Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HJÁ Fræðsluneti Suðurlands eru þessa dagana 240 manns í virku námi en viðbrögð hafa verið mjög góð við starfsemi Fræðslunetsins sem tók til starfa sem sjálfseignarstofnun 28. ágúst 1999. Stofnaðilar voru sveitar- félög, fyrirtæki og félagasamtök á Suðurlandi. Í fyrra fóru 1.595 manns í gegnum ýmiss konar nám með 16.690 nemendastundir. „Markmiðið með stofnun Fræðslunetsins er að stuðla að símenntun og miðlun há- skólanáms á Suðurlandi,“ sagði Jón Hjartarson sem er stjórnandi Fræðslunetsins. Núna er í gangi námskeiðaröð fyr- ir opinbera starfsmenn, undir heit- inu Maður og samfélag, með 18 ein- staklingum, Plastiðnaðarskóli Set er með námskeið fyrir starfsfólk fyrir- tækisins með 16 þátttakendur, nám- skeið fyrir dagmæður í fjarkennslu við Vestmannaeyjar með 9 manns, átthagafræði Biskupstungna er námskeið með 50 manns, enskunám- skeið á Selfossi og Hvolsvelli með 60 manns, 15 eru í spænskunámskeiði og á námskeiði fyrir sjúkraliða eru 20 manns ásamt því að íslenskunám- skeið eru haldin fyrir útlendinga á Selfossi, Hvolsvelli og í Þorlákshöfn. Átta eru í háskólanámi í hjúkrunar- fræði, 25 eru í rekstrarfræðinámi, 5 eru í íslensku til BA-prófs og þrír í ferðamálafræði. Alls eru 240 manns í vikunámi þessa dagana hjá Fræðslu- netinu. „Svo er ýmislegt í bígerð sem kemur fram næstu daga og nauðsyn- legt fyrir fólk að fylgjast vel með. Þetta námsframboð hefur gífur- lega þýðingu fyrir fólk sem langar til að stunda nám. Þátttakendafjöldinn segir sína sögu og þessir 40, sem eru í háskólanámi sem byrjaði í fyrra, segja manni að þetta á rétt á sér. Í bígerð er mikil aukning á næsta ári, til dæmis í auðlindafræði frá Háskól- anum á Akureyri. Þá verður boðið upp á íslenskunám við Háskóla Ís- lands í fjarnámi á næsta ári og leik- skólakennaranám frá Háskólanum á Akureyri. Það hefur komið berlega í ljós að Fræðslunetið hefur burði til að miðla háskólanámi til fólks á Suð- urlandi og fjarfundabúnaðurinn, sem til er, nýtist vel,“ sagði Jón Hjartarson. Slíkur búnaður er á Sel- fossi, í Vík í Mýrdal, á Kirkjubæj- arklaustri og á Flúðum. Þessi bún- aður er einnig notaður til fundarhalda s.s. á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Í ljósi góðrar reynslu hefur verið sett á fót nefnd sem leita á leiða til þess að renna enn styrkari stoðum undir fræðslunetið. Fræðslunetið hefur stofnað Vís- inda- og rannsóknarsjóð Suðurlands sem mun veita stúdentum styrki til þess að stunda rannsóknir á Suður- landi fyrir lokaverkefni sín til BA- eða BS-prófs eða hærri gráðu. Fræðslunetið heldur utan um sjóð- inn, annast kynningu á rannsóknum og úthlutar styrkjum. „Markmiðið er að tengja menntað fólk við Suður- land því meiri líkur eru taldar á því að fólkið festi frekar rætur bjóðist því slík fyrirgreiðsla,“ sagði Jón Hjartarson. „Það er alveg á hreinu að þetta er skemmtilegasta vinnan sem ég hef unnið. Þetta er annasamt en viðtök- urnar eru svo góðar að maður er í skýjunum. Það er gaman að vinna við að skapa nýja möguleika og finna að það virkar,“ sagði Jón Hjartar- son. Tæplega 1.600 manns nýttu sér fjölbreytt námsframboð Fræðslunets Suðurlands í fyrra Átthagar og auðlindir meðal margra möguleika Morgunblaðið/Sig. Jóns. Frá námskeiðinu Maður og samfélag sem haldið er fyrir opinbera starfsmenn. Selfoss LEIKSÝNINGU nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Rocky Horror var mjög vel tekið og leikendum vel fagnað. Sýningin fór fram í ófullgerð- um menningarsal í Hótel Sel- foss þar sem nemendur leystu einkar vel þá þraut að skapa leikhús í óupphituðu og ófrá- gengnu húsi. Þetta tókst þeim mjög vel undir leikstjórn Guðmundar Karls Sigurdórssonar. Alls komu um 25 leikarar fram í verkinu en aðalhlutverk voru í höndum Óðins Davíðssonar Löve sem leikur Frank N’Furter, Janet Weiss er leik- in af Emiliu Christinu Gylfa- dóttur og Brad Majors er leik- inn af Jóni Óskari Guðlaugssyni. Þótti þeim tak- ast vel upp og var vel fagnað í lokin. Tæplega 70 manns komu að uppsetningu með einum eða öðrum hætti en það er árviss viðburður í félagslífi nemenda að setja upp eitt leikverk. Næstu sýningar eru 24., 28. og 30. mars. Rocky Horror vel tekið Selfoss Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Nemendur koma úr síðustu ruslahreinsun fyrir páska, ánægðir með vel unnið dagsverk. BÆJARSTJÓRINN í Hveragerði gerði samning við 7. bekk Grunn- skólans í haust þess efnis að nem- endur tækju þátt í að fegra bæinn. Krakkarnir fara um bæinn einu sinni í mánuði og tína rusl af göt- um, skólalóð og lystigarði, tæma rusladalla á ljósastaurum, og þrífa girðingar við bæjarmörkin frá Vorsabæjarafleggjara að Kömb- um. Garðyrkjudeild bæjarins lán- ar bíl til að tína saman ruslið og koma því í ruslagáma bæjarins. Fyrir störf sín fá nemendur greitt og rennur féð í sjóð sem notaður verður til að fara í ferða- lag til Vestmannaeyja nú í vor. Það er orðin hefð fyrir því að nemendur í 7. bekk fari til Eyja að vori, því þar er margt að skoða og skemmtilegt að koma. Þetta er þriggja daga ferð sem er öllum eftirminnileg, bæði ungum sem öldnum, því að foreldrar fara með í þessar ferðir og skemmta sér með börnum sínum. . Krakkarnir voru sér þess meðvitandi að nú þyrftu þeir að taka sérstaklega vel til í bænum sínum, því að eins og flestum er kunnugt er mikill straumur gesta í bæinn um páskana. Leggja sitt af mörkum í fegrun bæjarins Hveragerði SÓLRÚN Guðjónsdóttir sýnir myndir sínar í Galleríi Mið- garðs að Austurvegi 4 á Sel- fossi dagana 21 – 27. mars á opnunartíma verslana. Mynd- ir Sólrúnar eru sérstakar að gerð en um er að ræða klippi- myndir sem unnar eru úr servíettum. Sólrún sagði að leyndar- dómur væri meginþemað í sýningunni en hún er á leið til Spánar með námskeið í sumar um leið og hún hyggur á spænskunám. Hún lærði myndlist í Danmörku og gluggaskreytingar. Sýningin í Miðgarði er sölusýning. Sólrún sýnir í Mið- garði Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sólrún Guðjónsdóttir við nokkrar mynda sinna á sýningunni í Miðgarði. FJÓRIR sóttu um nýja stöðu skóla- stjóra sameinaðs grunnskóla á Sel- fossi sem nýlega var auglýst til um- sóknar. Þeir sem sóttu um eru: Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og kenn- ari, Selfossi, Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Siglufirði, Eyjólfur Kol- beinn Eyjólfsson kerfisfræðingur og Guðmundur Rafn Geirdal skólastjóri og félagsfræðingur. Fjórir sóttu um stöðu skólastjóra Selfoss ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Sig. Jóns. Leikurum var vel fagnað í lokin. Fremst á myndinni er Óðinn Davíðsson Löve.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.