Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 74
MINNINGAR 74 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Flestir sem þekktu ömmu mína vel, kynnt- ust henni í gegnum samræður. Kynni mín af ömmu einkenndust lítið af djúpum samræðum. Ég var tvítyngt barn og samtöl okkar tak- mörkuðust af þeim orðaforða sem við höfðum úr tveim ólíkum tungumálum. Ég þekki ömmu mína best af verkum hennar. Ég sé hana fyrir mér við endann á hlöðnu veisluborði, sem hún töfraði fram fyrir fjölskylduna á hverjum jól- um. Lambakjöt í aðalrétt og síðan þessi frábæri ís, sem við kepptumst um að háma í okkur eins og lífið lægi við. Ég segi töfraði, vegna þess að maður varð aldrei var við að amma væri að búa til mat. Sköpunarverk hennar voru hávaðalaus. Krásir birt- ust óvænt eins og einhverjir töfrar hefðu átt sér stað á milli kjörbúðar og veisluborðs. Töfrarnir voru amma. Heimilin sem amma bjó sér voru margbreytt og spennandi. Stórir gluggar voru sem rammar utan um stórfengið landslag á Akureyri og í Reykjavík. Innan dyra voru áhrifa- mikil verk, styttur og myndir frá öll- um heimshornum. Mitt á milli náttúru og listaverka voru fjölmargar myndir af fjölskyldu hennar. Heildarmyndin var táknræn fyrir ömmu. Hún var gædd auðugu ímyndunarafli og list- rænum hæfileikum sem tókust á við mikla ástúð og réttlætiskennd. Málverk hennar sýna næmi fyrir hugmyndum sem móta okkar hugar- heim. Málverkin eru fjölbreytt og sýna meðal annars myndir af elsk- endum í djúpum faðmlögum, marg- víslegar uppstillingar, nektarmyndir, og sjómenn, sem eru enn einu sinni tilbúnir að leggja úr vör. Á flestum málverka hennar eru ógreinileg and- lit. Elskendurnir gætu verið þú og ég. Sjómennirnir eru greinilegir en við skynjum aðallega ölduganginn og úf- inn himin af litunum í umhverfinu. Þeir eru tákn lífsbaráttunnar. Við sjáum drauminn um hina eilífu ást í elskendunum. Við sjáum hið hefð- bundna líf í upstillingarmyndunum. Þessar margbreytilegu myndir sýna okkur hve hugur hennar fór víða og var næmur fyrir miskunnarleysi raunveruleikans, fegurð hugsjóna, og takmörkum siðvenja. Ógreinilegu andlitin leyfa okkur að virkja ímynd- unaraflið og sjá fyrir okkur ótal myndir úr eigin lífi og reynslu. Amma gefur okkur hugmyndir med pensli. Tungumálið takmarkaði skilning minn á ömmu, en verk hennar segja meira enn nokkur orð. Stórbrotin kona hefur kvatt þennan heim. Erik Bækkeskov. Margar minningar leita á hugann nú þegar við kveðjum Deddu frænku. Minningar frá Brekkugötunni á Ak- ureyri, þar sem Dedda og Steinunn bjuggu uppi á lofti hjá ömmu, brakið í gólffjölunum þegar gengið var um á efri hæðinni, amma með hvítu stífu eldhússvuntuna komin á fætur fyrir allar aldir og þegar við hin á neðri hæðinni fórum á fætur var negul- og kardimommuilmur í lofti og búið að baka allt að því 17 sortir. Minningar um Deddu tengjast ömmu sem missti mann sinn 43 ára gömul, búin að ganga með þrettán börn þótt aðeins fjögur hafi komist á legg. Í þá daga fengu ekkjur engar bætur, enda týndist afi og líkamsleif- ar hans fundust aldrei til að hægt væri að jarðsetja hann. Amma hafði aldrei unnið utan heimilis en kunni þá list að elda mat og baka kökur og tók því til sín kostgangara og leigði út herbergi til að lífið gæti gengið sinn ÞORGERÐUR ÁRNADÓTTIR ✝ Þorgerður Árna-dóttir fæddist 8. maí 1928 á Akureyri og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 3. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 13. maí. veg. Hún vakti yfir vel- ferð þeirra sem bjuggu hjá henni, vakti þá að morgni sem þurftu á því að halda til að komast í skóla eða til vinnu, og fimm sinnum á dag var sest að veisluborði. Dedda og Steinunn borðuðu oft með kost- göngurunum og öðru heimilisfólki eftir að þær fluttu á efri hæðina og áður en þau Hjörtur byggðu saman hús í Kringlumýri og fluttu þangað. Og amma kom við sögu í tilhugalífi þeirra Hjartar eins og hann sagði svo fallega frá í 70 ára afmæli hennar fyrir tæpum fimm árum. Hann hafði orðið skotinn í rauðhærðri stúlku á dansleik, dansað við hana einn dans og spurt hvort hann hefði ekki séð hana áður. Hún kvað nei við því og svo skildi leiðir. Ekki vissi hann meira um stúlkuna en skömmu síðar sá hann auglýst her- bergi til leigu, bankaði upp á og til dyra kom rauðhærða stelpan. Með þeim tókust kynni, vinskapur og far- sælt hjónaband þar sem þau dönsuðu í sama takt. Dedda var þá að vinna á bæjarskrifstofunum, búin að ljúka stúdentsprófi og hafði verið um tíma búsett í Hafnarfirði. Steinunni átti hún í jólafríinu sínu síðasta veturinn í skólanum, í þá daga hættu flestar stúlkur námi ef þær urðu barnshaf- andi en hún notaði jólafríið vel og fékk undanþágu til að ljúka námi. Dedda var glæsileg kona, með fal- legt þykkt dökkt hár og átti ekki langt að sækja það því amma var með hnausþykkt hár sem hún fléttaði á hverjum morgni og vafði um höfuð sér því ella hefðu flétturnar náð niður í mitti. Dedda var listræn, hafði gott fegurðarskyn og snart það sem í kringum hana var eins og með töfra- sprota, hvort sem það voru ótal mál- verk sem hún málaði eða heimili og sumarbústaðir sem þau Hjörtur komu sér upp. Og bakaraofninum á veggnum í eldhúsinu í Kringlumýr- inni breytti hún í málaratrönur ef henni sýndist svo. Dedda náði því ekki að verða 74 ára og engan hefði grunað að hún ætti tvo mánuði eftir ólifaða þegar þau Hjört- ur komu heim frá Kanaríeyjum fyrir tveimur mánuðum, hún þá orðin sár- þjáð af krabbameini sem jafnvel fær- ustu sérfræðingar gátu ekki ráðið við. Tveir síðustu mánuðirnir voru lýsandi fyrir lífshlaup hennar fram að því, fyrst allt reynt sem hægt var til að ná bata, erfið aðgerð, lyfja- og geisla- meðferð, heim ætlaði hún að fara aft- ur og aldrei missti hún móðinn og hélt sinni sterku skapgerð þar til yfir lauk og hún var tilbúin að kveðja þennan heim. Hennar verður sárt saknað, sárasti söknuðurinn er hjá fjölskyldu hennar sem missir nú mikið. Það verða marg- ar hlýjar hendur sem taka á móti henni hinum megin, amma bíður með nýbakað brauð með hvítu stífu svunt- una sína, afi kominn aftur í leitirnar og Mundi sér um að lækna það sem þarf. Og öll hin börnin taka líka á móti sem aldrei fengu að stíga fæti á jörð. Eitt af uppáhaldsljóðunum hennar Deddu veitir þeim líkn sem lifa, síð- asta erindið í Ferðalokum eftir Jónas Hallgrímsson: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Valgerður Katrín Jónsdóttir. Það er erfitt að trúa því að frænka mín og vinkona, Þorgerður Árnadótt- ir, skuli nú vera horfin af hinu jarð- neska sjónarsviði. Ég vissi fyrst nú fyrir liðlega tveim mánuðum að í ljós væri komið að hún ætti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Hún var að koma heim eftir nokkurra vikna dvöl á Kan- aríeyjum og var flutt sárþjáð beint á sjúkrahús hér heima. Fram að þeim tíma hafði ég ekkert heyrt um veik- indi hennar. En Þorgerður, Dedda, eins og við kölluðum hana, var ekki af þeirri gerð að kvarta eða tala um sjálfa sig. Hún bar sig ætíð vel og var höfðingleg í öllu fasi og framkomu. Ég sem var ögn yngri frænka hennar man eftir henni frá unga aldri, en það var mjög mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar, þar sem mæð- ur okkar voru mjög samrýndar systur frá Kjarna í Arnarneshreppi og feður okkar vinir og sveitungar úr Hörg- árdalnum. Báðar bjuggu þær á Ak- ureyri og það má heita að um alla há- tíðisdaga hafi verið heimboð á báða bóga. Hjá móður Þorgerðar voru ávallt frábærar móttökur og maður fór ætíð með tilhlökkun í heimsókn þangað. Ég minnist þessarar höfðinglegu frænku minnar sem ég leit mikið upp til strax í bernsku, hún var hnarreist og hávaxin með þetta fallega þykka rauðbrúna hár sem prýddi hana. Yfir Deddu frænku var ætíð sér- stök reisn og hún bjó yfir miklum þokka. Ég minnist sérstaklega þegar ég sá hana nýútskrifaða með stúd- entshúfuna hversu glæsileg mér fannst hún. Hún Dedda var ætíð einlæg, hlý og hugulsöm, en samhliða gædd sér- stakri kímnigáfu. Hún var smellin og skemmtileg og það var einkar ljúft að eiga við hana samræður, enda var hún mannblendin og tók þátt í ýmsum fé- lagsskap. Minnisstæðust er mér mjög svo falleg söngrödd hennar. Aðal- áhugamál hennar var þó á myndlist- arsviðinu og fékkst hún ætíð við myndlist samhliða öðrum störfum, en hún lauk fjögurra ára námi frá Mynd- listarskólanum á Akureyri. Heimili hennar var jafnan prýtt einkar falleg- um málverkum eftir hana, en heimilið bar vott um listræna hæfileika henn- ar á öllum sviðum. Það var Þorgerði mikil gæfa er hún kynntist Hirti Eiríkssyni, sem er öð- lingur í alla staði. Þau voru einstak- lega samvalin hjón, Hjörtur og Dedda, og saman tókst þeim frábær- lega vel að taka á móti gestum og yfir þeim báðum var ætíð sérstakur höfð- ingsbragur sem maður bar mikla lotningu fyrir. Það var yndislegt þau hjón heim að sækja og gestrisni þeirra var einstök, hvort heldur það var á Akureyri í fallega húsinu þeirra við Eyrarlandsveg eða hér í Reykja- vík. Börn þeirra eru öll vel gerð og bera vott um ástúðlegt og gott uppeldi sem þau hafa hlotið í veganesti. Fyrir þau er það nú mikill missir að sjá af ást- ríkri móður sinni. Sárastur er tregi Hjartar og sendi ég honum, börnun- um og barnabörnunum innilegar samúðarkveðjur. Ég þakka Deddu samfylgdina og kveð hana með sárum söknuði. Áslaug Brynjólfsdóttir. Í stúdentshópnum frá MA 1949 vorum við 12 stúlkur, fleiri en áður höfðu útskrifast í einu frá þeim skóla. Þorgerður, eða Dedda eins og við kölluðum hana, var ein úr þeim hópi og er önnur bekkjarsystir okkar sem fellur frá. Kynni okkar og vinátta við Deddu hafa því staðið í meira en hálfa öld. Okkur langar því til þess minnast hennar með nokkrum orðum. Óhætt er að fullyrða að flest sem prýða má einn mann hafi hún hlotið í vöggugjöf. Eitt var áberandi í fari Deddu, en það var að samferðamönn- um og vinum hennar fannst þeir ósjálfrátt eiga hlut í henni og þegar við hugsum eða tölum um hana segj- um við iðulega „Dedda mín“ eða „Dedda okkar.“ Auk þess að vera góð- ur námsmaður í skóla var Dedda gædd fjölþættum listrænum hæfileik- um. Hún hafði ljómandi söngrödd og ótvíræða myndlistarhæfileika. Eftir að önnum við barnauppeldi lauk stundaði hún myndlistarnám og sinnti myndlist af miklum krafti þótt hún fengist aldrei til að halda sýn- ingu. Heimili hennar bar líka vott um þessa hæfileika og blómaskreytingar hennar voru ógleymanlegar. Við bekkjarsysturnar minnumst ótal ánægjustunda með Deddu þar sem hún lék á als oddi, syngjandi, hlæjandi, faðmandi að sér vini sína, því að auk allra sinna góðu hæfileika var hún óvenju trygglynd og gestris- in. Heimili hennar og Hjartar Eiríks- sonar stóð okkur öllum opið hvort heldur það var á Akureyri eða í Reykjavík. Dedda átti lengstan hluta ævi sinnar heima á Akureyri en síð- ustu 17 árin hér í Reykjavík. Þegar þau Hjörtur bjuggu á Akureyri og við áttum leið þar um var óhjákvæmilegt að heimsækja þau og gleðin yfir end- urfundum og gestrisnin var alltaf söm og jöfn. Enda fór það svo að eigin- menn okkar löðuðust að þessum góðu hjónum og urðu strax vinir þeirra. Það má teljast táknrænt að í síðasta skipti sem við bekkjarsysturnar hitt- umst var í haust sem leið í glæsilegu heimboði hjá þeim hjónum. Lífið lék ekki alltaf við hana Deddu okkar, en hún var ekki kvartsár og hafði fengið í vöggugjöf styrk og seiglu forfeðra og formæðra sinna. Núna, þegar hún er öll, spyrjum við hver aðra: „Var hún ekki einum um of hörð við sjálfa sig, þannig að enginn vissi hversu veik hún var fyrr en allra síðustu vikurnar?“ Við bekkjarsyst- urnar höfum reynt að halda hópinn og fylgjast hver með annarri öll þessi ár. Slík samfylgd er auðvitað misjöfn eft- ir því hvernig á stendur. Á fyrstu ár- um eftir stúdentspróf voru margir í námi bæði innanlands og erlendis. Barneignir og húsbyggingar tóku síð- an við og var þá tíminn oft naumur. Eftir að um hægðist höfum við reynt að hittast sem oftast og haft þann fasta sið að gefa í sameiningu hver annarri afmælisgjöf á stórafmælum. Líklega höfum við fyrst og fremst staðið í þessu til að hittast reglulega og vera saman einn dag. Minnast lið- inna daga og finna að árin sem liðin voru frá 1949 skiptu engu þegar vin- átta og samheldni eru annars vegar. Það tekur okkur bekkjarsysturnar áreiðanlega langan tíma að átta okkur á og sætta okkur við að Dedda er horfin úr hópnum og að við getum ekki hitt hana framar. En minningin um stórbrotna, yfirlætislausa og skemmtilega vinkonu fylgir okkur og við eigum áreiðanlega oft eftir að gleðjast þegar við rifjum upp sam- fundi með henni. Við sendum Hirti, börnum hennar og barnabörnum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarsystur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Við fráfall Þorgerðar Árnadóttur, vinkonu minnar, eða Deddu, eins og hún var alltaf kölluð, kemur margt upp í hugann frá löngu liðnum dögum og minningarnar streyma fram. Við vorum saman í barnaskóla á Akureyri, en það var þó ekki fyrr en í gagnfræðaskóla að okkar vinátta hófst eða þegar hún fluttist í Brekku- götu 29. Þá vorum við þrjár skólasyst- ur oft samferða í og úr skóla, Dedda, Dóra og ég. Þarna hófst vinátta okkar þriggja. Eftir gagnfræðaskólann fór Dedda í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi. Þar trúlofaðist hún skólabróður sínum og eignuðust þau saman dótturina Steinunni. Eftir að slitnaði upp úr því sambandi fluttist hún með dóttur sína heim til móður sinnar í Brekkugötuna og fór að vinna á bæjarskrifstofunum á Akureyri. Þá tókum við þrjár upp þráðinn aftur og höfum alltaf síðan haldið góðu sam- bandi og vináttu. Á þessum árum kynntist Dedda Hirti Eiríkssyni ullarfræðingi, ágæt- um manni. Hann var Reykvíkingur, nýkominn heim frá námi í Þýskalandi og var kominn til starfa hjá Sam- bandsverksmiðjunum á Akureyri. Ör- lögin höguðu því svo til að hann tók á leigu herbergi í Brekkugötu 29 hjá Valgerði, móður Deddu, en hún leigði út herbergi og tók menn í fæði eftir að hún varð ekkja nokkrum árum áður. Þarna kynntust þau Hjörtur og Dedda og þau giftu sig 1957. Þetta varð upphaf að löngu og farsælu hjónabandi. Þau byrjuðu búskapinn uppi á loft- inu hjá Valgerði í lítilli og notalegri íbúð. Þangað var gott að koma. Þegar fjölskyldan stækkaði, fluttu þau í rýmra húsnæði og síðan í einbýlishús á einum fallegasta stað í bænum, Eyr- arlandsvegi 25. Börnin urðu alls fjög- ur, öll myndarleg og vel gerð. Dedda og Hjörtur voru samhent hjón, gestrisin og höfðingjar heim að sækja, enda var mikill gestagangur hjá þeim, einkum á sumrin. Margir vinir og kunningjar, sem áttu leið um Akureyri, komu við hjá þeim, því að vel var tekið á móti öllum. Sjálf gifti ég mig sama árið og Dedda, en fluttist svo til Reykjavíkur 1959. Alltaf var gaman að koma norð- ur og heimsækja þau Deddu og Hjört. Hjörtur vann sig upp hjá Sam- bandinu, og voru honum sífellt falin ábyrgðarmeiri störf. Seinast var hann verksmiðjustjóri um árabil. Starfs síns vegna þurfti hann oft að bjóða heim til sín gestum, útlendum sem innlendum. Reyndi þá mikið á hús- móðurina við móttöku gesta, en það starf leysti hún af hendi með mikilli prýði. Dedda var trygglynd og mikill vin- ur vina sinna. Eitt sinn þegar ég sat ein heima döpur í bragði og leið ekki vel, hringdi síminn. Það var Dedda að hringja frá Akureyri og bjóða mér að koma norður í nokkra daga. Betra gat það ekki verið. Ég var ekki lengi að þiggja þetta góða boð, setti niður í ferðatösku og tók rútuna norður til Akureyrar. Þarna var ég svo í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum nokkra dýr- lega daga, sem ég geymi í sjóði minn- inganna. Deddu var margt vel gefið. Hún var góður námsmaður í skóla, en hún var líka listhneigð og hafði unun af því að mála í frístundum sínum. Hún dreif sig í Myndlistaskólann á Akur- eyri og lauk þaðan prófi, þá komin á miðjan aldur. Margar fallegar myndir eftir hana prýða veggi heimilis þeirra hjóna og er ég svo heppin að eiga eina af myndum hennar. Árið 1985 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Hjörtur var þá kvaddur til annarra starfa á vegum Sambands- ins hér í Reykjavík. Þau voru fljót að laga sig að breyttum aðstæðum og undu hag sínum vel, enda Hjörtur kominn á heimaslóðir. Seinustu árin bjuggu þau í blokk eldri borgara við Sléttuveg, í fallegri íbúð, og nutu þess að umgangast börn sín og barnabörn. Dedda veiktist af illvígum sjúk- dómi sem nú hefur dregið hana til dauða á skömmum tíma. Veikindum sínum tók hún af æðruleysi, og Hjört- ur stóð eins og klettur við hlið konu sinnar til hinstu stundar. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- konu minni samfylgdina og fyrir ótal- margar ánægjulegar samverustundir bæði norðan heiða og sunnan. Hennar verður sárt saknað. Hirti, börnum, barnabörnum og öðrum vandamönn- um votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Þorgerðar Árnadóttur. Þorbjörg Jónsdóttir. Nú þegar við kveðjum Þorgerði Árnadóttur í þessu jarðlífi viljum við þakka og biðja. Við viljum þakka gleðina sem hún færði okkur, vinátt- una og hlýjuna og við viljum biðja Guð að hugga Hjört, vin okkar, börn þeirra, barnabörn og alla hennar nán- ustu. Söknuður þeirra er meiri en okkar, en þó er söknuður okkar svo afskaplega sár. Svo blessunarlega vildi til að fyrir of fáum árum urðum við, Þorgerður sem við kölluðum oftast Deddu og Hjörtur einlægir vinir. Okkur fannst notalegt að gera svo margt saman, fara í frí, finnast á síðkvöldum og njóta samvista. Við fundum svo mik- inn samhljóm í því sem við töldum mikilsverðast í lífinu. Þessi kynni hóf- ust þegar ákveðið var að stofna á Akureyri Inner Wheel, klúbb kvenna Rotarymanna, árið 1974. Við vorum þá búsett á Akureyri og Þorgerði, konu Hjartar Eiríkssonar, sem var umdæmisstjóri Rotary á þessum tíma, var falið að undirbúa stofn- unina. Hún fékk nokkrar konur með sér til þess og þar á meðal mig. Okkur féll strax vel hvorri við aðra og við urðum æ nánari eftir því sem árin liðu. Það styrkti enn böndin að við fluttumst frá Akureyri til Reykjavík- ur um svipað leyti og gátum þá hist reglulega og gert ýmislegt skemmti- legt saman. Nokkur síðustu árin fór- um við hjónin á hverjum vetri til Kan- aríeyja á svipuðum tíma, í febrúar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.