Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 27
Mán. - fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00
– f l o t t f y r i r f e r m i n g a r b a r n i ð
Ein fyrir allt
t m h u s g o g n . i s
í
h
e
rb
e
rg
ið
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
0
5
6
8
4
/
si
a.
is
Hlynur og Beyki
Stærð skrifborðs155x70 sm
28.000kr
PlutoELSTA mynd, sem vitað er til að
gerð hafi verið með ljósmynda-
tækni, var seld á uppboði fyrir sem
svarar rúmlega þrjátíu og níu millj-
ónir króna. Kaupandi var franska
þjóðarbókhlaðan. Myndin er frá
1825 og var gerð af franska frum-
kvöðlinum Nicephore Niepce. Hún
sýnir hollenska dúkristumynd frá
sautjándu öld, af manni og hesti.
Niepce fullkomnaði svonefnda
heliogravure-tækni við ljósmyndun
og varð fyrstur manna til að safna
dagsljósi þannig að það mótaði
mynd á koparplötu. Þessi tækni
varð til nokkrum árum áður en svo-
nefnd daguerrotype-aðferð við ljós-
myndun, sem er betur þekkt. Sér-
fræðingar fullyrða að mynd
Niepces af ristunni sé elsta ljós-
mynd sem vitað sé um, því Niepce
minnist á hana í bréfi til sonar síns
árið 1825. Næstelsta myndin hans
er landslagsmynd frá árinu á eftir.
AP
Elsta
ljósmyndin
MARGARET Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, hefur
fengið röð vægra heilaáfalla og mun
af þeim sökum hætta að halda ræður
á opinberum vettvangi, að því er sagði
í tilkynningu frá skrifstofu hennar í
gær. Thatcher er 76 ára og afboðaði
komu sína á samkomu á fimmtudags-
kvöldið að læknisráði eftir að hún
hafði veikst þá um morguninn.
Fyrr í mánuðinum afþakkaði hún
boð um að fara til Falklandseyja í til-
efni af því að tuttugu ár eru frá Falk-
landseyjastríði Breta og Argentínu-
manna. Ástæðan var heilsuleysi
eiginmanns hennar. Thatcher var for-
sætisráðherra Bretlands frá 1979 til
1990 og vakti enn deilur nú í mán-
uðinum þegar hún gaf út bókina
Statecraft, þar sem hún hvatti m.a. til
þess að Bretar hættu þátttöku í
mörgum helstu stofnunum Evrópu-
sambandsins.
Thatcher
veik
London. AP.