Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KANAKARNIR Feridun Zaimoglu og Imran Ayata flytja gjörninginn: „vip:kanak – sound and text“ í Ný- listasafninu í kvöld kl. 20 og standa Nýlistasafnið og Goethe-Zentrum fyrir gjörningnum. Höfundarnir tveir, sem látið hafa að sér kveða á vettvangi „hinna nýju þýsku bók- mennta“, sameina krafta sína og lesa smásögur sínar án skarpra skila. Kanaka, sem var upphaflega skammaryrði um útlendinga, eink- um Tyrki, en er nú, þegar búferla- flutningar Tyrkja til Þýskalands eiga að baki fjörutíu ára sögu, einnig notað af Tyrkjum sjálfum til að tjá nýja sjálfsmynd. Í bakgrunni verður hljómtjald sem hljómsýnir brot úr house-tónlist (Detroit & París), aust- urlenskri tónlist og poppi. Bókmenntagjörningurinn hefur verið fluttur í allmörgum þýskum stórborgum og á erlendri grund. Aðgangur er ókeypis. Bókmennta- gjörningur í Nýló LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöld síðasta leikverk ársins, en það heitir „Saga um pandabirni, sögð af saxófónleik- ara sem á kærustu í Frankfurt,“ og er eftir Matéi Visniec. Hann er Rúmeni en býr nú í Frakklandi og skrifar á frönsku. Sig- urður Hróarsson þýddi leikritið og er hann einnig leikstjóri. „Þetta er af- skaplega spennandi höfundur og gaman að geta kynnt hann nú í fyrsta sinn fyrir íslenskum leikhúsgestum,“ sagði Sigurður, en þetta verk er skrifað árið 1994. Sigurður sagði höf- undinn hafa vakið verðskuldaða at- hygli í Evrópu á síðustu árum og hlot- ið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun m.a. bæði í heimalandi sínu Rúmeníu og eins í Frakklandi. „Mat- éi Visniec er mjög nútímalegt leik- skáld og í leikritum sínum dregur hann gjarnan upp heim sem á sér enga veröld aðra en þá sem er á leik- sviðinu sjálfu. Hann hefur skoðað og skilgreint leikhússviðið og skrifar um það sem hvergi annars staðar getur gerst nema á leiksviðinu. Það er því afar spennandi fyrir leikhúsfólk að taka á við verk hans því það er engin ein leið gefin varðandi túlkun og framsetningu,“ sagði Sigurður og kvaðst vænta þess að íslenskir leik- húsgestir tækju þessu fyrsta verki hans sem sýnt er hér á landi vel, líkt og raunin hefði orðið á í útlöndum. Verk hans væru vissulega óvenjuleg, mög nýstárleg og reyndu á þanþol áhorfenda. Saga um pandabirni, sögð af saxó- fónleikara sem á kærustu í Frankfurt er áhrifarík ástarsaga, sem gerist á mörkum draums og veruleika, sögu- þráðurinn er göldróttur, ekkert er sem sýnis og margt kemur á óvart. „Framvinda verksins er ófyrirsjáan- leg, það er í raun göldrum líkast hvað næst gerist,“ sagði Sigurður, en um söguþráðinn að öðru leyti væri vart hægt að fjalla. „Við erum í upphafi verksins stödd í lítilli íbúð í fjölbýlis- húsi í París okkar daga. Þar vaknar maður, saxófónleikari á fertugsaldri að morgni dags og á dauða sínum átti hann von en ekki því að við hlið hans er falleg nakin kona. En þarna hefst atburðarás sem er óvænt og alls ekki fyrirséð,“ sagði Sigurður. Tveir leikarar koma fram í verk- inu, þau Laufey Brá Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Hrafnhildur Hafberg er aðstoðarleikstjóri, Þórar- inn Blöndal gerði leikmynd og bún- inga, Ingvar Björnsson stjórnaði lýs- ingu og Gunnar Sigurbjörnsson leikhljóðum. Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir sjá um leik- gervi, förðun og hár og Þorsteinn Bachmann tók kvikmyndir. Sagan um pandabirnina verður svo sýnd um helgina, 17. og 18. maí sem og næstu helgar. Leikfélag Akureyrar frumsýnir síðasta leikverk ársins Saga um pandabirni, sögð af saxófónleikara Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson „Saga um pandabirni, sögð af saxófónleikara sem á kærustu í Frank- furt“ heitir leikritið sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld. Þor- steinn Bachmann og Laufey Brá Jónsdóttir fara með hlutverk í verkinu. ÍSLENZK tónsköpun var í fyrir- rúmi á fjölsóttum tónleikum Kamm- ersveitar Reykjavíkur á þriðjudags- kvöld. Efstur á blaði var Jón Leifs með tveimur eftirstríðsverkum. Fyrst var leikið Scherzo concreto fyr- ir pikkolóflautu, flautu, óbó, enskt horn, klarínett, fagott, básúnu, túbu, víólu og selló frá 1964. Í ágætum dag- skrártexta Árna Heimis Ingólfssonar voru birt orð tónskáldsins um verkið á sínum tíma þar sem það var sagt vera n.k. „svar við fyrirlestri“ Gunth- ers Schullers (því miður kom ekkert fram um efni þeirrar ræðu), og að 7 „persónur“ kæmu fram í tiltekinni röð, táknaðar af tilteknum hljóðfær- um. Hlustandinn mætti „ímynda sér sjálfur“ hvaða hugsun lægi að baki, og „hvort það sé alvara eða alvara eða háð“. Trúlega fór hér eitt af örfáum hljómsveitarverkum Jóns sem bein- línis var ætlað til skemmtunar, og eft- ir tíma og ópusnúmeri að dæma jafn- framt meðal síðustu tónsmíða hans. Það var frekar stutt, um 4 mín., en hvasst, meitlað og furðufágað í út- færslu hjá höfundi sem oftar en ann- að hefur fengið á sig stimpil þjóðlegs „prímítívisma“. Erfiljóðin þrjú Op. 35 frá 1947 til minningar um dóttur tónskáldsins fyrir karlakór, einleiksfiðlu og mezzosópran voru hér að sögn frum- flutt að hluta. Samið var við Söknuð Jónasar Hallgrímssonar í fyrsta þætti, en við lausavísur, spakmæli og viðlög úr íslenzkum þjóðsögum og eftir Bólu-Hjálmar, Egil Skalla- grímsson, Gunnar Gunnarsson o.fl. í þeim seinni, Sorgardans og Sjávar- ljóð. Ólýsanleg hryggð og örvilnan voru tilfinningaleg burðarstef þessa áhrifamikla og afar persónulega verks sem lét engan ósnortinn. Mikil innlifun var yfir túlkun Rutar Ing- ólfsdóttur, Þórunni Guðmundsdóttur og sérstaklega karlakórnum ónefnda undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Hinn sextán manna (4-4-4-4) kór, sem virðist hafa verið settur saman „ad hoc“ fyrir tilefnið, söng af miklum hita og nákvæmum þunga, að frá- taldri fyrstu atrennu að II. ljóði þar sem slegið var af og byrjað upp á nýtt. Næst var frumflutt Gríma eftir Jón Nordal. Þetta nýja verk, fyrir 11 hljóðfæraleikara og um 11 mín. að lengd, var sérstaklega samið fyrir Listahátíð. Áhöfnin – klarínett, óbó, horn, slagverk, píanó og strengja- kvintett með kontrabassa – var notuð af mikilli hugvitssemi og fjölbreytnin í rithætti var slík að spannaði milli fíngerðs einleiks og kammersamleiks og allt upp í eitthvað sem nánast hljómaði sem voldug kvikmyndasin- fóník á breiðasta tjaldi. Epísk-ljóð- rænu andstæður verksins lyftust á flug af bæði elegísku lagferli og vand- fýsnu en litríku hljómavali þar sem engu virtist ofaukið, svo að mínúturn- ar ellefu þutu fyrir eyru hlustandans sem örskot væri í tindrandi fallegum flutningi Kammersveitarinnar. Sambærileg áferðarfjölbreytni á tímaeiningu virtist hlutfallslega minna áberandi í nýju sexþættu strengjasveitarverki aftir Hauk Tómasson, Langur skuggi, sem hér var frumflutt án stjórnanda. Það var skrifað fyrir 3 fiðlur, víólu, 2 selló og kontrabassa. Höfundur segir um verkið að hver þáttur sé „tilbrigði við frum úr íslenzku þjóðlagi“ frá disk- inum Raddir sem Stofnun Árna Magnússonar og Smekkleysa gáfu út 1999, s.s. kvæðamannalögum. Orðið „frum“ er mikilvægt í því sambandi, því þegar byggt er upp frekara úr- vinnsluefni úr kannski allt niður í 2–3 tóna öreindum lags er vitanlega und- ir hælinn lagt hvað þekkist aftur af laginu, jafnvel við ítrekaða hlustun. Kalla mætti vinnsluaðferð tónskálds- ins afbrigði af raðtækni sem nokkuð kvað útbreidd í seinni tíð og sem und- irr. heyrði síðast í verki hins fær- eyska Sunleifs Rasmussens fyrir þremur árum, þar sem stefjaefnið var „eftir-seríalíserað“ á svipaðan hátt úr smábrotum af gömlu sálma- lagi svo hvorki þekktist tangur né tetur af fyrirmyndinni. Eins var varla heldur við að búast að margir þjóð- lagaunnendur könnuðust við stemm- urnar í verki Hauks eftir álíka atóm- íseringu. En konseptið var þó alltjent fallegt og þjóðræknilegt í anda. Hvað útkomuna varðar voru marg- ir skemmtilegir sprettir innan um, og mætti nefna groddalegan 6/8 trölla- slaginn í Arcaico ritmico (II.) og mestu andstæðu hans, álfkonukennd- an con sordino svifróðurinn í Lento tenace (IV.). Frá hlustendahlið séð vó þó á móti hvað teygðist oft fullmikið úr rithætti og áferð að hætti vægt til- brugðinnar naumhyggju, svo upplif- unin dróst stundum heldur á langinn. Þó kann að vera að tempóin hafi sum verið of hæg; a.m.k. var lengd verks- ins gefin upp sem 17 mínútna, en reyndist hins vegar 22. Það gustaði aftur á móti hressilega út í gegn af síðasta atriði kvöldsins, I call it (1974) eftir Atla Heimi Sveins- son, sem eftir á að hyggja hlýtur að teljast fremsti enfant terrible ís- lenzkra tónskálda á 7. og 8. áratug – og er kannski enn. Enskt ljóð Þórðar Ben Sveinssonar í stíl litabókatexta barna stendur alltaf fyrir sínu, og fjölskrúðugar músíklegar útlegging- ar Atla í anda „flúxus“ flæðihyggju og uppákomulistar samtímans hafa elzt merkilega vel, enda létu flytjend- ur ekki sitt eftir liggja í kraftmikilli og oft spaugilegri túlkun þessa eilíft unga sprellstykkis. Mikið mæddi á sópranhlutverkinu (sem víða getur minnt á forðum nýstárlegar barka- etýður Berios fyrir Cathy Berberian í stykkjum eins og Visage) – ekki sízt með eftirminnilegan frumflutning Ruthar L. Magnússon í bakhöfðinu – en Signý Sæmundsdóttir sýndi enn og sannaði að framúrstefnan er henn- ar fortissímó. Túlkun söngkonunnar á öllum þeim hugsanlegu og óhugs- anlegu afbrigðum mannsraddar sem tónskáldið lagði henni á herðar var hreint út sagt frábær, og þarf varla að taka fram að undirtektir hlustenda að leikslokum voru dúndrandi góðar. Bölsýn sorg, barnsleg gleði TÓNLIST Listahátíð Listasafn Íslands Jón Leifs: Scherzo concreto Op. 58; Erfi- ljóð Op. 35. Jón Nordal: Gríma (frumfl.). Haukur Tómasson: Langur skuggi (frumfl.). Atli Heimir Sveinsson: I call it. Einsöngvarar: Þórunn Guðmundsdóttir mezzosópran; Signý Sæmundsdóttir sópran. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir, fiðla. Kammersveit Reykjavíkur u. stj. Bernharðs Wilkinson. Þriðjudaginn 14. maí kl. 20. KAMMERSVEITARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Golli Bernharður Wilkinson afhendir tónskáldinu Jóni Nordal blómvönd að tónleikum loknum. BIRGIR Rafn Friðriksson – Biurf opnar aðra einkasýningu sína í Sparisjóðnum í Garðabæ Garða- torgi í dag kl. 17.30. Sýningin ber heitið „Hugarfóstur í grænu og bláu“ og fjallar um manngildi og ríkjandi skoðanir. Birgir Rafn sýnir 15 olíumálverk sem unnin voru á þessu ári og á síðasta ári. Sýningin er sumarsýning Sparisjóðsins í Garðabæ og er opin á afgreiðslu- tíma Sparisjóðsins og stendur til 31. júlí. Á Næsta bar í Ingólfsstræti stendur nú yfir sýning á verkum Birgis Rafns og lýkur henni 25. maí. Sumarsýning í SPH, Garðabæ ♦ ♦ ♦ Listasafn Íslans Elísa Björg Þor- steinsdóttir listfræðingur heldur fyrirlestur kl. 20 og fjallar hún um rússneska myndlist á síðstu ára- tugum 19. aldar. Yfirskriftin er Af þessum heimi og öðrum. Söngdeild FÍH Vortónleikar nem- enda verða kl. 20 í sal skólans. Fluttir verða söngdansar úr leik- ritunum Deleríum Búbónis, Allra meina bót, Járnhausnum og Rjúk- andi ráði eftir þá bræður Jón Múla Árnason og Jónas Árnason við undirleik kennara og nemenda skólans. Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19 Kór Aðventkirkjunnar flytur kant- ötuna Nóaflóðið, Captain Noah and his floating Zoo, eftir Hor- ovits og Flanders, kl. 20. Stjórnandi flutningsins er Garðar Cortes, undirleikari er Jónas Þór- ir og einsöngvari er Manfred Lemke. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í SÝNINGARRÝMINU Úmbru- glugganum, Lindargötu 14, verður opnuð sýning á morgun á filtteppum og ábreiðum Guðrúnar Gunnarsdótt- ur og Önnu Þóru Karlsdóttur. Þar verður einnig sýning á skúlptúrvös- um Guðnýjar Magnúsdóttur. Sýn- ingin hefur yfirskriftina Rím og gef- ur að líta nýjar náttúru stemmur í leir og þæfðri ull. Sýningarrýmið er í tengslum við keramik vinnustofuna Stúdíó Úmbru sem er opin á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 13–17 og eftir samkomulagi. „Rím“ í Úmbru- glugga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.