Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 9 Munstraðir bolir stutterma og ermalausir Flottir við gallafatnaðinn okkar                Í páskafríið Sportleg dress - gallabuxur - peysur og vesti Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ljósakrónur Skrifborð Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir Borðstofuborð og borðstofustólar Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Rúmteppi frá kr. 3.500 Straufrí satínrúmföt frá kr. 4.500 Skartskrín - Handskornir stólar með áletrun Úrval af fermingar- og tækifærisgjöfum Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15 Hörskyrtur og teinóttar dragtir Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag laugardag 10-14                Ný sending frá GSM hulstrin eru komin Kringlunni — s. 568 1822 Þrjár 15 daga ferðir verða til Rússlands í sumar: 6.-20. júní; 3.-17. júlí og 29. ágúst - 12. september. Þannig er fram haldið hinum rómuðu og vinsælu Rússlandsferðum þriðja árið í röð. Íslenska ferðaskrifstofan Bjarmaland skipuleggur ferðirnar, en Haukur Hauksson, aðalfarar- stjóri, hefur langa og ríka reynslu á þessum slóðum og hann tryggir góða fararstjórn og fagmennsku. Komið er til höfuðborgarinnar Moskvu og hún skoðuð hátt og lágt, farið í lest til Pétursborgar og þaðan flogið heim á leið. Allir finna eithvað við sitt hæfi og dagskrá verður ekki of stíf, lögð áhersla á menningu og sögu í ferðunum. Allar nánari upplýsingar gefur Haukur Hauksson í símum 007 902 125 1290 gsm - kostar 59 kr./mín (og 007 095 254 2265). Sendið fyrirspurnir á bjarmaland@strik.is Skoðið ítarlegar upplýsingar á: www.austur.com Rússlandsferðir í sumar Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri á Íslandsmarkaði. Lifið heil, f.h. Ferðaskrifstofunnar Bjarmalands/ Garðaríkis ehf., O.O.O. „Severny Rodnik“ /Norten Spring Ltd. Á ÞEISTAREYKJUM er eitt af mörgum háhitasvæðum í Þingeyj- arsýslu. Áform eru um að beisla þá orku sem þarna er til margs konar nýtingar og hefur þegar verið bor- að eftir köldu vatni með góðum ár- angri vegna væntanlegrar háhita- borunar. Á miðvikudagsmorgun var yfir 20° frost á Þeistareykjum og þrengdi mjög að hitauppstreyminu norðanundir Bæjarfjalli. Göngumaður lætur það ekki á sig fá en fetar milli hveranna á leið upp í Bóndhólsskarð. Þarna skammt frá er stór upphit- aður skáli, sem er ákjósanlegur gististaður. Njóta margir þess að eiga áningarstað á þessum fagra og friðsæla stað jafnt vetur sem sum- ar. Morgunblaðið/BFH Háhiti í heljarkulda Mývatnssveit. Morgunblaðið. KARLMAÐUR á miðjum aldri var talinn hafa fótbrotn- að eftir að hann féll með vél- sleða sínum ofan í vatnsból á Þverárfjalli um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld. Þunn snjó- hula huldi vatnsbólið og gaf sig þegar sleðanum var ekið upp á hana. Talsvert fall var ofan í vatnsbólið og náði vatn- ið manninum í klof. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi aðstoðuðu félagar mannsins hann upp og fóru nokkrir þeirra eftir hjálp að bænum Þverá. Svo vel vildi til að bóndinn þar hafði nýverið fest kaup á snjóbíl og fór hann eftir manninum. Björgunar- félagið Blanda tók síðan við honum fyrir ofan bæinn og kom honum undir læknis- hendur, um einni og hálfri klukkustund eftir slysið. Mað- urinn var síðan fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Vélsleða- maður féll ofan í vatnsból Blönduósi. Morgunblaðið. ÓLAFUR F. Magnússon borgar- fulltrúi, sem sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum í desember síðastliðn- um, hefur óskað eftir áheyrnarsæti í borgarráði. Hefur beiðni hans verið send stjórnkerfisnefnd til umfjöllunar. Á fundi borgarstjórnar í fyrra- dag kom fram að Ólafur hefur ekki formlegan rétt til áheyrnarsætis í ráðinu. Sagði borgarstjóri spurn- ingu um hvaða fordæmi það gæti vakið að heimila slíka setu og því hefði ósk hans verið vísað til stjórnkerfisnefndar. „Við hljótum að fara að þeim lögum og reglum sem um þetta gilda,“ sagði borg- arstjóri. Óskar eftir áheyrnarsæti í borgarráði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.