Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 59 Hvunndagstilboð: 3 rétta máltíð á aðeins kr. 1.200. (Gildir frá mánudegi til fimmtudags í Fjörunni). Í hádeginu: súpa salatbar og heitur réttur á kr. 990 kr í Fjörugarðinum. Þriggja rétta helgarmatseðill: Aðeins kr. 1.950 í Fjörunni. leikur fyrir dansi föstudags-og laugardagskvöld.SLICK Sími 565-1213 Í tilefni 12 ára afmælis er frítt inn á dansleik allan maímánuð (gegn framvísun þessarar auglýsingar). Komi gestir fyrir kl. 01.30, fá þeir Víking bjór.Opið alla hvítasunnuna! Færeyska hljómsveitin Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2002, virðis- aukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. maí 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatrygginga- gjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagn- ingu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtun- um, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlits- gjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúk- dómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningar- númer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2002. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Í Morgunblaðinu þann 9.5. s.l. brýst fram á ritvöllinn ung- ur frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi, Magnús Örn Guðmundsson, og fer mikinn. Ljóst er af máli frambjóðandans að hann hefur lært heima þau fræði sem móðurflokkurinn spinnur fyrir hverjar kosningar. Slæmt er til þess að vita að ungu fólki sé kennt að trúa því sem síður reynist rétt og því att fram með ranghug- myndir í þágu flokksins. Í aðdraganda kosninga er öllu til tjaldað og haft er að leiðarljósi „þitt er mitt og mitt er mitt“. Í stuttu máli má segja að „höfundarétt- ur“ sé hugtak sem ekki finnist í hugskot- um sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Þessum orðum til stuðnings skal vitnað í skrif Magnúsar og dæmi nú hver fyrir sig. „Náttúrugæði eru hér með eindæmum góð og skynsamlega staðið að skipulags- málum þar sem ákvarðanir eru teknar að vel ígrunduðu máli í sátt við bæjarbúa.“ Það er hinsvegar staðreynd að það hefur verið vilji sjálfstæðis- manna á Seltjarnarnesi að byggja á vestursvæðunum svokölluðum og eyðileggja þar með þá sérstöðu sem Seltjarnarnesið hefur. Í tvígang hafa þeir ákveðið uppá sitt eindæmi að eyðileggja þessa náttúruperlu þvert á vilja meiri- hluta bæjarbúa. Þessum áformum hefur hinsvegar verið afstýrt m.a. vegna söfnunar undirskrifta til verndunar svæðisins meðal bæjar- búa. Þessar aðgerðir voru alfarið á vegum Neslistans. Eftir stendur svo spurningin: Er þetta að taka ákvarðanir að vel ígrunduðu máli í sátt við bæjarbúa? „Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar er að varð- veita þann stöðugleika og ráðdeild sem einkennt hefur Seltjarnar- nesbæ,“ segir Magnús einnig. Hvaða stöðugleika? Skuldahöf- uðstóll bæjarins hefur aukist um 27% á kjörtímabilinu. Í desember samþykkti meirihlutinn 5% raun- hækkun á fasteignasköttum. Þeir lofa „fjölskylduvænni skatta- stefnu“ á sama tíma og þeir inn- heimta hæstu leikskólagjöld sem þekkjast á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta stöðugleikinn sem þarf að viðhalda? Í stærðfræðinni gefur mínus margfaldaður með nafna sínum plús. Þetta hafa sjálfstæð- ismenn á Nesinu lært. Magnús talar einnig um sundr- ungu innan raða Neslistans. Tor- tryggnislexían hefur einnig skilað sér í uppeldinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Neslistinn samanstendur af fólki sem annt er um umhverfi sitt og vill ýmislegt leggja í sölurnar til að varðveita þau gildi sem Seltjarn- arnes hefur uppá að bjóða. Í okkar hugum kallast fleira gildi en járnbentir steypukassar um víð- an völl. Ágætu Seltirningar. Í fjörutíu ár höfum við japlað á sömu tuggunni. Á kjördag þann 25. maí býðst okkur næringarríkur aðalréttur í nafni Neslistans. Þar fer samstilltur hópur fólks með hagsmuni manna og málleys- ingja í fararbroddi. Leyfum þreyttum að hvílast! Nökkvi Gunnarsson Seltjarnarnes Neslistinn, segir Nökkvi Gunnarsson, samanstendur af fólki sem annt er um umhverfi sitt. Höfundur skipar 5. sæti Neslistans. UNDARLEGT haf- ast mennirnir að. Ungur sjálfstæðis- maður á Seltjarnar- nesi skeiðar fram á ritvöll Morgunblaðsins hinn 9. maí sl. og talar fjálglega um sundr- ungu í röðum Nes- listamanna og að það sé bara einn Flokkur í framboði á Nesinu. Nú er undirrituð í þeirri aðstöðu að vera til þess að gera ný- komin í raðir Neslista- manna og ég hef ekki séð þennan unga mann á fundum hjá Neslistanum þannig að ég veit ekki hvaðan hann hefur þessar heim- ilidir um sundrungu. Reyndar minnir mig að ég hafi lesið svip- aðan pistil eða jafnvel alveg eins pistil fyrir síðustu og þar síðustu kosningar, þ.a. sennilega er hér á ferðinni gamall pistill og nýtt nafn hefur verið sett við hann. Þetta er frekar neyðarlegt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í þessu tilfelli þar sem þessi gamli pistill er löngu kominn fram yfir síðasta söludag. Hafa þessir menn ekkert nýtt fram að færa, t.d. væri hægt að tala um um „einingu“ Sjálfstæðismanna í Hjúkrunarheimilismálinu, um „ein- ingu“ Sjálfstæðismanna í Hrólfs- skálamelsmálinu og þá miklu „ein- ingu“ Sjálfstæðismanna í málefnum Vestursvæðanna. Samstilltur hópur Á þeim fundum sem ég hef farið á á vegum Neslistans hefur verið unnið ötullega að málefnavinnu, hlustað á allar raddir og þegar á botninn er hvolft eru þessar raddir í algerum samhljóm. Ég get vottað að það er samstilltur hópur sem stendur að Neslistanum, sem vill að bæjarbúar fái meiru ráðið um sín málefni og þurfi ekki alltaf að safna undirskriftalistum til að hnekkja stórhuga byggingaáætlun- um Flokksins, hvort sem er á frið- uðum svæðum eður ei. Ágreiningur Hins vegar leyfi ég mér að efast um að Sjálfstæðismenn séu sá sam- stillti hópur sem þeir vilja vera láta og vil í því sambandi deila með ykkur reynslu minni sem áhorfandi á bæjarstjórnarfundi nú í vor. Þar voru Sjálfstæðismenn svo gjörsamlega ósammála um málefni Hrólfsskálamels að þegar frábær tillaga Neslistans í þessum efnum kom fram, reis þar hver höndin upp á móti annarri og end- aði með því að þeir urðu að biðja um fundarhlé til að slíðra sverðin. Beðið var um 10 mínútur en úr varð góður hálftími og kom síðan bæjarstjórnar- meirihlutinn „samein- aði“ til baka með „sáttatillögu“, en í henni fólst að fresta málinu fram yfir kosningar. Var augljóst á fýlu- svip meirihlutans að ekki var allt í heiðríkju á þeim bæ. Það næsta sem gerðist á þessum fræga fundi vita margir þ.e.a.s. þegar mér var vísað af fundi vegna „erindis“ frá verktakafyrirtæki einu. Þetta „erindi“ frétti ég seinna í blöðunum að væri skaðabótakrafa á hendur Seltjarnarnesbæ og auð- vitað var það út í hött að láta mig óbreyttan Seltirninginn frétta af þessu, a.m.k. fyrir kosningar. Já eftir þennan frábæra bæjar- stjórnarfund var ég mjög fegin því fyrir hönd Sjálfstæðismanna að þeim er ekki útvarpað eða sjón- varpað, því þá færi mesti glansinn af hinni miklu samstöðu Flokksins í þeim málum sem einhverju máli skipta. Ég veit að þið hafið átt erf- itt með að stilla strengi ykkar í þessari kosningabaráttu kæri Flokkur en væri ekki betra að þið reynduð það í stað þess að blaðra gamlar klisjur um óeiningu innan Neslistans sem eru svo ósannar sem vera má? Svo skal böl bæta Ingibjörg Sara Benediktsdóttir Höfundur skipar 7. sæti Neslistans á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnes Það er samstilltur hópur, segir Ingibjörg Sara Bene- diktsdóttir, sem stend- ur að Neslistanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.