Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 66
UMRÆÐAN 66 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÖRGUM Reyk- víkingnum brá í brún við lestur greinar eftir sr. Þóri Stephensen fyrrverandi staðar- haldara í Viðey sem birtist í Morgun- blaðinu 27. apríl sl. undir fyrirsögninni: „Á að eyðileggja Við- ey?“. Í greininni lýsir Þórir áhyggjum sínum vegna aðalskipulags meirihluta borgar- stjórnar en sam- kvæmt því er gert ráð fyrir höfn í Geldinga- nesi og göngubrú út í Viðey úr Gufunesi. Athyglisvert er að skoða R-listann þar sem eru vinstrigrænir sem á Alþingi segjast vilja vinna að umhverfismálum en eru í borgarmálum í algjörri mót- sögn við sjálfa sig og ganga í ber- högg við eigin yfirlýsingar. Mótmæli að engu höfð Máli sínu til stuðnings vísar sr. Þórir til mótmæla Náttúruverndar ríkisins, Fuglaverndunarfélags Ís- lands og menningarmálanefndar Reykjavíkur en mótmælin hafa engan hljómgrunn fengið hjá R-listanum. Sr. Þórir vitnar einnig til viðhorfskönnunar sem borgin lét gera meðal gesta í Viðey og á nokkrum vinnustöð- um sumarið 2001. Þar var fólk m.a. spurt álits um samgöngu- leiðir út í eyna. Þótt svörin hafi verið nokk- uð mismunandi eftir því hvort gestir í Við- ey voru spurðir eða fólk á vinnustöðum var niðurstaðan sú að sterkur meirihluti er á móti brú. Með sam- þykkt R-listans um göngutengsl á milli Viðeyjar og Gufuness hafa raddir borgarbúa og sérfræðinga verið hundsaðar. Tvöfeldni R-listans, sem þykist vilja vernda og varðveita fjórða mesta sögustað Íslands, er svo þrátt fyrir aðvaranir þeirra sem best þekkja til vísvitandi að eyði- leggja og gera ráðstafanir sem munu valda miklum skaða. Eflum starfið í Viðey Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor leggjum við til að staðarhaldari taki til starfa að nýju í Viðey. Við ætlum undir forystu hans að nýta menningarsögulega arfleifð Reykjavíkur með öflugu starfi í Viðey. Fólkið í R-listanum talar í austur en framkvæmir í vestur. Eru þau trúverðug? Er þorandi að veita þeim umboð til þess að stjórna borginni lengur? Þau gera sér ekki grein fyrir því hve dýrmætt það er að eiga þessa eyju og varðveita um- hverfi hennar og sögu með trygg- um hætti. Björgum Viðey! Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Reykjavík Vinstrigrænir sem á Al- þingi segjast vilja vinna að umhverfismálum, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, en eru í borgarmálum í algjörri mótsögn við sjálfa sig og ganga í berhögg við eig- in yfirlýsingar. HVERJUM manni má vera orðið ljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ekki að bjóða sig fram til að gegna embætti borg- arstjóra næstu fjögur árin. Flokkur hennar, Samfylkingin svokall- aða, er í raun foringja- laus í landsmálum eftir að forystu hennar og einkum formanni hef- ur ekki aðeins mistek- ist að afla flokknum fylgis heldur tekist að rýja sjálfan sig trausti með óvæntum og ein- stæðum aðferðum. Er nú svo komið, að allir sjá að Ingi- björg Sólrún og nánustu félagar hennar hafa sett stefnuna á að gera Ingibjörgu Sólrúnu að leiðtoga flokksins eins fljótt og hægt er. Hún mun augljóslega hverfa í landsmálapólitíkina næsta vor og skilja borgarstjórnina eftir í hönd- um þeirra sem verða fljótastir að grípa hana. Það er að segja, ef R- listinn nær meirihluta í kosning- unum í lok mánaðarins. Og blasir þá við borgarbúum sú spurning hvað tekur við eftir að Ingibjörg Sólrún kveður og þakkar fyrir sig. Fjórir menn koma helst til álita og má telja víst að einhver þeirra yrði næsta borgarstjóraefni okkar Reykvíkinga. Fyrsti kosturinn og sá líklegasti er vitaskuld Alfreð Þorsteinsson, enda myndi það hafa minnstar breytingar í för með sér þar sem hann stýrir nú þegar næstum öllu því sem hann kærir sig um í borg- inni. Hann er meira að segja þegar svo valdamikill að það kom engum á óvart og þótti ekki tiltökumál þegar hann á dögun- um lét Orkuveitu Reykjavíkur næstum kaupa Landssíma Ís- lands án þess að nefna það við svokallaðan borgarstjóra fyrir- fram. Hann lætur Orkuveituna, sem hann fer algerlega með sem einkafyrir- tæki sitt, byggja risa- stóra líkamsræktar- stöð sem reka átti í samkeppni við einka- stöðvar. Og þegar menn gera sig líklega til að ræða ótrúlegt tap og fjáraustur í furðu- fyrirtæki hans, Línu.Net, þá bara auglýsir hann Perluna til sölu og er ekki til viðtals um önnur málefni á meðan. Alfreð hefur með öðrum orðum gríðarleg ítök innan R-listans og er því allra manna líklegastur til að taka við af Ingibjörgu Sólrúnu, ef hann aðeins kærir sig um. Mikill áhugi hans á beitingu valds síns bendir ekki sérstaklega til að hann myndi fela öðrum borgarstjóraemb- ættið. En fari svo að R-listinn sigri í vor og að Alfreð feli öðrum að sitja í stóli borgarstjóra þá eru þrír menn líklegastir til að hljóta náð fyrir augum Alfreðs. Fyrstan má nefna Stefán Jón Hafstein, sem af ókunnum ástæðum hefur oft verið nefndur erfðaprins R-listans. Að vísu eru það einkum nánustu stuðningsmenn Stefáns Jóns sem hafa útnefnt hann til þessa prinsstarfs en engu að síður ættu borgarbúar ekki að útiloka að Stefán Jón geti þó í krafti stöðu sinnar sem formaður einhvers sem fræðimenn kalla „Framkvæmda- stjórn Samfylkingarinnar“ krækt sér í ýmsa feita bita og jafnvel orðið borgarstjóri í afleysingum. Dagur B. Eggertsson er annar hugsanlegur kostur, en hann er að vísu enn lausari við reynslu en Stef- án Jón og er þá talsvert sagt. Hann hefur það hins vegar sér til ágætis að hafa jafnvel enn meira sjálfs- traust en áðurnefndur Stefán Jón Hafstein, svo það er aldrei að vita nema hann grípi gæsina og reyni að skipa sig borgarstjóra. Loks má nefna Helga Hjörvar, núverandi forseta borgarstjórnar, en hann hefur átt mikið og einstakt samstarf við Alfreð í Orkuveitunni. Óhætt er að segja að hann hafi reynst Alfreð drjúg hjálp við að eyða hátt í 2 milljörðum króna í Línu.Net og ætti því vafalaust nokkurn stuðning Alfreðs ef til kæmi. En hver tæki við af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ef R-listinn ynni sigur í vor skiptir út af fyrir sig litlu máli. Sá sem myndi ráða ferðinni yrði Alfreð Þorsteinsson. Borgarstjóraefni R-listans Svava Björk Hákonardóttir Reykjavík Alfreð, segir Svava Björk Hákonardóttir, hefur gríðarleg ítök inn- an R-listans. Höfundur er háskólanemi. SAMFYLKINGIN í Árborg setur málefni eldri borgara í for- grunn stefnu sinnar og baráttumála. Það er slæmt að vita til þess að eldri borgarar eigi ekki kost á öruggri höfn að dagsverki loknu. Við munum aldrei sætta okkur við það að gamalt fólk þurfi að búa við þann kost að deila herbergi með öðrum á dvalar- heimilum. Erum við góð við gamla fólkið? Vissulega erum við það flest og viljum búa eldri borgurum gott líf. En við þurfum að gera svo miklu bet- ur til að nóg sé að gert og Samfylk- ingin í Árborg mun beita sér af alefli í málefnum aldraðra. Stjórnmál snúast um traust og stjórnmál snúast um fólk. Ég býð fram krafta mína til að berjast fyrir réttlátu samfélagi í Árborg og þar eru mál eldri borgara í fyrsta sæti. Ég hef að undanförnu kynnt metn- aðarfulla áætlun Samfylkingarinnar í málefnum aldraðra í Árborg og á meðal helstu mála eru:  Að fjölga möguleikum til hvíld- arinnlagnar.  Að fjölga þjón- ustuíbúðum og hjúkr- unarrúmum.  Að koma á fót akstursþjónustu fyrir eldri borgara.  Að beita alefli gagnvart heilbrigðisyf- irvöldum og fram- kvæmdavaldinu til að hraða uppbyggingu hjúkrunardeildar.  Að tryggja að- gengi að öflugu fé- lagslífi eldri borgara. Ég legg stefnu Sam- fylkingarinnar í mál- efnum eldri borgara stolt undir dóm kjósenda og skora á íbúa Árborgar að kynna sér þá nýju og kraftmiklu sýn sem við berjumst fyrir svo sam- félagið megi verða betra. Öruggt ævikvöld í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir Höfundur skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Árborg Ég býð fram krafta mína til að berjast fyrir réttlátu samfélagi í Ár- borg, segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, og þar eru mál eldri borgara í fyrsta sæti. YFIRLÝSING hef- ur verið send frá for- manni Sjálfstæðis- félags Gerðahrepps til kjörnefndar þegar list- ar voru lagðir fram 4. maí, að Sjálfstæðis- félag Gerðahrepps stæði ekki að neinu framboði fyrir sveitar- stjórnarkosningar 25. maí næstkomandi. Ástæðan er sú að til er listi sem heitir H-listi, listi Sjálfstæðismanna og annarra frjáls- lyndra og var í minni- hluta á síðasta kjör- tímabili. Stuðnings- menn þess lista er mikill minni hluti Sjálfstæðismanna í Garðinum og hefur meiri hluti Sjálfstæðismanna mikla skömm á framgangi H-lista manna síðasta kjörtímabils. Þar vil ég nefna nokkur mál: Hita- veitu Suðurnesja var breytt í hluta- félag á síðasta kjörtímabili, þar börðust fulltrúar H-listans á móti því framfaramáli fyrir Suðurnesja- menn. Þrátt fyrir að hlutafjárvæð- ing sé eitt af stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins. Bókanir H-lista til að mynda um tekjuöflun sveitar- sjóðs eru með slíkum eindæmum að fáheyrt er og greinar þær sem hafa birst í blaði allra landsmanna, Morg- unblaðinu, geta valdið Gerðahreppi verulegu tjóni. Þegar landsmenn lesa þessar bókanir gætu þeir haldið að þetta byggðarlag væri vart á vet- ur setjandi. Staðreyndin er hins veg- ar sú að Gerðahreppur er í áttunda sæti yfir best reknu sveitarfélög á landinu. Þau sveitarfélög sem þar eru á undan eru flest með einhverjar gullkistur til að ausa úr. Þrjú af sveitarfélögum á Suður- nesjum hafa verið í gjörgæslu fé- lagsmálaráðuneytis undanfarin ár. Þar hegða stjórnarand- stæðingar sér ekki með slíkum ósköpum eins og hér í Garði enda menn sem vilja byggð- arlagi sínu allt hið besta. Sem betur fer eru öll þessi byggðar- lög nú komin úr gjör- gæslu og fjárhagur þeirra í fínu lagi eftir hlutafjárvæðingu Hita- veitu Suðurnesja. Gerðahreppur lét teikna hús fyrir safna- og menningatengda ferðaþjónustu við Garðskaga sem er einn af fallegustu stöðum á Suðurnesjum en þar er lítil aðstaða fyrir mikinn fjölda ferða- manna sem koma þar árlega. Þessu var minnihlutinn algörlega á móti, þeir gengu um og hæddust að því að verið væri að bruðla 700.000 þúsund- um í þetta. Málið var ekki verra en það að nú hefur borist styrkur úr ríkissjóði upp á þrjár miljónir til að halda málinu áfram. Þarna gæti ver- ið um nýja atvinnugrein að ræða fyr- ir Gerðahrepp. Gerðahreppur hefur látið teikna íbúðir fyrir aldraða við Garðvang sem er inni á lóð Garðvangs, lóð sem er það stór að hún mun duga fyrir Garðvang næstu hundrað ár. Þetta er framkvæmdastjóri Garðvangs Finnbogi Björnsson og fulltrúi H- listans í hreppsnefnd sem næst bú- inn að eyðileggja fyrir Gerðahreppi og íbúum byggðarlagsins með því að ganga bónarveg í allar sveitar- stjórnir sem eiga lóð undir Garð- vangi með Gerðahreppi og telja þeim trú um að þetta þrengi að Garðvangi og skyggi á útsýni úr garðskála. Ég sat sem áheyrandi á hreppsnefndarfundi þegar deili- skipulag var samþykkt. Þar hélt Finnbogi harmþrungna ræðu um að hann yrði að gæta hagsmuna vist- manna á Garðvangi. Þetta hljómar í eyrum flestra Garðmanna sem hreinn brandari. Skyldi Finnbogi hafa verið að gæta hagsmuna Garð- manna með þessu eða Garðvangs sem mundi hafa mikinn styrk af þessari framkvæmd í betri nýtingu á þjónustuliðum. Nei, númer eitt er að koma höggi á núverandi meirihluta. Það hefur valdið okkur Garðbúum mestum vonbrigðum að önnur sveit- arfélög sem við teljum vini okkar og félaga skuli láta glepjast af slíkum málflutningi. Ég ásamt mörgum öðrum var farinn að linast í samein- ingarmálum, taldi rétt að á næstu fimm til tíu árum væri rétt að sam- einast Reykjanesbæ þegar við vær- um búnir að koma mörgum fram- faramálum sem eru okkur hjart- fólgin í verk en afgreiðsla Bæjarráðs Reykjanesbæjar kom mér og þeim sem ég hef rætt þetta við á byrj- unarreit. Ég vil að lokum hvetja alla Garð- menn til að styðja núverandi meiri- hluta til áframhaldandi stjórnar í Gerðahreppi, það mun verða okkur til gæfu. Yfirlýsing formanns Sjálf- stæðisfélags Gerðahrepps Gunnar H. Häsler Gerðahreppur Ég vil, segir Gunnar H. Häsler, hvetja alla Garðmenn til að styðja núverandi meirihluta. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isfélags Gerðahrepps. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.