Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 28
HEILSA
28 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar fólk ætlar að hefja átak í
hreyfingu eru algengustu mis-
tökin ÓÞOLINMÆÐI. Það er
farið allt of harkalega af stað.
Það á að nást sýnilegur árangur
strax og helst í gær. Það eina sem fólk fær
út úr því eru vonbrigði, aumur líkami og á
endanum gefst fólk upp. Svona getur þetta
gengið hvað eftir annað ef skynsemi og þol-
inmæði eru ekki höfð að leiðarljósi. Grund-
vallaratriði er að fara rólega af stað og
auka álag smám saman eftir því sem geta eykst, byrja á því að byggja traust-
an grunn en ekki fara strax í þakið.
Byrjaðu á að meta eigið ástandið og taktu fullt tillit til aldurs og líkams-
ástands eins og það er í dag.
Ef t.d. ökklar, hné og/eða mjaðmir eru ekki í lagi getur verið gott að synda
og/eða hjóla, a.m.k. til að byrja með.
Byrjaðu rólega og settu þér raunhæf, einföld markmið sem miklar líkur
eru á að þú náir. Fyrsta markmið getur t.d. verið að fara út að ganga í
ÞESSARI viku þrjá daga, 20 mínútur í senn.
Ekki gefast upp þó svo að þú missir einhverja daga úr, öll skynsamleg
hreyfing er betri en engin hreyfing.
Það er gott að festa á blað ákveðna daga og tíma til hreyfingar. Þannig
verður hún eðlilegur hluti af daglegu lífi.
Ef þér finnst ekki þeim mun betra að vera ein/n með sjálfum þér, reyndu
þá að draga einhvern skemmtilegan og jákvæðan með þér. Það veitir að-
hald og eykur á ánægjuna.
Hlustaðu á líkamann og legðu áherslu á að njóta hreyfingarinnar.
Varastu að einblína um of á vigtina. Eina sem hún segir til um er heild-
arþyngd þín (fita + vöðvar + annað, s.s. bein). Það sem skiptir meira máli
er hvernig líkaminn er samansettur og þá ekki síst hvert hlutfall fitunnar
er.
Þú getur verið viss um að með því að hreyfa þig og borða reglulega og
skynsamlega, minnkar þú hlutfall fitu, eykur hlutfall vöðva og síðast en
ekki síst verður þú orkumeiri og lífsglaðari.
Það er ekki eftir neinu að bíða, byrjaðu strax í dag.
Landlæknisembættið í samvinnu við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002– Sjúkraþjálf-
unarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands.
Heilsan í brennidepli
Hreyfing
Hreyfðu þig og
njóttu lífsins
Gott að hafa í huga
Hinir vönduðu veiðiþættir Pálma Gunnarssonar
loksins fáanlegir á myndbandi
Útgáfudagur
Pálmi Gunnarsson áritar myndbönd,
ræðir við gesti og gangandi og gefur
góð ráð fyrir veiðisumarið í
Nanoq milli 14 og 18 í dag.
Pálmi G
unnarss
on á
veiðisló
ð með g
óðum
gestum
l i
i i l
i i i i i l
l i f l i i
Sæll Björn. Vandamál mitt tengist uppeldi 3
ára sonar míns, sem er skyndilega farinn að
hegða sér mjög illa. Hann tekur mikil reiði-
köst, slær okkur og önnur börn, öskrar og læt-
ur öllum illum látum. Við erum nýflutt í ann-
að húsnæði sem ég taldi vera mun betra fyrir
hann. Hann er ekki vanur að hegða sér svona,
er þetta eðlilegt og er eitthvað sem ég get gert?
SVAR KÆRA móðir. Það er auðvitaðaldrei hægt að segja að það sé
fullkomlega eðlilegt að barn taki reiðiköst og
slái. Það þarf hinsvegar ekki að vera mjög
alvarlegur hlutur og jafnframt mjög algengt
að börn gangi í gegnum svona tímabil á
þessum aldri. Þau eru mikið að prófa sig
áfram, t.d. í tengslum við þau mörk sem
þeim eru sett, þ.e. „hvað má ég og hvað má
ég ekki“. Þessvegna er mjög mikilvægt að
við foreldrar tökum vel á málunum, séum
samtaka í viðbrögðum og sýnum barninu á
staðfastan hátt hvað má og hvað má ekki.
Í dag, þar sem mikið er rætt um hegð-
unarvandamál, förum við oft fljótt að velta
fyrir okkur hvort um hegðunarvandmál sé að
ræða. En þó að svo sé í einhverjum tilfellum
og ekki sé hægt að útiloka það miðað við
stutta lýsingu þína á hegðun drengsins þíns,
þá eru meiri líkur á að svo sé ekki.
Sonur þinn gæti t.d. verið óöruggur í
kringum flutninginn. Þó svo að við fullorðna
fólkið séum spennt og gerum ráð fyrir að
breytingarnar sé góðar fyrir börnin, þá
verða breytingar eins og flutningur oft til
skamms tíma mjög erfiðar fyrir börnin okk-
ar. Heimilinu, sem áður veitti barninu ör-
yggi, verður umturnað, allt kunnuglega dótið
sett ofan í kassa og loks flutt á nýjan stað.
Oft sjáum við að þegar svona breytingar
eiga sér stað, þá á þessi hegðun sér ekki stað
í leikskólanum, heima hjá ömmu og afa eða á
öðrum stöðum, þ.e. á stöðum þar sem ekki
hafa átt sér stað breytingar og allt er enn í
föstum skorðum. Við foreldrar erum líka oft
önnum kafin í flutningum því mikið þarf að
gera, auk þess að þurfa að sinna vinnu og
öðru daglegu amstri á sama tíma. Þetta veld-
ur oft streitu, sem gerir það að verkum að
við höfum minni tíma með börnunum okkar,
erum þreyttari eftir vinnu þegar komið er
heim og pirrumst auðveldlegar, þ.e. þrösk-
uldur okkar gagnvart óþægindum er lægri.
Börnin vilja fá athygli okkar stöðugt og ef
þau fá hana ekki beita það ýmsum brögðum
og ólátum til að fá þessa athygli. Með tím-
anum verður það líka erfiðara og erfiðara
fyrir bæði barn og fullorðið að upplifa mikil
neikvæð samskipti og færri ánægjustundir.
Það sem er mikilvægt í svona aðstæðum
er að gefa barninu tíma til að átta sig á nýj-
um aðstæðum og vera með barninu, en það
gefur bæði barni og foreldrum ánægju. Það
er mikilvægt að stoppa barnið í reiðiköst-
unum og banna því að slá. Hér þarf að vera
mjög ákveðinn og taka eins á málunum
hverju sinni. Það getur verið gott að taka
barnið úr aðstæðunum, og setja það í um-
hverfi þar sem áreiti er lítið, og láta það
hvíla sig í stuttan tíma. Foreldri þarf líka að
fylgjast með eigin tilfinningum og reyna að
koma í veg fyrir pirring, reiði og að svara
barninu í sama tón og barnið viðhefur. Þetta
getur verið erfitt en er mjög mikilvægt til að
róa barnið og kenna því rétt viðbrögð. Einn-
ig er mikilvægt að útskýra fyrir barninu að
það megi ekki slá, öskra o.s.frv. Að lokum er
mikilvægt að reyna að sinna barninu áður en
það sýnir neikvæða hegðun, reyna að koma
auga á jákvæða hluti sem barnið gerir og
hrósa því.
Með þolinmæði, ákveðni og hlýju komist
þið vonandi yfir þetta tímabil.
Gangi þér vel.
Hvernig á að bregðast við reiðiköstum barna?
eftir Björn Harðarson
Að lokum er mikilvægt að
reyna að sinna barninu áður
en það sýnir neikvæða
hegðun, reyna að koma
auga á jákvæða hluti sem
barnið gerir og hrósa því.
...........................................................
persona@persona.is
Höfundur er sálfræðingur við námsráðgjöf HÍ
og með eigin stofu.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, fé-
lagsleg og vinnu-
tengd málefni til sérfræðinga
á vegum persona.is. Senda
skal tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
Kvefpestir kunna nú að stytt-
ast um einn sólarhring.
Efast um öryggi
pillu gegn kvefi
NÝ pilla, sem nefnist Picovir og er
á tilraunastigi, virðist vera þeim
eiginleika búin að stytta kvefpest-
ir um sólarhring. Framleiðend-
unum hefur hins vegar ekki tekist
að sýna fram á að hún sé án auka-
verkana og á meðan mun ekki fást
leyfi til að setja hana á markað.
Það getur munað um einn veik-
indadag og búast má við því að
milljónir manna myndu nota lyfið
ef það væri til sölu. Gert er ráð
fyrir að lyfið sé tekið þegar á
fyrsta veikindadegi. Bandaríska
Matvæla- og lyfjaeftirlitið við-
urkennir kosti lyfsins, en að sögn
dr. L. Barths Kellers, sem situr í
nefnd á vegum eftirlitsins, má
fremur segja að kvef sé áreiti,
sem allajafna vari í um eina viku,
en að það valdi raunverulegri
hættu. Því verði að setja mjög
strangar öryggiskröfur um með-
ferð á kvefi.
Áhrif stökkbreytinga á
alvarlegri sjúkdóma
Ráðgjafar eftirlitsins eru þeirr-
ar hyggju að nýja lyfið standist
ekki þær kröfur og eru meðal
annars vísbendingar um að lyfið
dragi svo úr virkni getnaðar-
varnapilla að konur gætu óvart
orðið þungaðar.
Ráðgjafanefndin hefur einnig
áhyggjur af því að það gæti haft
háskalegar afleiðingar að ráðast
aðeins á kvef. Komið gætu fram
stökkbreytingar í vírusum, sem
eru skyldir þeim, sem lyfið ræðst
gegn. Þessir skyldu vírusar valda
sjúkdómum á borð við heila-
himnubólgu og gætu orðið illvið-
ráðanlegir.
„Með því að ráðast á tiltölulega
saklausan sjúkdóm gæti farið svo
að fram komi sýkingar síðar meir,
sem við ráðum ekki við,“ sagði
Jonathan Shapiro, prófessor við
Stanford-háskóla og einn ráðgjafa
eftirlitsins.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið er
ekki bundið af ráðgjöf sérfræð-
inganefndarinnar, en fer oftast að
ráðum hennar. Búist er við
ákvörðun um lyfið í sumar.
Rannsóknir standa enn yfir
Nokkur spenna myndaðist
vegna Picovir í fyrravetur þegar
tilraun, sem tvö þúsund manns
tóku þátt í, sýndi að þeir, sem
tóku lyfið, batnaði degi fyrr af
kvefi heldur en sjúklingum, sem
tóku gervipillu. Nokkrum sjúk-
lingum leið betur strax daginn
eftir að þeir hófu að nota lyfið.
Enginn munur var hins vegar hjá
þeim sem reyktu og reyk-
ingamenn eru oft lengur að losna
við kvef. Lyfið var prófað á ungu
fólki og því er hvorki vitað um
áhrif þess á aldraða né börn, sem
fá oftar kvef en fullorðnir.
Kannanir á þessum aldurs-
hópum standa yfir nú. Einnig er
verið að kanna hver áhrif þess að
taka pilluna að staðaldri eru.
Gathersburg, Maryland. AP.