Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞEGAR ég hóf sjómennsku 1968 var það svo mikill viðburður að sjá hval, að maður var jafnvel ræstur til að skoða hann. Frá því hvalveiðum var hætt hefur hvölum fjölgað mjög hratt og síðustu árin er eins og sprenging hafi orðið í fjölda hvala. Í sumar voru þvílíkar breiður af smáhvelavöðum og stórhvelum að maður sá varla út yfir þær,“ sagði Árni Bjarnason, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands, á fundi um hvalveiðar í gær. Sjávarútvegsráðherra sagði á fundinum að hann gæti ekki sagt til um það hvenær hvalveiðar hæfust. Veiðar væru á stefnuskránni, en standa þyrfti rétt að málum og vanda til verka. Hrikaleg sjón Árni Bjarnason sagði ennfremur að þetta væri hrikaleg sjón og hann hryllti við þeirri framtíð sem blasti við íslenzkum sjómönnum, því hvalir og selir væru að éta þá út á gaddinn. „Það er stórmál að við hefjum veið- ar strax. Hver mánuður sem líður án veiða er dýr. Það er ekki stætt á því fyrir okkur lengur að hefja ekki veið- ar. Heldur svo fram sem horfir, verð- ur okkar ágæta lýðræði orðið að hval- ræði. Þetta er orðið þannig að það erum annaðhvort við eða hvalurinn,“ sagði Árni. Framsögumenn á fundinum auk Árna voru þeir Gísli Víkingsson, líf- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra og Jón Gunnarsson, formaður sjávarnytja. Sækir um leyfi til innflutnings á hvalkjöti Jón Gunnarsson setti fundinn og rakti gang mála frá því samþykkt var þingsályktunartillaga um að hefja bæri hvalveiðar fyrir þremur árum. Hann sagði að inngangan í Alþjóða- hvalveiðiráðið hefði verið mikilvægt skref. Hann benti á að um 80% ís- lenzku þjóðarinnar vildu hefja hval- veiðar svo og öll helztu hagsmuna- samtök í sjávarútvegi. Hann sagði hvalveiðar nauðsynlegan þátt í sjálf- bærri nýtingu auðlinda hafsins og að stjórnvöld hefðu allt í hendi sér til að hefja veiðar strax í sumar. Jón sagði einnig frá því að hann hefði sótt um það til bæði sjávarút- vegsráðuneytis og landbúnaðarráðu- neytis að fá að flytja inn hvalaafurðir frá Noregi, en hefði ekki fengið nein svör enn. Hann sagðist ekki skilja hvers vegna landbúnaðarráðuneytið þyrfti að hafa afskipti af innflutningi sjávarafurða. Árni Mathiesen upp- lýsti á fundinum að erindið væri nú hjá yfirdýralækni til umsóknar. Hnúfubak hefur fjölgað mikið Gísli Víkingsson skýrði frá hvala- talningum og stofnstærðarmati á hrefnu, langreyði og hnúfubak. Hval- ir voru taldir á síðasta sumri en úr- vinnslu gagna er enn ekki lokið. Nið- urstöður munu verða kynntar á fundum NAMMCO, Norður-Atlants- hafs sjávarspendýraráðsins. Hann sagði hvalatalninguna afar mikilvæga varðandi nytjar og verndun hvala og til að meta áhrif hvala í fjölstofna samhengi, en hvalir eru taldir á fimm ára fresti. Gísli sagði útbreiðslu hrefnu mesta í Faxaflóa, en mikið væri einnig af henni fyrir Suðausturlandi og Norð- urlandi og í fyrra hefði verið meira um hrefnu en í fyrri talningum. Langreyðurin heldur sig mest vest- ur af landinu á hefðbundnum hval- veiðisvæðum. Það sem væri hins veg- ar nýtt væri hve mikið væri af henni á öllu hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Einnig væri töluvert af langreyði norðaustur af landinu, Gísli sagði þéttleika hnúfubaks gíf- urlegan norður af landinu. Svo hefði einnig verði í talningu 1995, en þá hefði stofninn verið metinn um 14.000 dýr, en samkvæmt svokallaðri varúð- arreglu væri stofninn talinn 5.000 til 40.000 dýr, en niðurstöður frá því í fyrra lægju ekki fyrir. Unnið er að ná- kvæmu stofnstærðarmati fyrir hnúfubak, en ljóst væri að honum hefði fjölgað mikið, eða um 11% á ári að meðaltali. Hnúfubakur var friðað- ur árið 1915, en eftir að hvalveiðar okkar Íslendinga hófust 1948 veidd- ust 6 hnúfubakar fram til ársins 1955 en enginn síðan. Súpum seyðið af mistökum okkar Árni Mathiesen rakti gang mála allt frá hvalveiðibanninu. Hann sagði mikil mistök hafa verið gerð þegar banninu var ekki mótmælt og af því værum við nú að súpa seyðið. Það væri einnig slæmt að vísindaveiðun- um skyldi hafa verið hætt, því nú væri komið 13 ára gat í hvalarannsóknir. Hann sagði hins vegar ekki hægt að meta hvort rétt hefði verið að ganga úr hvalveiðiráðinu á sínum tíma. Hann sagði ennfremur mikilvægt að vera innan Alþjóðahvalveiðiráðsins til að geta selt hvalaafurðir. CITES, stofnun um viðskipti með afurðir úr friðuðum dýrum, bannaði viðskipti með hvalaafurðir, en fjórar þjóðir hefðu mótmælt því, en það væru Jap- anir, Norðmenn, Íslendingar og ey- ríki í Karíbahafinu. Því væri Japan í raun eini markaðurinn. Árni ræddi gang mála á síðasta ársfundi hval- veiðiráðsins og sagði að hann liti svo á að við værum fullgildir aðilar að ráðinu með fyrirvara við hvalveiði- banni, en til að vinna þeirri skoðun okkar fylgi væri verið að vinna að breytingum á fyrirvaranum til að fá hann samþykktan á næsta ársfundi. Í fyrirspurnum að loknum fram- söguerindum sagði Arnór Halldórs- son, lögmaður, að það væri ekkert sem kæmi í veg fyrir að við hæfum hval- veiðar. Aðild okkar að NAMMCO væri næg til þess. Þess vegna væri hægt að hefja veiðar starx. Það gengi ekki að leita stöðugt uppi hindranir og and- stæðinga. Aðgerða væri þörf. Guðjón Arnar Kristjánsson, alþing- smaður, boðaði frumvarp á Alþingi um hvalveiðar. Tími til athafna væri kominn. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði það óþarfa að breyta fyr- irvaranum vegna þess að atkvæða- greiðslan um fyrirvara Íslands á síð- asta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins hefði verið ólögleg. Kristján taldi einnig vonlítið að snúa Bandaríkja- mönnum frá andstöðu við hvalveiðar. Konráð Eggertsson, sjómaður og fyrrum hrefnuveiðimaður, sagðist hafa gert sé vonir um að veiðar væru að hefjast. Svo virtist nú að það myndi dragast á langinn og vildi hann fá skýr svör frá Árna um upphaf hval- veiða. Friðrik Arngrímsson taldi rétt að hefja veiðar strax og byrja mætti á hrefnunni. Það væri ljóst að við yrð- um fyrir einhverjum skakkaföllum og þeim yrðum við einfaldlega að taka. Hann sagði að allar þjóðirnar í kringum okkur væru að veiða hval, svo sem Norðmenn, Færeyingar, Grænlendingar og jafnvel Banda- ríkjamenn. „Af hverju veiðum við ekki líka? spurði Friðrik. Verðum að komast hjá viðskiptaþvingunum Í svörum Árna kom fram að aðildin að NAMMCO dygði ekki til þess að við gætum hafið veiðar. Hann sagði kostnað við kynningu málstaðar okk- ar mikinn á okkar mælikvarða en nánast dropa í hafið í baráttunni í Bandaríkjunum. Hann sagði að það hvarflaði ekki að sér annað en hval- veiðum okkar yrði mótmælt en við yrðum og komast hjá viðskiptaþving- unum. Hann ítrekaði að hann gæti ekki sagt hvenær veiðar myndu hefj- ast en hann hefði á það ákveðna sýn. Loks sagði Árni að í huga hans kæmi ekki til greina að byrja á hrefnuveið- um og hefja svo stórhvelaveiðar. Það yrði að byrja á hvorutveggja samtím- is. „Hvalir og selir að éta sjómenn út á gaddinn“ Hvalveiðar á stefnuskránni en sjávarútvegs- ráðherra segist ekki geta sagt hvenær þær hefjist Morgunblaðið/Kristinn Fundur um hvalveiðar á vegum Sjávarnytja og hagsmunasamtaka í sjávarútvegi í gær var fjölsóttur. Flestir þeirra sem tóku til máls voru fylgjandi því að hvalveiðar yrðu hafnar strax og sáu því fátt til fyrirstöðu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er fyrir miðri mynd. tilraunir með staðsetningarkerfi fyrir almenna notendur og fyrir- tæki. Segir að tilraunir þess hafi gefið góða raun, meðal annars hafi fyrirtæki notfært sér tæknina til þess að staðsetja starfsmenn og geta bætt rekstrarlegar aðferðir sínar. Ágúst Einarsson, fram- kvæmdastjóri TrackWell, segir samninginn sérlega mikilvægan fyrir fyrirtækið enda geri það því kleift að kynna vörur sínar á há- þróuðum farsímamarkaði. Track- Well var stofnað 1996 og hefur þróað staðsetningarbundna þjón- ustu frá upphafi. ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið TrackWell Software (Stefja) hefur gert þróunar- og samstarfssamning við finnska fyrirtækið Oy Radio- linja Abhave um að ýta úr vör stað- setningarbundinni þjónustu Track- Well í Finnlandi. Þá hyggjast fyrirtækin þróa í sameiningu nýjar gerðir af staðsetningarbundinni þjónustu í framtíðinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segir að Radiolinja hafi staðið að undirbúningi og tilraunum á stað- setningarbundinni þjónustu Track- Well á farsímakerfi sínu. Radio- linja hefur meðal annars gert TrackWell haslar sér völl í Finnlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.