðs- viðskipta. Fátækum fækkar Þótt alþjóðaviðskipti hafi á síðustu ára- tugum farið vaxandi er ekkert sem segir að svo verði áfram og þar með er engin trygging fyrir því að kjör fólks í fátæk- ustu ríkjum heims muni áfram batna. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is ✝ Anna MargrétSigurðardóttir fæddist í Reykjavík hinn 25. október 1990. Hún lést af slysförum hinn 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurður Guð- mundsson og Hólm- fríður Óskarsdóttir til heimilis í Rauða- skógi í Biskupstung- um. Anna Margrét var yngst átta systk- ina en þau eru: Jó- hannes Helgason, f. 2. október 1967, giftur Helgu Maríu Jónsdóttur, þau eiga þrjú börn. Ragnhildur Petra Helga- dóttir, f. 3. nóvember 1968, d. 16. september 1996, hún á tvo syni. Þuríður Ágústa Sigurðardóttir, f. 17. desember 1974, sambýlis- maður Sigurjón Pétur Guðmunds- son, saman eiga þau eina dóttur en Sig- urjón Pétur á tvo syni fyrir. Hildur Ósk Sigurðardóttir, f. 10. apríl 1978, sambýlismaður Helgi Jakobsson. Ólafur Jóhann Sig- urðarson, f. 3. nóv- ember 1981. Áshild- ur Sigrún Sigurðardóttir, f. 13. september 1983. Guðríður Olga Sig- urðardóttir, f. 4. janúar 1986. Anna Margrét var nemi í Reykholtsskóla í Biskupstung- um. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku litla systir okkar, þú sem varst alltaf svo glöð og hress og varst vinur allra, síst af öllu kom okkur í hug að þú yrðir tekin frá okkur svo fljótt og snögglega. Það er svo margt sem við áttum eftir að gera með þér en við vitum að Peta hefur tekið á móti þér og ykkur líður vel saman. Þessi tími sem við áttum með þér er ómetanlegur og minning- arnar margar og góðar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við minnumst þín, elsku Anna Margrét, t.d. þegar þú og Bergþór frændi voruð tveggja og þriggja ára og stunguð af til að heim- sækja ömmu á Brekku, þú varst alls- ber í stígvélum með bleyjuna í hend- inni þegar afi á Brekku fann ykkur úti á túni, eða þegar þú varst 4 og ½ árs og sást að 25. apríl á dagatalinu var skrifaður með rauðu þá hélstu að það væri afmælið þitt, það var sama hvað pabbi sagði, þú ætlaðir að halda upp á afmælið þitt þennan dag og því var ekki breytt, mamma bakaði og þú hringdir í vini og ættingja og bauðst í 4 og ½ árs afmæli, þetta árið fékkstu tvær afmælisveislur. Þú varst svo fín í samkvæmiskjólnum sem mamma saumaði á þig fyrir unglingaball hestamannafélagsins í haust og þú varst svo ánægð að eiga samkvæmiskjól, þetta mátti ekki bara vera kjóll, þetta varð að vera samkvæmiskjóll. Það er okkur líka ofarlega í huga hvað þú varst mikið fyrir að syngja. Þú varst ekki há í loftinu þegar við vorum farin að kenna þér vísurnar og þú varst ekki lengi að læra þær og söngst hástöf- um við hvert tækifæri, þó að textinn væri kannski ekki alveg réttur þá varstu með laglínuna á hreinu. Þeg- ar þú varst að dunda þér eitthvað við eldhúsborðið t.d. við lærdóminn heyrðum við þig iðulega vera að söngla eitthvað skemmtilegt. Og auðvitað varstu með í kórnum alveg frá því þegar þú byrjaðir í skólanum og auðséð á þér að þér þótti þetta hin mesta skemmtun. Þú varst svo spennt yfir því að fá að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands hinn 7. mars síðastliðinn, þetta voru alveg frábærir tónleikar og þú varst svo ánægð með þá. Þú hafðir nú ansi gaman af því að ergja frændsystkini þín en samt máttuð þið ekki af hvert öðru sjá og þú varst ansi dugleg að kenna þeim ýmsan fróðleik t.d. að skrifa stafina og margt fleira, þau sakna þín sárt og það gerum við öll. Við geymum þessar minningar og margar fleiri í hjarta okkar, elsku litli grallarinn okkar. Þín systkini, Jóhannes, Þuríður Ágústa, Hildur Ósk, Ólafur Jóhann, Áshildur Sigrún, Guðríður Olga og fjölskyldur. Elsku frænkan ljúfa, þú horfin ert á braut. Blíð og góð við alla, sem elsku þinnar naut. Nú hrynja tár af hvörmum, því sorgin er svo sár. Að hafa þig ei lengur, en þessi fáu ár. (G.L.J.) Kæru foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Dagný Rut og fjölskylda. Kveðja frá Reykholtsskóla Mikill harmur er kveðinn að nem- endum og starfsfólki Reykholtsskóla þegar Anna Margrét Sigurðardóttir hefur skyndilega horfið úr röðum okkar. Hún var einstaklingur sem eftir var tekið í skólanum. Glaðlyndi einkenndi hana og hún var góður og einlægur félagi sem gat verið félagi allra án manngreinarálits. Hjálpsöm var hún, fús og reiðubúin til að tak- ast á við verkefnin sem við blöstu. Raunar sýndi hún forystuhæfileika bæði í leik og starfi um leið og hún var jákvæð og hlý í samskiptum við aðra. Þeir, sem eitthvað þekkja til skólastarfs, skilja af þessum fáu orð- um að þarna fór einstaklingur sem leggur gott til þess starfs og gerir það léttara. Utan skólans var Anna Margrét virk í frjálsum íþróttum og kórstarfi. Þar reyndist hún einnig þessi tápmikla og drífandi stúlka, og öll bundum við vonir við að úr henni yrði farsæll og verkmikill einstak- lingur. Hinir augljósu mannkostir hennar öfluðu henni álits um leið og þeir urðu til þess að okkur í skól- anum þótti vænt um hana. Þegar við nú og síðar minnumst hennar, minn- umst við stúlku sem var gefandi ein- staklingur, glaðvær, áreiðanleg og jákvæð í senn. Hún bar með sér birtu inn í líf okkar og það mun minning hennar gera á komandi tíð. Góðan Guð biðjum við að styrkja for- eldra hennar, systkini og fjölskyldu alla í þeim harmi sem nú steðjar að. Arndís Jónsdóttir. Himnarnir gráta í dag. En það líð- ur ekki á löngu þar til þeir fara að brosa í gegnum tárin því Anna Mar- grét er komin til þeirra. Ég er viss um, Anna mín, að þú átt eftir að skemmta þeim í himnagörðunum al- veg eins og þú skemmtir okkur. Þú varst alltaf brosandi, hlæjandi og varst sífellt að reyna að koma öðrum í gott skap. Lífskrafturinn og lífs- gleðin einkenndu þitt bjarta fas og smituðu auðveldlega út frá sér. Rétt- lætiskennd þín var sterk og þú stóðst yfirleitt með lítilmagnanum og varst yfirleitt komin til að miðla málum ef einhver lenti í ósætti. Við vorum fyrr í vetur að gera verkefni um vini. Skilgreining þín á vel við hér þar sem þú sagðir: „Sann- ur vinur er sá sem finnur til með honum þegar einhver deyr.“ Þessi litla setning lýsir þér vel. Þú fannst alltaf til með þeim sem minna máttu sín og varst alltaf til í að hjálpa þeim á einhvern hátt. Ekki ertu lengur hér en góðar stundir gafstu mér. Kysstu kallinn og hresst’ann við með brosi þínu og hlátranið. Fyndin tilsvör og smellnar sögur gerðu oft kennslustundirnar einkar ánægjulegar því húmor þinn var ein- stakur. Sem kennara gerðir þú manni oft erfitt fyrir með þessum bröndurum og nær ómögulegt var að segja þér að hætta. Það mun taka langan tíma að jafna sig á því að þessar hnyttnu athugasemdir séu farnar og munu ekki koma aftur. En mikið hlýtur að vera gaman í himna- ríki núna. Ég er mjög stoltur af að hafa fengið að kynnast þér og þekkja. Við náðum alltaf vel saman og var alltaf góður skilningur á milli okkar. Sárn- ar mér mikið að þurfa að horfa á eft- ir einum af mínum fyrirmyndarnem- endum. Forréttindi voru að þekkja þig syrgi ég það að hafa þig misst. Þó á því ég hugga mig að þeir góðu fara ávallt fyrst. En nú þurfum við víst að kveðjast þótt allt of snemmt sé. En þrátt fyrir að þú sért farin úr augsýn minni ertu ekki farin úr huga mínum. Orð frels- arans sjálfs eiga vel við þig nú en hann sagði: „Sjá ég dó, en ég lifi þó.“ Í einum popptextanum var sagt að aðeins þeir góðu myndu deyja ungir og á það svo sannarlega við hér. Ég veit að það er vel tekið á móti þér og ég veit að ekki líður á löngu þangað til þú verður búin að heilla alla með þínum skæru heillandi augum og bjarta brosi. Megi Guð varðveita þig og vernda alla tíð, Anna mín. Ég mun sárt sakna þín og minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Megi Guð einnig varðveita og vernda fjölskyldu þína í þeirri miklu sorg sem framundan er. Vertu sæl, Anna Margrét, það voru forréttindi að fá að þekkja þig. Farin eru brosin þín ásamt augum þínum björtum. En mundu bara Anna mín þú verður alltaf í okkar hjörtum. Þinn kennari og vinur, Karl Pálsson. Elsku Anna Margrét okkar. Nú hefur Guð sent engla sína til að ná í þig og þú farin frá okkur. Þú ert far- in en við sitjum hér eftir sorgmædd og sár. Þú varst alltaf í léttu skapi og skemmtileg. Þú varst sú hressasta og fyndnasta af okkur. Þú komst okkur alltaf til að hlæja. T.d. þegar mátti koma með geisladiska í skól- ann, þá komst þú alltaf með Ladda- disk eða eitthvað í þeim dúr sem komu okkur til að hlæja á meðan aðrir komu með einhverja rokk- diska. Margar minningar koma upp á stundu sem þessari. Allir muna þó eftir afmælinu þínu sem þú hélst í sumarbústaðnum með Gísla Rúnari. Það fannst okkur frábær dagur og við fengum svo að gista. Þú varst alltaf á fullri ferð en þó aldrei til vandræða. Þú lést engan vaða yfir þig en stóðst alltaf með öllum og öll- um líkaði vel við þig. Þú varst ótrú- lega fljót að hlaupa. Þótt þú hafir verið svolítið búttuð malaðirðu okk- ur öll í píp-testinu í leikfimi. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þær eru okkur dýrmætar. Við minnumst þín alltaf sem bekkjarsystur og góðrar vin- konu. Megi Guðs englar leiða þig inn í eilífðina. Þínir vinir og bekkjarfélagar í 6. bekk. Anna Margrét var mjög glaðlynd og skemmtileg, það var ansi fátt sem tók brosið af vörum hennar. Við kynntumst fyrir rúmlega þremur árum. Gunnhildur amma mín þekkti Önnu Margréti og ég kynntist henni í gegnum ömmu. Anna Margrét ætlaði að koma til mín á laugardagsmorguninn 9. mars og vera hjá mér þessa nótt. Við ætl- uðum að fara í bíó, sund og á skauta, en Guð hafði ætlað henni annað. Ég á alltaf eftir að minnast hennar sem ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.