Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 80
80 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  !         !     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG BÝ í góðum bæ – sennilega þeim besta – að minnsta kosti svo góðum að þegar ég loksins hef mig í að flytja frá mömmu vil ég endilega geta búið áfram í bænum mínum. En það er ekki nóg að langa, tækifærin þurfa að vera fyrir hendi og þau hafa ekki ver- ið gripin í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins. Það er eins og enginn þar á bæ hafi nokkurn áhuga á að laða að eða halda í ungt fólk sem vill búa í Garðabæ. Mér finnst þetta vera graf- alvarlegt mál, ekki bara vegna mín og mömmu heldur tel ég það vera nauð- synlegt fyrir lifandi bæjarfélag að þar vilji og geti búið ungt fólk. Það er því algjört forgangsmál að auðvelda ungu fólki að fá húsnæði við sitt hæfi. Til þess þarf að byggja fleiri litlar íbúðir sem henta þörfum þeirra sem eru að byrja að búa. Þetta er alveg hægt ef viljinn er fyrir hendi, menn þurfa bara að vera með fullri meðvit- und þegar útboð á byggingarlóðum fara fram. Ég get ekki skilið að þetta ætti að vefjast fyrir nokkrum manni – nema auðvitað hann sé sjálfstæðis- maður í meirihluta í Garðabæ. … malarvellinum Ég veit að það er endalaust hægt að deila um hvort íþróttaaðstaðan í bænum sé góð eða slæm. Það er með það eins og svo margt í lífinu; það sem einum finnst of finnst öðrum van. Við getum þó verið sammála um að íþróttir hafa svo sannarlega áhrif til góðs á þá krakka og unglinga sem þær stunda. Hvort þau verða afreks- menn eða ekki er ekki aðalatriðið. Auðvitað er skemmtilegt þegar ein- hver skarar fram úr en þegar upp er staðið eru það heildaráhrifin sem skipta mestu máli og því mikilvægt að aðstaðan sé góð. Það er allt í lagi að láta sig dreyma um ótal grasvelli og 1000 fjölnota íþróttahallir en á þessari stundu er líklega rétt að geyma draumana og brýnast að finna út hvað getur komið í staðinn fyrir gamla, góða malarvöll- inn sem geymir bæði sigra og sorgir og mun heyra sögunni til strax núna í sumar. Ég sé fyrir mér nýjan völl á Grundunum eða jafnvel nýja velli og það er nánast ekkert því fyrirstöðu að hægt sé að ráðast í framkvæmdir strax í dag – ég á bæði skóflu og haka og er til í slaginn. Því miður er ekki hægt að segja það sama um sitjandi meirihluta því þar á bæ er enginn vilji til að skilja þörfina fyrir að fylla skarð gamla malarvallarins. og menningunni Þó svo að íþróttir séu bara af hinu góða má ekki gleyma því að ungt fólk hefur fleiri áhugamál og það verður seint hægt að hrósa sjálfstæðismönn- um fyrir að hafa lagt mikið til mál- anna þegar kemur að þeim efnum. Mér finnst að bæjaryfirvöld ættu að vera opin fyrir að styðja við bakið á ungu fólki í bænum sem hefur metn- að og hugmyndaflug til að lífga upp á lista- og menningarlífið og þar með mannlífið allt. Þetta má gera með ýmsu móti og gæti, ef vel tekst til, orðið bæjareinkenni og að sjálfsögðu hin mesta bæjarprýði. Að lokum langar mig bara til að spyrja ykkur í fullri einlægni hvort 36 ára valdatími sé ekki miklu meira en nóg. Ég svara þessari spurningu ját- andi og vil sjá breytingar en að sjálf- sögðu breytingar til góðs. Þess vegna set ég X-ið við Bé og í mínum huga merkir það jákvæðar breytingar, bjartsýni og brottflutning að heiman en hvorki til afa og ömmu í Kópavogi né tengdó í Hafnarfirði, þó að þau séu ágæt. Garðabær er einfaldlega bær- inn minn! EGILL ARNAR SIGÞÓRSSON, Löngumýri 16, 210 Garðabæ. Af mömmu … Frá Agli Arnari Sigþórssyni: ÞAÐ ER nú mikið hvað þeir Össur samfylkingar og Halldór framsókn- ar eru heillaðir af þessu stórveldi þarna í austri. Og nú ausa þeir og þeirra fólk daglega yfir okkur bján- ana svimandi háum tölum af þeim peningum sem við eigum að græða á sölu eyjarinnar. Nú, þessir höfðingj- ar eru nú líka með hóp af sérfræð- ingum sem eru á launum hjá okkur, einmitt við að finna tölur. Og nú um hríð passa einmitt þessir ESB- kandídatar að tala aðeins um þá pen- inga sem ESB greiðir okkur. En gleyma gjarnan að minnast á þær fúlgur sem við komum til með að þurfa að greiða til ESB. Og jafnvel þótt samfylkingar- prinsinn kannski á næstunni breyt- ist í prinsessu þá vonar nú litli prins- inn að hans hetjuverk gleymist ekki. En allt snýst þetta um peninga. Þessir pótintátar þekkja engar göf- ugri hugsjónir. Og svo að ég þá minnist á þessa hugsjón þeirra. Ég er persónulega sannfærður um að ef þessum ESB-agentum tekst að plata okkur inní ESB upphefst hér tímabil fyrir okkur alþýðuna, reynsla sem okkur hafði aldrei dreymt um. At- vinnulaust fólk frá Austur- og Suð- ur-Evrópu mun flytja til gósenlands- ins Íslands. Ekki 500 manns á ári eins og nú er, heldur kannski tugir þúsunda. Fólk með sömu réttindi og þú og ég. Gott fólk og slæmt fólk eins og gengur. En eitt kann þetta fólk sem við kunnum ekki. Það getur framfleytt sér og sínum fyrir ótrú- lega lágar peningaupphæðir. Þeir munu líka fljótt bjóða sig fram á vinnumarkaðnum fyrir um helming þeirra launa sem við teljum okkur þurfa og þegar þeir eru orðnir nógu margir, já þá geta þeir bara sagt okkur að vera ekkert að skipta okk- ur af þessu. Þetta mun gilda jafnt fyrir sjómenn, bændur, verkamenn og iðnaðarmenn og raunar allar stéttir. Jafnvel nágrannar okkar Danir, sem þó eru ólíkt nær því að hafa einhverjar ástæður til að geta haldið sjálfstæði sínu, allt fyrir sam- runa við ESB. Jafnvel þeir eru nú loksins að vakna af þyrnirósarsvefn- inum. En bara of seint. Nú, þessir framsóknarfylkingaragentar munu örugglega ætla að vera fluttir til kjötkatlanna í Brussel nokkru fyrir þann tíma að við fáum áfallið vegna sannleikans sem þá mun blasa við okkur. Mér er sem ég sjái hóp af þessum sölumönnum gefa okkur langt nef út yfir Atlantsála. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, Reykjavík. ESB Frá Karli Jónatanssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.