Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN
64 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAU ERU mörg
dæmin frá kjörtíma-
bilinu, sem er að líða,
um vafasama stjórn-
sýsla meirihluta sjálf-
stæðismanna í bæjar-
stjórn. Eftir 36 ára
valdatíð hefur meiri-
hlutinn misst marks á
því hvernig eigi að
gæta hagsmuna allra
bæjarbúa. Hvergi er
að finna augljósara og
grófara dæmi um
klíkuskapinn sem ein-
kennir störf meirihlut-
ans en í harðorðum
úrskurði félags-
málaráðuneytisins
vegna úthlutunar lóða í fjórða
áfanga Ásahverfis.
Úrskurðurinn var
kveðinn upp snemma
á þessu ári. Niður-
staða ráðuneytisins er
sú að meirihlutinn hafi
brotið jafnræðisreglu
stjórnsýslulaganna.
Úrskurðurinn er
óvenju harðorður og
óumdeilanlega áfellis-
dómur yfir óvönduð-
um vinnubrögðum
bæjarstjórnarmeiri-
hlutans.
Ekkert jafnræði
og tortryggilegar
aðferðir
Í það minnsta þrír umsækjendur
fengu lóð án þess að skila fullnægj-
andi umsóknum, segir ráðuneytið.
Það telur vafa leika á fjárhagslegu
bolmagni margra lóðahafa til að
ljúka húsbyggingum á lóðunum
sem þeir fengu úthlutað. „Er aug-
ljóst að mjög skortir á að bæjaryf-
irvöld hafi náð að rökstyðja þær
fullyrðingar sínar að jafnræðis hafi
verið gætt við málsmeðferð og
ákvörðun um úthlutun byggingar-
lóða,“ segir í úrskurðarorðunum.
„Ráðuneytið telur að sú leið sem
bæjarráð ákvað að fara við val um-
sækjenda hafi verið til þess fallin
að vekja tortryggni um að eitthvað
annað en málefnaleg sjónarmið hafi
ráðið niðurstöðu um val umsækj-
enda.“ Tekið er undir þá gagnrýni
að umsækjendur hafi ekki átt kost
á að fá upplýsingar um hvaða sjón-
armið bjuggu að baki því hver fékk
lóð og hver ekki.
Grunsemdir vakna
um klíkuskap
Í úrskurðinum er öllum rök-
stuðningi bæjarstjórnarmeirihlut-
ans vísað á bug með þeim orðum að
hann eigi sér ekki stoð í gögnum
málsins. „Telur ráðuneytið því
óumflýjanlegt að komast að þeirri
niðurstöðu að við ákvörðun bæjar-
stjórnar Garðabæjar um úthlutun
byggingarlóða í 4. áfanga Ása-
hverfis hafi verið brotið gegn jafn-
ræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga,“
segir ráðuneytið. „Þrátt fyrir að
ekki verði um viðurlög að ræða tel-
ur ráðuneytið rétt að taka fram að
það lítur mál þetta alvarlegum aug-
um. Málið snýst um úthlutun eft-
irsóttra byggingarlóða sem hafa
verulegt fjárhagslegt verðmæti við
endursölu. Bar því brýna nauðsyn
til að vanda alla málsmeðferð, með-
al annars til að tryggja að ekki
vöknuðu grunsemdir um að stjórn-
málaskoðanir, vinfengi eða fjöl-
skyldutengsl umsækjenda hefðu
áhrif á möguleika umsækjenda við
úthlutun lóða.“
Þessi úrskurður er í mínum huga
enn ein sönnunin fyrir því að það er
kominn tími til að breyta. Gefum
sjálfstæðismönnum frí frá málefn-
um Garðabæjar. Kjósum B-listann
til að móta Garðabæ nýja framtíð-
arsýn.
Áfellisdómur yfir sjálfstæðismönnum
Ásmundur
Jónsson
Garðabær
Úrskurður ráðuneyt-
isins er óvenju harð-
orður, segir Ásmundur
Jónsson, og áfellisdóm-
ur yfir óvönduðum
vinnubrögðum bæjar-
stjórnarmeirihlutans.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
skipar þriðja sæti B-lista, óháðra og
framsóknarmanna í Garðabæ.
ÉG HEF starfað í
foreldrafélögum í
Garðabæ samfellt síð-
astliðin 7 ár eða allt
frá því að eldri dóttir
mín hóf sína leik-
skólagöngu. Fyrst á
Kirkjubóli, svo í Hofs-
staðskóla, þar sem ég
er starfandi sem vara-
formaður foreldra-
félagsins, og núna
einnig á Lundabóli.
Starf í stjórnum for-
eldrafélaga er kjörinn
vettvangur fyrir for-
eldra sem vilja kynn-
ast nánar og jafnvel
hafa áhrif á þá starf-
semi sem fram fer í skólunum. En
skólamál og aðbúnaður barna okk-
ar í skólanum eru mín hjartansmál
og þar vil ég halda áfram að beita
mér af enn meiri krafti.
„Matur fyrir alla, alla daga!“
Á þessum tíma hef ég fylgst með
stórum málum fara í gegnum kerf-
ið og verða að veruleika s.s. eins
og heitan mat í alla leikskóla, sem
öllum þykir nú orðinn sjálfsagður
hlutur. Því miður hefur ekki enn
verið komið á framtíðarlausn fyrir
heitan mat í grunnskólana. For-
eldrafélögin stóðu að tilraunaverk-
efni síðastliðið vor í samvinnu við
Garðabæ, sem lyktaði þannig að
gerður var samningur um flugvéla-
bakkamat, sem neytt er í skóla-
stofunum. Það er fullljóst að þessi
lausn er aðeins tímabundin.
Bakkamatur er í eðli sínu ekki
nógu lystugur auk þess sem þessi
lausn er of dýr. Þjónusta sem
þessi má ekki vera of dýr, það fæl-
ir frá þá efnaminni og þá er mark-
miðinu ekki náð. Eðlilegt er að
hráefniskostnaður sé greiddur af
foreldrum en bærinn standi
straum af öðrum þáttum, eins og
gert er á leikskólunum. Markmiðið
verður að vera „matur fyrir alla,
alla daga“! Vilji foreldra í þessum
málum er er mjög skýr þ.e. heitan
mat í skólann og séraðstöðu til að
matast. Hjá þessu verður ekki
lengur komist, þetta er þróunin í
skólum í nærliggjandi sveitarfélög-
um.
Tómstundir í samfellu
við skóladaginn
Uppeldis- og forvarnagildi
æskulýðs-, íþrótta- og tómstunda-
starfs er óumdeilanlega mjög mik-
ið. Þess vegna er
mjög mikilvægt að
færa slíka starfsemi
inn í skólana að lokn-
um kennsludegi og
stuðla þannig að auk-
inni þátttöku barna.
Fyrir þessu er bæði
vilji og skilningur
skólastjórnenda hér í
bæ, en aðstöðuleysið
er algert. Enn ein við-
byggingin stendur nú
fyrir dyrum í Flata-
skóla og mun aðstað-
an þar stóraukast
með tilkomu hennar.
Því miður er þó ekki
ráðgert að taka fyrsta áfanga
hennar í notkun fyrr en seint á
næsta ári. Hvað Hofsstaðaskóla
varðar eru engar ráðagerðir um
húsnæðisbreytingar. Þar verður
því að teljast spennandi kostur að
skoða gaumgæfilega, hvort ekki
megi nýta fyrir tómstundaheimili
Hofsstaðaskóla hluta af þeim 200
fm sem ætlaðir eru fyrir félagsað-
stöðu í nýja íþróttamannvirkinu.
Gera mætti ráð fyrir að þessi að-
staða væri samnýtanleg með ein-
hverri annarri starfsemi þar sem
hún mun væntanlega ekki verða
nýtt af tómstundaheimilinu lengur
en til kl.17 eða 18 á virkum dögum.
B-listi óháðra og framsóknar-
manna í Garðabæ setur skólamál í
öndvegi í stefnuskrá sinni. Ég
skipa fjórða sæti listans og er
staðráðin í að gera það sem í mínu
valdi stendur til þess að hið póli-
tíska vald í bæjarstjórn láti ekki
sitt eftir liggja og tryggja börnum
og foreldrum að úrbætur í mál-
efnum skólanna skipi veglegan
sess í ráðum og nefndum bæjarins.
Skólamál – mín
hjartans mál
Svava
Garðarsdóttir
Garðabær
Því miður, segir Svava
Garðarsdóttir, hefur
ekki enn verið komið á
framtíðarlausn á að fá
heitan mat í grunn-
skólana.
Höfundur er kerfisfræðingur og
skipar 4. sæti B-listans við bæj-
arstjórnarkosningar.
Í jafnréttisáætlun
Kópavogs 1998–2002
sem var samþykkt í
bæjarstjórn korteri
fyrir kosningar árið
1998 eru tilgreind ým-
is verkefni sem vinna
átti á kjörtímabilinu
sem nú er að renna út.
Ljóst er að undir
stjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks í
Kópavogi hefur áætl-
uninni ekki verið
fylgt.
Engar
launakannanir
Ekkert af fyrir-
tækjum eða stofnunum bæjarins
með 25 starfsmenn eða fleiri hefur
gert jafnréttisáætlun, eins og vera
ber, ekki bara samkvæmt jafnrétt-
isáætluninni, heldur er skýrt
ákvæði um þetta í jafnréttislögum.
Ekki hefur verið gerð
samanburðarrann-
sókn á launum og
störfum kvenna og
karla hjá Kópa-
vogsbæ, eins og gera
átti samkvæmt áætl-
uninni. Slíkar kannan-
ir hafa verið gerðar í
öðrum sveitarfélögum
og hefur komið fram
að um kynbundinn
launamun er að ræða
þar eins og annars
staðar á vinnumark-
aðnum. Aðeins með
því að kanna málin hjá
Kópavogsbæ getum
við fest hönd á hver
munurinn er og í hverju hann ligg-
ur. Í framhaldi af því er hægt að
bregðast við á viðeigandi hátt.
Reykjavíkurborg hefur t.d. tekist
að minnka launamun karla og
kvenna sem starfa hjá borginni úr
14% í 7%.
Jafnréttisnefnd Kópavogs átti að
hafa frumkvæði að útgáfu fræðslu-
og upplýsingaefnis um jafnréttis-
mál og samskipti kynjanna. Var
ekki gert. Á árinu 2000 átti að gera
könnun í Kópavogi á hvaða áhrif
jafnréttisáætlanir og jafnréttis-
starf á vegum Kópavogsbæjar
hefðu haft á stöðu jafnréttismála í
bæjarkerfinu og sveitarfélaginu.
Var ekki gert, enda hvorki jafn-
réttisáætlunin né jafnréttisstarf
samkvæmt henni kunnugt íbúum.
Jafnréttisfulltrúi var ráðinn í
hálft starf sumarið 1999, hætti í
apríl 2000. Tæpt ár leið þar til aft-
ur var ráðið í stöðuna, áfram í hálft
starf. Það hlýtur að teljast með
ólíkindum að næst stærsta sveitar-
félag landsins skuli ekki hafa jafn-
réttisfulltrúa í fullu starfi.
Skýr stefna
Stefna Samfylkingarinnar í jafn-
réttismálum er skýr. Við munum
gera starf jafnréttisfulltrúa að
fullu starfi, við munum fylgja jafn-
réttislögum og gera jafnréttisáætl-
anir þar sem slíkt ber að gera. Við
munum gera launakannanir hjá
bænum og við munum veita fyr-
irtækjum viðurkenningar fyrir
störf að jafnréttismálum svo nokk-
ur dæmi séu nefnd.
Á lista Samfylkingarinnar í
Kópavogi er jafnt hlutfall kvenna
og karla með fjölbreytta reynslu.
Aðeins með því að setja X við S 25.
maí er möguleiki á að koma sjón-
armiðum jafnréttis og fé-
lagshyggju að í bæjarstjórn Kópa-
vogs.
Jafnréttisáætlun ekki fylgt
Sigrún
Jónsdóttir
Kópavogur
Ekki hefur verið gerð
samanburðarrannsókn,
segir Sigrún Jónsdóttir,
á launum og störfum
kvenna og karla hjá
Kópavogsbæ, eins og
gera átti samkvæmt
áætluninni.
Höfundur er í 2. sæti á framboðslista
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
MÁLEFNI aldr-
aðra eru íbúum Akra-
ness ofarlega á baugi í
aðdraganda sveitar-
stjórnarkosninga og
er það vel. Við sjálf-
stæðismenn setjum í
stefnuskrá okkar fram
metnaðarfull mark-
mið. Málefni eldri
borgara eru þar á
meðal enda ber okkur
siðferðileg skylda til
að búa vel að þeim.
Akurnesingar hafa
byggt upp góða starf-
semi á Dvalarheim-
ilinu Höfða og eru
stoltir af. Við viljum
öll að heimilið njóti þess besta sem
kostur er. Þrátt fyrir að Höfði sé
vel rekin stofnun, starfsfólk alúð-
legt og umgjörð öll eins og best
verður á kosið er vandinn sá að
framlög hins opinbera duga ekki til
að endar nái saman. Færð hafa
verið rök fyrir því að daggjöld séu
allt of lág. Heildarlausnir eru hins
vegar látnar sitja á hakanum en
reksturinn réttur af með jöfnu
millibili.
Málefni aldraða verða ekki leyst
með einföldum hætti. Fara þarf
fjölbreyttar leiðir, rétt eins og við
sjálfstæðismenn nefnum í stefnu-
skrá okkar. Þrátt fyrir góðan
ásetning og einlægan vilja hefur
meirihlutinn daufheyrst við tillög-
um okkar. Vert er að
nefna tvær tillögur
sem fulltrúar flokksins
báru upp á síðasta ári
og hafa enn ekki náð
fram að ganga:
Þann 14. mars
2001 lagði Gunnar Sig-
urðsson fram tillögu í
bæjarráði um skipan
fimm manna nefndar
sem fengi það hlut-
verk að skoða hugs-
anlegar þarfir Dvalar-
heimilisins Höfða til
stækkunar þegar til
lengri tíma er litið.
Nefndinni var ætlað
að ljúka störfum og
skila áliti til bæjarstjórnar þann 1.
ágúst sama ár. Tillagan er enn í
bæjarráði án þess að meirihlutinn
hafi veitt henni brautargengi.
Í júní 2001 samþykkti bæj-
arstjórn tillögu frá Pétri Ottesen
um að gerð yrði könnun á sam-
rekstri heimahjúkrunar og heim-
ilisþjónustu aldraðra. Ekkert bólar
enn á þessari könnun. Engar form-
legar viðræður hafa farið fram á
milli fulltrúa ríkis og bæjar um
málið og í dag er engin vinna í
gangi í þessu samhengi.
Ég vísa til stefnuskrár okkar
sjálfstæðismanna um málefni eldri
borgara en get ekki látið hjá líða að
benda á eftirfarandi:
Í fjögur ár hefur Framsókn-
arflokkurinn stýrt málefnum aldr-
aðra á Akranesi og einnig haft góð-
an aðgang að þessum málaflokki á
landsvísu. Loksins núna, árið 2002,
á að setjast niður og setja sér
markmið, skilgreina hlutverk og
framtíðarsýn Höfða. Eru þetta þau
vinnibrögð sem bæjarbúar vilja
sjá?
Það á að gera vel við þá, sem
sestir eru í helgan stein og skilað
hafa sínu ævistarfi í þágu sam-
félagsins. Það er þess vegna sem
við frambjóðendur D-listans viljum
hafa velferð eldri borgara í fyr-
irrúmi á næstu árum. Til að svo
megi verða þar framfarasinnaða
stjórn í bæjarmálum á Akranesi.
Það þarf áræði og sterkan sam-
takamátt. Umfram allt þarf efndir í
stað orða.
Efndir í stað orða
Hallveig
Skúladóttir
Höfundur skipar 7. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Akranes
Það á að gera vel við þá,
sem sestir eru í helgan
stein, segir Hallveig
Skúladóttir, og skilað
hafa sínu ævistarfi í
þágu samfélagsins.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni