Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gistiheimili› Árger›i BARNASKÓLINN í pakistanska þorpinu Sachadino Sheikh er nið- urníddur og táknrænn fyrir menntakerfið í Pakistan, landi þar sem örbirgðin hefur alið á trúarof- stæki og orðið gróðrarstía fyrir hryðjuverkahreyfingar. Í skólanum er aðeins ein kennslu- stofa og um tuttugu drengir og stúlkur sitja þar á skemmdum bekkjum, með fæturna á skítugu steingólfi. Kennarinn romsar upp helstu vandamálum skólans, sem eru þau sömu og í mörgum öðrum pakistönskum barnaskólum: ekkert nothæft salerni, ekkert drykkjar- vatn, ekkert rafmagn. Nemend- urnir fá engar námsbækur í stærð- fræði eða urdu, helsta tungumáli Pakistans, vegna þess að ríkið sér skólunum ekki fyrir slíkum bókum og foreldrarnir segjast ekki hafa efni á að kaupa þær. Ástandið var enn verra fyrir nokkrum mánuðum því kennarinn ómakaði sig þá ekki á því að mæta í skólann. „Við verðum að heyja stríð gegn fátækt“ Ömurlegt ástand mennta- kerfisins í Pakistan er eitt af þeim vandamálum sem þarf að leysa ef stríðið gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum á að bera árangur og ef ætlunin er að ráðast á rætur vand- ans. Þetta er mat margra sérfræð- inga og heimsleiðtoga, þeirra á meðal Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og James D. Wolfensohns, bankastjóra Alþjóðabankans. Frá hryðjuverkunum 11. september hafa þeir hvatt til þess að auknu fé verði varið til að draga úr fátækt, fáfræði og sjúkdómum í þróun- arlöndum. Fjallað er um málið á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem hófst í vikunni og George W. Bush Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem sitja hana. „Við verðum að heyja stríð gegn fátækt,“ sagði Wolfersohn í ræðu nýlega og skoraði á iðnríkin að tvö- falda framlög sín til þróun- araðstoðar. „Sjaldan höfum við staðið frammi fyrir málefni sem hefur svo mikla þýðingu fyrir frið og öryggi í heiminum.“ Börnunum innrætt hatur á Vesturlöndum Það er þó enginn hægðarleikur að draga úr fátæktinni og til að mynda ekki jafneinfalt og að fella stjórn talibana í Afganistan. Pak- istan er lýsandi dæmi um hversu erfitt það getur verið að uppræta þær efnahagsaðstæður sem ala á trúarofstæki og hryðjuverka- starfsemi. Tengslin milli fátæktar og hryðjuverkastarfsemi eru sérlega augljós í Pakistan. Meingallaðir rík- isskólar og slæm lífskjör í landinu eru helstu ástæður þess að rúm hálf milljón nemenda hefur verið skráð í trúarskóla, svokallaða madrassas. Þeir njóta stuðnings góðgerð- arstofnana múslíma út um allan heim og sjá nemendunum fyrir fæði, húsaskjóli, námi í Kóraninum og margir þeirra innræta börn- unum hatur á Vesturlöndum. Skól- arnir hafa því orðið gróðrarstía fyr- ir hreyfingar sem boða heilagt stríð gegn Vesturlöndum. Reynslan af þróunaraðstoðinni slæm Í ljósi þessara vandamála virðist liggja í augum uppi að lausnin felist í því að dæla peningum í Pakistan. Reynslan af þróunaraðstoðinni við landið hefur á hinn bóginn verið svo slæm að ríki á borð við Bandaríkin eru treg til að verða við áskorunum Wolfersohns og annarra um að tvö- falda aðstoðina. Pakistan hefur fengið meiri að- stoð á síðustu 40 árum en nokkurt annað land fyrir utan Indland og Egyptaland. Samt eru vandamál eins og barnadauði og ólæsi alvar- legri í Pakistan en í flestum öðrum þróunarlöndum, að sögn Williams Easterlys, fyrrverandi hagfræðings hjá Alþjóðabankanum og höfundar nýrrar bókar um ástandið í þróun- arlöndunum. Easterly bendir til að mynda á að 55% Pakistana eru ólæs en aðeins 31% að meðaltali í löndum þar sem meðaltekjurnar eru svipaðar, svo sem Indlandi, Bangladesh, Fíla- beinsströndinni, Bólivíu og Lesotho. Alþjóðabankinn viðurkenndi í skýrslu, sem birt var í janúar, að ár- angurinn af aðstoðinni við Pakistan hefði verið „í lágmarki, sérstaklega í menntamálum, málaflokki sem við höfum lagt mesta áherslu á“. Í skýrslunni kom fram að nem- endum úr fátækum fjölskyldum hef- ur fækkað í Pakistan frá 1990 og núna er aðeins helmingur pakist- anskra barna á aldrinum 5–9 ára í skóla. Af þeim sem ljúka barna- skólanámi er allt að helmingurinn nánast ólæs, að sögn skýrsluhöf- undanna. Sérfræðingar segja að helstu ástæður þess að þróunaraðstoðin hefur borið svo lítinn árangur séu mikil völd yfirstéttarinnar, spilling meðal embættismanna og van- máttur stofnana eins og dómstóla sem eiga að vernda réttindi ein- staklinga. Sölsa undir sig skólabyggingar Sérfræðingunum er tíðrætt um mikil völd landeigenda í sveitunum, sem minna á lénsskipulagið sem hvarf í flestum löndum heims fyrir mörgum öldum. Nánast allir forset- ar Pakistans hafa verið úr röðum landeigenda, sem ráða lögum og lofum í mörgum héruðum. Þorp í grennd við Sachadino Sheikh, sem er í Sindh-héraði, er dæmi um hvernig landeigendur hafa misnotað vald sitt til að sölsa undir sig skólabyggingar og skipa vini og vandamenn í kennarastöður og embætti, sem tryggja þeim laun og ellilífeyri án þess að þeir þurfi að leggja sig fram. Þyrping húsa í þorpinu hefur ver- ið ætluð fyrir barnaskóla, miðskóla og bókasafn. Aðeins einn stúlkna- bekkur var í skólanum þegar blaða- maður The Washington Post heim- sótti þorpið nýlega og aðeins einn kennari var við störf. Landeigand- inn notaði eitt skólahúsanna sem fundarstað og bókasafnið var notað til að hýsa gesti hans. Engin stúlka var skráð í miðskólann og enginn kennari mætti til vinnu, að sögn skólastýrunnar, sem sat verk- efnalaus á skrifstofu sinni. Hún er önnur tveggja eiginkvenna landeig- andans. 38% skólanna voru starfhæf Þannig er ástandið í mörgum öðr- um skólum, að sögn Haris Gazdars, pakistansks félagsfræðings, sem rannsakaði skóla í 125 þorpum í Pakistan. Hann komst að því að landeigendur notuðu mörg skóla- húsanna fyrir geitur og aðrar skepnur og margir kennaranna, sem nutu verndar landeigenda, mættu ekki til vinnu. Gazdar sagði að verstu skólarnir væru á svæðum þar sem völd land- eigendanna eru mest. Hann bætti þó við að ekki væri aðeins við land- eigendur að sakast. Hann kvaðst hafa orðið var við margskonar vandamál sem ekki væri hægt að kenna landeigendum um. Kennarar hefðu t.a.m. notað skólastofur til að geyma timbur sem þeir seldu til að afla aukatekna. Þá væru dæmi um að embættismenn hefðu hótað að flytja kennara í skóla í afskekktum þorpum ef þeir greiddu þeim ekki mútur. Niðurstaða Gazdars var að aðeins 38% skólanna væru starfhæf, þ.e. með kennara sem mættu til vinnu, buðu upp á reglulega kennslu og lágmarksaðstöðu, svo sem salerni og nothæfar töflur. Meingallaðir skólar og fátækt ala á trúarofstæki Sachadino Sheikh. The Washington Post. Paul Blustein/Washington Post Aðstæður eru slæmar í þessum skóla í þorpinu Sachadino Sheikh. Ekkert salerni, drykkjarvatn né rafmagn. ’ Rúm hálf milljónnemenda hefur verið skráð í trúarskóla í Pakistan ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.