Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðjón ekki endurráðinn knatt- spyrnustjóri hjá Stoke / B1 Real Madrid Evrópumeistari í knattspyrnu í níunda sinn / B3 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið LIFUN frá Eddu – miðlun og út- gáfu. Blaðinu verður dreift á höf- uðborgarsvæð- inu. 12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Íslensk heimili einhver þau skuldugustu … / C1  Bankarnir óhressir með tillögur … / C4  Samskip sækja á Eimskipafélagið / C6  Ómetanleg verðmæti í örnefnum til sjávar / C9  Miklar tekjur af ráðstefnuhaldi / C12 BILL Graham, utanríkisráðherra Kanada, og Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra Íslands, opnuðu formlega sendiráð Kanada á Íslandi í gær, en Gerard Skinner sendi- herra afhenti Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Kanada með að- setur í Reykjavík 27. nóvember sem leið. Sendiráðið er að Hallveigar- stöðum við Túngötu 14 í Reykjavík og eru þar sex starfsmenn, fjórir ís- lenskir og tveir kanadískir. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Gerard Skinner segir að kostnaður liggi ekki fyrir en hann sé ekki undir milljón kanadískum dollurum, um 60 milljónir króna. Bill Graham flutti stutt ávarp í móttöku í sendiráðinu í gær og gat þess að samband Íslands og Kanada hefði hafist þegar Íslendingar hefðu fyrst komið til Kanada fyrir meira en 1000 árum. Hann sagði að það væri ánægjulegt að taka þátt í opn- un sendiráðsins, því það væri liður í gagnkvæmu samstarfi þjóðanna á mörgum sviðum. Graham notaði tækifærið og þakkaði Íslendingum fyrir góðan NATO-fund og góðar móttökur. Halldór Ásgrímsson og John Manley, þáverandi utanríkisráð- herra Kanada, opnuðu sendiráð Ís- lands í Kanada í Ottawa 22. maí í fyrra. Eftir að Halldór og Graham höfðu afhjúpað skjöld til merkis um opnun kanadíska sendiráðsins í gær óskaði Halldór Kanadamönnum til hamingju með húsnæðið og sagði ánægjulegt að hafa sendiráðið í borginni, en umræða um gagnkvæm sendiráð hafi staðið lengi yfir. Þetta væri stór dagur fyrir Íslendinga og stór dagur í samskiptum Íslands og Kanada sem hefðu verið sérstaklega mikil frá árinu 2000. Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra Íslands, og Bill Graham, utanríkisráðherra Kanada, klappa fyrir opnun sendiráðs Kanada á Íslandi, en til hægri er Gerard Skinner, sendiherra Kanada á Íslandi. Sendiráð Kanada opnað í Reykjavík BORGARENDURSKOÐUN telur að almennt sé staða bókhaldsmála og innra eftirlits góð hjá Reykjavíkur- borg og fyrirtækjum hennar. Þó eru gerðar athugasemdir, m.a. við bók- hald Orkuveitu Reykjavíkur og telur Borgarendurskoðun að nauðsynlegt sé að efla bókhaldsdeild fyrirtækisins og koma á virkri innri endurskoðun. Borgarendurskoðandi telur að hjá Orkuveitunni sé meðferð virðisauka- skatts áfátt, vanskilavextir falli á fyr- irtækið og upplýsingar vanti um hverjir njóti veitinga og gjafa og af hvaða tilefni. Þá hafi afstemmingu lánardrottna verið talsvert ábóta- vant. Að öðru leyti virðist þau ferli sem beitt er við innra eftirlit vera í góðu lagi. Í skýrslunni kemur fram að tap Orkuveitunnar nam rúmlega 533 milljónum króna samanborið við tæp- lega 390 milljóna hagnað árið á und- an. Umskiptin skýrist helst af miklu gengistapi, hækkun lífeyrisskuld- bindinga, tapi af fjárfestingum í hlutabréfum og áhrifum frá dóttur- félögum. Hrein eignaaukning í formi fjárfestinga í fastafjármunum nam 6,8 milljörðum. Lántökur og aukning skulda nam samtals tæplega 4,8 millj- örðum. Dótturfélög Orkuveitunnar, Lína.Net, Tetra-Ísland, Rafmagns- lína og Hitaveita Þorlákshafnar, voru öll rekin með tapi að undanskildu síð- astnefnda fyrirtækinu. Hagnaður hitaveitunnar nam 9,5 milljónum en samanlagt tap hinna fyrirtækjanna nam rúmlega 305 milljónum. Vantar lista yfir þátttakendur Meginatriði skýrslunnar varða reikningsskil, fjárhagsáætlanir og endurskoðun reikningsskilanna. Lögð var áhersla á þrjá þætti við end- urskoðun reikningsskila ársins 2001, þ.e. innra eftirlit, launa- og kjaramál og tekjubókhald. Orkuveitan var ekki eina fyrirtæki borgarinnar sem Borgarendurskoðun gerði athuga- semdir við. Meðal annars var fundið að því að Bílastæðasjóður greiddi dráttarvexti og meðferð virðisauka- skatts væri áfátt, Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fylgdi ekki nægi- lega eftir sínum kröfum en nokkuð er um tveggja og þriggja ára gamlar kröfur á hendur borgarsjóði og borg- arfyrirtækjum. Hjá Reykjavíkurhöfn var skráningu vegna virðisauka- skatts áfátt og tilefni risnuútgjalda vantaði og upplýsingar um þátttak- endur. Á nokkrum stöðum skorti nokkuð á að starfslýsingar væru til staðar og bæta mátti viðveruskrán- ingu. Þrátt fyrir þessar athugasemd- ir telur borgarendurskoðandi stöðu bókhaldsmála og innra eftirlits al- mennt vera góða. Borgarendurskoðandi telur bókhald og innra eftirlit gott hjá borginni Athugasemd- ir við dráttar- vexti og risnu VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að staðan innan Byggðastofnunar sé al- varleg, málið sé í skoðun og ákvörðun verði tekin í síðasta lagi á aðalfundi stofnunarinnar seinni partinn í júní. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa fimm starfsmenn Byggða- stofnunar sent forstjóra stofnunar- innar bréf til að vekja athygli hans á óviðunandi starfsaðstæðum vegna framkomu Kristins H. Gunnarssonar, stjórnarformanns stofnunarinnar. Af- rit bréfsins var sent til iðnaðar- og viðskiptaráðherra og varaformanns stjórnarinnar. Valgerður segir að hún taki bréfið alvarlega. Byggðastofnun sé að byggja sig upp á nýjum stað með nýju starfsfólki og hún telji að þar hafi tekist vel til. Stofnunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna og þeg- ar svona persónuleg átök eigi sér stað sé orkan ekki notuð í rétta hluti. Mál- ið sé í skoðun, tekið verði á því, en sjaldan valdi einn þá tveir deili og hún sé ekki tilbúin að segja á þessari stundu hvað hún ætli að gera. Í bréf- inu falla þung orð en aðspurð vill Val- gerður Sverrisdóttir ekki fullyrða um það hvort viðkomandi menn geti unn- ið saman. Það komi í ljós eftir að mál- ið hafi verið skoðað í heild sinni. Valgerður Sverrisdóttir um innri málefni Byggðastofnunar Ákvörðun í síðasta lagi á aðalfundinum  Efast um/10 HARALDUR Örn Ólafsson fjallgöngu- maður og ferða- félagar hans höfðu á níunda tímanum í gærkvöldi lokið þriðjungi leiðarinn- ar á hátind Everest úr 4. búðum í Suð- urskarði eftir að þeir lögðu af stað skömmu fyrir klukkan 17 að ís- lenskum tíma eða klukkan rúmlega 22 að nepölskum tíma. Klifrið sóttist vel þrátt fyrir mikið fannfergi á leiðinni og var snjór sum- staðar sagður ná klifrurum í mitti. Illa gekk að ná sam- bandi við grunnbúð- ir þaðan sem Ólafur Örn Haraldsson hugðist hringja úr gervihnattasíma og segja fréttir af gangi mála á klukkustundar fresti en hann var í tal- stöðvarsambandi við son sinn. Í nótt sem leið hugðist Haraldur síðan hringja af tindi Everest, næði hann tindinum og var ráð fyrir gert að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra talaði við Harald úr Útilífi í Smáralind. Haraldur lagði af stað í logni og stjörnubjörtu veðri og átti möguleika á að ná tindinum um hádegi að staðartíma. Þó er ekki nema hálfur sigur unninn með því, enda tekur varhugaverð leið- in niður nokkrar klukkustundir og er jafnan hætt við óhöppum þar sem menn eru oftast ör- þreyttir eftir uppgönguna. Haraldur og félagar eru fyrsti leiðangurinn í röð nokkura leið- angra sem ætluðu að gera atlögu að tindinum úr 4. búðum. Voru um 50 manns þar í gær. Haraldur gerði atlögu að tindi Everest í nótt sem leið Í mittisdjúpum snjó áleiðis á tindinn Haraldur Örn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.