Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 57 HINN 25. maí næst- komandi munu kjós- endur velja hverjir fara með stjórn mála í þeirra sveitarfélagi næstu 4 árin. Hvaða mál verður um að ræða er viðfangsefni þessar- ar greinar. Tilgangur- inn er ekki að koma með svör, heldur er greinin hugsuð til að vekja lesandann til um- hugsunar og benda á álitaefni og hugsanleg rannsókarefni, enda gefst ekki tóm í stuttu erindi til að ræða hugs- anlegar lausnir. Hver er framtíð íslenska sveitar- stjórnarstigsins? Hve stór eiga ís- lensku sveitarfélögin að vera og hvaða verkefni/málaflokka eiga þau að taka að sér? Umræðan um ís- lenska sveitarstjórnarstigið hefur einkennst af einum þætti öðrum fremur; að æskilegt sé að sameina sveitarfélögin til að fá stærri og öfl- ugri einingar. Spurningin er hvað vinnst við stærri og öflugri einingar og hversu stórar eiga þessar einingar að vera, hvað er hentug stærð? Er til dæmis skynsamlegt að sameina höf- uðborgarsvæðið í eitt stórt sveitarfé- lag? Hvað vinnst við það? Er það kannski heillavænlegast í jafn litlu landi og okkar að ríkið hafi öll verk- efni á sinni könnu og hafi einfaldlega þjónustumiðstöðvar vítt og breitt um landið? Það er hugsan- legt að á þann hátt náist fram mest samlegðar- áhrif og þar af leiðandi mestur sparnaður við veitingu opinberrar þjónustu. Er sparnaður og ódýr þjónusta allt sem skiptir máli? Það vantar öflugri umræðu um framtíð ís- lenska sveitarstjórnar- stigsins, þar sem farið er í saumana á kostum og göllum sameininga sveitarfélaga, hversu stór þau ættu að vera og þá með hliðsjón af þeim verkefnum þau ættu að hafa með höndum. Æskileg stærð sveitarfélaganna hlýtur að velta á stærð verkefnanna. Ef sveit- arfélögin ættu t.d. að taka að sér rekstur sjúkrahúsanna, væri ekki ólíklegt að 2–3 mjög stór sveitar- félög, með um 100 þúsund íbúa hvert, væru hentugar rekstrareiningar. Minni sveitarfélög geta varla séð um svo stóran málaflokk. Einnig er nauðsynlegt að velta fyrir sér stöðu sveitarstjórnarstigsins í stjórnskip- un landsins. Sveitarstjórnarstigið gæti verið sterkt mótvægi við ríkis- valdið, ef sveitarfélögin fengju meira sjálfræði yfir verkefnum og tekju- stofnum. Í þessari umræðu er þó mikilvægt að halda sig frá goðsögn- inni um að hagkvæmni stærðarinnar geti aukist út í hið óendanlega og að lýðræði sé endilega mest í smáum sveitarfélögum. Veruleikinn er lík- lega ekki það einfaldur. Danskar rannsóknir benda til að hagkvæmni stærðarinnar sé fullnýtt í sveitar- félögum með milli 30 og 50 þúsund íbúa og eftir það komi fram „stærð- ar-óhagkvæmni“. Í Noregi virðast samlegðaráhrifin fullnýtt við 5.000 íbúa markið. Líklega er þó misjafnt milli málaflokka hve vel er hægt að nýta hagkvæmni stærðarinnar. Þessa þætti þarf að skoða í íslensku samhengi. Sterkustu rökin fyrir því að sveit- arfélögunum beri að hafa sjálfræði í mikilvægum málaflokkum er líklega sú að æskilegt sé að stjórnsýslan og ákvarðanataka sé sem næst borgur- unum, þannig að þeir geti haft áhrif á staðbundin málefni. Sú hugmynd er ekki alveg ný af nálinni. Gríski stjórnsýslufræðingurinn Aristóteles taldi að borgríkin ættu að vera nógu stór til að vera sjálfbær, en nógu lítil til að allir þekktust og gætu tekið þátt í hinu beina lýðræði. Nú erum við ekki að ræða um borgríki, en sveitarfélögin eru samt sem áður staðbundnar stjórnsýslueiningar þar sem þátttaka og ánægja íbúanna hlýtur að vega þungt. Það er einmitt þetta jafnvægi milli verkefna og þátt- töku sem er svo mikilvægt. Vissulega er nálægð borgaranna við fulltrúana mikil í litlum hreppum, en það er ekki einungis nálægðin sem skiptir máli. Sveitarfélagið þarf að hafa einhver verkefni á sinni könnu sem borgar- arnir geta haft áhrif á. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga hef- ur verið í gangi síðastliðin ár og ber þar hæst flutning grunnskólans. Sá flutningur hefur gefist vel og mikill meirihluti virðist vera ánægðari með skipan mála nú en þegar grunnskól- inn heyrði undir ríkið. Kennarar hafa í það minnsta notið flutningsins sem ætti að skila sér í betri kennslu, auk þess sem aukin nálægð borgaranna við ákvarðanatöku um málefni skól- ans hefur aukist. Nú þegar sveitarstjórnarkosning- ar eru í nánd og þingkosningar eru að ári, er ekki úr vegi að hefja um- ræðuna um framtíð íslenska sveitar- stjórnarkerfisins upp á annað plan. Til að umræðan verði markviss er nauðsynlegt að vita hver staðan er í dag og hvaða kostir eru í stöðunni. Er fólk ánægðara í stærri sveitar- félögum? Er þátttaka meiri í þeim smærri? Hvenær höfum við fullnýtt hagkvæmni stærðarinnar og í hvaða málaflokkum er hægt að auka hag- kvæmnina? Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði, hef- ur hafið þessa upplýsingaöflun í bókinni ,,Staðbundnum stjórnmál- um“, sem ætti að vera á náttborði hvers áhugamanns um sveitarstjórn- armál, en það er bara upphafið. Kafa þarf dýpra og finna hvaða málaflokk- ar henta fyrir stærri einingar og hvaða málaflokkar fyrir smærri, með hliðsjón af lýðræðissjónarmiðum, ásamt ánægju og hagrænum sjónar- miðum. Í kjölfarið er hægt að end- urskipuleggja sveitarstjórnarstigið í heild sinni, ákvarða hvaða verkefni eiga heima hjá ríki, hver hjá sveit- arfélögunum og hvort æskilegt sé að koma á fót millistjórnunarstigi. Í framhaldinu er nauðsynlegt að finna hve stórt minnsta sveitarfélag þarf að vera til að geta tekist á við þær skyldur sem settar eru á herðar þess. Endurskipulagning sveitarstjórnar- stigsins gæti reynst einhvert já- kvæðasta skref í byggðaþróun sem stigið hefur verið á Íslandi. Með sterkara sveitarstjórnarstigi ætti að vera hægt að auka ánægju íbúanna, hvar á landinu sem þeir búa og þann- ig halda landinu í byggð. Þegar kjósendur setja sinn kross hinn 25. maí næstkomandi eru þeir að ákvarða framtíð síns sveitarfélags fyrir næstu 4 árin. Það er því ekki úr vegi að spyrja sig hvert sé framtíð- arhlutverk sveitarstjórnarstigsins og hvort íslenska sveitarstjórnarstigið sé tilbúið að uppfylla kröfur og verk- efni 21. aldarinnar. Hugleiðingar um framtíð íslenska sveitarstjórnarstigsins Róbert Ragnarsson Sveitarstjórnarmál Það vantar öflugri um- ræðu um framtíð ís- lenska sveitarstjórnar- stigsins, segir Róbert Ragnarsson, þar sem farið er í saumana á kostum og göllum sam- eininga sveitarfélaga. Höfundur er í meistaranámi í stjórn- málafræði við Háskólann í Árósum. ÞAÐ vakti óneitan- lega athygli mína, þeg- ar borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var í sjónvarpsviðtali í fréttatíma Stöðvar 2 á sumardaginn fyrsta. Ingibjörgu, sem skipar áttunda sæti R-listans í þessum borgarstjórn- arkosningum, gengur iðulega illa að fanga at- hygli mína, en í þetta skiptið gerði hún mér nokkuð bilt við. Ingi- björg horfði beint í myndavélina og sagði blákalt: „R-listinn er ábyrgt stjórn- málaafl!“ Varð mér eðlilega nokkuð brugðið við þessa einkennilegu full- yrðingu, sérstaklega í ljósi þess sem á hefur gengið í hennar stjórnartíð. Rökstuðningurinn sem í kjölfarið fylgdi var á þá leið, að R-listinn væri búinn að reikna út hvað stefnuskrá þeirra myndi kosta borgarana. Þeg- ar Ingibjörg slær sér upp á því að R- listinn sé byrjaður að gera kostnað- aráætlanir er ekki hægt að skilja það öðruvísi en svo, að hún sé ekki mjög stolt af fjármálastjórnun borgarinn- ar undanfarin átta ár. Málflutningur sjálfstæðismanna undanfarið hefur því ekki einungis boðið kjósendum upp á skýran valkost, heldur einnig orðið til þess að R-listinn reynir nú að hysja upp um sig brækurnar. En til að þessi yfirlýsing Ingi- bjargar geti staðist verðum við lík- lega að skilgreina orðið ábyrgð alveg upp á nýtt. Nema það sé ábyrgðar- hlutur að skuldsetja borgina sem samsvarar rúmlega 11 milljónum króna á dag síðustu átta árin. Eða skyldi það einnig teljast merki um ábyrgð, að gefa Alfreð Þorsteinssyni frjálsar hendur með það fé, sem íbú- ar borgarinnar borga fyrir orku- notkun sína? Til þess eins að hann geti gengið um götunar og talað um Orkuveituna sem „gullnámu“ þegar hún í raun skilar tapi upp á rúmar 500 millj- ónir króna á síðastliðnu ári. Er það kannski merki um ábyrgðartil- finningu, að taka áform um framkvæmdir á mislægum gatnamót- um á mótum Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar út af framkvæmdaáætlun borgarinnar? Einhver mesta umferðarhætta í Reykjavíkurborg vek- ur ekki viðbrögð R- listans, líklega vegna þess eins að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem setti þessi mislægu gatnamót inn í áætlun borg- arinnar á sínum tíma. Er það ef til vill til vitnis um ábyrga hugsun, að reyna að gera framboð Sjálfstæðis- flokksins tortryggilegt gagnvart KR? Félaginu sem annar hver mað- ur á D-listanum styður og gott ef bróðir eins frambjóðandans lífgaði ekki upp á bikarskáp félagins, með því að landa tveimur bikarmeistara- titlum á tveimur árum? Ef þetta eru allt saman tákn um ábyrga stjórnun, ja þá er Reykjavíkurlistinn vissulega ábyrgt sjórnmálaafl. Ég verð víst að viðurkenna það. Er R-listinn ábyrgt stjórn- málaafl? Kristján Jónsson Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Reykjavík Til þess að yfirlýsing Ingibjargar geti staðist, segir Kristján Jónsson, verðum við líklega að skilgreina orðið ábyrgð alveg upp á nýtt. ÞESSA dagana verður vart þverfótað fyrir kosningaáróðri, þar sem okkur gefst kostur á að kjósa full- trúa okkar til sveitar- stjórnar innan fárra daga. Við Akureyring- ar höfum úr fönguleg- um hóp að velja, sem skipar eina fimm framboðslista. Hverj- um þykir sinn fugl fagur eins og vonlegt er. Þannig hefur það alltaf verið og verður eflaust um ókomna tíð. Bæklingarnir streyma til okkar og blöðin eru uppfull af greinum frambjóðenda, sem lofa eigið ágæti. En stundum finnst mér frambjóðendur fljótir að gleyma og því í ósköpunum hafa þeir lítið sem ekkert við okkur kjósendur að segja nema rétt fyrir kosningar? Hverjum á að treysta? er yfir- skriftin á grein eftir Björn Snæ- björnsson. Hann er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, jafnframt því sem hann stýrir stærsta verkalýðs- félaginu við Eyjafjörð. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. En svarið við þessari spurningu vefst þó ekki fyrir Birni. Hann telur framsóknarmenn eina færa um að stjórna bænum svo lag sé á. Ég las yfir fallegan loforðalista, en þar sem ég er nú eldri en tvævetur, fór ég í leiðinni að rifja upp afrek framsóknar- manna, þegar þeir hafa átt þess kost að stýra bæjarskútunni. Og því miður fyrir Björn, þá fór nú mesti glansinn af loforðalistanum. Það þarf ekki að fara langt til baka í sögu bæjarins til að finna dæmi um afrek framsóknarmanna, ekki hvað síst í atvinnumálum. Á fyrra kjörtímabili, frá 1994 til 1998, stóðu þeir við stjórnvölinn, eða sátu öllu heldur, með tilstyrk krata. Þá kom í ljós, að þar eru ekki lengur traustir kjarnamenn við stýrið, menn á borð við Jakob Frímanns- son eða Sigurð Óla Bryjólfsson. Nei, það er öðru nær. Á þessum valdatíma sínum tókst framsóknarmönnum að brjóta eitt við- kvæmasta og verð- mætasta fjöregg bæj- arins, Útgerðarfélag Akureyringa, sem bæjarbúar höfðu fóstr- að eins og barnið sitt í gegn um súrt og sætt. Þáverandi meirihluta í bæjarstjórninni, með Jakob Björnsson bæj- arstjóra í broddi fylk- ingar, datt allt í einu í hug að selja þetta fjör- egg. Reyndar ætluðu framsóknarmenn að færa það gömlu Sam- bandsblokkinni í Ís- lenskum sjávarafurðum. Kratar komu í veg fyrir það. Þess í stað var þetta fjöregg okk- ar Akureyringa selt í áföngum til Eimskips. Í upphafi var talað um dreifða eignaraðild, þannig að Jakob og fé- lagar töldu enga hættu á að starf- semi ÚA færi úr bænum. En hver hefur orðið raunin? Endahnúturinn á yfirtöku Eimskips á Útgerðar- félagi Akureyringa var rekinn sama daginn og ég las greinina hans Björns. Eimskip á ÚA og getur far- ið með það fyrirtæki að vild. Heið- urinn, eða öllu heldur skömmin, er Jakobs, sem enn er oddviti fram- sóknarmanna. Hann hefur að vísu skipt um meðreiðarfólk, hefur t.d. fengið með sér hörkunagla af kjarnafólki í 3. sætið, Jóhannes Bjarnason, sem ég trúi að hefði aldrei samþykkt að fórna ÚA á alt- ari Kolkrabbans í Reykjavík. En það verður ekki aftur tekið og Jak- ob getur ekki þvegið af sér ábyrgð- arlausa meðferð á hagsmunum Út- gerðarfélags Akureyringa, sem lengi hefur verið kjölfestan í at- vinnulífi bæjarins. Er hægt að treysta mönnum eftir slíka gerninga? Svari hver fyrir sig, en mitt svar er klárt og kvitt; nei. Nú er ég ekki að segja, að rekst- ur Útgerðarfélags Akureyringa hafi átt að vera óbreyttur undir pilsfaldi bæjarins um ókomna tíð. En það var óþarfi að afhenda Eim- skip, Reykjavíkurvaldinu, stjórnar- taumana í félaginu, án þess að fá nokkuð bitastætt á móti. Jakob og félagar hans létu glepjast af lof- orðum um atvinnuuppbyggingu, loforðum sem gufuðu upp á stuttum tíma. Reykjavíkurvaldið hefur tekið yfir stýrishúsið á Tanganum. Þeir sigla þaðan, þegar betri byr býðst á öðrum stöðum. Það er Útgerðarfélag Akureyr- inga, sem á að blása nýju lífi í Eim- skip. Jakob Björnsson ræður engu um það, hvaðan verður róið. Hann ræður heldur engu um það, hvar Krossanesverksmiðjan malar gull, verksmiðja sem hann kom á hendur Vestmannaeyingum. Þessir gern- ingar Jakobs og fylgifiska hans komu í bakseglin hjá framsóknar- mönnum. Þeir misstu tvo bæjarfull- trúa í síðustu kosningum og það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir misstu þann þriðja núna. Þetta dæmi dugir mér. Fram- sóknarmönnum er ekki treystandi og þegar litið er yfir vinstri væng framboðanna til bæjarstjórnar Ak- ureyrar er það sama upp á ten- ingnum. Forystulaus hjörð, sem getur aldrei sameinast um stjórn bæjarins svo lag verði á. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, hefur stýrt núverandi meirihluta til margra góðra verka. Ég hef þó ekki verið sáttur við allt; hef til dæmis gagnrýnt sleifarlag við upp- byggingu á þjónustu við aldraða. En þar eru úrbætur í augsýn; ég hef fengið fullvissu fyrir því. Þess vegna er það mitt mat, að það verði farsælast fyrir Akureyringa að treysta sjálfstæðismönnum fyrir stjórn bæjarins næsta kjörtímabil. Festa til farsældar. Hverjum á að treysta? Sverrir Leósson Akureyri Reynslan sýnir, segir Sverrir Leósson, að framsóknarmönnum er ekki treystandi. Höfundur er útgerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.