Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTAKLÚBBUR Þjóðleikhúss- ins bauð upp á leiklestur á Fótbolta- sögum Elísabetar Jökulsdóttur síð- astliðið mánudagskvöld. Elísabet er einn þeirra höfunda sem hafa lagt hvað mesta rækt við örsagnaformið í íslenskum bókmenntum og Fót- boltasögurnar sem komu út fyrir síð- ustu jól eru þriðja örsagnasafn henn- ar. Fótboltasögurnar hafa að geyma 49 stuttar sögur sem snúast allar á einn eða annan hátt um fótbolta og fótboltamenn. Hér er brugðið upp svipmyndum af lífinu innan og utan vallar sem oftar en ekki endurspegla hvort annað á skemmtilegan hátt. Texti Elísabetar einkennist af góð- um húmor og leik með tungumálið og saman mynda sögurnar sterka heild eins og kom vel í ljós í leiklestri Listaklúbbsins. Nafna höfundar, Elísabet Ron- aldsdóttir, gerir leikgerðina að Fót- boltasögunum. Hún notar allan texta bókarinnar (e.t.v. að undanskildum örfáum línum), breytir að einhverju leyti röð textabrotanna, býr til teng- ingar á milli og breytir víða þriðju persónu frásögn í fyrstu persónu frásögn. Vel hefur tekist til við að draga fram leikræna þætti textans og í heild er leikgerðin ekki síður vel lukkuð en bókin sjálf. Það eru leikararnir Björn Jörund- ur Friðbjörnsson, Hilmar Jónsson og Stefán Jónsson sem eru í hlut- verkum fótboltamannanna (útispil- ara, markmanns, þjálfara, nuddara og dómara) en sem liðsauka hafa þeir fengið Sólveigu Zophoníasdótt- ur, Ungfrú Ísland.is, sem er hér í hlutverki blaðamanns. Kraftur og leikgleði einkenndi leik strákanna og samspil var gott. Ungfrúin var ögn feimin og hikandi í leiknum þótt hún læsi textann sinn af einlægni. Helgu Jónsdóttur leikstjóra hefur tekist vel að draga fram það samspil lífs og (fótbolta)leiks, sigra og ósigra sem sífellt er að verki í þessum sög- um Elísabetar. Sýningin er smellin og skemmtileg og tilvalið að æfa hana dálítið upp og bjóða á árshátíðir knattspyrnufélaganna. Fáir fót- boltamenn voru sjáanlegir í Þjóð- leikhúskjallaranum á mánudags- kvöldið en hér er vissulega á ferðinni sýning sem ætti að höfða til þeirra. Skorað í Listaklúbbnum LEIKLIST Listaklúbbur Þjóðleikhússins Eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Leikgerð: El- ísabet Ronaldsdóttir. Leikstjóri: Helga Jónsdóttir. Leikarar: Björn Jörundur Frið- björnsson, Hilmar Jónsson, Stefán Jóns- son og Sólveig Zophoníasdóttir. Leik- lestur í Þjóðleikhúskjallaranum 13. maí. FÓTBOLTASÖGUR Soffía Auður Birgisdóttir ÞVÍ má alveg slá föstu, að sýn- ingin, Hin nýja sýn, sem kemur frá Tretjakov-safninu í Moskvu, sé drjúgur hvalreki í fjörur íslenzks menningarlífs. Aldrei fyrr hefur jafn upplýsandi framkvæmd ratað til landsins hvað varðar þróun gildr- ar myndlistar, frá hefðbundnum viðhorfum til nýrra tjáhátta og bylt- ingarkenndra hugmynda. Viðhorfa sem voru samstiga breyttri þjóð- félagsgerð er fylgdi í kjölfar iðn- byltingarinnar, fram að þeim tíma mestu tækniframförum í sögu mannkynsins. Þau miklu hvörf fæddu svo af sér þörf á nýjum hugs- unarhætti á öllum sviðum raun- og hugvísinda. Véltækni leysti hand- verkið af hólmi í sívaxandi mæli, vísindin fengu ný tæki upp í hend- urnar sem aftur opnuðu þeim ný og óþekkt svið, luku upp mörgum áður luktum dyrum. Þessari þróun, er hófst á seinni hluta nítjándu aldar, jókst ásmegin með hverjum áratug tuttugustu aldar og aldrei meir en þá síðustu, sem enn einu sinni gjör- breytti lífi manna og ásýnd heims- ins. Skapandi kenndir hafa frá upp- hafi vega verið virkt grunnafl í kviku allrar framþróunar, eins og hin stóru fornminja- og þjóðhátta- söfn eru til lifandi vitnis um. Og hvað seinni tíma snertir heimslista- söfnin, þar sem menn geta fylgt þróuninni frá hinum assýrísku og grísku snillingum fornaldar í bygg- ingar- og höggmyndalist til okkar tímatals. Og svo blómatíma Róm- verja, hnignunarskeið þeirra, yfir umbrotasamar miðaldir allt fram til tíma endurfæðingarinnar er list- hugtakið varð til sem framlenging og æðra stig handverks, ígildi raun- og hugvísinda. Næstu aldir var um hægfara þróun að ræða allt fram á nítjándu öld, einkum síðari helming hennar þá iðnbyltingin hélt innreið sína. Einkum er efnafræðin færði listamönnum tilbúna liti upp í hend- urnar, allt samanlagt litrófið, þeir verksmiðjuframleiddir, fáanlegir í túbum og geymsluþolið margfalt meira. Iðulega vilja síðastnefndu atriðin gleymast, þegar listasagan er kruf- in og skilgreind, en lesandi ímyndi sér einungis hin miklu umskipti þá mögulegt var að ganga að öllum lit- um og kreista úr túbum. Listamenn þurftu ekki lengur að búa þá til í höndunum né verða sér úti um rán- dýr afbrigði þeirra, sem aðeins hin- ir frægustu höfðu efni á, einn blái tónninn var jafnvel búinn til úr saf- írryki. Fyrrum dýr og handofin lér- eftin ennfremur fáanleg tilbúin í rúllum, fín- sem grófkornuð. Má með jafnmiklum rétti halda því fram, að málarar hafi fengið nýtt hljóðfæri á milli handanna með stórum meira tónsviði, og að um niðurrif eldri gilda hafi verið að ræða. Þeir hafi einfaldlega verið ölvaðir af öllum þeim nýju og fersku möguleikum sem þeir skyndilega fengu upp í hendurnar. Vitanlega höfðu sögulegar hrær- ingar í samtímanum sitt að segja sem jafnan, en menn skulu vera meðvitaðir um að þessi sérstöku hvörf varðandi miðlana á milli handanna voru á einn hátt ekki síð- ur afdrifarík en tölvubyltingin á okkar tímum. Annað fylgdi iðnbyltingunni, er í ljósi sögunnar telst til öfugþróunar, sem var almennt vanmat á gildi fag- urfræðinnar og skapandi kennda. Fjöldaframleiðslan hreinlega valt- aði yfir í fyrstu, og þrátt fyrir ýmsa ljósa punkta stóð meira og minna fram að upphafi örtölvualdar, en hefur síðustu áratugi gengið í gegn- um mikil umskipti sem ekki verður séð fyrir endann á... – Sýningin, Hin nýja sýn, færir okkur ósjálfrátt upp í hendurnar skilvirkasta dæmi um afmarkaðan hluta þessara umskipta sem á okk- ar breiddargráðu hefur rekið til þessa. Hefst með nokkurs konar sýnishorni af því helsta sem gert var síðustu áratugi nítjándu aldar í Rússalandi, og fylgir þróuninni fram til 1930, er ríkið tók alfarið að sér að marka stefnuna, hugsa fyrir listamenn. Þetta er í þeim mæli um- fangsmikið efni að greina frá, svo menn stígi báða fætur til jarðar, að almennur listdómur nægir engan veginn, og því hef ég ákveðið að skrifa þrjár greinar og kryfja þró- unina í víðu samhengi. Hin fram- úrskarandi, skilvirka og myndum prýdda sýningarskrá/bók upp á 206 síður, hvar lesið er í mörg listaverk- anna, er einstök og óvenjuleg við- bót, kallar hins vegar á annars kon- ar og ítarlega orðræðu til hliðar. Rússland var lengstum hjúpað dulúð vegna fjarlægðar sinnar og stærðar, einangrað og frumstætt þjóðfélag allt þar til Pétur mikli (1672–1725) kom til sögunnar og opnaði landið áhrifum úr vestri, blés nýjum lífsanda í hinn mikla sof- andi risa. Keisarinn hafði hrifist af menningu, atvinnulífi og borgum Evrópu, og það markaði mikil tíma- mót er hann lagði hornstein að nýj- um og miklum borgarkjarna, St. Petersburg, 1701. Vildi með því sníða ríki sitt að vestrænni fyrir- mynd, rússneska þjóðin listræn í eðli sínu afar trúuð og með sterka þjóðerniskennd. Eftir að Pétur mikli féll frá ríktu hvorki meira né minna en fjórir keisarar og keisara- ynjur á sextán ára tímabili, Katrín I., Pétur II., Anna I., og Iwan IV., eða þar til Elísabet Petrovna (1709– 62), dóttir Péturs mikla, hrifsaði til sín völdin með hallarbyltingu 1741, og hóf strax að treysta grunnein- ingar þess. Hún ríkti í tuttugu og eitt ár og á tímabilinu var hafist handa við að reisa Vetrarhöllina, og hin Keisaralega akademía fyrir fagrar listir var stofnuð. Höllin, með sína 1.050 sali og 1.786 glugga, reis á átta árum, en Elísabet lést í þann mund er hún var fullgerð og við völdum tók Pétur III. Hann ríkti einungis í sex mánuði, þar sem valdasjúkri eiginkonu hans lá svo á að verða ekkja og taka við ríkisfor- ráðum. Það var hún; Katrín II., nefnd hin mikla (1729–96), sem öðru fremur tengdi Rússland evrópskum hefð- um og siðum, meðal annars með viðamiklum innkaupum á listaverk- um frá París. Fékk engan annan en heimspekinginn Denis Diderot til liðs við sig við val þeirra sem út af fyrir sig er mikil og spennandi saga. Lét í gríð og erg prenta rúblur, pappírspeninga, til að fjárfesta kaupin. Einkasafn hennar í Erem- itage-höllinni í Pétursborg, stofnað 1764, nú einnig til húsa í Vetrarhöll- inni, hefur með tímanum þróast í að verða eitt nafnkenndasta listasafn heims. Áhrifin af söfnunaráráttu hinnar foldgnáu keisaraynju, hefur eðlilega haft ómæld áhrif á mótun rússneskrar myndlistar og þróun hennar. Framan af var Keisaralega akademían frekar íhaldssöm stofn- un eins og slíkum hættir til að verða, en ný viðhorf voru í uppsigl- ingu er hinn ungi Ilja Repin (1844– 1930) hóf nám í frjálsum teikniskóla í borginni, einn helstur talsmaður þeirra var Ivan Nicolajevitj Kramskoj frá Ostrogorsk. Þar sem Repín líkaði miður hinn takmarkaði vinnutími í teikniskól- anum, sótti hann fljótlega um inn- göngu í Akademíuna og gekkst undir inntökupróf í nóvember 1863, sem hann stóðst. Á Akademíunni var unnið til sjö að kveldi alla daga vikunnar og námsskráin var eftir því flókin og víðfeðm. Fyrirlestrar hófust kl. átta að morgni og voru ekki einungis af þeirri gerð sem menn gátu búist við í skóla fyrir verðandi listamenn: líffræði, fjar- vídd, listasaga, stílsaga, sálarfræði, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, al- menn saga, bókmenntir og kirkju- saga. Tekið próf í öllu þessu og vís- indalegi þáttur námsins náði yfir heil sex ár. Að sjálfsögðu var stór hluti dagsins og kvöldsins vígður teikningu, málun og mótun, nem- endur teiknuðu og máluðu einungis nakta fyrirsáta og nemendurnir voru sömuleiðis einungis karlmenn. Nemendurnir á öllum aldri og komu úr öllum áttum hins víðfeðma ríkis, voru að auk af öllum þjóð- félagstéttum, Keisaralega aka- demían trúlega eina lýðræðislega kennslustofnunin í þeirra tíma Rússlandi. Ættgöfgi eða efnahagur hafði ekki hið minnsta að segja, það sem máli skipti var metnaður, dugnaður og hæfileikar. Og eins og nemendurnir komu margir prófess- oranna frá lægstu stigum þjóð- félagsins, aðrir voru frá útlandinu, Þjóðverjar og Fransmenn, til- heyrðu embættismannastéttinni eða hernaðaraðlinum. Það fóru margar sögur af I.N. Kramskoj sem kenndi á Akadem- íunni á sunnudögum og um hann var talað af andagt og forundran, átti ekki að hafa lært neins staðar og málaði ei heldur helgimyndir. Leit bara inn til eins eða annars helgimyndamálara og bað um liti og pensla, teiknaði svolítið og málaði svolítið, alveg á sinn eigin hátt, og að því kom á endanum að hann gerði sér ferð til Pétursborgar. Nemendurnir biðu alltaf í mikilli eftirvætningu eftir sunnudeginum og tímunum hjá Kramskoj, salurinn troðfullur er hann birtist. Honum dvaldist jafnan um stund hjá hverj- um og einum, leiðrétti ekki, út- skýrði einungis. Nemandans var að greina hvað betur mátti fara og ráða bót á því með eigin höndum. Ilja Repin hafði ekki verið lengi á Akademíunni er afdrifarík atburða- rás átti sér stað, sem ekki mátti ræða opinberlega, blöðin þögðu um að skipun frá æðri stöðum. Hér var um að ræða uppreisn hinna þrettán nemenda, voru raunar fjórtán að Kramskoj meðtölum, sem var í fyr- irsvari. Ferskir vindar blésu frá vestrinu, í allri Evrópu leituðu menn nýrra leiða í skapandi athöfn- um, höfðu fengið sig fullsadda af goðsagnalegum og sígildum við- fangsefnum, sögulegri og þjóðlegri rómantík og vel klæddu sveitafólki. Nú var það raunveruleikinn sem gilti, hvunndagurinn allt um kring og um leið var sem Rússland vakn- aði. Risi upp við dogg og liti í kring- um sig með opnum augum, limir sem legið höfðu í dvala fengu líf, blóðið sauð, vall og hríslaðist um þá. Hin nýja sýn í listinni hafði haldið innreið sína. „Hin nýja sýn“ MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu- daga. Til 16. júní. Aðgangur 400 krónur. Ókeypis á miðvikudögum. Sýningarskrá 3.500 kr. MÁLVERK RÚSSNESK MYNDLIST Bragi Ásgeirsson Ivan Nicolajevitj Kramskoj. Sjálfsmynd Ilja Repin, gerð ár- ið sem hann hóf nám við Keis- aralegu akademíuna fyrir fagr- ar listir í Pétursborg. ÖRLEIKRIT dagsins nefnist Nor- rænt samstarf og er eftir Kristján Þórð Hrafnsson rithöfund og Guð- laug Valgarðsson myndlistarmann. Útsendingar- staður er Lands- bankinn í Aust- urstræti og hefst leikurinn stund- víslega kl. 17.05 og verður að venju í beinni út- sendingu á Rás 1. „Norrænt samstarf fjallar um myndlistarkonu sem á fund með tveimur yfirmönnum í banka til að kynna fyrir þeim myndlistarupp- ákomu sem hana langar að standa fyrir í afgreiðslusal bankans ásamt dönskum gjörningalistamanni,“ segir höfundurinn Kristján Þórður í spjalli við Morgunblaðið. „Mynd- listarkonan sýnir yfirmönnunum myndverk eftir sig en samræðurnar snúast að mestu leyti um gjörning- inn sem danska listamanninn lang- ar að fremja og það má segja að sá gjörningur myndi nokkurs konar ósýnilegt leikrit í leikritinu eða ósýnilega myndlist í leikritinu. Þetta er gamanleikrit þar sem ólík- ar hugmyndir um það hvers konar list eigi erindi við viðskiptavini í banka rekast á.“ Leikarar eru Guðmundur Ólafs- son, Halldór Gylfason og María Pálsdóttir. Leikstjóri er Harpa Arnardóttir. Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð Norrænt samstarf í hnotskurn Kristján Þórð- ur Hrafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.