Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 35
ÞESSARI spurn-
ingu er varpað hér
fram af gefnu tilefni
eða því, sem ég las í
DV 16. febrúar sl.
Vegna fjarveru úr
bænum hefur því mið-
ur dregizt hjá mér að
minnast á þessa
spurningu eða svara
henni eftir minni getu.
Þar stóð í fyrirsögn:
Enginn málfarsráð-
gjafi. Þegar ég las
áfram, kom þetta í
ljós. „Ríkisútvarpið
hefur í sparnaðar-
skyni frestað ráðningu
nýs málfarsráðgjafa
til stofnunarinnar.“ Já, hér verður
að spara, þegar íslenzk tunga á í
hlut, þótt slíks sé ekki þörf, þegar
önnur málefni koma upp, svo sem
umræður í fjölmiðlum undanfarnar
vikur hafa borið glöggt vitni um.
En ástkæra ylhýra málið okkar
hlýtur að lúta í lægra
haldi, þegar Mammon
og dýrkendur hans
eru annars vegar. Þeir
virðast ekki skilja
annað mál en tal um
gróða og prósentur.
Já, nú er öldin önn-
ur en var þegar Rík-
isútvarpið hóf starf-
semi sína á fyrri hluta
síðustu aldar og það í
miðri kreppunni, sem
elztu menn muna enn
vel. Þá var m.a. fljót-
lega tekin upp
kennsla í móðurmál-
inu og auk þess í
nokkrum erlendum
málum. Gaf Ríkisútvarpið sjálft út
bækur til nota við þá kennslu. Þá
hófst sérstakur þáttur um íslenzkt
mál í Útvarpinu um 1940, og sá
Björn Sigfússon, síðar háskóla-
bókavörður, um hann fyrstu árin.
Löngu síðar eða 1984 sá stjórn
RÚV ástæðu til að ráða sérstakan
málfarsráðunaut að stofnuninni.
Var það áreiðanlega nauðsynleg og
tímabær ráðstöfun og þó að fyrr
hefði verið. Var Árni heitinn Böðv-
arsson ráðinn til þessa starfs. Því
miður hvarf hann of fljótt af vett-
vangi, en gegndi því með alúð,
meðan hans naut við. Hann sá
nauðsyn þess að gefa út innan-
húsblað, sem yrði „vettvangur um-
ræðna um málfar“, eins og hann
orðaði það í upphafi. Nefndi hann
það Tungutak. Orðrétt sagði hann
svo þetta um takmark starfs síns,
þegar hann hleypti blaðinu af
stokkunum: „Takmarkið sjálft ætti
þó að vera öllum nokkuð ljóst: Að
allt málfar Ríkisútvarpsins sé til
fyrirmyndar“ og lagði sérstaka
áherzlu á þessi orð með undir-
strikun sinni. Og hann bætti þessu
við: „Slíkt mark skyldi setja svo
hátt að það sé ekki auðsótt, en með
góðum vilja hygg ég megi komast
langt þó að leiðarenda verði ekki
náð.“ Þetta hafði Árni að leiðar-
ljósi, en ég veit vel, að á stundum
var róðurinn ærið þungur hjá hon-
um.
Frá því að Árni lézt, hafa ýmsir
sérfræðingar um málfarsleg efni
gegnt þessu starfi. Í fyrstu var
haldið áfram í svipaðri stefnu og
Árni hafði mótað, en eftir að staða
málfarsráðunautar eða -ráðgjafa
var lögð niður, finnst mér heldur
hafa slaknað á tauginni hin síðari
ár. Tel ég mig m.a. sjá þess nokkur
merki í málfari því, sem okkur
berst frá Ríkisútvarpinu nú um
stundir.
Samkv. tilkynningu eða nótu út-
varpsstjóra, eins og það er orðað í
frétt DV, til starfsmanna hans hef-
ur Gunnar Stefánsson, dagskrár-
fulltrúi á menningardeild, „vinsam-
legast fallist á að veita um sinn
ráðgjöf um almenn málfarsleg
efni.“ Jafnframt er tekið fram, að
þessi ráðgjöf fari eftir aðstæðum
hans hverju sinni, enda er hann
fastráðinn hjá RÚV við önnur
störf. Ekki efast ég um, að Gunnar
muni rækja þessi ráðgjafastörf
eins vel og kostur verður á, en þau
verða engu að síður aukageta frá
aðalstarfi hans. Það er mergurinn
málsins.
Mér þykir trúlegt, að útvarps-
stjóri hafi leitað fyrir sér í hópi
málfræðinga um að taka þetta
starf að sér, því að vart er annað
hugsanlegt en RÚV vilji í raun
halda uppi fyrri reisn sinni gagn-
vart íslenzkri tungu, svo sem hún
var mörkuð í upphafi og eins af
Árna Böðvarssyni. Finnst mér ekki
vanzalaust, ef þessi menningar-
stofnun neyðist nú í upphafi 21.
aldar til að breyta út af stefnu
sinni og e.t.v. fella seglin smám
saman alveg niður.
Hvað verður þá langt í það, að
þátturinn Íslenzkt mál, sem hefur
nær óslitið verið á dagskrá út-
varpsins frá um 1940 og í höndum
starfsmanna Orðabókar Háskólans
í nær hálfa öld, fari sömu leið og
málfarsráðunauturinn. Hefur þessi
þáttur þó verið léttur á fóðrum hjá
útvarpinu, eins og ég get sjálfur
borið vitni um, og engir „sjálftöku-
menn“ verið þar á ferð til verð-
lagningar. Spyr sá, sem ekki veit.
Er ekki þörf á
málfarsráðgjafa?
Jón Aðalsteinn
Jónsson
Tungan
Þátturinn, segir
Jón Aðalsteinn Jónsson,
hefur verið léttur
á fóðrum.
Höfundur er fv. orðabókarstjóri.
FORMAÐUR Sjálf-
stæðisflokksins fór
mikinn í Speglinum
sl.þriðjudag um Evr-
ópumálin; svo mikinn
að gusurnar gengu í
allar áttir. Einkunn-
irnar voru ekki spar-
aðar og freistandi að
svara ýmsu sem þar
flaut með. Ég veit að
það þýðir lítt að reyna
að leiðrétta formann-
inn, hann sér þessi mál
jafnan eins og hann
sjálfur kýs. Mér finnst
hinsvegar nauðsynlegt
vegna þeirra sem
kunna að hafa hlustað
að leiðrétta nokkur atriði sem snúa
að Samfylkingunni og þeirri vinnu
sem hún er í um Evrópumálin.
Fagleg vinna
Samfylkingarinnar
Eftir að tilkynna að enginn hefði
rætt Evrópumálin meira en hann
snýr hann sér að Samfylkingunni
og fyrsta fullyrðing hans er ,,að
Samfylkingin segir bara við verðum
að ganga í ESB, þeir segja aldrei af
hverju.“ Þetta er einfaldlega rangt.
Samfylkingin hefur haft að mark-
miði að gangast fyrir Evrópuum-
ræðu, sem byggist á efnislegri um-
fjöllun um staðreyndir en ekki
upphrópunum, gífuryrðum og fyr-
irfram gefinni niðurstöðu. Samfylk-
ingin ákvað á landsfundi sínum sl.
haust að taka Evrópuúttekt flokks-
ins til umfjöllunar á almennum
fundum vítt og breitt um landið,
þar sem flokksmönn-
um og stuðningsmönn-
um flokksins gæfist
færi á að taka þátt í
þeirri umræðu sem
hafin er innan flokks-
ins. Þannig fá flokks-
menn allir tækifæri til
að gaumgæfa rök með
og á móti aðild að
EEB. Landsfundurinn
samþykkti jafnframt
að þessu ferli lyki með
almennri póstkosningu
um afstöðu flokks-
manna til aðildarum-
sóknar að Evrópusam-
bandinu. Sú
póstkosning verður í
október í haust.
Næsta fullyrðing formanns Sjálf-
stæðisflokksins í áðurnefndu Speg-
ilsviðtali var: ,,Þeir gefa út rit sem
bara æstir Evrópusinnar skrifa og
segja að þetta sé vönduð umfjöll-
un.“ Hér mun formaðurinn eiga við
ritið Ísland í Evrópu sem unnið var
samkvæmt ákvörðun stofnfundar
Samfylkingarinnar vorið 2000, þeg-
ar hinn nýstofnaði flokkur ákvað að
láta vinna að faglegri úttekt á stöðu
Íslands í Evrópusamstarfinu. Til
verksins voru kallaði sérfróðir ein-
staklingar sem var treyst fyrir því
að leggja mat á hver sinn mála-
flokk. Í þeim hópi voru bæði flokks-
bundnir Samfylkingarmenn og fólk
tengt öðrum stjórnmálahreyfingum.
Sömuleiðis voru í hópnum bæði
stuðningsmenn aðildar að Evrópu-
sambandinu og andstæðingar, m.a.
fólk sem hafði á námsárum sínum í
Noregi stillt sér upp með nei hópn-
um þar þegar Noregur felldi aðild
árið 1992. Það var einfaldlega ekki
horft til þess hvaða afstöðu þetta
ágæta fólk hafði til ESB þegar því
var treyst fyrir því að meta stöðu
Íslands í Evrópusamstarfinu. Enda
ekki til verksins stofnað á þeim
grundvelli.
Upplýsingar og umræða
sem sóst er eftir
Þingmenn Samfylkingarinnar
hafa verið ötulir við að taka Evr-
ópumál upp á Alþingi með fyrir-
spurnum eða á annan hátt. Það er
liður í því að upplýsa málin. Og þeir
ásamt öðrum forystumönnum Sam-
fylkingarinnar hafa skrifað ótal
greinar um þessi mál í blöð og
tímarit þar sem reifuð eru ýmis
álitaefni. Það er líka málefnalegt
innlegg í umræðuna. Við lítum á
það sem skyldu okkar að taka virk-
an þátt í umræðu um mál sem
skiptir þjóðina svo miklu. Og eftir
því sem nær dregur póstkosningu
flokksmanna okkar í haust mun
umræðan af okkar hálfu verða líf-
legri og fundum um þetta mál
fjölga.
Það ber við að á þá fundi sem
Samfylkingin efnir til um Evrópu-
mál mæti flokksbundnir Sjálfstæð-
ismenn sem þyrstir í umræðu og
upplýsingar. Þeir eru velkomnir.
Fundir okkar eru til upplýsingar og
umræðu fyrir alla þá sem láta sig
varða hagsmuni Íslands í Evrópu.
Svanfríður
Jónasdóttir
ESB
Sjálfstæðismenn, sem
þyrstir í umræðu og
upplýsingar, hafa mætt
á fundi Samfylking-
arinnar um Evrópumál,
segir Svanfríður
Jónasdóttir og býður
þá velkomna.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Evrópuumræða
formanns Sjálf-
stæðisflokksins VETRARFERÐIR
á fjöll og jökla eru vin-
sælar og það að vonum.
Menn láta heillast af
hvítu landslagi, form-
fögrum fjöllum, jökul-
breiðum og áhuga-
verðu útsýni. Fólk
ferðast um í sérbúnum
jeppum eða á snjósleð-
um. Einhverjir ganga á
skíðum (reyndar allt of
fáir) og enn aðrir
ganga á fjöll eða leggja
í klifurleiðir. Á hverju
ári verða mörg óhöpp í
þessum ferðum og
stundum þarf til leitar-
sveitir eða erfiðar
björgunaraðgerðir. Alloft fer vel eða
bærilega en því miður er 10–20 ára
listi yfir þá sem hafa slasast fremur
eða mjög alvarlega, eða þá látist á
fjöllum, allt of langur.
Alltaf má brýna fyrir fólki að
hlusta vel á veðurspár, taka mið af
veðurbreytingum og íhuga göngu-
landið. Til dæmis verður oft að meta
snjóflóðaaðstæður í fjallshlíðum og
vera þannig búinn að ekki þurfi endi-
lega að leggja í vafasamar slóðir.
Sama gildir um sprungusvæði í jökl-
um en þar eru t.d. lína og línubelti
nauðsynleg.
Einu er þó aldrei haldið nógu oft á
lofti: – Menn eiga ekki að fara til
fjallgöngu við vetraraðstæður, þar
sem bratti er umtalsverður, án
tveggja grunnhjálpartækja: Mann-
brodda neðan á skóna og ísaxar í
hönd. Góðir gönguskór duga alls
ekki einir og sér. Þetta gildir frá því
fljótlega eftir að tekur að snjóa í fjöll
og frysta og fram að vorleysingum
en þá verða fjöll iðulega varasöm
vegna ofanflóða og grjóthruns. Þetta
gildir um nær öll fjöll sem göngu-
menn sækja í við þéttbýli og auðvitað
fjölmörg önnur.
Mannbroddar eru ekki dýrir og
ísaxir ekki heldur, t.d.
miðað við skó eða
klæðnað. Með dálítilli
tilsögn og æfingu
tryggja mannbrodd-
arnir að fólk nái að fóta
sig við ýmsar aðstæð-
ur, svo sem á hjarni,
glærum ís og hrímuð-
um eða klökuðum smá-
klettum. Ísöxin sér til
þess að göngumaður-
inn hefur betra hald en
ella og að fólki nái að
stöðva sig ef það missir
fótanna í bratta og tek-
ur að renna af stað.
Þetta er gert með því
að taka um axarhaus-
inn og skaftið og þrýsta axarhyrn-
unni í undirlagið með líkamsþungan-
um; nota ísöxina eins og
sleðabremsu. Þessi grunnhjálpar-
tæki eru skyldubúnaður. Í miklum
bratta og við ferðir, t.d. í gil eða und-
ir hömrum, koma fleiri hlutir til, svo
sem sérhannaður plasthjálmur.
Sem sagt: Tökum öll upp hefð-
bundna siði í vetrarfjallamennsku.
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um
fjallamennsku.
Vetrargöngur
Vetrargöngur til fjalla,
segir Ari Trausti
Guðmundsson, krefjast
mannbrodda og ísaxar.
Öryggið á
broddana
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
LJÓSMYNDIR
mbl.is