Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 69
FYRIRSÆTAN Kate Moss og kærasti hennar, Jeffer-
son Hack, eiga von á sínu fyrsta barni, að því er fjöl-
skylda Hacks greindi frá í gær.
Douglas, faðir Jefferson, sagði að skötuhjúin hefðu
sagt sér frá því á miðvikudag að Moss, sem er 28 ára,
væri komin þrjá mánuði á leið. „Þetta eru frábærar
fréttir og við erum ákaflega ánægð,“ sagði Douglas.
„Þau eru mjög hamingjusöm vegna þess og þau eru
mjög ánægð saman.“ Talsmaður Storm, umboðsfyr-
irtækis Moss, staðfesti fréttirnar.
Tengdafaðir Moss sagðist ekki hafa vitað til þess
að parið væri að reyna að eignast barn. Moss og
Hack hafa verið saman í hálft annað ár. Þá sagði
Douglas að þau hefðu ekki í hyggju að gifta sig.
Jefferson Hack, 30 ára, er útgefandi tímaritsins
Dazed & Confused en Moss hefur starfað sem fyr-
irsæta frá 14 ára aldri.
Kate Moss
með barni
Skrítið verður að sjá mjónuna Moss með bumbu.
Morgunblaðið/Þorkell
Andlát er í hópi þeirra sveita sem ætla að þakka Dordingli fyrir sig.
TÓNLEIKAR til styrktar vefsetrinu
www.dordingull.com verða haldnir í
Hinu húsinu í dag.
Vefsetrið, sem er nokkurs konar
miðstöð íslensku harðkjarnasenunn-
ar, hefur um þriggja ára skeið stutt
ötullega við bakið á þeim tónlistar-
mönnum íslenskum sem flokkast und-
ir hart rokk eða harðkjarnasenuna
gróskumiklu. Aðalsíða innan www.-
dordingull.com heitir einmitt Harð-
kjarni en það er eins konar veftímarit
eða málpípa íslensku harðkjarnasen-
unnar. Að sögn Birkis Viðarssonar,
eins aðstandenda tónleikanna og liðs-
manns hljómsveitarinnar I Adopt,
hafa þeir Dordingulsmenn stutt ötul-
lega við bakið á ungum og upprenn-
andi tónlistarmönnum og hjálpað
þeim að koma sér á framfæri, m.a.
með því að gera fyrir þá heimasíðu án
þess að taka nokkuð fyrir: „Nú er
komið að okkur að þakka fyrir – og
eru þessir tónleikar ein leið til þess.
Aðstandendur Dordinguls hafa unnið
afar óeigingjarna vinnu í okkar þágu
og íslenskrar menningar þar með og
eiga heiður skilinn fyrir það.“
Tími til að gefa
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis en söfnunarbaukur verður á
staðnum. „Með því að láta nokkra
aura af hendi rakna geta viðstaddir
sýnt hugsjónamönnunum í Dordingli
stuðning sinn í verki og stuðlað að því
að vefsetrið haldi áfram starfsemi
sinni um ókomin ár. Nú er tími til að
gefa til baka.“
Hljómsveitirnar sem ætla að þakka
Dordingli fyrir sig í dag eru Andlát,
Forgarður Helvítis, I Adapt, Fake
Disorder, Down To Earth, Reaper,
Spildog og Makrel (frá Færeyjum).
Tónleikarnir hefjast kl. 16.30 og að-
gangur er eins og Birkir sagði ókeyp-
is. Eftir kl. 20 verður krafist skilríkja
og þá er 16 ára aldurstakmark.
Tónleikar til styrktar Dordingull.is
Hjálpum þeim
TENGLAR
.....................................................
www.dordingull.com
HRESSIR 4. bekkingar úr Vest-
urbæjarskóla heimsóttu Morg-
unblaðið nýlega og fengu að kynn-
ast því hvernig dagblað verður til.
Í bekknum, 4-V, eru þau Arn-
björg, Atli Már, Álfrún, Brynhildur,
Einar Ármann, Einar Þór, Elías,
Gunnhildur, Heiða, Hlynur, Kári,
Kristlín Dís, Kristófer, Loki, Ólaf-
ur, Sindri, Snæfríður og Örnólfur.
Umsjónarkennarinn þeirra heitir
María Kristín Thoroddsen.
Eftir að hafa horft á kynning-
armynd um sögu og starfsemi
blaðsins fóru þau í kynnisferð um
Morgunblaðshúsið. Morgunblaðið
kann þessu unga fólki bestu þakkir
fyrir komuna.
Hressileg
heimsókn
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Brosmildir vesturbæingar í bláa sal Morgunblaðsins.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 69