Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gréta Jóhannes-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 8. janúar 1929. Hún lést á Landspítalan- um 12. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann- es Albertsson lög- reglumaður í Vest- manneyjum, frá Syðri-Kárastöðum í Miðfirði, f. 19.11. 1899, d. 4.2. 1975, og Kristín Sigmunds- dóttir frá Hamra- endum við Breiðuvík á Snæfellsnesi, f. 2.1. 1894, d. 1.7. 1936. Systkini Grétu eru: Jóhannes Albert, f. 21.7. 1925, d. 5.2. 2001, Grettir, f. 11.2. 1927, d. 12.4. 2000, kvæntur Fanneyju Egilsdóttir. El- ínborg f. 27.4. 1930, gift Henry M. Sielski. Jóhanna Maggý, f. 28.5. 1931, gift Arnþóri Ingólfssyni. Ragnar, f. 30.6. 1932, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttir. Sævar Þorbjörn, f. 8.5. 1938, kvæntur Óskarssyni. Kristín á tvö börn, Grétu Björk, gift Calcedonio Gonzales og Hrannar Þór, látinn, kvæntur Margeurite Westhausen. Leó á tvo syni, Sveinbjörn og Ágúst. 3) Óðinn, f. 13.2. 1960, kvæntur Guðfinnu Guðfinnsdóttir, þau eiga eina dóttur, Margréti. Barnabarnabörn Grétu og Harald- ar eru tvö, Pétur Leó Hrannars- son, sonur Hrannars Þórs og Kristín Gaia Gonzales, dóttir Grétu Bjarkar. Gréta ólst upp á Hamraendum við Breiðuvík á Snæfellsnesi þar til hún fór á Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum. Hún var m.a. fyrsta forstöðukona Leikskóla Ólafsvíkur sem stofnaður var 1972, og sinnti hún því starfi í ára- fjöld. Stofnaði hún svo ásamt Jennýju Guðmundsdóttur, bóka- og gjafavöruverslunina Hrund og starfaði þar um árabil. Gréta var virk í félagsmálum, hún var m.a. stofnfélagi í Slysavarnadeildinni, starfaði mikið fyrir Kvenfélagið, og var ein af stofnendum Leik- félags Ólafsvíkur, og tók þátt í mörgum uppfærslum þess og var formaður félagsins um tíma. Útför Grétu fer fram frá Ólafs- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Emmu Hansen. Soffía Lillý, f. 20.6. 1940, gift Lúðvík Sigurðssyni. Þegar Gréta var fimm ára lést móðir hennar frá eiginmanni og sex ungum börnum, Grétu ólst síðan upp hjá móðurforeldrum sín- um, þeim Sigmundi Jónssyni og Margréti Jónsdóttir á Hamra- endum við Breiðuvík á Snæfellsnesi. Árið 1949 giftist Gréta Haraldi Guðmunds- syni útgerðarmanni og skipstjóra frá Ólafsvík, f. 28.4.1926, og þar hafa þau búið alla tíð síðan. Haraldur ólst upp hjá fósturforeldrum sínum í Ólafs- vík, þeim Pétri Jóhannssyni og Kristínu Guðmundsdóttir. Gréta og Haraldur eiga þrjú börn: 1) Pét- ur J., f. 4.7. 1949, kvæntur Guð- rúnu Halldórsdóttir, þau eiga þrjú börn, Harald, Guðnýju og Sigrúnu. 2) Kristín M., f. 6.8.1951, gift Leó Elskuleg tengdamóðir mín hún Gréta er dáin eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún var ótrúlega dugleg og aldrei kvartaði hún í veik- indum sínum. Ef spurt var um líðan hennar svaraði hún: „Mér líður bara nokkuð vel“ eða „ég gæti haft það betra“. Þar með var málið útrætt af hennar hálfu. Gréta hafði mikinn áhuga að mat- argerð. Hún keypti bækur og rit um matreiðslu og var dugleg við að prófa „eitthvað nýtt“. Hún fram- reiddi dýrindismáltíðir og ekki var kaffimeðlætið síðra. Kaffiborðið hjá henni á Grundarbrautinni var alltaf hlaðið kökum eins og í hinni bestu afmælisveislu. Mér er minnisstætt hvað Guðný og Sigrún voru hrifnar af öllum fullu smákökuboxunum sem voru í frystikistunni og ekki spillti það ánægju þeirra að mega borða eins og þær lysti. Gréta var mjög hjálpsöm og alltaf þótti henni sjálfsagt að skreppa í bæinn til að passa barnabörnin þeg- ar við Pétur fórum til útlanda. Hún dekraði við þau og þau nutu þess að fá alla hennar athygli. Eftir að við komum heim og amma þeirra var farin heyrðist oft sagt: „Hún amma gerði þetta nú svona.“ Gréta og Haraldur höfðu mikla ánægju af að ferðast til útlanda. Það var árvisst hjá þeim að fara til Kan- aríeyja yfir páskana og stóð ferðin í 6–8 vikur. Þegar þau komu heim eft- ir utanlandsferð komu þau færandi hendi og var pakkaflóðið eins og á jólunum. Síðasta utanlandsferðin hennar Grétu var í júlí 2000 þegar fjölskyld- an fór til Ítalíu til að heimsækja Grétu Björk og Doni. Við eigum öll góðar minningar frá þessari ferð og ég veit að Gréta naut þess að geta verið við skírn Kristínar Gaiu. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar um elskulega tengda- móður mína. Elsku Gréta, hafðu hjartans þakk- ir fyrir allt. Guðrún Halldórsdóttir. Nú er elsku amma dáin og þegar ég hugsa til hennar minnist ég allra þeirra stunda sem við Sigrún áttum í eldhúsinu á Grundarbrautinni, og hámuðum í okkur brauð með rúllu- pylsu og smákökur, eftir að hafa verið að tína bláber allan daginn. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn vestur á Ólafsvík og slappa af með fjölskyldunni. Þegar við vorum yngri komu amma og afi alltaf til þess að passa okkur á meðan mamma og pabbi voru í útlöndum. Þá var alltaf góður matur á boðstól- um og maður fékk alltaf hjálp við heimanámið, hvort sem það var við að lita eða reikna. Það var einmitt í eitt af þeim skiptum sem amma var að passa okkur að ég læsti mig óvart inni í hjónaherbergi og lykillinn datt úr skránni. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka og varð skelfingu lostin, en amma hélt ró sinni eins og alltaf og hjálpaði mér að komast út. Ég geri mér eiginlega ekki grein fyrir því að hún sé dáin, ég býst við því að þegar ég fer í heimsókn til afa muni ég ganga inn í svefnherbergi til að kyssa hana á kinnina. Ég á eft- ir að sakna ömmu óheyrilega mikið, en ég veit að henni líður betur hjá Guði en henni hefur liðið sl. ár og að Hrannar hefur tekið á móti henni. Guðný Pétursdóttir. Í hvert einasta sinn sem við fjöl- skyldan fórum í heimsókn til Ólafs- víkur stóðu amma og afi alltaf á hlaðinu og tóku á móti okkur. Amma sá alltaf um að við fengjum nóg að borða og ég man ekki til þess að hafa verið svöng hjá ömmu. Ég man þeg- ar amma stofnaði bókabúðina hinum megin við götuna og leyfði okkur að fara með sér þangað og velja okkur límmiða og litabækur. Ég man líka eftir öllum ferðunum á Rif þegar við sáum fjölmargar kríur á leiðinni og fórum í risastóru búðina sem seldi allt frá leikföngum upp í veiðistang- ir. Sérstaklega man ég eftir einni ferð þegar við Guðný vorum þar ein- ar í heimsókn og við ákváðum að skreppa á Rif og á leiðinni sáum við kríuunga sem ekið hafði verið yfir vænginn á. Afi fór út úr bílnum og ætlaði að færa ungann af götunni og þá munaði nú ekki miklu að hann yrði goggaður í hausinn. Nú verður allt öðruvísi að koma til Ólafsvíkur þar sem eldhúsið á eftir að vera tómt og engin amma til þjónustu reiðubú- in ef maður kemur svangur inn úr boltaleik. Ég sakna ömmu og þakka henni fyrir allar góðu stundirnar. Sigrún Pétursdóttir. Gréta var ekki aðeins með merk- ari konum sem ég hef kynnst; hún var sterkasti karakterinn sem ég hef þekkt. Þegar við ræddum um fatnað fór- um við í smæstu atriði, jafnvel þjón- ustuna í búðinni; það dugði ekkert minna. Þegar við ræddum um mat voru samtölin eins og umræður um fagurbókmenntir. Frásagnir af skartgripasafninu góða kæmust ekki fyrir á þessari síðu. Það var tvennt sem við Gréta fengum aldrei leið á að rifja upp. Annað var Ítalíuferðin þegar við heimsóttum Grétu Björk og Dony. Þetta ræddum við síðast fyrir aðeins 2 vikum; hlógum að minningunni um hvernig við Halli snerum okkur sam- viskusamlega á sólbekkjunum, á 20 mínútna fresti, en hún varð samt brúnni en við; sitjandi í skugganum! Og svipnum á afgreiðslukonunni á kaffihúsinu þegar við keyptum ógrynni af litlu skrautsmákökunum sem á endanum urðu eitt það dýr- asta sem keypt var í ferðinni. Hitt var brúðkaup Grétu og Dony, aðra eins veislu og athöfn höfðum við ekki upplifað. Ég man alltaf eftir því þar sem ég sat í kirkjunni, vel bogin í baki og grét úr mér hjarta og augu með dramatískum hætti. Við hlið mér sat Gréta, stolt og teinrétt amma í fínu brúðkaupsdragtinni sem valin var svo sérstaklega fyrir tilefnið. Á einu ósýnilegu augnabliki rétti hún mér vasaklút og hnippti í handlegginn; ég leit upp. Með einu brosi og smábliki í augum fékk ég góðlátlegt merki um að nú væri tím- inn til að rétta aðeins úr bakinu, þerra tárin og snurfusa nefið; við vorum jú á fyrsta bekk! Og þessi óendanlegi glæsileiki og stolt lýsti henni. Ekki bara þarna heldur alltaf. Fyrir nokkrum árum sömdum við formlega um að ég mætti kalla hana „ömmu“ Grétu. Þetta var okkar leið til að undirstrika fyrir hvor annarri þá væntumþykju sem við fundum svo innilega og gagnkvæmt. Og elsku góða „amma“ Gréta, ég bið algóðan guð um að hugsa vel um þig og Hrannar Þór og styrkja Halla, Kristínu, Pétur, Óðin og fjölskyldur í þeirra miklu sorg. Nöfnu þína og mína bestu vinkonu, Grétu Björk, mun ég hugsa um og reyna að styðja allt mitt líf. Þín, Rakel. Elsku amma mín, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Að eilífu þín, Gréta Björk. Undarlega er mönnum varið að því leyti hve dauðsföll koma ávallt í opna skjöldu jafnvel þótt hinn látni hafi háð illvíga baráttu við dauðann langan tíma. Sterkir stofnar falla ekki síður en hinir veikari og nú hef- ur einn slíkur, sterkur, fallið. Látin er Gréta Jóhannesdóttir frá Ólafsvík. Hún var búin að berjast við illvígan sjúkdóm um langa hríð, auð- vitað vonlausri baráttu en þrekið óbugað eigi að síður til hinstu stund- ar. Það var samkæmt hennar eðli. Gréta var sterkur stofn enda af sterkum komin, að hálfu frá Kára- stöðum á Vatnsnesi og að hálfu frá Skammadal í Mýrdal. Já, hún var sterk, öðruvísi hefði hún ekki getað brugðist við veikind- um sínum eins og hún gerði. Æðru- laus gekk hún til móts við örlög sín, vitandi það að landtakan handan hafs er ókunn, enda hafði hún ekkert að óttast, lífsför hennar var með þeim hætti. Ég, mágur hennar, kynntist henni fyrst árið 1956, er ég kom til Ólafs- víkur og gerðist þar lögregluþjónn, fyrstur slíkra. Þá var í húsi hjá henni, eða öllu heldur fæði, systir hennar, sem síðan hefur verið minn lífsförunautur. Gréta og eiginmaður hennar, Haraldur Guðmundsson skipstjóri, tóku mér afskaplega vel og hafa reynst mér og okkur hjónum öðlingar alla tíð síðan. Gréta var sterkur persónuleiki og eftirminnilegur. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær skoðanir hiklaust í ljós á kjarngóðri íslensku og með þeim hætti að engum duldist hver mein- ing hennar var. Ég hygg þó að hún hafi ætíð gætt þess að frá orðaskaki gengi enginn sár vitandi það að ekki er sjálfgefið að allir geti verið sammála um alla hluti, enda hefði annað strítt gegn samvisku hennar og sannfæringu. Gréta var afskaplega mikil hús- móðir og myndarleg í öllum sínum verkum. Það var gott að koma í Pét- urshús í Ólafsvík, þar sem þau Gréta og Halli hófu búskap sinn, þó ekki væri þar um nein salarkynni að ræða enda ekki samasemmerki á milli húspláss og hjartaþels. Hugur Grétu snerist fyrst og fremst um heimilið, eiginmanninn, börnin og barnabörnin, ávallt tilbúin að gæta velferðar þeirra í hvívetna. Þetta var sá eiginleiki sem var henni eðlislæg- ur og sem einnig var stutt vel við í því uppeldi sem hún naut á Hamra- endum í Breiðuvík hjá Margréti ömmu sinni og Sigmundi afa sínum eftir að hafa misst móður sína árið 1936 en við fráfall hennar tvístraðist stór barnahópur. Ég, Dista, kveð nú kæra systur með þakklátum huga fyrir þau ár sem við fengum að vera samtíða, eft- ir margra ára aðskilnað og þakka henni og þeim hjónum fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig fyrr og síðar. Við kveðjum nú mikilhæfa konu sem skilur eftir sig stórt skarð, það skarð verður ekki fyllt. Við vottum Haraldi, börnum, barnabörnum og öllum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum al- máttugan Guð að veita Grétu braut- argengi á þeim leiðum sem henni er nú áskapað að ganga. Guð blessi minningu Grétu Jó- hannesdóttur. Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Arnþór Ingólfsson. Þegar hún Gréta fór að búa með honum Halla í Péturshúsi í Ólafsvík fyrir meira en hálfri öld stofnaðist strax sterkt vináttusamband milli hennar og Kristínar móður minnar, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Ör- stutt er á milli Péturshúss og Nýja- bæjar og leið varla sá dagur á þess- um árum að vinkonurnar hittust ekki yfir kaffibolla og fylgdist ég unglingurinn oft með skoðanaskipt- um þeirra og dáðist þá oft að hrein- skilni og rökfestu Grétu. Gréta hafði gengið á Húsmæðraskólann að Stað- arfelli og bjó hún Halla og börnun- um rausnarlegt heimili í Péturshúsi. Halli stundaði sjóinn og fór snemma út í útgerð, fyrst með öðrum en síðar einn. Á meðan hann sótti sjóinn var Gréta bakhjarlinn sem hann gat allt- af treyst á heima. Hjónaband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu og samheldni í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Gréta var eftirminni- legur persónuleiki, hreinskiptin og hjálpsöm og var hún alltaf fyrst til ef eitthvað bjátaði á hjá heimilunum í nágrenninu. Eftir að ég fluttist að vestan sá ég ekki Grétu og Halla nema í heimsóknum til Ólafsvíkur, en ég vissi af hjálpsemi hennar við móður mína og skal hún þökkuð hér. Fyrir sjö árum vorum við hjónin af tilviljun í nábýli við Grétu og Halla á hóteli á Kanarí og urðu þar gleðifundir og við gátum endurnýjað vináttu okkar. Hafa samverustundir þá og síðar með þeim Grétu og Halla verið ógleymanlegar. Þegar við hitt- umst hafði Gréta átt við veikindi að stríða og gengist undir uppskurð. Átti hún síðar með hléum við veik- indi að stríða, en með dyggri aðstoð Halla og barna þeirra stóð hún jafn- an óbuguð upp aftur þar til nú undir það síðasta að þrekið var á þrotum og óvænt fráfall Hrannars, kærs dóttursonar þeirra Halla, varð henni óyfirstíganlegt áfall. Að leiðarlokum viljum við Baddi þakka Grétu kæra vináttu og sam- fylgd og sendum þér, elsku Halli, börnum ykkar og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nanna. Kær frænka mín og vinkona, Gréta, er fallin frá eftir harða og langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Það þurfti svo sem engum að koma það á óvart að sú barátta yrði svo harðskeytt sem þekktu hana því hún var svo sterk og ákveðin í sínu lífi og uppgjöf var ekki til í hennar huga. Alltaf allan þann tíma sem hún barðist við veikindi sín og ég kom til hennar sagði hún að þetta væri allt á réttri leið og hún væri betri í dag en í gær. Ég var svo heppinn að alast upp í skjóli hennar alfarið til átta ára aldurs og allar götur síðan hefur hún látið líf mitt sig skipta og er það nú þakkað. Um suma er sagt að þeir hafi ekki verið allra, en það held ég að verði ekki sagt um Grétu. Hún lét alla koma sér við og skipti þá ekki máli hvort henni líkaði betur eða verr og lét alla heyra hvað henni fannst, hvort heldur var gott eða vont og komst upp með það því heiðarleikinn og hjartahlýjan skein í gegn. Það gustaði af henni hvar sem hún kom og lét til sín taka svo engum duldist að hún var mætt á svæðið og því fylgdi sko engin lognmolla hvort það var til góðgerða eða annars sem hún lét til sín taka. Í því sambandi má nefna Leikfélagið í Ólafsvík sem hún var mjög virk í á upphafsárunum. Mér er líka minnisstætt þegar hún var að koma í bæinn og að færa frænkum okkar Láru og Laugu kök- ur sem hún hafði bakað auk alls kon- ar matvöru sem hún keypti til að vera nú viss um að þær hefðu allt til alls og þá var nú engu gleymt. Þetta var þeim meira virði andlega heldur en nokkuð annað og hlógu þær oft að með gleðihlátri því þær þekktu sína konu og vissu að henni var kannski ekki gefið að segja að þær ættu þetta hjá henni þótt þeim hefði ekki þótt það og við það var látið sitja. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi um mannkosti hennar því lofrulla hefði ekki verið henni að skapi. Hún eignaðist mjög góðan mann og börn sem hafa reynst henni ein- staklega vel í veikindum hennar og tók öll fjölskyldan höndum saman um að gera henni til góða með öllum ráðum og passa að hún væri aldrei ein, jafnvel þegar hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Þá svaf einhver þar hjá henni. Ég veit að þetta var henni mikils virði þó að kannski hafi hún aldrei haft orð á því og jafnvel látið líta út sem sjálfsaðan hlut, því þegar við komum síðast til hennar þremur dögum áður en hún dó hvísl- aði hún að okkur: „Ég hefði aldrei getað trúað hvað hann Halli minn getur verið góður við mig.“ Elsku Halli, Pétur, Stína, Óðinn, Gréta Björk, tengdabörn og barna- börn, nú er vetur en bráðum kemur vor og því verður ekki breytt, hvorki í lífi okkar eða náttúrunni, og við berum svip þess og lifum með því. Far þú í friði, elsku Gréta. Þorsteinn Einarsson, Halldóra Hálfdánardóttir. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið, og drottnar þar hin djúpa þögn . En minningarnar margur þangað rekur, því máttur orðsins hugarflugið vekur og glæðir lífi gamla sögn. (Davíð Stefánsson.) Elsku frænka, ég kveð þig með söknuði. Elín Ósk Þorsteinsdóttir. GRÉTA JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.