Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g setti perlu í eyr- að,“ datt upp úr snáðanum mínum einn dag fyrir tveimur árum þeg- ar ég spurði hann hvað hann hefði verið að bedrífa í leikskól- anum. Við vorum nýkomin inn úr dyrunum og byrjuð að klæða okkur úr skónum þegar ég snar- stansaði við þessa vitneskju. „Núúú,“ sagði ég mátulega óróleg. „Og hvað svo, náðu fóstr- urnar henni út?“ Ekki varð svarið til að létta á áhyggjum mínum því sá stutti, sem þá var þriggja ára, upplýsti skýrt og greinilega: „Neinei, og hún er rauð!“ Innst inni vonaði ég að líflegt ímyndunar- afl erfingj- ans hefði hlaupið með hann í gön- ur en skyndieyrnaskoðun varð til að staðfesta áreiðanleika orða hans því lengst inni í hlustinni glitti í eitthvað rautt sem ber- sýnilega átti ekki heima þar. Það þurfti ekki langa rannsókn hjá undirritaðri til að komast að þeirri niðurstöðu að ef ég færi að reyna að ná perluskömminni út upp á eigin spýtur myndi barnið sjálfsagt aldrei bíða þess bætur. Því varð heimsókn á slysavarð- stofuna ekki umflúin og þangað brunuðum við mæðginin í snatri. Þegar á spítalann var komið innritaði sjúklingurinn sig sjálfur með bravúr og lét fylgja með lit og lögun aðskotahlutarins. Og ekki stóð á svarinu þegar hann var spurður að því hvers vegna perlan hefði endað á þessum undarlega stað: „Af því að ég fann hana á gólfinu,“ sagði hann eins og ekkert væri sjálfsagðara en að troða henni þá inn í nær- tækasta gat. Það gekk ekki alveg þrauta- laust að ná perlunni út úr höfði barnsins. Fyrst spreytti lækna- kandídat sig á verkefninu og reyndi að moka henni út úr hlustinni með sérstakri töng en eitthvað var dýpra á þeirri rauðu en í fyrstu var talið svo kandídat- inn afréð að hóa í sér reyndari lækni. Sá átti einnig í mesta basli við þessa óstýrilátu perlu og var þó ýmsum brögðum og tólum beitt, meðal annars kröftugri eyrnaryksugu en allt kom fyrir ekki. Það þarf varla að taka fram að allt var þetta gert við litla hrifningu eiganda eyrans og var hann orðinn röndóttur í framan af bræði áður en yfir lauk. Þegar ég var farin að óttast að skurðaðgerð væri eina leiðin út úr þessum ógöngum ákváðu læknarnir að gefast upp og vís- uðu okkur inn á biðstofu á meðan sérfræðingur á eyrnadeild spít- alans var ræstur út og deildin opnuð, en þetta var fyrir utan hefðbundinn opnunartíma henn- ar. Það tók nokkurn tíma að bíða eftir eyrnadoktornum en hvílík frelsun þegar hann loks birtist. Með einu handtaki, og öllu sér- hæfðara tæki en þeim sem slysa- varðstofufólkið hafði yfir að ráða, var perlunni vippað út eins og ekkert væri. Þrátt fyrir orgin var ungi maðurinn leystur út með verðlaunum og látinn lofa að gera þetta aldrei, aldrei, aldrei aftur. Og þunginn í loforðinu var mikill enda hafði þessi lífsreynsla verið frekar óskemmtileg fyrir litla manninn, svo ekki sé meira sagt. Þetta heit hélt prýðilega … í tvö ár! Það var síðan um daginn þegar ég var á laugardagsvakt í vinnunni að eiginmaður minn hringdi í mig og var hálfgert fát í röddinni. „Ég veit þú trúir þessu ekki, en við erum á leiðinni niður á slysó. Ekkert alvarlegt en strákskrattinn var að troða steini í eyrað á sér.“ Eftir stutt samtal við betri helminginn fékk ég að heyra í kauða og var ekki annað að heyra en hann væri bara nokkuð hróðugur með afrekið. „Þetta er nú svolítið sniðugt mamma,“ sagði hann. „Nú er ég nefnilega búinn að setja eitthvað í bæði eyrun, manstekki perluna?“ Jújú, ég mundi sko perluna og með alvöruþunga reyndi ég að gera viðmælanda mínum grein fyrir að þetta væri nú ekki nógu gott, hann hefði lofað síðast og svo hefði það nú ekkert verið skemmtilegt að láta sækja perl- una. Var hann kannski búinn að gleyma því? Hugsanlega hefur steinninn í eyranu komið í veg fyrir að strákurinn heyrði almennilega í mér, allavega virtist sem skamm- irnar hrinu lítið sem ekkert á honum. Fullur tilhlökkunar var hann á leiðinni niður á slysó og þar hlaut nú að vera ansi gaman. En ég vissi sko betur … hélt ég að minnsta kosti. Seinna frétti ég nefnilega hjá sjúkrahúsförunum að þetta hefði verið hin ánægjulegasta reisa enda gekk ákaflega snurðulaust að ná grjótinu út. Reyndar höfðu þeir feðgar þurft að bíða svolítið eftir aðstoð en það sakaði ekki því meðan á biðinni stóð var þeim vísað í vel útbúið dóta- herbergi þar sem sökudólgurinn gat dundað sér í PlayStation- tölvuleik að vild, sem var algert ævintýri þar sem svoleiðis trylli- tæki er ekki að finna á heimili okkar. Og að fumlausri aðgerð- inni lokinni var hann leystur út með plastsprautu í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Eftir á lýsti sá fimm ára þessu atviki fjálglega fyrir hverjum sem heyra vildi: „Ég setti líka stein í eyrað og fór á spítalann, liggaliggalá, og fékk að leika mér og það var líka ekkert vont og svo fékk ég verðlaun …“ Ég veit að það er ljótt að segja það en ég vildi óska að það hefði verið svolítið vont að ná stein- inum út. Nú er það ég sem geng um með stein, reyndar í mag- anum, yfir því að enn eru nokkur göt á haus erfingjans sem ekki er búið að setja neitt sérstakt í. Og því skyldi sá stutti ekki finna sér eitthvað lauslegt til að troða í þessi göt ef vera skyldi að það yrði til þess að útkoman yrði önnur skemmtiferð á slysó? Perlur og grjót „Hugsanlega hefur steinninn í eyranu komið í veg fyrir að strákurinn heyrði almennilega í mér, allavega virtist sem skammirnar hrinu lítið sem ekkert á honum.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FYRIR okkur öllum á það að liggja að eld- ast og ljúka starfsdegi á vinnumarkaði og setjast í helgan stein. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þeim möguleikum sem aldraðir hafa til af- þreyingar og í hvers- konar félagsstarfsemi á vegum félagasam- taka aldraðra. Kópavogur var eitt fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að til- einka sér nýjungar á þessu sviði en fé- lagsstarf aldraðra í Kópavogi hófst snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Í Kópavogi eru nú reknar tvær félagsmiðstöðvar aldraðra og að auki dagvist fyrir aldraða í Sunnu- hlíð. Á þessum stöðum ríkir góður andi og þar fer fram blómlegt fé- lagsstarf, föndur, söngæfingar og margskonar annað félagsstarf. Lífið getur líka verið leikur Eins og sjá má af þessari upp- talningu er engin ástæða til að láta sér leiðast þótt aldurinn færist yfir enda má sjá að í hópi aldraðra eru margir sem geta og vilja nýta sér þá möguleika sem afþreying og föndur í félagsmiðstöðvum aldraðra býður upp á. Það hefur verið venja hjá fé- lagsmiðstöðvunum að halda sýning- ar á þeim munum sem unnir eru á afmæli Kópavogsbæjar 11. maí. Í ár var einnig sett upp leikrit í sam- vinnu við Hana-nú sem er fé- lagsskapur Kópavogsbúa 60 ára og eldri og nokkurra félaga úr fé- lagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka. Söngvinir, kór aldraðra í Kópa- vogi, hefur farið um víðan völl og farið í heimsóknir til félaga sinna í öðrum sveitarfélögum. Aðstaða til félagsstarfsins hefur verið byggð upp í Kópavogi frá 1990 í Gjábakka sem er á miðbæjarsvæðinu og í Gullsmára sem er í Smárahverfinu. Í stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna er tillaga um að efla Sunnuhlíðarsvæðið sem miðstöð öldrunar- þjónustunnar, byggja nýtt dvalar- og hjúkr- unarheimili á Hörðu- völlum sem er milli Salahverfis og Vatns- endahverfis og þar verði einnig þriðja fé- lagsmiðstöðin fyrir aldraða Kópavogsbúa. Heimaþjónustu og heimahjúkrun Miklu máli skiptir að félagsstarf aldraðra bjóði upp á fjölbreytta möguleika sem allir geta nýtt sér meðan heilsa leyfir. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir aldraðir sem eru sjúkir og geta ekki nýtt þessa þjón- ustu fái góða aðhlynningu og að boðið sé upp á slíka þjónustu af hálfu bæjarfélagsins. Kópavogsbúar hafa sýnt frumkvæði á þessu sviði og má þar nefna stofnun Sunnuhlíð- arsamtakanna sem í lok áttunda áratugar síðustu aldar byggðu Sunnuhlíð. Í samvinnu við Sunnu- hlíðarsamtökin hefur Kópavogsbær stutt byggingu á nýrri viðbyggingu sem var í upphafi þessa árs tekin í notkun. Þessi nýju hjúkrunarrými við Sunnuhlíð verða fullbúin á næst- unni en þar eru 28 rúm fyrir hjúkr- unarsjúklinga. Þessi viðbygging leysir úr mjög brýnum vanda sem hér hefur verið hvað hjúkrunarrými fyrir aldraða Kópavogsbúa snertir. Heimahjúkrun í Kópavogi er á vegum heilugæslu Kópavogs en önnur heimaþjónusta á vegum fé- lagsþjónustunnar. Þessa þjónustu vilja Sjálfstæðimenn efla og að hún verði öll á vegum Kópavogsbæjar. Í Kópavogi eru nú liðlega 2.300 bæjarbúar 67 ára og eldri. Með bættri heilbrigðisþjónustu og að- búnaði ná enn fleiri Íslendingar því að lifa lengur en áður eftir að starfsdegi á vinnumarkaði lýkur. Því er ljóst að við Kópavogsbúar verðum að hafa frumkvæði að því að þjónusta við aldraða verði aukin og ríkisvaldið leggi sitt af mörkum til uppbyggingar á nýrri þjónustu. Kópavogsbær hafði frumkvæði að því að efla félagastarfsemi eldri borgara og fá þá sjálfa til liðs við bæjarfélagið með því að auka fjöl- breytni þjónustunnar og að þeir sjálfir stýri þessu starfi og taki virkan þetta í stefnumótun fé- lagsstarfsins. Til að bæta þessa þjónustu viljum við Sjálfstæðismenn í Kópavogi flýta byggingu á sambýli fyrir heila- bilaða og MS-sjúklinga og að Kópa- vogsbær taki heilsugæsluna að sér sem tilraunaverkefni og samþætti enn betur þá þjónustu sem aldraðir fá í dag. Þá viljum við byggja nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili í sam- vinnu við félagasamtök og ríkisvald- ið til að draga úr þeirra bið sem í dag er eftir þessari þjónustu. Kópavogur er og á að vera fyr- irmyndarbæjarfélag og bjóða öldr- uðum bæjarbúum upp á gott fé- lagsstarf og góða þjónustu á ævikvöldi. Nái stefnumarkmið Sjálf- stæðismanna fram að ganga náum við Kópavogsbúar þessu markmiði. Starfsemi aldraðra í Kópavogi Bragi Michaelsson Kópavogur Kópavogsbær, segir Bragi Mich- aelsson, rekur öflugt félagsstarf og afþrey- ingu fyrir aldraða. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og skipar sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. VIRKJUN við Vill- inganes mun hafa óafturkræf og skaðleg áhrif á atvinnulíf, mannlíf og náttúru Skagafjarðar. Þegar rætt er um virkjun með ekki meiri fram- leiðslugetu og fyrir- huguð er við Villinga- nes, 33 megavött, með öllum hennar áhrifum, þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins 30. apr- íl síðastliðinn birtist fréttamynd af 10. bekkingum Haga- skóla, sem höfðu verið að ljúka samræmdum prófum. Fram kom í fréttinni að nú yrði stefnan tekin norður í Skagafjörð, þar sem fara ætti í flúðasiglingar, reiðtúr og bjargsig. Mér varð hugsað til þess hvernig fréttin hefði hljóðað ef búið væri að virkja Héraðsvötn við Villinganes. Flúðasiglingar á Jökulsánum eru einn angi af fjölbreyttum afþrey- ingarmöguleikum héraðsins og sá sem verið hefur í hvað örustum vexti undanfarin ár. Þarna eru um margt einstakar aðstæður, þar sem saman fara miserfiðar flúðasigling- ar og stórbrotin náttúra á einu og sama svæðinu, sem tvímælalaust á sinn þátt í aðdráttarafli héraðsins fyrir ferðamenn. Einnig verður að hafa í huga sameiginlega hagsmuni annarra aðila, sem veita ferðamönnum þjónustu, má þar nefna sölu veit- inga, gistingu, akstur, sjósiglingar, söfn héraðsins og fleira. Er ekki í þessu sambandi verið að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni? Benda má lesendum á grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 9. maí síðastliðinn, sem fjallar um Villinganes- virkjun og ferðaþjón- ustu. Meginforsendur nýrrar virkjunar hljóta auðvitað að vera að þörf sé fyrir orkuna frá henni, en svo er ekki varðandi Villinganes- virkjun. Iðnaðaruppbygging í Skagafirði er ekki háð orku frá nýrri virkjun Héraðsvatna. Ein af röksemdunum með virkj- un Blöndu á sínum tíma var ein- mitt uppbygging atvinnu heima í héraði með tilstyrk raforku frá Blönduvirkjun. Ekki er ólíklegt að þessi rök hafi vegið hvað þyngst með virkjun, enda skiljanlegt. Allir vita að þetta gekk ekki eftir og langstærstur hluti þeirrar raforku, sem framleidd er í Blönduvirkjun, er fluttur langar leiðir að notk- unarstað. Nýting raforku er hagkvæmust sem næst virkjunarstað vegna flutningstaps. Eftir því sem orkan er flutt lengra, og í meira magni, því stærri hluti hennar tapast. Sem dæmi má nefna að sé Blönduvirkj- un keyrð á fullum afköstum, 150 megavöttum, þá er flutningstap hér um bil 10% af framleiðslugetu, enda virkjunin sjaldan keyrð svo mikið. Þetta er um helmingur fyr- irhugaðrar framleiðslugetu Vill- inganesvirkjunar! Það er því mun hagkvæmara að nota orku Blöndu- virkjunar hér á Norðvesturlandi en flytja hana suður á Grundartanga. Það er slæmt að hafa ekki burði til að nýta þessa orku í héraði. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum kemur fram að áhrif orkuframboðs Vill- inganesvirkjunar á byggða- og at- vinnumál í Skagafirði séu mjög óljós. Ennfremur kemur þar fram að nokkur störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum geti tapast, óljóst hve mörg! Getum við látið ógrundaðar hug- myndir um notkun orkunnar hafa áhrif á aðra eins ákvörðun og virkjun Héraðsvatna við Villinga- nes, sem óhjákvæmilega breytir ímynd og ásýnd héraðsins til fram- búðar? Virkjun eða ferðaþjónusta Gísli Árnason Skagafjörður Getum við látið ógrund- aðar hugmyndir um notkun orkunnar, spyr Gísli Árnason, hafa áhrif á aðra eins ákvörð- un og virkjun Héraðs- vatna við Villinganes? Höfundur er rafvirkjameistari og skipar 4. sætið á lista VG í sveitarfélaginu Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.