Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 45 Það fer ekki hjá því að hugurinn leiti til baka síðastliðna daga. Ég er nýflutt til Ólafsvíkur og er að athuga hvort laust pláss sé á leikskólanum fyrir dóttur mína. Þetta er vorið 1977 og ég fer að hitta forstöðu- konuna á gamla leikskólanum í fé- lagsheimilinu við Gilið. Þegar ég kem inn líst mér nú alls ekki á blik- una, allt er þarna inni ansi hrörlegt og gamalt en samt svo snyrtilegt að í minningunni eru það stundir sveip- aðar vellíðan og öryggi um allt í röð og reglu og engar uppákomur sem setja litlar sálir út af laginu. Gréta forstöðukona tekur á móti mér á kontórnum sem er jafnframt kaffi- stofa starfsfólks og vettvangur barnanna í leik og starfi. Gréta kom mér fyrir sjónir sem afskaplega hreinskiptin og kát kona og ég kunni strax vel við hana. Hún hafði hjá sér í vinnu úrvals konur sem unnu ómet- anlegt starf við afskaplega erfiðar aðstæður þar til nýi leikskólinn var opnaður. Gréta var alltaf kölluð amma Gréta af börnunum enda var hún ekki bara amma sinna barna heldur amma allra barna í Ólafsvík. Fallegt bros og kveðja frá henni glöddu margt barnið og oft þurfti að stoppa á tröppunum á Grundar- brautinni og heilsa upp á ömmuna. Henni Grétu vil ég þakka alla þá vin- áttu og hlýju sem hún sýndi dætrum okkar meðan hún var forstöðukona Leikskólans í Ólafsvík. Annar var sá vettvangur sem við Gréta unnum mikið saman á, það var í Leikfélagi Ólafsvíkur. Fyrir tutt- ugu og fimm árum var bankað á dyrnar hjá mér þar sem ég bjó í Ólafsvík og fyrir utan stóðu karl- maður og kona, þau kynntu sig, sögðust heita Gréta og Emmi og vera í leikendavalsnefnd Leikfélags Ólafsvíkur í leit að leikurum í næsta leikrit og hvort ég vildi vera með í næsta verkefni, ég sagði náttúrlega já, ég verð með og það datt af þeim andlitið. Það var var nefnilega þann- ig að þau voru búin að ganga hús úr húsi að leita eftir fólki búin að fá svona fimmtíu nei og þrjátíu kannski og svo bara eitt já. Leikfélagið átti alltaf hauk í horni þar sem Gréta var og áður en ég fór að starfa þar var hún búin að leika fjölmörg hlutverk og fara vel með þau, því miður sá ég hana aldrei á fjölunum. Gréta var alltaf fús að leiðbeina mér hvað mætti fara betur, hún hrósaði fólki og hvatti það til dáða. Alltaf reyndi hún að koma á sýningar og helst á einhverjar æfingar á undan og oftar en ekki með eitthvað í gogginn handa svöngum leikurum. Það var eiginlega í mínum huga allt orðið klárt fyrir sýningu ef ég gat fengið hana til að koma inn í félagsheimili til að sjá okkur. Í leikfélögum sem öðrum félögum er það oft svo að stjórnunarstörf og önnur verkefni sem sviðsljósið nær ekki til lenda á herðum fárra félagsmanna, þannig var það með Grétu, hún var í stjórn Leikfélags Ólafsvíkur um árabil og lengi formaður. Gréta var einn af stofnfélögum Leikfélagsins en það var stofnað 3. maí 1956. Það má segja um Grétu að hún lagði mikla alúð og tilfinningar í allt sem hún tók sé fyrir hendur. Leikfélag Ólafs- víkur og gamlir félagar þakka sam- starf og góðan stuðning. Gréta og Halli fóru með í fyrri ut- anlandsferðirnar sem Lionsklúbbur- inn í Ólafsvík fór í og nú get ég horft á myndirnar af þeim og hugsað til kaffisopans sem við ferðafélagarnir fengum hjá þeim hjónum í Barce- lona og Lúx, því það var sama hvar þau voru stödd í heiminum uppá- helling hjá Grétu hans Halla er eitt- hvað sem allir muna eftir. Um leið og ég kveð góða vinkonu og félaga með virðingu og þakklæti vil ég færa aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kolbrún Þóra Björnsdóttir og fjölskylda, Reykjavík. Ég kynntist Grétu vinkonu minni þegar við vorum unglingsstelpur heima í Vestmannaeyjum. Hún hafði misst móður sína aðeins fimm ára gömul og var send í fóstur. Þegar Gréta kom aftur til Eyja þá ungling- ur tókst með okkur mikill og góður vinskapur sem hélst alla tíð. Þá strax kom glaðværð hennar og hressileiki í ljós sem laðaði fólk að henni. Eftir tveggja ára veru í Vest- mannaeyjum fór Gréta vestur í Ólafsvík þar sem hún kynntist eig- inmanni sínum, Haraldi Guðmunds- syni eða Halla eins og hann er nefndur meðal vina. Mikill dugnaður einkenndi þessi heiðurshjón. Halli var sjómaður og var þess vegna langdvölum að heiman, en hún sá um heimilið og barnauppeldið. Það var þó ekki nóg fyrir dugnaðarmann- eskju eins og Grétu. Hún stóð í verslunarrekstri, var forstöðumaður á barnaheimilinu og var virkur félagi í leikfélaginu á Ólafsvík og formaður þess um hríð. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af krafti, dugn- aði og myndarskap. Eftir að Halli og Gréta keyptu sem yndislega íbúð við Kirkjusand í Reykjavík styttist leiðin milli okkar og vináttan styrktist. Árið 1998 fórum við fjögur saman til Kanaríeyja og dvöldum þar í sex ógleymanlegar vikur og þvílík sæla. Halli og Gréta höfðu dvalir þar oft áður og þekktu allt og alla og slepptu ekki af okkur hendinni. Gréta mín eldaði hafragraut á hverj- um morgni á meðan karlarnir okkar tóku sér göngutúr upp fimmtíu og átta tröppur og voru mikið roggnir með sig. Síðan stigu þeir á vigtina og settust síðan við heitan hafragraut- inn. Þessar vikur var mikið grínast og oft mikið hlegið. Gréta var oft búin að stríða við mikil veikindi. Hún barðist eins og hetja í langan tíma við illvígan sjúk- dóm, sem að lokum lagði hana að velli. Gréta stóð þó ekki ein. Hún átti yndislegan mann og góð börn sem stóðu við hliðina á henni eins og kletturinn í hafinu. Öll fjölskyldan hugsaði svo vel um hana að það var aðdáunarvert. Elsku vinkona, að leiðarlokum vil ég þakka þér vináttuna og tryggð- ina. Ég á eftir að sakna þín mikið, en minningarnar á ég, þær tekur eng- inn frá mér. Halli minn og börn við Óli sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Ég kveð þig, elsku Gréta mín. Þín vinkona Hulda Marinósdóttir. Hún Gréta okkar hefur lokið lífs- göngu sinni, göngunni sem er það eina sem við vitum að lýkur á sama hátt hjá okkur öllum. Það kom ekki á óvart þegar hringt var og okkur tilkynnt lát hennar því hún var búin að berjast lengi við óvæginn sjúk- dóm sem lagði hana að velli. Við er- um samt ekki sátt við að árin urðu ekki fleiri sem við áttum með henni. Gréta Jóhannesdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 8. janúar 1929, foreldrar hennar voru þau Kristín Sigmundsdóttir frá Hamra- endum í Breiðuvík og Jóhannes Al- bertsson, lögregluþjónn frá Söndum í Miðfirði. Þegar Gréta var u.þ.b. fimm ára gömul veiktist móðir henn- ar og var Gréta þá send til móð- urfólks síns á Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Tveimur árum síðar lést Kristín og ílengdist Gréta þá á Hamraendum, í fóstri hjá afa sínum, ömmu og Láru sem hún taldi sína fósturmóður. Hamraendar voru annálað heimili þar sem fram- sýni, rausn og myndarskapur voru í heiðri höfð og taldi Gréta það hafa verið sitt lán að hafa notið alls þess, sem móðurforeldrar og þetta mynd- arheimili hafði upp á að bjóða. Hún hafði gaman af að segja frá Hamra- endum og heimilisháttum þar, en þar var t.d. einni fyrstu rafstöð og frystigeymslu á Snæfellsnesi komið upp og var það öðrum sveitungum til fyrirmyndar. Sem krakka þótti það sjálfsagt að Gréta fylgdi bæði fyr- irmönnum og listamanninum Jó- hannesi Kjarval um vegi og vegleys- ur þegar þeir áttu leið um og kom þá fyrir að hún fékk pening fyrir við- vikið. Gréta fór í Húsmæðraskólann á Staðarfelli eins og margra ungra kvenna var siður á þeim árum, var þar bætt við þá kunnáttu sem hún hafði að heiman. Árið 1949 giftist Gréta eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Guð- mundssyni úr Ólafsvík, hófu þau bú- skap í Péturshúsi, en byggðu hús á Grundarbraut 5 þar sem þau bjuggu ásamt börnum sínum þrem þeim Pétri, Kristínu og Óðni og síðar dótt- urdótturinni Grétu Björku. Það spurðist fljótt eftir að Gréta var flutt til Ólafsvíkur að hún væri óvenju mikil matreiðslu- og bakst- urskona og myndarleg húsmóðir, var hún fengin til að sjá um ferming- arveislur og aðrar athafnir þar sem matreiðslusnillings þurfti við. Einn- ig tók hún eins og svo margar konur á þessum árum sjómenn og vinnu- fólk í fæði og húsnæði, þar á meðal frændfólk sitt úr Breiðuvíkinni. Um þetta leyti var mjög öflugt leiklistarlíf í Ólafsvík og var sett upp hvert stórverkið á fætur öðru. Í mörg ár var Gréta fastur leikari og lék mörg eftirminnileg hlutverk s.s. í „Manni og konu“, „Leynimel 13“ og „Sjóleiðinni til Bagdad“. Leiklistar- áhuginn var þeim Grétu og Halla sameiginlegur og var Halli um tíma formaður Leikfélagsins. Hún var einnig í Kvenfélagi Ólafsvíkur og slysavarnadeildinni Sumargjöf og tók fullan þátt í starfi þeirra félaga. Um 1973 tók hún að sér forstöð- ustarf við nýjan leikskóla í Ólafsvík og starfaði þar í u.þ.b. fimmtán ár og hélt alltaf góðu sambandi við bæði börn og starfsfólk leikskólans. Samskipti fjölskyldu okkar við þau Grétu og Halla hófust þegar þeir Jónas, Konráð Gunnarsson og Guðmundur Jensson hófu útgerð saman, sú samvinna stóð í tæp tutt- ugu ár með ýmsum breytingum. Ná- inn félagsskapur varð með fjölskyld- unum er árin liðu, og ekki minni þegar við konurnar komum okkur upp smábúðarkompu sem Gréta sá að mestu um meðan hún hafði heilsu til. Hún var nákvæm og vandvirk og vildi hafa allt í röð og reglu, ómæld- ur tími fór í að koma bókum og vörum fyrir og bollaleggingar um að fá karlana til að hjálpa okkur og auð- vitað áttu þeir að bjarga málum ef illa færi og verslunin gengi ekki eins og fyrirhugað var. Á Grundarbrautinni var mikill gestagangur og alltaf var sest að veisluborði. Þau hjónin voru bæði skemmtileg og höfðu af gaman af að rökræða dægurmálin og annað það sem efst var á baugi hverju sinni. Það var ekki aðeins fullorðna fólk- ið sem Gréta hugsaði um börnin okkar voru alltaf velkomin og áttu veitingar vísar og alltaf spurði hún um þau og hvað þau væru að fást við hverju sinni. Litlu krakkarnir minn- ast þess hvað gott var að koma til Halla og Grétu hér heima í Ólafsvík þar sem alltaf var opið hús og ekki síður á Kanarí þar sem samfélagið var eins og ein fjölskylda, ef þess var þörf var á var hægt að fá gistingu fyrir krakkana hjá þeim og góðar veitingar og þjónustu næsta morg- un. Okkur hlýnar um hjartaræturn- ar að hugsa til þess þegar þau hjónin komu að utan þá var komið með smágjafir; svuntu, slæðu eða dúk og mamma fékk alltaf eitthvað sem þeim hafði fundist sérstaklega fal- legt. Þetta sýnir vel hugulsemi þeirra, en Gréta sagði alltaf að Halli hefði ráðið þessu sem er mjög lík- legt! Hér í bæjarfélaginu blandast eng- un hugur um að með Grétu er fallin frá svipsterkur persónuleiki, góð kona sem í mörg ár lét mikið að sér kveða bæði á vinnumarkaði og í menningarlífinu, fólk eins og hún er styrkar stoðir í samfélagi okkar, hennar er sárt saknað en minningin um góða samferðakonu fylgir okkur áfram. Við kveðjum hana Grétu okkar með orðum Einars Benediktssonar. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Elsku Halli og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum sorgartímum. Jenný og Jónas. Eftir langvarandi veikindi lét lífs- þrótturinn undan og nú hefur Gréta Jóhannesdóttir kvatt þessa jarðvist. Hún Gréta Jó, eins og hún var köll- uð, var myndarleg röggsöm kona sem lét til sín taka í þeim málum sem henni viðkomu. Frá barns- og unglingsárum mínum í Ólafsvík lifa margar minningar um Grétu, þessa kraftmiklu konu sem var svo áber- andi í bæjarlífinu. Hún var ein af burðarásum Leikfélagsins og lék í ófáum eftirminnilegum leikritum sem sett voru upp í gamla félags- heimilinu. Hún var ein af frumkvöðl- um þess að starfrækt var dagvistun barna í bænum og af þeim vettvangi eru mínar fyrstu minningar um Grétu. Síðar var hún lengi forstöðu- kona leikskólans í Ólafsvík þar sem hún hugsaði um börnin og starfsem- ina eins og hún ætti það allt sjálf. Hún lét gjarnan í sér heyra og stjórnaði því sem hún bar ábyrgð á af mikilli röggsemi. Gréta var mikill vinur vina sinna og við hjónin áttum því láni að fagna að bindast Grétu og Haraldi vináttu- böndum sem veitti okkur mikla ánægju og styrk. Það var í senn fróðlegt og skemmtilegt að eiga spjall við hana, hún sagði sína skoð- un umbúðalaust og gaf jafnframt góð ráð. Hún bar hag byggðarlags- ins fyrir brjósti sér og hafði afskipti af málefnum þess á sinn hátt. Hún var ein af traustustu bakhjörlum þeirra sem lengstum stjórnuðu mál- efnum Ólafsvíkur á síðustu áratug- um síðustu aldar. Þegar ég hóf að feta mín spor á vettvangi stjórnmál- anna lét Gréta ekki sitt eftir liggja við að hvetja til dáða og leggja lín- urnar. Það var dýrmætur stuðning- ur og fyrir það er þakkað. Gréta bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósi sér og vildi velferð henn- ar sem mesta. Þegar litið er til baka er aðdáunarvert að rifja upp sam- heldni þeirra hjóna Grétu og Har- aldar, þau stóðu þétt saman alla tíð og fylgdust að hvert sem þau fóru. Kærleikar með þeim og afkomend- um þeirra var augljós og Grétu var ekki sama hvernig lífshlaup þeirra var. Hún lagði sitt af mörkum við að halda utan um sína afkomendur og hún tók nærri sér ef þar var ekki allt sem skyldi. Að Grétu genginni hefur Ólafsvík misst eina af sínum bestu dætrum. Hún var áberandi í bæjarlífinu allt þar til þau hjónin fluttust að mestu til Reykjavíkur, meðal annars vegna veikinda hennar, en þeir sem kynnt- ust henni og áttu með henni samleið eiga margar og góðar minningar um lífsglaða, röggsama og myndarlega konu sem lét sig varða velferð sam- borgaranna. Við Drífa þökkum Grétu Jóhann- esdóttur samfylgdina og vináttuna og biðjum algóðan Guð að styrkja Harald og þeirra fjölskyldu í sorg- inni sem þau takast nú á við. Guð blessi minninguna um Grétu Jó- hannesdóttur. Magnús Stefánsson.                 !"#$                       !    "##      % & '&( #$       '&(  &)"&"" *+!", #      *&+! - #.      $ /  /0  1   % &    '  (    )  +   !!# "" -"#)'"#$  $"'" / )*" &"(  +!/ "*" 2 )" #$    3"#'" .    4  4 5*&6+("6 3 ""#  6 3  $ 7! )&8  -+7)        ,   -  .(  &     (" +!"#$ . /  9 ::;<< -36(7!  "" $ ") -+7)    ,   -  .(  &      ""/-+$ *".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.