Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 1
113. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. MAÍ 2002 SAMKVÆMT síðustu útgönguspám unnu Kristilegi demókrataflokkurinn og flokkur Pims Fortuyns, sem myrt- ur var fyrir 10 dögum, stórsigur í þingkosningunum í Hollandi í gær. Að sama skapi beið samsteypustjórn- in, undir forystu Verkamannaflokks- ins, mikinn ósigur. Kristilegir demókratar, sem hafa verið utan stjórnar í tvö kjörtímabil, fá 43 sæti af 150 á þingi samkvæmt spánum og Listi Fortuyns 26. Hann er því orðinn næststærsti stjórnmála- flokkur í landinu. Verkamanna- flokknum var aðeins spáð 23 þingsæt- um en hafði 45 á síðasta þingi. Var samstarfsflokki hans, Frjálslyndum hægrimönnum, einnig spáð 23 sætum og útlit var fyrir mikið tap hjá þriðja stjórnarflokknum, D66. Er þetta enn einn ósigurinn fyrir mið- og vinstri- flokka í Evrópu og ljóst, að kjósendur hafa ekki látið ríkisstjórnina njóta mikils hagvaxtar og lítils atvinnuleys- is sl. átta ár. Leiðtogi Verkamanna- flokksins, Ad Melkert, sagði af sér embættinu í gær vegna úrslitanna. Kristilegir demókratar háðu kosn- ingabaráttuna undir merkjum gam- alla gilda og lögðu mikla áherslu á lög og reglu. Flokkur Fortuyns lagði mikla áherslu innflytjendamálin en Fortuyn hafði þó frábeðið sér allan samanburð við Le Pen í Frakklandi og Jörg Haider í Austurríki. Kosið aftur á árinu? Kristilegir demókratar hafa ekki útilokað samstarf við Lista Fortuyns en þeir munu þó verða að fá þriðja flokkinn til liðs við sig. Líklegt þykir, að þeir ræði um það við frjálslynda hægrimenn en leiðtogi þeirra, Frits Bolkenstein, spáði því í gær, að kosið yrði aftur á árinu vegna þess að Listi Fortuyns væri eins og höfuðlaus her eftir dauða leiðtogans og líklegur til að valda erfiðleikum í samstarfi. AP Frambjóðendur Lista Fortuyns fagna spám um mikinn sigur. Er flokkurinn nú annar stærstur á þingi. Stórsigur hægri- flokka í Hollandi Listi Fortuyns orðinn annar stærsti flokkurinn Haag. AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lét í gær undan miklum þrýstingi og boðaði gagngera uppstokkun á skipulagi heimastjórnarinnar. Til- kynnti hann jafnframt, að efnt yrði til kosninga seint í sumar eða í haust, jafnt til þings sem sveit- arstjórna. Viðurkenndi hann að auki, að sér hefðu orðið á ýmis mistök. Hanan Ashrawi, kunn, palest- ínsk þingkona, varaði Arafat við í gær og sagði, að nú yrði hann að fylgja orðum sínum eftir í verki. Í ræðu, sem Arafat flutti á palestínska þinginu í gær, fordæmdi hann árásir á óbreytta borgara í Ísrael og sagði, að þær gerðu ekkert nema skaða baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Þá kvaðst hann bera alla ábyrgð á þeim samningum, sem gerðir hefðu verið til að aflétta umsátrinu um höfuðstöðvar heimastjórnarinnar í Ramallah. Hafa þeir mælst mjög illa fyrir meðal Palestínu- manna. Arafat lýsti því síðan yfir, að hann ætlaði að leggja fram tillögur um nýja skipan heimastjórn- arinnar og öryggismála í landinu. Lýðræðislegar umbætur „Nauðsynlegt er að skilja að dómsvald, fram- kvæmdavald og löggjafarvald og búa okkur undir frekari umbætur og kosningar,“ sagði Arafat, sem kvaðst þurfa sinn tíma til að ganga frá tillögunum. Hann hefur hins vegar áður gefið svipaðar yfirlýs- ingar án þess að efna þær. Ashrawi sagði í gær í viðtali við sjónvarpsfréttastöðina CNN, að yfirlýs- ingar Arafats væru enn aðeins orðin tóm, það ætti eftir að koma í ljós hvort hugur fylgdi máli. Arafat fullyrti þó í viðtali við Javier Solana, sem fer með utanríkismál í Evrópusambandinu, að kosið yrði til þings og sveitarstjórna ekki síðar en í haust. Kröfur um lýðræðis- og skipulagslegar umbæt- ur á heimastjórninni og þá ekki síður á öryggis- málunum hafa gerst mjög háværar meðal Palest- ínumanna sjálfra eftir innrás Ísraela á Vestur- bakkanum. Fagnað með fyrirvara Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði í gær, að yfirlýsingar Arafats væru mjög já- kvæðar en svo fremi þeim yrði fylgt eftir. Tals- maður Evrópusambandsins fagnaði þeim einnig en Ísraelar telja, að Arafat sé aðeins að reyna að vinna sér tíma. Ísraelskir hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust í gær inn á Gaza-svæðið þar sem þeir eyði- lögðu þrjú hús. Alþjóðabankinn áætlaði í gær, að eyðileggingu Ísraela á Vesturbakkanum mætti meta til um 36 milljarða íslenskra króna. Arafat boðar lýðræðis- umbætur og kosningar Ramallah. AP, AFP. DEILUR um kröfur, sem Rúss- ar settu fram og hefðu getað sett fyrirhugaða stækkun NATO í uppnám, voru ekki leystar fyrr en síðastliðið mánu- dagskvöld, daginn fyrir setn- ingu NATO-fundarins í Reykja- vík. Kom það fram í breska dagblaðinu The Times í gær. Búist er við, að Eystrasalts- ríkjunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, verði boð- in aðild að NATO á Prag-fund- inum í haust en The Times seg- ir, að í Reykjavík hefði rúss- neska sendinefndin krafist þess, að ríkin þrjú gerðust fyrst aðilar að afvopnunarsamningi frá kaldastríðsárunum, sem tak- markar fjölda hermanna, skrið- dreka og orrustuflugvéla. Er um að ræða samning um hefð- bundinn herafla í Evrópu, sem NATO og Varsjárbandalagið gerðu og var síðan lagaður að breyttum tíma eftir hrun Sov- étríkjanna. Tók hann ekki til Eystrasaltslandanna sem sjálf- stæðra ríkja. Ef þau undirrituðu hann nú, hefðu möguleikar þeirra á NATO-aðild minnkað verulega. Ekki er vitað hvort um var að ræða síðustu tilraun Rússa til að koma í veg fyrir NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna en þeir féllu frá kröfunni eftir miklar viðræður við fulltrúa NATO. Haft er eftir breskum sendi- mönnum, að samningavilji Rússa hafi verið eftirtektar- verður og sýni vel þá ákveðnu skoðun Vladímírs Pútíns, for- seta Rússlands, að rödd Rússa eigi að heyrast innan NATO þótt þeir hafi ekki formlega að- ild að bandalaginu. Síðasti steinninn í götu stækkunar?  Sjá NATO-fundurinn á mið- opnu og bls. 6, 12 og 13. Rússar og NATO FÆREYSKA lögþingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar fyrir skömmu. Enn ríkir alger óvissa um stjórnarsamstarf og engin sam- staða um það hver eigi að veita næstu stjórn forystu, vera lögmaður Færeyja. Anfinn Kallsberg, lögmaður og leiðtogi Þjóðarflokksins, hefur und- anfarna daga reynt árangurslaust að mynda nýja stjórn, en samsteypu- stjórn hans hefur nú 16 þingsæti af 32, jafn mörg og andstaðan. „Allt er opið í þeim málum – ég veit alls ekki hvenær við finnum lausn,“ sagði Kallsberg í gær. Með Þjóðarflokkn- um í stjórn hans eru nú Þjóðveld- isflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkur- inn, sem allir vilja auka fullveldi Færeyinga í sambandinu við Dani. Ekki er þó samstaða um hve langt skuli ganga. Stungið var upp á þrem mönnum í gær í embætti þingforseta og hlaut Edmund Joensen, formaður Sam- bandsflokksins, flest atkvæði, en flokkur hans vill litlar breytingar á sambandinu við Dani. Lögþing sett án sam- komulags Þórshöfn. Morgunblaðið. KOSIÐ var til sveitarstjórna í Svartfjallalandi í gær og almennt talið, að úrslitin réðu því hvort landsmenn sæktust eftir fullu sjálf- stæði en þeir eru nú í ríkjasam- bandi með Serbum. Milo Djuk- anovic forseti fer fyrir þeim, sem vilja slíta sig lausa, en Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem áður studdi Slobodan Milosevic, berst fyrir ríkjasambandinu. Þessi svartfellska stúlka mætti á kjörstað til að að- stoða ömmu sína, sem er orðin held- ur sjóndöpur. Reuters Amman aðstoðuð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 113. tölublað (16.05.2002)
https://timarit.is/issue/250529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

113. tölublað (16.05.2002)

Aðgerðir: