Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLUGMENN Flugleiðaþotunnar sem lenti í veru- legum vandræðum við Gardermoen-flugvöll í jan- úar létu viðhaldsstjórn félagsins vita eftir að vélin lenti, að truflanir hefðu komið fram í aðflugsbúnaði sem olli því að þeir þurftu að fljúga hringflug yfir flugvöllinn og reyna lendingu á ný. Þeir gáfu á hinn bóginn ekkert til kynna sem benti til þess að vélin hefði tekið þær miklu dýfur sem raun ber vitni og að hún hefði aðeins verið um 100 metrum fyrir ofan jörðu þegar hún fór lægst. Þetta kemur fram í viðtali við Jens Bjarnason flugrekstrarstjóra Flugleiða. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að að- flugsbúnaður, annaðhvort á jörðu niðri eða í flug- vélinni, brást í aðfluginu og ákvað flugstjórinn því að hætta við lendingu og hóf sjálfvirkt fráflug. Í framhaldi af því tók vélin tvær krappar dýfur, í annari beindist vélin 49 gráður niður á við þegar mest var. Í 321 feta hæð (98 metra hæð), náði vélin láréttu flugi á ný og hækkaði flugið bratt og vísaði nef hennar þegar mest var 37 gráður upp á við. Þyngdarhröðunin var þá 3,58 G en þá hafa þeir sem voru um borð í þotunni þrýst niður í sæti sín með næstum fjórföldu þyngdarafli. Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri rann- sóknarnefndar flugslysa, segir augljóst að flug- mennirnir hefðu átt að tilkynna um atvikið til norsku flugslysanefndarinnar þegar við lendingu í Gardermoen. Það gerðu þeir á hinn bóginn ekki. Samkvæmt reglugerð er flugstjórinn ábyrgur fyrir því að tilkynna um „flugatvik og slys“ til rannsókn- araðila, í því landi sem atvikið á sér stað. Þormóður segir að svo virðist sem flugmennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt atvikið var. Ekkert benti til svo alvarlegs atviks Eftir að vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, lenti heilu og höldnu á Gardermoen kallaði flug- stjórinn til flugvirkja sem yfirfóru aðflugsbúnaðinn í samræmi við starfsreglur framleiðandans og reyndist hann vera í lagi. Viðhaldsstjórn Flugleiða fékk þá upplýsingar um að truflanir hefðu orðið í aðflugsbúnaði en ekkert kom fram sem benti til þess að vélin hefði orðið fyrir því mikla álagi sem raun ber vitni. Vélinni var því flogið áfram til Stokkhólms og síðan til Íslands þar sem hún lenti síðdegis. Þá fyrst fékk yfirflugstjóri Flugleiða upp- lýsingar frá flugmönnunum um að veruleg vand- ræði hefðu orðið við aðflug að Gardermoen. Yfirflugstjóri mat atvikið svo að það væri til- kynningarskylt til rannsóknarnefndar flugslysa sem var látin vita af því daginn eftir. Flugriti vél- arinnar sem geymir upplýsingar um flugið var jafnframt fjarlægður. Hljóðriti sem geymir upp- tökur af samtölum flugmannanna var ekki fjar- lægður. Hljóðritinn geymir einungis samtöl síðustu tveggja klukkustunda af flugi vélarinnar og því voru samtölin við Gardermoen glötuð. Hefði hljóð- ritinn verið fjarlægður á Gardermoen hefði hann á hinn bóginn komið að gagni. Að sögn Jens Bjarnasonar voru upplýsingarnar frá flugmönnunum ekki með þeim hætti að ástæða þætti til að efast um flughæfni þotunnar. Því hafi verið talið óhætt að láta hana fljúga næstu tvo daga en 25. janúar, þremur dögum eftir atvikið við Gard- ermoen, var komið að reglubundinni viðhaldsskoð- un, svonefndri C-skoðun, sem er framkvæmd ár- lega. Í millitíðinni höfðu hins vegar borist upplýsingar frá farþegum og frá flugmönnunum sjálfum sem bentu til þess að atvikið hefði verið al- varlegra en talið var í fyrstu. Þær upplýsingar urðu til þess að í C-skoðuninni var kannað sérstaklega hvort vélin hefði orðið fyrir skemmdum við Gard- ermoen. Eftir að upplýsingar úr flugrita lágu fyrir fóru Boeing-verksmiðjurnar fram á að gerð yrði önnur skoðun á vélinni í varúðarskyni. Niðurstaða hennar var sú að vélin væri í fullkomnu lagi. Bar að tilkynna atvikið strax Aðspurður um hvort flugmennirnir hafi brotið starfsreglur fyrirtækisins með því að láta ekki þeg- ar í stað vita af atvikinu, segir Jens að flugmönnum beri að tilkynna alvarleg frávik og atvikið við Gard- ermoen hafi vissulega verið alvarlegt. Á hinn bóg- inn sé það háð mati hvers flugmanns fyrir sig, hvað teljist vera alvarlegt frávik. Flugmennirnir hafi ekki metið atvikið sem alvarlegt á þessari stundu og þeir hafi engar efasemdir haft um að vélin væri flughæf. Jens segir að í ljósi þess sem kom í ljós við athugun á flugrita hafi flugmönnunum borið að til- kynna atvikið strax. Það verði þó að hafa í huga að flugmennirnir höfðu ekki aðstöðu til að meta atvik- ið eftir á, þeir hafi t.a.m. ekki haft aðgang að gögn- um í flugrita. Farþegar sem voru í vélinni lýstu lífreynslunni sem skelfilegri og voru sumir vissir um að þeirra síðasta stund væri upp runnin. Ljóst er að vélin tók miklar dýfur og skrokkur hennar hlýtur að hafa verið undir miklu álagi. Spurður um hvernig geti staðið á því að flugmennirnir hafi ekki talið atburð- inn alvarlegan segir Jens að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu nálægt jörðu vélin fór. Að- spurður um hvort þeir hafi ekki getað séð það út um stjórnklefann segir Jens að flugvélinni hafi ver- ið flogið við blindflugsaðstæður. Vegna lítils skyggnis hafi þeir ekki getað lagt nákvæmt mat á hæðina. Af þeim sökum hafi þeir ekki dregið réttar ályktanir af atburðum. Farþegar sem fóru frá borði í Noregi fengu eng- ar skýringar á umræddu atviki en á leiðinni til Stokkhólms tilkynnti flugstjóri farþegum að bilun í mælitækjum hefði valdið erfiðleikum í aðflugi. Fram hefur komið hjá talsmönnum Flugleiða að það hafi verið mjög slæmt að farþegum hafi ekki verið gerð grein fyrir atvikum. Betur þurfi að standa að málum framvegis og sé þegar farið að huga að því. Þá sé þegar farið að huga að því að skerpa vinnureglur varðandi hvað teljist alvarleg frávik. Þegar eftir atvikið hafi Flugleiðir hugað að því hvernig staðið er að þjálfun flugmanna og ýms- ar úrbætur hafi þegar verið gerðar. Ekkert óeðlilegt við bilaðan búnað Í bráðabirgðaskýrslu norsku flugslysanefndar- innar kemur fram að aðflugsbúnaður hægra megin, GPS-tæki hægra megin og sjálfstýring í miðju hafi verið óvirk þegar vélin fór frá Keflavík. Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flug- málastjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri athugavert við þetta. Slíkur búnaður sé þrefaldur í þotum af þessari gerð en aðeins er gerð krafa um að slíkur búnaður sé tvöfaldur til að flugmenn geti gripið til varabúnaðar verði bilunar vart. Því skilyrði hafi verið fullnægt umrætt sinn. Pétur bendir á að í Boeing 737, sem lengi hafi verið notuð til millilandaflugs frá Íslandi, sé þessi bún- aður einungis tvöfaldur. Jens Bjarnason segir enn ekki ljóst hvort bilun hafi orðið í aðflugsbúnaði um borð í þotunni eða hvort tæki á jörðu niðri hafi brugðist. Ef til vill sé aldrei hægt að skera úr um hvað hafi nákvæmlega gerst. Aðspurður um hvort bilun í einu aðflugskerfi áður en vélin lagði af stað hefði átt að gefa tilefni til þess að ætla að tækjabil- un væri í hinum kerfunum, segir Jens að svo sé ekki, kerfin séu algjörlega aðskilin. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk tilkynningu um flugröskunina við Gardermoen daginn eftir atvikið, 22. janúar, og lét norsku flugslysanefndina vita samdægurs. Rúmlega viku síðar eða 31. janúar taldi norska nefndin að tilefni væri til að hefja rann- sókn eftir að hafa fengið skýrslu flugstjórans í hendur. Að sögn Þormóðs Þormóðssonar, hefur rann- sókn leitt í ljós að Flugleiðavélin hvarf út af radar við Gardermoen í þann mund sem umrætt atvik átti sér stað. Radarinn sem um ræðir mælir hraða og flughæð flugvéla í aðflugi. Þar sem vélin datt út af radarnum bárust engar upplýsingar frá flug- umferðarstjórum þar sem bentu til þess að vélin hefði lent í erfiðleikum.                                    !  " #$    % &   ' (!      )   (!    * ")   &    " ( )          + " & #   ,         (    - (!        &)     .    /0 '           (!    ( ) ' (!  "  ,12   &  ' (! & )  324      )(   (!    & )    , #  /  //1 1/, 5/ #    6" !    & #/  317 4 ' (!  "  #$2   &     Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa um flugatvikið við Gardermoen Flugmennirnir hefðu átt að meta atvikið sem alvarlegt Sáu ekki hversu lágt vélin flaug ÍSLENSKT háskólasamfélag er ekki ónæmt fyrir áhrifum „kynjun- ar“ frekar en vísindasamfélög er- lendis. Svo virðist sem konur þurfi að gera meira en karlar til að sanna sig, og rannsóknir þeirra og verk eru litin gagnrýnni augum. Karlar fá á hinn bóginn frekar „klapp á bakið“ fyrir verk sín og reynslu. Þetta kemur fram í rannsókn Þor- gerðar Þorvaldsdóttur sagn- og kynjafræðings á „Kynlegum víddum í dómnefndarálitum“ Háskóla Ís- lands, og um hvort kyn umsækjenda hafi áhrif á matsferlið og þar með mannaráðningar við Háskólann. Þorgerður kynnti niðurstöður sín- ar á ráðstefnunni Konur í vísindum, í gær í Salnum í Kópavogi. Skýrslan var unnin fyrir Jafnréttisnefnd Há- skóla Íslands og í henni voru skoðuð 35 kynjablönduð dómnefndarálit frá árunum 1997–1999. Kynið er áhrifavaldur Meginmarkmið rannsóknar Þor- gerðar var að rýna í þá orðræðu sem er notuð til að fjalla um umsækjend- ur um lektors-, dósents- og prófess- orsstöður við Háskóla Íslands, til að kanna hvort kyn sé hluti af túlkunar- ramma sem beitt er við matsferlið. Svo virðist vera, því í dómnefnd- arálitum er karllægt málfar yfirleitt meira áberandi, og hærra metið. Aðrir áhrifaþættir eins og kunn- ingjatengsl, skorar- og deildarpólitík og/eða þjóðerni umsækjenda skiptu einnig máli og flæktu heildarmynd- ina. Þorgerður raðaði einkennum kynjunar í dómnefndarálitunum í fimm flokka: 1) kynjað málfar, 2) úr- dráttur og þöggun, 3) gagnrýni, að- finnslur og leiðréttingar, 4) jaðar- setning kynjafræðilegrar nálgunar, 5) tímaþátturinn eða líftími einstak- lings og rannsóknartími. „Flokkurinn „kynjað orðalag“ er ef til vill sá augljósasti, en þar er átt við orðalag sem byggist á eða vísar til staðlaðra ímynda um karl- mennsku og kvenleika,“ segir hún. Frumlegur karl og samviskusöm kona Þorgerður nefndi dæmi um dóm- nefndarálit þar sem kynjun og áhersla á kynímyndir er áberandi. „Klisjur um karllega hreysti voru þar notaðar til þess að ítreka hæfni og þrek karlumsækjanda,“ segir hún, en sagt var að hann hafi: „Glímt af harðfylgi“, „smíðað sjálf- ur“ og sýnt „hve duglegur hann sé að ryðja sér braut og fara eigin leiðir þótt þungt sé fyrir fæti“. … Þá „vík- ur hann sér hvergi undan vandan- um,“ er bæði „frumkvæður og frum- legur“ enda nýtur hann „trausts meðal lagsbræðra sinna á Norður- löndum.“ Í umfjöllun um konu sem einnig sótti um stöðuna, var að mati Þor- gerðar lagt mikið upp úr því að út- lista kvenlegar dyggðir hennar. Konan hafði: „Verkefni … á prjónunum“ og „mörg járn í eldinum samtímis“ en hún „glímir sjaldan við gátur“. Þá hafði hún sinnt starfi sínu „af alúð“, haft „gott auga fyrir skipulagningu“, og átti „auðvelt með að umgangast fólk“. Meginkostir hennar voru „ná- kvæmni og samviskusemi“. Svona augljós kyngering, upp- hafning á karlmennsku og tíundun á kvenlegum dyggðum var þó undan- tekning í dómnefndarálitum Háskól- ans frekar en regla. Þorgerður telur að Háskóli Íslands hafi, með því að leggja út í rannsókn af þessu tagi, skipað sér í hóp með öðrum fram- sæknum háskólastofnunum í heim- inum þar sem jafnréttisstefna er lyk- ilstef í ákvörðunartöku og stefnumótun. „Kynjað“ orðaval í dómnefndarálitum HÍ Vísindin eru ekki kynlaus JÓN Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Sigurður Guð- mundsson landlæknir fluttu ávörp og voru meðal þeirra sem kynntu sér breytta starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, HTÍ, í gær. Á milli þeirra er Sigríður Snæbjörnsdóttir, nýr fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar, sem ásamt starfsfólkinu bauð til mót- töku í gær og í dag verður opið hús fyrir almenning. Í ávarpi sínu tilkynnti heil- brigðisráðherra hverja hann hefði skipað í fagráð stöðv- arinnar, samkvæmt nýjum lögum um starfsemina, um leið og hann lýsti yfir mikilli ánægju með hve vel hefði tekist til við að bæta stöðina og þjónustu hennar. Fagráðið kemur í stað stjórnar og það skipa Jóhannes Pálmason, sem var áður stjórnarformaður HTÍ, Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Land- spítalans, Þóra Másdóttir, tal- meinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur, Málfríður Gunn- arsdóttir frá Heyrnarhjálp og Ragnar Davíðsson frá samtök- unum Ný rödd. Morgunblaðið/Golli Opið hús hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni  Styttri bið/38–39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.