Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 73
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 73
✝ Úrsúla BeateGuðmundsson,
fædd Piernay, fædd-
ist 4. desember 1915 í
Kiel í Þýskalandi.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Joachim Piernay
sjóliðsforingi, f.
1883, d. 1948, og
Hertha Piernay, f.
Spitzenberg, hús-
freyja, f. 1889, d.
1970. Úrsúla var ein-
birni.
Úrsúla giftist 11. júní 1938
Kristjáni Pétri Guðmundssyni, út-
gerðar- og umboðsmanni á Akur-
eyri, f. 8. mars 1913, d. 6. desem-
ber 1991. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Pétursson út-
gerðarmaður, f. 17. nóvember
1876, d. 28. september 1966, og
Sigurlína Kristjánsdóttir hús-
freyja, f. 20. maí 1879, d. 1. febr-
úar 1962. Úrsúla og Kristján eign-
uðust þrjú börn: 1) Renata, f. 31.
október 1938, d. 3. júní 1982. Börn
Renötu og Halldórs Blöndals eru
Ragnhildur, f. 22. september
1960, og Kristjana, f. 27. desem-
ber 1964. Barn Renötu og Frið-
geirs Guðmundssonar er Harald-
ur, f. 23. apríl 1971. 2) Herta, f.
20. mars 1944. Börn hennar og
Ingvars Björnssonar eru Margrét
Úrsúla, f. 21. september 1966,
Björn Ólafur, f. 24.
júlí 1969, og Sigur-
lína Valgerður, f. 14.
nóvember 1978. 3)
Guðmundur hæsta-
réttarlögmaður, f.
20. febrúar 1946,
kvæntur Önnu Kar-
in Júlíussen fé-
lagsráðgjafa. Börn
hans af fyrra hjóna-
bandi eru Kristján, f.
24. ágúst 1967,
Hrefna, f. 10. sept-
ember 1971 og
Kjartan, f. 29. júlí
1975.
Úrsúla bjó í Kiel tæp fjögur
fyrstu ár ævi sinnar en síðan í
Berlín og lauk þar stúdentsprófi
árið 1933. Eftir einkaritarastarf í
flugmálaráðuneyti Þýskalands
fluttist hún til Hamborgar árið
1936 og starfaði þar sem einkarit-
ari ritstjóra Hamburger Tages-
zeitung sem þá var eitt stærsta
dagblað borgarinnar. Til Íslands
flutti hún í maí 1938 með vænt-
anlegum eiginmanni sínum, sem
þá hafði búið í Hamborg við nám
og störf um tveggja ára skeið.
Settust þau að á Akureyri og
bjuggu á Brekkugötu 27a svo til
alla sína hjúskapartíð en fluttu í
Víðilund 23 sumarið 1989 þar sem
hún átti síðan heimili til dánar-
dægurs.
Útför Úrsúlu fór fram í kyrrþey
frá Höfðakapellu á Akureyri 6.
maí síðastliðinn.
Seinni hluta fjórða áratugar síð-
ustu aldar var ungur Akureyringur,
Kristján P. Guðmundsson, við nám í
Berlín. Þá vildi svo til að hann kynnt-
ist ungri, fallegri stúlku, Ursulu
Piernay. Unga stúlkan var einkadótt-
ir Hertu og Joachims Piernay, sem
voru að ég held vel efnum búin. Vorið
1938 sigldi svo Kristján til hins kalda
Íslands með brúði sína og þau settust
að í glæsihúsi foreldra hans í Brekku-
götu 27.
Nærri má geta að ekki var það
gleðiefni foreldra Úrsúlu að sjá á eftir
einkadóttur sinni svo langt í burtu til
eylands sem þau vissu harla lítið um,
þegar það svo bættist við að síðari
heimsstyrjöldin skall á og allt sam-
band við Þýskaland rofnaði, enda hitti
Úrsúla aldrei föður sinn eftir að hún
fluttist til Íslands.
Úrsúla stýrði húsmóðurstörfum í
Brekkugötu 27, uns þau hjónin fluttu í
íbúð í Víðilundi.
Að sjálfsögðu var líf Úrsúlu á Ís-
landi ekki eingöngu dans á rósum.
Það hefur varla verið auðvelt að setj-
ast að á heimili verðandi tengdafor-
eldra sem ekki skildu hana og hún
ekki þau, en henni var vel tekið. Mér
skilst að samband hennar og tengda-
móður hennar hafi ætíð verið mjög
gott, þótt orðaskipti hafi verið stirð í
fyrstu. Og Úrsúla var fljót að læra
málið, enda góðum gáfum gædd og
vel menntuð. Hún var líka fljót að
kynnast fólki; nágrannakonum sín-
um, Ellu Ólafs í næsta húsi fyrir sunn-
an, og Siggu Gísla að norðan, tengdist
hún sterkum vinaböndum, sem entust
meðan aðstæður leyfðu. Þá komst
hún í skemmtilegan saumaklúbb.
Og kunninga- og vinahópurinn
stækkaði sífellt, og í Brekkugötu voru
oft haldin samkvæmi, þar sem rausn-
arlega var veitt í mat og drykk, því
húsmóðirin var góður kokkur. Þá var
farið í samkvæmisleiki og glatt á
hjalla.
Þau hjón urðu fyrir sárri sorg þeg-
ar þau misstu eldri dóttur sína, Ren-
ötu, glæsikonu á besta aldri eftir lang-
varandi veikindi. En dætur Renötu
voru svo heppnar að eiga sitt annað
heimili í Brekkugötu hjá ömmu sinni,
sem þær kölluðu „Múttí“, og dvöldu
þar oft um lengri eða skemmri tíma
fram á fullorðinsár.
Og nú er Úrsúla lögð upp í síðustu
ferðina sem við eigum öll eftir að fara
og enginn veit hvar endar. Síst er það
sorgarefni þótt háöldruð kona kveðji
þennan heim, þegar þess er gætt að
hún átti við vanheilsu að stríða í æði
mörg ár. Hitt er annað mál, að minn-
ingarnar hrannast upp, og þær eru
velflestar bjartar og góðar, og þannig
vil ég muna hana.
Ég kom í Víðilundinn daginn sem
Kristján dó fyrir rúmum áratug.
Gestabók hússins lá þar opin á borði,
og Júlíus Jónsson, maður Siggu Gísla,
hafði skrifað í hana: „Þökk fyrir allt,
gamli vinur. Góða ferð.“ Ég geri þessi
orð að mínum til Úrsúlu: „Þökk fyrir
allt, gamla vinkona. Góða ferð“. Fjöl-
skyldunni sendi ég kærar vinarkveðj-
ur.
Hólmfríður Jónsdóttir.
Ursula Piernay var fædd í Berlin
árið 1915, dóttir sjóliðsforingjans
Joachims Piernay og konu hans
Hertu, fæddrar Spitzenberg. Nafnið
Piernay er franskt að uppruna, en
forfeður Úrsúlu í föðurætt voru
franskir húgenottar.
Ursula hafði lokið stúdentsprófi í
Berlín og byrjað nám í læknisfræði
þegar hún kynntist Akureyringnum
Kristjáni P. Guðmundssyni. Kristján
var sonur Guðmundar Péturssonar,
sem rak útgerð við Eyjafjörð og hafði
sent son sinn til náms í heimsborginni
Berlín.
Ursula flutti til Íslands 1938, settist
þar að og gerðist Íslendingur. Föður
sinn sá hún ekki eftir að hún flutti til
Íslands. Móðir hennar lést í hárri elli í
Hamborg árið 1970. Hún hafði flúið
þangað frá Berlín eftir lát manns síns
árið 1949, en hafði áður en hún dó oft
komið til Íslands til að heimsækja
dóttur sína og fjölskyldu. Þar hét hún
Omi þegar ég man eftir.
Eins og sést af þessum fáu stað-
reyndum mátti Úrsúla muna tímana
tvenna, og verður sú saga ekki rakin
hér, þótt umskiptin í lífi hennar og
fjölskyldu hafi orðið með drama-
tískari hætti en margur á að venjast.
Hins vegar langar mig að kveðja hana
örfáum orðum og þakka langan vin-
skap. Fjölskylduvinskapur hófst þeg-
ar Renata, elsta dóttir þeirra hjóna,
Kristjáns og Úrsúlu, dvaldi á heimili
okkar í Beitarhúsunum á Akureyri,
gegnt Menntaskólanum. Þar leigði
Renata herbergi með vinkonu sinni
Hönnu Gunnu. Návist þessara glæsi-
meyja á heimilinu er mér ógleyman-
leg ungum dreng, enda gustaði af
Renötu hvar sem hún fór. En hún dó
1982 á besta aldri og var öllum mikill
harmdauði sem henni höfðu kynnst.
Tengslin við Renötu urðu til þess
að vinskapur tókst með okkur Guð-
mundi, bróður hennar, en syni Úrs-
úlu. Mér er í minni reisnin á heimilinu
í Brekkugötu 27A, húsinu sem Guð-
mundur útgerðarmaður Pétursson
hafði reist 1930 og var, þegar ég gerð-
ist þar heimagangur, einnig bústaður
gömlu hjónanna, Guðmundar og Sig-
urlínu. Fyrir sveitastrák, sem ég var á
þessum árum, þótt ég eyddi vetrum í
kaupstað, var það framandi umhverfi
að koma á borgaralegt heimili, þar
sem þýska var annað heimilismálið.
Þar opnaðist mér sýn til annarra gilda
og siða en þeirra sem ég hafði vanist.
Á þessu heimili var mér ávallt vel tek-
ið, og ég er ekki viss um að ég hafi
verið kominn á lögaldur þegar hús-
bóndinn bauð mér „upp á drykk“, eins
og sást að gert var í bíómyndum. Mér
var talsverð upphefð í því að vera tek-
ið á þennan hátt sem fulltíða heims-
borgara. Ekki var Ursula síðri í við-
móti, talaði sína íslensku málfræði-
lega rétt, en með nokkrum hreim og
skemmtilega hásri röddu. Glöð í
bragði og hlý.
Kiddi P lést fyrir um það bil áratug,
og eftir lát hans mun Úrsúlu hafa þótt
lífið dauflegra til muna, og nú er lokið
göngu hennar þessa heims, sem hófst
í Berlín í tíð Vilhjálms II keisara. Ég
vil þakka henni, þeim hjónum og fjöl-
skyldunni allri, vinskap og margar
góðar minningar og sendi samúðar-
kveðjur.
Kristján Árnason.
Mig langar að kveðja kæra vin-
konu. Hún var stór hluti af lífi mínu
og minna í yfir 10 ár. Svo stór hluti að
börnin töluðu aldrei um hana öðruvísi
en „vinkonu hennar mömmu“. Úrsúla
kom mér upp á bragðið með mitt
mesta uppáhald þ.e. gott kaffi. Hún
lagaði gott kaffi en drakk ekkert mik-
ið af því. Það var gaman að setjast
niður með henni með bollann og
spjalla. Við vorum nú ekki alltaf sam-
mála um hlutina, en gátum endalaust
skipst á skoðunum án þess þó að ríf-
ast. Hún var t.a.m. dauðhrædd um að
ég myndi eignast fleiri börn, það þótti
henni ekki sniðugt, konur nú til dags
ættu svo mörg tækifæri til að læra og
vinna utan heimilis.
Hún var víðlesin og fróð, til hennar
sótti ég ráð um ótrúlegustu hluti. Það
var gaman að heyra hana tala um
langömmu og fólkið hennar í gamla
daga. Hún sagði mér margt sem aldr-
ei gleymist, margt sem ég er óend-
anlega þakklát henni fyrir að hafa
gefið mér innsýn í. Það var gaman að
fara með henni að kaupa sumarblóm.
Það var gaman að hjálpa henni að
halda „dömugilli“ á afmælinu hennar,
með tilheyrandi serimóníum. Hún var
ekkert fyrir að dulbúa hlutina, var
hrein og bein og það þótti mér gott.
Úrsúla átti fremur erfiða elli með
verkjum og vanlíðan. Ég veit að þetta
tók sinn toll af henni og reyndi mjög á
þolinmæði hennar og þeirra sem um-
gengust hana mest. Mér þótti ofur-
vænt um hana og veit að það var
gagnkvæmt. Ég þakka fyrir sam-
fylgdina, án hennar hefði líf mitt verið
litlausara. Hún á sinn stað í minning-
um míns heimilis.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurlaug.
ÚRSÚLA B.
GUÐMUNDSSON
!
" #$$
! !"#
% &
$
%
&'(
)$*+",
-""
'
( )
*
+ ,
-
. !
" **$
.**"!) /0!! 1" 20
23)!) /0!!
14!) /0!! 56
."!) /0!! (*".!
+""+3+""+""+3
+""+""+""+3#
'
678
1
.9
9.-'(
4 )2" . "
6 ")
' / -
0 /
!
#
'!"!#
% &
(
%9:'(
!,";<
' 1 0 -
!
#
$ !2=
"$ !2 ."6""/0!!
(")62"" 70""//
+""+3#
2
9.-967
'(
2"
12"" >>
'
3
,
4 )4 /0!!$2"" 623$2""
1")4 /0!! 12"!!)
+2"!)4 " ? * /0!!
:"@!7 /0!!
)23 /#
--7
9-
'(
0*;A
2",
' ,&
1 0 -
*
?B"@!":"4 /0!! 6"/
#13 ,
.4:"4 /0!! "-#C
? ":"4 /0!!
0:#:"4 /0!! . !!06""
1:"4
13:"4 /0!! " "
" !
6":"4 /0!!
+""+3+""+""+3#