Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPÆNSK stjórnvöld sögðu í gær að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverka- árás sem gera átti í tengslum við fund leiðtoga Suður-Amer- íkuríkja og Evrópuríkja sem haldinn verður í Madríd um næstu helgi. Tveir menn sem grunaðir eru um að vera félagar í ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, voru handteknir í gær og í fórum þeirra í íbúð í miðborg Madríd fundust nærri 200 kg af sprengiefni, hvellhettur, sjálf- virkir rifflar og fölsuð bílnúmer. „Þessir tveir menn ætluðu ekki að hræða neinn. Þeir ætl- uðu að drepa,“ sagði Javier Ans- uategui, fulltrúi í spænska inn- anríkisráðuneytinu. Hann sagði að árásinni hefði verið beint að fundinum sem hefst á föstudag en þá koma saman yfir 40 þjóð- arleiðtogar frá Evrópu, Suður- Ameríku og ríkjum við Karíba- haf. Johnny „óða hundi“ Adair sleppt JOHNNY „óða hundi“ Adair, einum alræmdasta liðsmanni öfgasam- taka mót- mælenda á Norður-Ír- landi, var í gær sleppt úr haldi, en hann var dæmdur til sextán ára fangelsis- vistar árið 1996 fyrir hryðjuverk. Stuðn- ingsmenn Adairs sögðu að hann myndi „láta gott af sér leiða“ nú er hann væri laus úr fangelsi en margir hafa lýst áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar að sleppa honum í aðdraganda hinnar árlegu „göngutíðar“ á Norður-Írlandi. Adair var leystur úr haldi í september 1999 í samræmi við skilmála friðarsamkomulagsins frá 1998, sem kveður á um lausn fanga, en fangelsaður á nýjan leik sumarið 2000 vegna ásak- ana um að hann hefði tekið upp fyrri hætti að nýju. Vilja upplýs- ingar um við- ræður YFIRVÖLD í Íran hafa skipað leyniþjónustu landsins að kanna réttmæti ásakana um að leyni- legar viðræður hafi farið fram milli bandarískra og íranskra stjórnarerindreka. Þrálátur orðrómur hefur verið um slíkar viðræður en stjórnvöld hafa ávallt neitað þeim staðfastlega. Vilja stjórnvöld að leyniþjónust- an grafist fyrir um það hverjir áttu í slíkum viðræðum, ef þær fóru sannanlega fram. Taipei skalf ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Taipei, höfuðborg Taívans, í gær. Engin meiðsl urðu á fólki og skemmdir litlar en skjálftinn, sem mældist 6,2 á Richter, átti upptök sín um níu km frá norð- austurströnd landsins. STUTT Komu í veg fyrir hryðju- verk Johnny Adair KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra á Bretlandi, til- kynnti í gær stofnun samtaka er berjast fyrir því að evran, sameig- inlegur gjaldmiðill nokkurra Evr- ópusambandsríkja, verði tekin í notkun á Bretlandi. Þykir þetta vís- bending um að deilur um evruna séu aftur að spretta upp innan breska Íhaldsflokksins. Málið er svo viðkvæmt innan flokksins, að því hefur verið haldið á lágu nótunum síðan Clarke laut í lægra haldi í kapphlaupinu um for- mennskuna í flokknum fyrir Evr- ópuandstæðingnum Ian Duncan Smith í fyrra. Flokkurinn sjálfur er andvígur evruaðild og Duncan Smith hefur hert andstöðuna við samevrópska gjaldmiðilinn og sagt að Íhaldsmenn muni „aldrei taka þátt“ í honum. En Clarke sagði í grein í The Times að hann væri „sannfærður um að rödd fylgismanna evrunnar í Íhaldsflokknum ætti að fá að heyr- ast“. Clarke var fjármálaráðherra í stjórnartíð Margaret Thatchers og Johns Majors. Clarke sagði í greininni að þótt íhaldsmenn ættu að einbeita sér að þeim málefnum sem al- menningur teldi brýn- ust þýddi það ekki að íhaldsmenn þyrftu alls ekki að ræða Evrópu- mál. Clarke skoraði á ríkisstjórn Verka- mannaflokksins að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um evruna og sagði að breyting væri að verða á almenn- ingsálitinu og síðan í janúar hefði Evrópusinnum vaxið mjög fiskur um hrygg. Ríkisstjórnin stefnir að því að Bretland verði aðili að evr- unni, en hefur sagst vilja bíða með þjóðaratkvæðagreiðslu uns tiltekin efnahagsleg skilyrði hafi verið upp- fyllt. Í viðtali við BBC- sjónvarpið í gær ítrek- aði Tony Blair forsætis- ráðherra að kostir evruaðildar væru „yfir- gnæfandi“ fyrir Breta, og að í júní á næsta ári yrði lagt mat á það hvort þeim efnahags- legu skilyrðum, sem væru fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu, hefði verið fullnægt. Blair er eindregið fylgjandi evruaðild og sagði hann ennfremur að það „gengi þvert gegn hagsmunum þjóðarinn- ar“ að sniðganga evruna eingöngu af pólitískum ástæðum. Flestar skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Breta sé and- vígur aðild að evrunni, en fylgis- menn aðildar segja aftur á móti að hægt væri að auka stuðninginn ef forsætisráðherrann hæfi harða bar- áttu fyrir aðild. Evrudeilur komnar upp í breska Íhaldsflokknum á ný Kenneth Clarke London. AFP. Clarke stofnar sam- tök um evruaðild RÉTTARHÖLD yfir fyrrverandi meðlimi samtakanna Ku Klux Klan, sem ákærður er fyrir sprengjutilræði er varð fjórum þeldökkum stúlkum að bana 1963, hófust í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum í fyrradag, og sagði saksóknari að hinn ákærði, Bobby Frank Cherry, hafi „flagg- að glæp sínum líkt og heiðurs- merki“. Ennfremur hafi Cherry sagt að það eina sem hann sjái eft- ir sé að ekki skyldu fleiri láta lífið í sprengjutilræðinu, sagði Robert Posey saksóknari við kviðdóminn, sem er að mestu skipaður hvítum. Lögfræðingur Cherrys, Mickey Johnson, hélt því aftur á móti fram, að allir sem segist hafa heyrt Cherry gorta af glæpnum – þ. á m. barnabarn hans og fyrrver- andi mágur – séu með öllu óáreið- anleg vitni. „Hann sagði þetta ekki,“ sagði Johnson. Verði Cherry fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin í Birmingham gætu orðið lokakaflinn í einu al- ræmdasta máli sem enn er ólokið frá því á tímum réttindabaráttu svartra í suðurríkjum Bandaríkj- anna um miðja síðustu öld. Sprengjutilræðið sem Cherry er ákærður fyrir varð til þess að auka eindrægni meðal baráttusinna og átti þannig þátt í því að ný rétt- indaákvæði komust á, en tilræðið hefur líka legið eins og mara yfir Birmingham í fjóra áratugi. Stúlkurnar sem létust voru í kjallara baptistakirkju í borginni að undirbúa sig fyrir messu að morgni sunnudagsins 15. septem- ber 1963 þegar dínamítsprengja sprakk. Kynþáttaskipting hafði verið afnumin í opinberum skólum í borginni nokkrum dögum áður, og baptistakirkjan var orðin sam- komustaður baráttusinna, þ. á m. fjölda barna. Cherry og aðrir félagar í Ku Klux Klan lágu undir grun strax í byrjun, en bandaríska alríkislög- reglan, FBI, fór hægt í sakirnar við rannsókn málsins, vegna þess hve kynþáttaaðskilnaður var við- kvæmt mál í borginni. Meira en áratugur leið áður en fyrsti sak- borningurinn kom fyrir rétt, og hátt í tveir áratugir til viðbótar liðu áður en rannsóknin var aftur hafin eftir að þeldökkir prestar báru fram kvörtun við yfirmann FBI-deildarinnar í borginni 1993. Annar sakborningur í málinu, Thomas Blanton, var fundinn sek- ur í fyrra og dæmdur í lífstíð- arfangelsi, en réttarhöldunum yfir Cherry var frestað vegna þess að dómari úrskurðaði hann andlega vanheilan vegna heilaskemmda. Dómarinn breytti síðan úrskurði sínum eftir að sérfræðingar kom- ust að þeirri niðurstöðu að Cherry hefði gert sér upp veikindin. Þriðji sakborningurinn – sem líka var meðlimur í Ku Klux Klan – Robert Chambliss, var dæmdur sekur 1977 og lést í fangelsi. Fjórði maðurinn sem grunaður var um aðild að tilræðinu, Herman Cash, lést áður en hann var ákærður. Sagður hafa „flagg- að glæp sínum“ AP Sakborningurinn, Bobby Frank Cherry, í miðið, og einn lögfræðinga hans, Rodger Bass, til vinstri, koma til dómshússins í Birmingham. Birmingham í Alabama. AP. Réttarhöld að hefjast í máli fyrrverandi meðlims Ku Klux Klan vegna sprengjutilræðis 1963 TVEIR meintir stríðsglæpamenn úr átökunum á Balkanskaga á síð- asta áratug, Serbarnir Milan Martic og Mile Mrksic, gáfu sig fram við fulltrúa alþjóðastríðs- glæpadómstóls- ins í Haag í Hol- landi í gær. Hafa þá fimm menn, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi, látið undan þrýstingi stjórnvalda í Júgóslavíu um að gefa sig fram við dómstólinn. Martic hélt fram sakleysi sínu við brottför frá Belgrad í gær. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu, en þeir lýstu yfir sjálfstæðu ríki í stríðinu í Júgóslavíu, sem stóð 1991–1995. Sú yfirlýsing hlaut hins vegar aldr- ei viðurkenningu og Króatar hröktu síðar marga Serba frá Krajina. Mrksic var hins vegar hershöfð- ingi í her Serba í Króatíu og stjórnaði m.a. aðgerðum í umsátr- inu um borgina Vukovar árið 1991 en Vukovar féll ekki í hendur Serba fyrr en eftir þriggja mánaða langan bardaga. Var borgin nánast lögð í rúst í þessum aðgerðum. Martic er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað að svokölluðum klasa- sprengjum skyldi varpað á Zagreb, höfuðborg Króatíu, í maí 1995 en sjö manns dóu í árásinni og margir fleiri særðust. Ásakanir á hendur Mrksic eru hins vegar viðameiri. Eru ákæru- atriðin á hendur honum alls fjögur, og er hann bæði sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni. Ákærurnar víkja m.a. að at- burði sem átti sér stað við sjúkra- húsið í Vukovar 20. nóvember 1991 en um 250 manns voru þá leiddir afsíðis og teknir af lífi. Gáfu sig fram í Haag Haag. AFP. Mile Mrksic Milan Martic Ákærðir fyrir stríðsglæpi T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.