Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 32

Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ávallt tilhlökkunarefni þegar kemur að sameiginlegri ár- legri sýningu Blaðaljósmyndara- félags Íslands og Ljósmyndara- félags Íslands. Hlutur blaðaljós- myndaranna vegur þó þyngra vegna beinna tengsla sinna við atburði lið- ins árs. Tilgangur með hluta „stúd- íóljósmyndaranna“ virðist meira vera að gefa hugmynd um hvaða stílar og stefnur eru ráðandi í stúd- íómyndatökum – mótífin eru svipuð frá ári til árs. Spennandi blaðaljósmyndir nær- ast á safaríkum og oft hörmulegum atburðum. Því meira sem gengur á í samfélaginu því fleiri spennandi myndir verða til. Það er alkunna að flestar bestu blaðaljósmyndir sem teknar eru á ári hverju koma frá átaka- og hörmungarsvæðum. Þannig „nærast“ fjölmiðlar oft á ógæfu annarra en uppfylla um leið það hlutverk sitt að vekja athygli al- mennings á ástandinu á staðnum og koma upplýsingum á framfæri. Síðasta ár var frekar friðsælt á Íslandi og ber sýningin þess merki. Stærsta málið á síðasta ári, mál Árna Johnsen, var m.a. myndað af ljósmyndara DV sem fór út í Eyjar og náði buguðum fyrrverandi þing- manninum á mynd á kórréttu and- artaki. Myndin gat ekki orðið neitt annað en fréttamynd ársins. Mynd ársins og portrettmynd ársins er mynd Gunnars Gunnars- sonar af Ármanni Reynissyni. Hún er í gulum tón og ágætlega „kompó- neruð“, en tengslin við persónuna á myndinni eru ekki sterk. Fleiri myndir hljóta að hafa komið til álita þegar kemur að portrettmynd árs- ins. T.d. þótti mér myndröð Hreins Hreinssonar af Lóu Konn 82 ára of- urfyrirsætunni mjög góð. Nefna má fleiri myndir eins og mynd Gunnars Gunnarssonar af Bjarna og mynd Haraldar Jónas- sonar, Allsberjalingar í Hafnarfirði, en þar hefur hann myndað óvenju- lega uppákomu á skemmtilegu and- artaki. Af íþróttamyndum þótti mér gaman að verðlaunamynd Kristins Ingvarssonar og ekki síðri er mynd Golla af Þorbirni Jenssyni og að- stoðarmanni hans. Golli kann að gefa myndum sínum nafn og stíll hans er auðþekktur. Nægir þar að bera saman fyrrnefnda mynd, sem hann kallar Steinríkur og Ástríkur og svo myndina Blár skuggi vofir yfir, af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra í Ráðhúsinu. Meira að segja er verðlaunamynd hans Sundþoka byggð upp á svip- aðan hátt, þ.e. maðurinn er niðri í hægra horni á einlitum bláum bak- grunni. Af öðrum góðum myndum má nefna mynd Antons Brink af Krist- björgu Keld og Gunnari Eyjólfssyni á Eddu-verðlaununum. Stóratburðir Íslenskir blaðaljósmyndarar létu sér ekki innlenda menn og málefni nægja á síðasta ári og var Þorvaldur Örn Kristmundsson fremstur í flokki þegar kom að því að þjónusta lesendur á Íslandi með íslensku sjónarhorni á stóratburði úti í heimi. Þó að myndir hans frá NewYork og Pakistan bæti ekki miklu fréttalega við það myndaflóð sem berst erlendis frá er viðleitnin virðingarverð. Af öðrum toga eru seríur Einars Fals af fjölmennustu hátíð í heimi í Indlandi og Þorkels Þorkelssonar af berklasjúklingum í Síberíu. Þær hafa minna æsifréttagildi en eru þeim mun meira í stakk búnar að uppfræða fólk hér heima um atburði sem kannski hefðu aldrei ratað hingað að öðrum kosti. Sýningin er í meðallagi góð þetta árið en Blaðaljósmyndarafélagið fær hrós fyrir heimasíðu sína www.pressphoto.is þar sem er að finna verðlaunamyndir sýningarinn- ar og síðustu ára. Ljósmyndarafélag Íslands Mynd Arnalds Halldórssonar sem fyrstu verðlaun hlaut á sýningu Ljósmyndarafélags Íslands er tím- anna tákn fyrir það að vera tölvu- unnin. Hún er af auga sem speglast um sjálft sig og það sem gefur myndinni líf er sjónblekkingin í myndinni, en við fyrstu sýn virðist þetta vera mynd af allt öðrum lík- amshluta, neðar á líkamanum. Á sýningunni eru fyrirferðar- mestar portrettmyndir teknar í stúdíói ásamt landslagsmyndum og unnum ljósmyndum. Einnig eru þarna klassísk „móment“ eins og ungbarnið í faðmi kraftajötunsins. Af portrettljósmyndum þóttu mér myndir Jóhannesar Long bera af, sérstaklega myndin af Hauki Clau- sen tannlækni. Einstaka ljósmynd- arar tengja verk sín þjóðfélagsum- ræðunni, eins og Bára Kristinsdóttir gerir með myndum sínum af óhefðbundnum fjölskyld- um. Sýningin er því miður ekki mjög spennandi og ég vona að það búi meira í stúdíóljósmyndurum lands- ins en fram kemur á þessari sýn- ingu. Árið í myndum MYNDLIST Gerðarsafn Opið frá kl. 11–17 alla daga nema mánu- daga. Til 30. mars. LJÓSMYNDIR BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS OG LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS Þóroddur Bjarnason Lóa Konn, 82 ára ofurfyrirsætan eftir Hrein Hreinsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Sýningu Guðmundar Ingólfsson- ar, Óðöl og innréttingar, lýkur á sunnudag. Guðmundur verður með leiðsögn um sýninguna kl. 15 á morg- un. Á sýningunni er úrval ljósmynda úr fjórum syrpum sem Guðmundur hefur unnið að undanfarna tvo ára- tugi. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu Sýningu grafíklistamannsins Guð- nýjar Bjarkar Guðjónsdóttur, „Ekk- ert er aftur“, lýkur á sunnudag. Guðný verður á staðnum í dag og svarar spurningum um verkin og þrykkaðferðir sínar. Sýningar- lok og leið- sögn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.