Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 69
FYRIRSÆTAN Kate Moss og kærasti hennar, Jeffer- son Hack, eiga von á sínu fyrsta barni, að því er fjöl- skylda Hacks greindi frá í gær. Douglas, faðir Jefferson, sagði að skötuhjúin hefðu sagt sér frá því á miðvikudag að Moss, sem er 28 ára, væri komin þrjá mánuði á leið. „Þetta eru frábærar fréttir og við erum ákaflega ánægð,“ sagði Douglas. „Þau eru mjög hamingjusöm vegna þess og þau eru mjög ánægð saman.“ Talsmaður Storm, umboðsfyr- irtækis Moss, staðfesti fréttirnar. Tengdafaðir Moss sagðist ekki hafa vitað til þess að parið væri að reyna að eignast barn. Moss og Hack hafa verið saman í hálft annað ár. Þá sagði Douglas að þau hefðu ekki í hyggju að gifta sig. Jefferson Hack, 30 ára, er útgefandi tímaritsins Dazed & Confused en Moss hefur starfað sem fyr- irsæta frá 14 ára aldri. Kate Moss með barni Skrítið verður að sjá mjónuna Moss með bumbu. Morgunblaðið/Þorkell Andlát er í hópi þeirra sveita sem ætla að þakka Dordingli fyrir sig. TÓNLEIKAR til styrktar vefsetrinu www.dordingull.com verða haldnir í Hinu húsinu í dag. Vefsetrið, sem er nokkurs konar miðstöð íslensku harðkjarnasenunn- ar, hefur um þriggja ára skeið stutt ötullega við bakið á þeim tónlistar- mönnum íslenskum sem flokkast und- ir hart rokk eða harðkjarnasenuna gróskumiklu. Aðalsíða innan www.- dordingull.com heitir einmitt Harð- kjarni en það er eins konar veftímarit eða málpípa íslensku harðkjarnasen- unnar. Að sögn Birkis Viðarssonar, eins aðstandenda tónleikanna og liðs- manns hljómsveitarinnar I Adopt, hafa þeir Dordingulsmenn stutt ötul- lega við bakið á ungum og upprenn- andi tónlistarmönnum og hjálpað þeim að koma sér á framfæri, m.a. með því að gera fyrir þá heimasíðu án þess að taka nokkuð fyrir: „Nú er komið að okkur að þakka fyrir – og eru þessir tónleikar ein leið til þess. Aðstandendur Dordinguls hafa unnið afar óeigingjarna vinnu í okkar þágu og íslenskrar menningar þar með og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Tími til að gefa Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en söfnunarbaukur verður á staðnum. „Með því að láta nokkra aura af hendi rakna geta viðstaddir sýnt hugsjónamönnunum í Dordingli stuðning sinn í verki og stuðlað að því að vefsetrið haldi áfram starfsemi sinni um ókomin ár. Nú er tími til að gefa til baka.“ Hljómsveitirnar sem ætla að þakka Dordingli fyrir sig í dag eru Andlát, Forgarður Helvítis, I Adapt, Fake Disorder, Down To Earth, Reaper, Spildog og Makrel (frá Færeyjum). Tónleikarnir hefjast kl. 16.30 og að- gangur er eins og Birkir sagði ókeyp- is. Eftir kl. 20 verður krafist skilríkja og þá er 16 ára aldurstakmark. Tónleikar til styrktar Dordingull.is Hjálpum þeim TENGLAR ..................................................... www.dordingull.com HRESSIR 4. bekkingar úr Vest- urbæjarskóla heimsóttu Morg- unblaðið nýlega og fengu að kynn- ast því hvernig dagblað verður til. Í bekknum, 4-V, eru þau Arn- björg, Atli Már, Álfrún, Brynhildur, Einar Ármann, Einar Þór, Elías, Gunnhildur, Heiða, Hlynur, Kári, Kristlín Dís, Kristófer, Loki, Ólaf- ur, Sindri, Snæfríður og Örnólfur. Umsjónarkennarinn þeirra heitir María Kristín Thoroddsen. Eftir að hafa horft á kynning- armynd um sögu og starfsemi blaðsins fóru þau í kynnisferð um Morgunblaðshúsið. Morgunblaðið kann þessu unga fólki bestu þakkir fyrir komuna. Hressileg heimsókn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Brosmildir vesturbæingar í bláa sal Morgunblaðsins. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.