Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 41

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 41 Matseldin verður léttari með sýrðum rjóma Nú er grilltíminn að hefjast og sýrður rjómi með sveppum er aftur fáanlegur! Hefurðu prófað bragðbættan sýrðan rjóma með sveppum eða með hvítlauk í bakaðar kartöflur, með steik, í sósur eða á snittubrauð og sýrðan rjóma með lauk og graslauk í kartöflusalatið? Lífið brosir við þér! með hvítlauk með lauk og graslauk með sveppum BRAGÐBÆTTUR sýrður rjómi MINNIÐ, minningarnar, bernsk- an og þroskinn eru höfundum hug- leikið yrkisefni í byrjun nýrrar ald- ar. Framtíðin er óviss og háskaleg en fortíðin nokkuð föst í hendi, a.m.k. ef menn leggja það á sig að koma reiðu á hana í huga sér. Oft svífur söknuður yfir vötnum í bernskuminn- ingum og þar er sól- skin alla daga. Ekki er þó hægt að segja að mikil nostalgía einkenni nýja skáld- sögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Albúm, sem út kom á degi bók- arinnar og 100 ára fæð- ingarafmæli Halldórs Laxness. Þar er fengist við upprunann, bernskuna og fortíð- ina af raunsæi og hreinskilni. Lýst er uppvexti sem einkennist af tíðum breytingum, flutningum og basli en er samt einhvern veginn afslappaður og ástríkur á sinn hátt. Á fyrstu síðunni í albúminu er sögumaður lítið barn og móðurfaðm- urinn er heimurinn allur. Þá er brugðið upp myndum af nýju heimili með fósturföður og syni hans, leik- skólanum, nágrönnunum og hverf- inu í kring. Eftir því sem líður á þroskaferilinn koma bernskubrekin til sögu, ný vina- og fjölskyldutengsl, sár aðskilnaður, hörð sjálfstæðisbar- átta og sjálfsmynd í mótun. Í lokin stendur sögumaður á þröskuldi fullorðinsáranna og veltir fyrir sér eðli og útlínum minnisins: „Ég trúði vart því sem ég heyrði, þetta var sama tónlistin og ég hafði heyrt í höfðinu á mér þegar ég var lítið barn og hélt að öllu lífi hefði verið útrýmt af jörðinni, nema það hafði gleymst að útrýma mér. Auð- vitað fékk það ekki staðist, þetta var ekki sama tónlistin, en svona getur minnið gert úr manni fífl og skáld- sagnahetju og allt þar á milli.“ (110) Bernsku- og þroskasögur geta ýmist verið sársaukafullt uppgjör við erf- iða æsku (fátækt og móðurmissi) eða einkennst af ljúfsárum söknuði eftir öryggi og ástríki bernskuáranna; eða verið stuttar og litríkar frásagn- ir af prakkarastrikum og svaðilför- um þar sem mamma tók á móti sak- bitnum dreng með rjúkandi kakói og kærleiksríkri fyrir- gefningu. Skáldsaga Guðrúnar Evu er ný- stárlegt innlegg í stór- an flokk bernskusagna sem karlar hafa að mestu fyllt hingað til. Margt í sögunni bendir til þess að bók hennar sé sjálfsævisöguleg, eins konar skáld- ævisaga, sem vert væri að skoða í samhengi við t.d. uppvaxtarsögur ólíkra höfunda eins og Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness, Málfríðar Einarsdótt- ur, Guðbergs Bergs- sonar, Thors Vilhjálmssonar og Megasar, svo dæmi séu tekin. Í þessum verkum birtast bæði sam- félag og sjálf, ólíkar fjölskyldugerðir á mismunandi tíma, þroski og upp- eldi. Í sögu Guðrúnar Evu má sjá upp- eldisaðstæður fjölmargra af ungu kynslóðinni endurspeglast í teygjan- legum fjölskylduböndum; fósturfor- eldrum og -systkinum. Þau bönd eru óvenjuleg að því leyti að þau geta slitnað án þess að börnin hafi nokk- uð um það að segja. Í kjölfarið koma erfiðar tilfinningar eins og höfnun, vanmáttarkennd og einsemd. Þessar tilfinningar eru undirliggjandi í texta Guðrúnar Evu en glíman við þær er hvorki ágeng né hávær. Til- finningar sögumanns í garð móður og föður eru blendnar og óljósar en söknuðurinn eftir fósturbróðurnum er mikill og kemur e.t.v. skýrast fram í lokin þegar sögumaður rekst á póstkort til hans af tilviljun. Í fjöl- skyldualbúmi raunveruleikans eru kyrrstæðar, misvel teknar og mis- skýrar myndir tengdar bæði stóru stundunum og litlu atvikunum í lífi hvers og eins. Lífsmyndirnar í Albúmi Guðrúnar Evu minna meira á heimagerðar kvikmyndir, hráar og raunsæjar. Bókin gengur því ekki alveg upp sem myndabók í skáldsöguformi eins og titillinn gefur til kynna. En það sem er heillandi við Albúm og gerir það vel þess virði að skoða er hreinskilnin sem einkennir frásögn- ina, hvunndagsraunsæið blandað ævintýrinu, varnarleysi barnsins og sjálfsvörn unglingsins – þægilegur kunnugleikinn við sjálfsmynd og samfélag X-kynslóðarinnar. „Útlínur bak við minnið…“ BÆKUR Skáldsaga Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. 111 bls. Bjartur, 2002. ALBÚM Steinunn Inga Óttarsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir TRIO Cracovia, Krakártríóið, heldur tónleika í Salnum í kvöld kl. 20. Þetta er í annað sinn sem tríóið heldur tónleika í Salnum, fyrst í apríl fyrir tveimur árum. Tríóið skipa þeir Krysztof Smietana á fiðlu, Julian Trycz- ynski sem leikur á selló og Jac- ek Tosik Warszawiak á píanó. Allir eru þeir háttskrifaðir tón- listarmenn hver á sínu sviði. Á efnisskránni er Tríó í Es-dúr eftir Franz Schubert, Five Pieves Breves eftir Bohuslav Martinú og Tríó í c-moll op. 2 eftir Josef Suk. Eftir hlé leika þeir Tríó í H-dúr op. 8 eftir Jo- hannes Brahms. Félagar í Krakár-tríóinu voru skólabræður í Tónlistar- akademíu Krakárborgar í Pól- landi á áttunda áratugnum og hófust þar kynni þeirra á tón- leikapallinum. Síðan skildu leiðir og þeir settust að sinn í hverju heimshorninu, en hafa síðan hist í heimsóknum sínum til föðurlandsins. Þeir njóta þess mjög að leika saman og stofnuðu því Krakártríóið fyrir nokkrum árum. Tríóið hefur komið fram á tónleikum í Lond- on og Póllandi og einnig hafa þeir ferðast um austurströnd Bandaríkjanna og um Texas og Louisiana og haldið tónleika. Polygram Poland Records hef- ur gefið út geisladisk með verk- um pólskra tónskálda í flutn- ingi Krakártríósins. Krakár- tríóið aftur í Salnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.