Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Bakarí/kaffihús. Rótgróið bakarí með góða veltu, fjórir útsölustaðir, eigið húsnæði. Upplýsingar á skrifstofu, hafið samband við Ólaf. • Veitingahús í miðbæ Reykjavíkur, góð velta, traust fyrirtæki, upplýsingar einungis á skrifstofu. • Gistiheimili, nýkomið á sölu arðvænlegt gistiheimili, fastir leigjendur, gott verð. • Skemmtistaður, einn elsti skemmtistaður bæjarins. Leyfi fyrir 300 manns, hagstæð, góðir möguleikar við kaup. • Verkfærasala, heildsala og innflutningur, þekkt merki, góð viðskiptaskrá, hafið samband við Ólaf. • Sólbaðsstofa í Kópavogi, hlutur í nýrri sólbaðsstofu. Góð aðstaða, miklir möguleikar á veltuaukningu. • Heilsustúdíó til sölu, gott tækifæri, auðveld kaup. • Söluskáli, miðsvæðis í Reykjavík. • Útgáfa, til sölu netfyrirtæki sem sér um útgáfu uppl.bæklings í 55 þús. eint. • Skemmtistaður í hjarta Reykjavíkur, á tveimur hæðum, lifandi tónlist, vaxandi kúnnahópur. • Bar í miðbæ Reykjavíkur, einn af vinsælli stöðunum, góð og trygg velta. Upplýsingar einungis á skrifstofu. • Veitingastaður við Laugaveginn, með austurlenska rétti, góð velta, gróið fyrirtæki. • Verslunarhúsnæði á besta stað í Hafnarfirði er til leigu, samtals 365 fm. Hafið samband við Ólaf. • Prentverk, prentsmiðja í góðum rekstri, upplýsingar einungis á skrifstofu. Fjöldi fyrirtækja á skrá, leitið upplýsinga í s. 533 4030 FYRIRTÆKI - SÖLUSKRÁ Sölumaður: Ólafur A. Guðmundsson NÝ skoðanakönnun sýnir að næsta víst er að Fianna Fáil-flokkurinn vinni öruggan sigur í þingkosningum sem fram fara á Írlandi á morgun, og að Bertie Ahern verði áfram for- sætisráðherra. Sýnir könnun dag- blaðsins The Irish Times að Fianna Fáil fengi um 45% atkvæða sem jafn- vel myndi tryggja flokknum hreinan meirihluta á þingi. Helsta stjórnar- andstöðuflokknum, Fine Gael, er ekki spáð nema 21% atkvæða. Skoðanakönnunin var gerð á mánudag og birt í gær en á þriðju- dag höfðu hins vegar farið fram kappræður stjórnmálaleiðtoga í sjónvarpssal. Segir í frétt The Irish Times að þar hafi Michael Noonan, leiðtogi Fine Gael, óumdeilanlega staðið sig betur en Ahern. Noonan var því í gær bjartsýnn á gott gengi. Sjónvarpskappræðurnar voru sagðar hafa verið afar harðar en þar þurfti Ahern m.a. að svara ásökunum um að spilling hefði við- gengist í stjórnartíð Fianna Fáil og samstarfsflokksins, Framsækna demókrataflokksins. Sótt að Ahern í sjón- varpskapp- ræðum INNFLYTJENDUR í nokkrum borgum á Ítalíu efndu til verkfalls í gær til að að mótmæla mjög um- deildu lagafrumvarpi, sem nú er verið að ræða á ítalska þinginu. Er það á þá leið að tekin verði fingraför af öllum innflytjendum til landsins. AP Innflytjendur á Ítalíu í verkfalli JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvatti til þess op- inberlega á þriðjudagskvöld að Bandaríkjastjórn aflétti fjörutíu ára gömlu viðskiptabanni á Kúbu. Um leið hvatti Carter Fidel Castro Kúbuforseta til að leyfa Mary Rob- inson, framkvæmdastjóra Mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, að heimsækja landið og hann hrósaði þeim Kúbumönnum sem barist hafa fyrir auknu lýðræði. Carter, sem var í heimsókn á Kúbu, þeirri fyrstu sem nokkur forseti eða fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur farið í til Kúbu um áratugaskeið, flutti ávarp í fyrrakvöld sem sjónvarpað var til allra íbúa eyjarinnar. Var Castro sjálfur viðstaddur fæutning ávarps- ins og hlýddi á orð forsetans fyrr- verandi. Carter sagði í ræðu sinni að sér hefði borist til eyrna að þjóðþingi Kúbu hefði nýlega borist áskorun frá nokkrum lýðræðissinnum, þar sem farið var fram á verulegar efnahagslegar og stjórnarfarslegar umbætur. Fylgdi undirskriftalisti áskoruninni og höfðu um ellefu þúsund manns ritað nafn sitt á listann. „Þegar Kúbubúar geta nýtt sér frelsið til að breyta lögum með frið- samlegum hætti, þ.e. með beinni atkvæðagreiðslu, mun veröldinni verða ljóst að það eru Kúbumenn sjálfir sem ráða örlögum sínum, en ekki útlendingar,“ sagði Carter. Sögðu fréttaskýrendur að fæstir Kúbumenn hefðu heyrt af áskor- uninni fyrr en Carter greindi frá henni á þriðjudag. Carter sagði að Castro ætti að heimila Alþjóða Rauða krossinum að skoða aðstæður í fangelsum í Kúbu og sömuleiðis ætti að gera Mary Robinson kleift að heimsækja Kúbu í því skyni að kanna hag samviskufanga og annarra, sem nú afplána fangelsisdóma. Bandaríkin taki fyrsta skrefið „Þessar heimsóknir myndu stuðla að því að ósanngjörn gagn- rýni [á stöðu mannréttindamála] yrði hrakin,“ sagði Carter í ávarpi sínu, sem hann flutti í háskólanum í Havana. Carter hefur lengi verið mótfall- inn viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbustjórn. Hann sagði á þriðju- dag að þjóðirnar tvær hefðu alltof lengi átt í deilum. Tími væri til kominn að umbylta sambandi þeirra. Þar sem Bandaríkin væru valdamesta þjóð í heimi væri eðli- legt að gera kröfu um að þau tækju fyrsta skrefið í þá átt. Reuters Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Fidel Castro Kúbuforseti hlýða á þjóðsöng Kúbu á hafna- boltavellinum Latinoamericano í Havana á þriðjudagskvöld. Mikill áhugi hefur lengi verið á hafnabolta á Kúbu. Bandaríkin aflétti við- skiptabanni á Kúbu Jimmy Carter hvetur Fidel Castro til að slaka á klónni Havana. AFP. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrr- ar, breskrar rannsóknar eru minni líkur á að kona, sem þjáist af hjartakvilla fái inni á gjörgæslu en karl sem er haldinn sama kvilla. Karlkyns sjúklingar komast fram- ar í forgangsröðina vegna þess að læknar eru vanari því að með- höndla karla með hjartaáfall en konur, að því er haft er eftir vís- indamönnum í London á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Sífellt eru að koma í ljós fleiri vísbendingar um að kynjamunur sé á þeirri meðhöndlun sem veitt er við hjartasjúkdómum í Bret- landi, og var greint frá því sl. sunnudag, að yfir tvöfalt meiri lík- ur væru á að karlmaður með hjartasjúkdóm kæmist í hjáveitu- aðgerð en kona með hjartasjúk- dóm. Dr. Rosalind Raine og sam- starfsmenn hennar greina frá nið- urstöðum sínum í Journal of Epidemiology and Community Health. Telja þau, að konur standi höllum fæti vegna þess að hjarta- áföll séu jafnan talin vera sjúk- dómur er fyrst og fremst hrjái karla. Sjúklingar sem falla að hinni stöðluðu ímynd af hjartasjúklingi séu líklegri til að fá sjúkdóms- greiningu og meðferð tafarlaust. Karlar framar í röðina AL-QAEDA samtök Osama bin Ladens hafa enn tiltölulega óskemmt og dulið kerfi útsendara „undir feldi“ út um allan heim, að því er Jean-Luc Vez, yfirmaður svissnesku alríkislögreglunnar, seg- ir í viðtali við blaðið Le Temps. Vopnaða armi samtakanna hafi nú að mestu verið eytt, og stjórnmála- armurinn hafi orðið fyrir miklu áfalli. En milligöngumenn samtak- anna liggi undir feldi um víða veröld og ekki sé vitað hverjir þeir séu. „Þeir eru jafn öflugir og áður,“ sagði Vez. Le Temps hafði ennfremur eftir „áreiðanlegum heimildum“ að milli- göngumenn al-Qaeda, sem aðstoði við að flytja peninga, bera skipanir og hjálpi öðrum meðlimum samtak- anna, væru að öllum líkindum búnir að koma sér vel fyrir í Sviss. Of margt fólk er tengist samtökunum fari um landið til þess að um til- viljun geti verið að ræða. Múslímar í Sviss á svartan lista Svisslendingar bættu nýlega tíu nöfnum við listann yfir einstaklinga og fyrirtæki sem talin eru tengjast al-Qaeda. Þar á meðal eru leiðtogi múslíma í Tessin-héraði í Suður- Sviss og ítalsk-kúveitski kaupsýslu- maðurinn Ahmed Idris Nasreddin, sem hefur aðsetur í Mílanó. Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í síðasta mánuði að Nasreddin væri grunaður um tengsl við öfgasamtök, og var hann settur á svartan lista hjá ráðinu. Aðstoðarmenn al-Qaeda tald- ir ennþá virkir Genf. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.