Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íþrótta- og tómstundasýning Kynna nánast allt sem heyrir undir íþróttir Umfangsmikil sýn-ing og kynning ánánast öllu því sem heyrir undir íþrótta- iðkun hér á landi fer fram dagana 3. til 5. maí. Er miklu til kostað og mikið í verkið lagt, en ætlunin er að sýningin höfði til allra aldurshópa og allrar fjölskyldunnar. Einnig er efnt til ráðstefnu um íþrótta- og tómstundamál í tengslum við sýninguna og fer ráðstefnan fram í Mosfellsbæ. Guðný Hallgrímsdóttir er verkefnisstjóri hjá UMFÍ og er í forsvari fyrir sýninguna og ráð- stefnuna og hún svaraði nokkrum spurningum um kynninguna. Það kemur m.a. fram í samtalinu við hana að aldrei fyrr hafi jafn- umfangsmikil sýning verið á íþrótta- og tómstundastarfi á Ís- landi og hér sé um einstæðan at- burð að ræða. – Hvar verður kynningin og á hvers vegum er hún? „Dagana 3.–5. maí nk. verður haldin umfangsmikil sýning á öllu því íþrótta- og tómstunda- starfi sem í boði er hér á landi. Sýningin fer fram í íþróttamið- stöðinni á Varmá í Mosfellsbæ og er samstarfsverkefni Ung- mennafélags Íslands, Ung- mennasambands Kjalarnesþings og Mosfellsbæjar.“ – Hvernig verður sýningin sett upp og hvar eru línur dregnar með það hvað er kynnt og hvað ekki? „Haft hefur verið samband við flesta þá aðila sem á einhvern hátt tengjast íþrótta- og tóm- stundastarfi hér á landi og þeim boðin þátttaka á sýningunni. Meðal sýningaraðila má nefna öll sérsambönd ÍSÍ, skátana, KFUM og -K, félagsmiðstöðvar, líkamsræktarstöðvar, tóm- stundaskólar, björgunarsveitir, ferðafélög og ýmislegt jaðar- sport eins og ísklifur, fjallahjól, svifdreka, kajaka og hjólabretti. Einnig verður þarna fjöldi fyr- irtækja sem á einn eða annan hátt þjóna íþrótta- og tóm- stundastarfi í landinu. Sýningaraðilar fá þarna tæki- færi til að kynna starfsemi sína með sýningaratriðum á sviði, en einnig verður sérstakt æfingar- rými þar sem gestum sýning- arinnar gefst færi á að prófa hinar ýmsu íþróttir og tóm- stundir undir leiðsögn fag- manna.“ – Hafið þið gert eitthvað þessu líkt áður? „Mosfellsbær hefur tvisvar áð- ur staðið fyrir viðlíka kynningar- átaki, þar sem starfsemin í bæj- arfélaginu var eingöngu kynnt en það hefur aldrei áður verið haldin svo umfangsmikil kynning á starfi æskulýðs- og íþróttahreyfingarinn- ar svo hér er um ein- stæðan viðburð að ræða.“ – Hver eru markmiðin með þessari kynningu? „Markmið sýningarinnar er m.a. að kynna þá fjölbreyttu flóru íþrótta- og tómstunda sem stundaðar eru í landinu ásamt því að koma ýmsum jaðaríþrótt- um á framfæri. Sýningin er því kjörinn vettvangur fyrir öll þau fyrirtæki sem á einn eða annan hátt tengjast íþrótta- og tóm- stundastarfi á Íslandi.“ – Er þetta fyrir alla, eða bara unga fólkið á „íþróttaaldri“? „Til að auka aðsókn almenn- ings að sýningunni verður stans- laus skemmtidagskrá alla helgina, jafnt utan- sem innan- dyra, sem höfðar til allrar fjöl- skyldunnar. Í hliðarsal við sýn- inguna verður einnig hægt að hlusta á fjölda áhugaverðra fræðsluerinda þar sem fagaðilar leiðbeina fólki um ýmislegt er m.a. tengist útivist, hreyfingu og mataræði.“ – Það er haldin ráðstefna þessu tengd, segðu okkur frá henni. „Í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna í íþróttamiðstöðinni á Varmá sem ber yfirskriftina „Íþróttir og tómstundir fyrir alla“. Þar verður fjallað um ýmis- legt sem snertir íþrótta- og tóm- stundastarf barna og unglinga hér á landi, m.a. birt ný könnun sem sýnir hvað börn og ungling- ar eru að fást við í frítímum sín- um, ástæður brottfalls úr íþrótta- og tómstundastarfi, stuðning bæjarfélaga við íþrótta- og tómstundarstarf, nýj- ar leiðir til samvinnu í tóm- stundarstarfi og ýmis- legt fleira.“ – Hverjum er ráð- stefnan ætluð? „Ráðstefnan er ætl- uð öllum þeim sem láta sig málefni frítímans varða, þ.e. sveitarfélögin, ríkisvaldið, íþróttahreyfingin, æskulýðssam- tök, skólar og foreldrasamtök. Áhugasamir geta lesið meira um þessa sýningu á heimasíðu Ung- mennafélag Íslands, www.umfi- .is, en þar er einnig hægt að nálgast þátttökuseðil. Dagskrá ráðstefnunnar er líka hægt að finna á sömu síðu.“ Guðný Hallgrímsdóttir  Guðný Hallgrímsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. mars 1963. Lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Íslands og stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Breið- holts. Vann í nokkur ár við sölumennsku, en lauk síðan Merkonom í markaðsfræðum í Danmörku og BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Starfar nú um stundir sem verkefnisstjóri hjá Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Maki Guðnýjar er Hörður Arn- arson, forstjóri Marels hf., og eiga þau þrjú börn, þau Huldu, Örnu og Kristján. Geta prófað greinar undir leiðsögn Ef menn halda ekki vöku sinni verður Dóri kominn með okkur hálfa leið til Brussel áður en nokkur veit af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.