Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ gola og sjólaust. Hvað er athugavert við að vera á sjó í slíku veðri? Í lýsingum Eyþórs Garðarssonar, skipverjans sem af komst, á at- burðarás þennan dag, hefur komið fram að skipstjóri hafi verið búinn að taka ákvörðun um að taka þrjú köst á Sandabrún og fara svo í land, áður en veður færi að versna, í samræmi við veðurspá. Hefur Eyþór lýst því, að þegar síðasta kastið var tekið, hafi veður verið stillt. Um þessa lýsingu er unnt að afla nefndinni gagna, telji hún ástæðu til. Óraði sjálfsagt eng- an fyrir því að veðrið brysti á svo snögglega og með svo ofsafengnum hætti, eða úr austan 4 m/s í vestan 41 m/s á um það bil 30 mínútum. Þessi snöggu veðrabrigði, ásamt miklu af fiski í veiðarfærum í síðasta kasti, þegar veður rífur sig upp, gera það að verkum að skipið og áhöfn þess lenda í slæmu sjólagi, ívið verra en æskilegt hefði verið. Það er hins vegar engin nýlunda á Íslandi, að menn, bæði sjófarendur og aðrir, séu á ferðinni þrátt fyrir að spá sé um annað en sól og blíðu. Þetta var hvorki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta sinn sem slíkt ger- ist. Það fylgir því að lifa á Íslandi. Það var ör- stutt eftir fyrir Öndverðarnesið o.þ.m. í var, þegar skipið verður vélarvana. Brotið sem skipið fékk á sig var ekki meira en svo, að þeir skipverjar sem voru á þilfari köstuðust ekki til. Skipið hallaðist ekki nema 10–15 gráður. Skip- ið sökk þannig ekki vegna veðursins, það strandaði vegna þess að aðalvél þess gekk ekki. Þar liggur vandinn og á honum þarf að finna skýringu, svo sem nefndin hefur vissu- lega leitast við að gera. Athyglivert er að ljósa- vél gekk allan tímann. Hið sama hefði aðalvél átt að geta gert, ef allt hefði verið í lagi með vélina og frágang hennar. Þá hefðu skipverjar komið skipinu o.þ.m. sjálfum sér í land. Er rétt að fram komi hér til frekari skýr- ingar, að allflest fiskiskip frá norðanverðu Snæfellsnesi voru á veiðum þann dag sem slys- ið varð, enda þótt spá væri um vaxandi veður síðdegis. Vélar þeirra gengu hins vegar. Ekki verður af tilvitnaðri frétt Morgun- blaðsins ráðið, að neitt af þeim atriðum eða at- vikum sem bent var á í umsögninni hafi verið tekið til umfjöllunar hjá nefndinni. Tíminn frá því að umsögninni var skilað til nefndarinnar og þar til niðurstöður skýrslu nefndarinnar voru birtar með þessum hætti í Morgun- blaðinu bendir til þess sama; hann er of stuttur til þess að nefndin hafi getað fjallað um eða rannsakað þau atriði eða atvik frekar. Kannski er þar komin skýringin á vinnubrögðunum? sé hér nefnt, var athygli nefndarinnar fyrir það fyrsta vakin á því að drögin væru mjög knöpp og byggðust á gögnum sem fylgdu ekki drögunum. Þegar af þeim sökum væri illmögu- legt að gera athugsemdir við drögin. Var á það bent í umsögninni að annað tveggja mættu drög að skýrslu nefndarinnar vera ítarlegri um lýsingu á málsatvikum og gögnum, ellegar frekari gögn fylgja drögunum til umsagnar og/ eða leiðbeiningar í bréfi nefndarinnar til hlut- aðeigandi um rétt til frekari gagnaaðgangs. Öðrum kosti væri erfitt að gæta andmælarétt- ar/gefa umsögn og tilgangur þessa úrræðis missti marks. Í annan stað var nefndinni bent á að dagsetning á slysinu í skýrsludrögunum væri röng. Já, dagsetning slyssins var meira að segja ekki rétt í skýrsludrögunum. Í þriðja lagi var athygli nefndarinnar vakin á deilum sem staðið höfðu um akkerisbúnað skipsins og syst- urskipa þess og þeirri spurningu varpað fram, hvort hann hefði verið í lagi. Í fjórða lagi voru gerðar athugasemdir við samhengisleysi milli umfjöllunar annars vegar um það sem rann- sókn nefndarinnar hefði leitt í ljós og hins veg- ar niðurstaðna og ályktana nefndarinnar í ör- yggisátt. Í fimmta lagi voru gerðar athuga- semdir við skort á umfjöllun um verulega og hættulega ágalla á mikilvægum björgunar- tækjum (björgunarbúninga/flotgalla og neyð- artalstöð), sem komið höfðu fram við rannsókn lögreglu, en skýrslna lögreglu höfðu aðstand- endur sjálfir aflað sér. Þá voru gerðar svo- hljóðandi athugasemdir við umfjöllun um veð- urspá í skýrsludrögum nefndarinnar: ,,/.../ Vissulega var stormviðvörun (meira en 20 m/s) í öllum veðurspám og spá um vaxandi veður síðdegis þennan dag. Því má hins vegar ekki líta framhjá, að allir voru sjómenn skips- ins reyndir á þessum miðum, höfðu róið á þau í hartnær tvo áratugi, án áfalla. Þar af voru þeir þrír sem fórust með skipinu búnir að róa sam- an nær allan þann tíma. Þeir voru allir fjöl- skyldumenn, með mörg börn á framfæri sínu. Þeir hafa því án efa ekki talið sig vera að stefna í neina tvísýnu, heldur talið sig örugga heim aftur, þrátt fyrir slíka veðurspá, enda tiltölu- lega stutt i heimahöfn. Þess utan voru þeir búnir að fiska óhemju vel á árinu og hefðu aldrei af þeim sökum farið að leggja sig í hættu, hefðu þeir talið hana stafa af veðrinu. Kemur enda fram í framburði Brynjars Krist- mundssonar, skipstjóra á Steinunni SH 167, fyrir lögreglu, aðspurðum um veður og sjólag, að það hafi verið gott frameftir degi; austan VEGNA fréttar af niðurstöðu Rannsókn- arnefndar sjóslysa á rannsókn sjóslyssins þegar Svanborg SH fórst við Svörtuloft í des- ember sl. hefur Morgunblaðinu borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Garðari G. Gíslasyni, lögfræðingi, og aðstandanda: I Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. maí sl. birtist frétt undir fyrirsögninni: „Veðurspá til- efni til að vera ekki á sjó á þessu svæði“ og yf- irskriftin sú, að Rannsóknarnefnd sjóslysa hafi lokið rannsókn á því þegar Svanborg SH fórst 7. desember 2001 við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Enda þótt aðstandendur þeirra þriggja manna sem létu lífið við þennan hörmulega at- burð hafi í reynd margsinnis síðan haft fullt til- efni til að tjá sig opinberlega um framkvæmd björgunar- og leitaraðgerða, fréttaflutning og önnur atvik í tengslum við atburðinn, hafa þeir hingað til talið réttara að bera skoðanir sínar ekki á torg, en leita þeim annars vegar farvegs í samráði við þá aðila sem hlut eiga að máli, en hins vegar treysta því að hlutaðeigandi læri af því sem aflaga hefur farið og bæti þar úr til framtíðar. Hafa þeir talið þá háttu eðlilegri og vænlegri til árangurs, en að geysast fram í fjöl- miðlum með flennifyrirsögnum og ásökunum á báða bóga. En svo má brýna deigt járn að bíti. Birting tilvitnaðrar fréttar, framsetning hennar og skýrsla sú, sem fréttin byggist aug- ljóslega á, gera að verkum, að ekki verður lengur orða bundist. II Rannsóknarnefnd sjóslysa (hér eftir nefnd- in) skal samkvæmt lögum nr. 68/2000 annast rannsóknir sjóslysa, eins og heiti nefndarinnar bendir reyndar til. Samkvæmt lögunum skulu rannsóknir nefndarinnar á sjóslysum miða að því að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að öryggi til sjós megi aukast. Í nefndinni sitja 5 menn, skipaðir af samgönguráðherra. Skulu þeir allir vera kunnáttumenn, eins og það er orðað í lögunum, og hafa menntun og starfsreynslu á þeim sviðum sem sérstaklega nýtast við sjóslysarannsóknir. Í ljósi þessa bundu aðstandendur þeirra manna sem fórust við slysið og fleiri, sem láta sig öryggismál sjó- manna varða, miklar vonir við vandaða rann- sókn nefndarinnar á orsökum slyssins og fast- mótaðar tillögur hennar í öryggisátt, byggðar á niðurstöðum rannsóknarinnar. Drög að skýrslu nefndarinnar voru send ekkjum mannanna til umsagnar síðari hluta aprílmánuðar. Er vægt til orða tekið að segja að það hafi verið reiðarslag að fá drögin í hend- ur, svo augljóslega hafði því miður verið kastað til höndunum við gerð þeirra. Ítarleg umsögn var látin nefndinni í té 7. maí, þar sem margháttaðar athugasemdir voru gerðar við drögin og athygli vakin á atriðum, sem ekki var að finna í drögunum. Svo nokkuð Liggur svo mikið á að klára málið frá, að minna máli skipti hvort þar sé öllum atriðum til haga haldið eða rétt með þau farið? Ef það er til- fellið, þá er líka heppilegast að hamra á aug- ljósum staðreyndum, eins og að veðurspá hafi nú ekki verið hin besta, að sjómennirnir hafi nú vitað það og skamm og svei þeim fyrir að hafa verið á sjónum, heldur en að glíma betur við það vandasama og erfiða viðfangsefni að finna lausn á því hvers vegna aðalvél skipsins gekk ekki, sem var hið raunverulega vanda- mál, nú eða þá fjalla um þau atriði önnur sem máli geta skipt í öryggisátt fyrir sjófarendur, s.s. eins og um meingallaða björgunarbúninga. Skipið var glænýtt og búnaður þess sömuleið- is, ekki má gleyma því. Nefndarmenn hljóta þó að hafa leiðrétt hina röngu dagsetningu slyss- ins í skýrslunni. Í það minnsta er hún rétt í fréttinni. Til þess hins vegar að bíta höfuðið af skömminni, þá sér nefndin ekki einu sinni sóma sinn í því að birta aðstandendum, sem að- ilum máls, endanlega skýrslu sína, áður en hún er send til opinberrar birtingar í fjölmiðlum. Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 68/2000 er skýrt kveðið á um að endanlegar skýrslur nefndarinnar skuli sendar samgönguráðherra, Siglinga- stofnun Íslands, siglingaráði og aðilum máls. Þar er hins vegar hvergi minnst á fjölmiðla, hvað þá að þeir skuli fá skýrsluna fyrstir. Hvað er að? Hvað knýr á um birtingu í fjölmiðlum áður en aðilar máls hafa fengið skýrsluna í hendur? Vinnubrögð af því tagi sem hér hefur verið lýst eru meira en lítið athugunarverð og hljóta að gefa þeim sem um þessi mál fjalla, á þeim bera ábyrgð, sem og þeim, sem hagsmuna hafa að gæta af vönduðum vinnubrögðum á þessu sviði, tilefni til að krefjast úrbóta þar á. III Eins vandaður fréttamiðill og Morgunblaðið annars er, þá var framsetning á tilvitnaðri frétt Morgunblaðsins undir þessari fyrirsögn, því miður til þess fallin að ýfa upp djúp sár hjá stórum hópi aðstandenda, sem um sárt eiga að binda eftir slysið. Framsetningin var ennfrem- ur eins og blaut tuska framan í þá fjölmörgu aðila, aðstandendur og aðra, sem eru ósáttir við umfjöllun nefndarinnar um meinta gáleys- islega hegðun sjómannanna vegna veðurspár. Almennt mætti ætla, að fyrirsagnir frétta af þessu tagi ættu að vera lýsandi fyrir meginnið- urstöður fréttarinnar, en ekki settar fram í þeim tilgangi, að því er virðist, að grípa les- anda. Auðvitað selur meira, meint ávirðing um mannleg mistök en einhver leiðinleg bilun í vélbúnaði, sem í þessu tilviki er þó hin raun- verulega ástæða þessa hörmulega slyss. Aldrei þessu vant gætu Morgunblaðsmenn nú tekið samkeppnisaðilana hjá DV sér til fyrirmyndar, þar sem fyrirsögn og umfjöllun var þó um þá meginniðurstöðu nefndarinnar, að hugað verði að staðsetningu loftinntaka á skipum. Hafa skal það sem sannara reynist FEÐUR og föðurhlutverkið voru í brennidepli á morgunverðarfundi sem Fjölskylduráð og félagsmála- ráðuneyti efndu til á Grand hóteli Reykjavík í gær í tilefni af Alþjóð- legum degi fjölskyldunnar. Meðal þess sem fram kom var að lögin kæmu til með að jafna kyndbundinn launamun, bæta réttarstöðu karla og auka framleiðni fyrirtækja. Fram kom einnig að brögð hefðu verið að því að karlar misnotuðu fæðingaror- lof sitt sem kanna þyrfti nánar. Á fundinum tóku til máls, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, Garðar Baldvinsson, formaður félagsins Ábyrgir feður, og Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög- maður. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra undirstrikaði í ávarpi sínu að lögin um fæðingarorlof, sem gera ráð fyrir að hvort foreldri um sig eigi rétt á þriggja mánaða fæðingaror- lofi auk þriggja mánaða sem þeir ráðstafa að vild, væru nýmæli á heimsvísu. Samkvæmt þeim greiðir Fæðingarorlofssjóður 80 prósent af grunnlaunum óháð launakostnaði. „Nú er komin nokkur reynsla á fæðingarorlofið og hún er mjög góð en um 80–90 prósent feðra taka sér orlof. Það er bjargföst trú mín að þessi löggjöf verði til þess að draga úr kynbundnum launamun,“ sagði Páll. Hann benti enn fremur á að í ljósi breyttrar stöðu væri karlmað- urinn ekki lengur „bara fyrirvinna“ á heimilinu. Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðar- ritstjóri Morgunblaðsins, ræddi um reynslu sína af fæðingarorlofi nú og fyrir fjórum árum. Sagðist Ólafur á þeirri skoðun að feður yrðu að vera eigin gæfu smiðir í þeim efnum en ekki láta hefðir, ríkjandi viðhorf og samfélagslegan þrýsting hafa of mikil áhrif á sig. „Ég fékk heilmikil viðbrögð í gönguferðum mínum um miðbæinn með barnavagninn og bláókunngt fólk gaf sig jafnvel á tal við mig og spurði hvort ég væri virkilega heimavinnandi,“ sagði Ólafur, meðal annars, um reynslu sína af fæðing- arorlofi fyrir fjórum árum. Miklar breytingar hefðu hins vegar átt sér stað með gildistöku nýju laganna og sem dæmi væru „pabbar með barna- vagna“ mun algengari sjón en áður. Ólafur sagði að feður yrðu að læra að forgangsraða og leggja sumt til hliðar á meðan öðrum væri sinnt. Hann vék einnig að þeirri gagn- rýni sem fæðingarorlofslögin hafa fengið í tengslum við kostnaðinn við þau. Að efnameiri fengju meiri stuðning en efnaminni og feður væru skikkaðir í fæðingarorlof. Ólafur sagði að feðrum væri í sjálfsvald sett hvort þeir tækju fæð- ingarorlof. Hann benti enn fremur á að núverandi fyrirkomulag væri nauðsynlegt til að jafna launamun kynjanna. Feður hefðu að öðrum kosti ekki nýtt sér þann rétt að taka fæðingarorlof. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði afar brýnt í ljósi umræðu um fjölskyldu- stefnu í atvinnulífi að hagsmunir starfsmanna og vinnuveitenda færu saman og að markmiðið ætti að vera að jafnrétti skilaði hagnaði og auk- inni framleiðni innan fyrirtækjanna. Hann benti á að stefna SA væri sú að konur og karlar ættu jafna mögu- leika til starfa, starfsþróunar og launa. Sagði hann að búið væri að meta kostnað atvinnurekenda vegna laga um fæðingarorlof og væri hann um 0,84 prósent af launagreiðslum starfsmanna. Hins vegar hefði at- vinnurekendur verið ósáttir við að ekkert þak hefði verið sett á greiðslur. Dæmi um að feður misnoti rétt til fæðingarorlofs Ari sagði að stjórnendur fyrir- tækja hefðu bent á að brögð hefðu verið að því að starfsmenn hefðu misnotað rétt sinn til fæðingarorlofs og sinnt öðru starfi á sama tíma. Þetta yrði að kanna nánar og með hvaða hætti unnt væri að koma í veg fyrir misnotkun af þessu tagi. Garðar Baldvinsson, formaður fé- lagins Ábyrgir feður, sagði um- ræðuna um afskiptaleysi feðra af börnum sínum hafa einkennst af ímyndunum og goðsögnum. Benti hann á að ungir feður væru í öfunds- verðu hlutverki í dag en að „mjúkir karlmenn“ þyrftu jafnframt að sitja undir fordómum sem nauðsynlegt væri að huga að í ljósi breyttra for- sendna. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög- maður ræddi um forsjármál í ljósi breytinga á föðurhlutverkinu. Dögg sagðist þeirra skoðunar að staða feðra ætti eftir að gerbreytast í for- sjármálum á komandi árum. Með vaxandi tengslum við börn stæðu feður jafnfætis mæðrum þegar kæmi að því að úrskurða í forræð- ismálum. Við slíkt mat væri meðal annars litið til tengsla barns og for- eldris, óska barnsins og breytinga á umhverfi þess. Hún ítrekaði að eng- inn kæmi út sem sigurvegari í slíkri deilu og mikilvægt væri að kanna aðrar lausnir, eins og fjölskylduráð- gjöf. Morgunblaðið/Ásdís Fram kom á fundinum að ný lög um fæðingarorlof myndu með tímanum jafna stöðu karla og kvenna í forræðismálum barna sinna. Fæðingarorlof til bóta fyrir karla og konur Rætt var um feður og föðurhlutverkið á fundi á Alþjóðlegum degi fjölskyldunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.