Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 71
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 71 þurfum ekki annað en að nefna nafnið hans og ekki þarf frekari skilgrein- ingar við. Öllum þessum hlutverkum gegndi Einar gagnvart einhverjum úr okkar hópi. Hann Einar var góður vinur og hlýr. Það skipti engu máli hvort liðu dagar, mánuðir eða jafnvel ár á milli þess sem við sáumst, alltaf var hægt að ganga að vinskap hans og hlýleika vísum. Hann var ekki mikið fyrir að trana sér fram hann Einar. Hann var því sífellt að koma okkur á óvart með hæfileikum sínum og frábærum húm- or eins og hann á ættir til. Sum okkar voru svo lánsöm að vinna með honum t.d. í Leikfélagi Menntaskólans á Ak- ureyri, aðrir spiluðu með honum í ýmsum hljómsveitum og enn aðrir nutu þess að hlusta á hann spila. Fyr- ir þetta erum við svo afar þakklát. Við erum ekki síður þakklát fyrir frábær- ar samverustundir í sumar sem leið þegar við héldum upp á að 25 voru lið- in frá því að við útskrifuðumst frá Menntaskólanum á Akureyri. Þá var Einar orðinn veikur en mætti samt og lék á als oddi. Þær samverustundir gleymast aldrei. Nú er komið að kveðjustund svo alltof, alltof fljótt. Þakka þér samfylgdina kæri vinur, við hittumst síðar. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinnarr.) Sendum aðstandendum samúðar- kveðjur. Skólafélagar úr Mennta- skólanum á Akureyri. Í dag er til moldar borinn Einar Einarsson gítarleikari eftir langvinn veikindi. Einar var feikilega vinmarg- ur maður en fyrir hönd okkar sem þekktum hann frá barnaskóla, gagn- fræðaskóla og menntaskóla norður á Akureyri langar mig að minnast upp- vaxtarára hans í fáeinum orðum. Við sem náðum að kynnast Einari komumst í gegnum hann í snertingu við ótal menningarstrauma, allt frá rótgróinni norður-þingeyskri bænda- menningu til helstu nýjunga innan samtímatónlistar. Einar opnaði fyrir okkur heim tónlistarinnar, fræddi okkur um bókmenntir, kveðskap, lausavísur, persónueinkenni manna og tilsvör, og ótal margt annað. Hann kom jafnvel inn hjá manni þónokkr- um áhuga á sauðfjárrækt við að segja frá kynbótum á fjárstofninum ágæta frá Holti í Þistilfirði, þar sem Einar var í sveit á sumrin hjá móðurfólki sínu. Og það sem maður ekki drakk í sig af fróðleik frá Einari, það gleypti maður í sig á heimili hans. Við að lesa bækur föður hans, Einars Kristjáns- sonar frá Hermundarfelli, og með því að hitta skáldbræður föður hans; eða þá við að hlusta á Einar eldri leika fyrir okkur á harmónikku og Einar yngri spila undir á píanó. Einnig reyndum við að hlera eftir hinum ódauðlegu tilsvörum Óttars bróður Einars, og slá okkur upp með því að hafa þau eftir við ýmis tækifæri og þykjast hafa fundið upp sjálfir. Heim- ili Einars var glæsilegt dæmi um þingeyska bændamenningu, enda smitaði Einar frá sér gleði, gáska og hlýju og var ávallt drifkrafturinn við að koma af stað skemmtilegum at- burðum. Guðrún móðir Einars var fádæma gestrisin kona. Þegar við mennta- skólanemendurnir komum inn úr dyrunum á Þingvallastrætinu eftir fremur átakalítinn skóladag voru móttökurnar og kræsingarnar samt eins og héraðshöfðingja bæri að garði. Guðrún studdi alltaf dyggilega við bakið á syni sínum og samband þeirra mæðgina var náið. Eitt það síð- asta sem við Einar rifjuðum upp fyrir andlát hans var hvernig Guðrún sagði okkur stundum frá því hvaða popp- hetjur okkar hefðu verið spilaðar í út- varpinu meðan við vorum í skólanum. En það skemmtilegasta við að vera heima hjá Einari var að það var alltaf ætlast til þess að allir væru með, það þekktist ekkert kynslóðabil, hvorki gagnvart eldri systkinum Einars né gagnvart foreldrum hans og kunn- ingjafólki þeirra. Unglingar voru full- gildir einstaklingar á þessu heimili og nutu sömu stöðu og virðingar og full- orðna fólkið. Það kom sér vel því að oft voru veislur góðar og glatt á hjalla á Þingvallastrætinu. Okkur fannst sem öll veröldin (þ.e.a.s. Akureyri) ætti þarna leið um. Í þessu gróskumikla umhverfi ólst Einar Einarsson upp, hann bergði á nægtabrunninum og miðlaði áfram til vina sinna. Þarf engan að undra að hann varð brátt meistari í tónlist. Samt var það ekki fyrir neðan virð- ingu hans að berja inn í kunningjana vinnukonugripin, verklaunin voru sjaldnast annað en einn sopi af kók eða fáeinar franskar kartöflur. Þó var sú ein skýlaus krafan, að meistaran- um væri fullkomlega treyst og skil- yrðislaust hlýtt. Kom það fyrir að ein- staka lánlausum nemendum var vísað úr Gítarskóla Einars fyrir þras, mót- þróa og uppreisnaranda. Þeir reyndu þá að egna okkur hlýðnu og auðsveipu nemendurna til stúdentauppreisna eins og þá voru í tísku, en varð aldrei kápan úr því klæðinu. Og ég veit að ég mæli fyrir munn okkar flestra kunn- ingjanna þegar ég segi að við værum ekki þeir gítarleikarar sem við erum í dag ef Einars hefði ekki notið við! Hið næma auga Einars fyrir mannlegum sérkennum, ásamt ánægjunni af að kynnast nýju fólki, gerði Einar að ein- hverjum félagslyndasta manni sem ég hef nokkurn tímann hitt. Við Ak- ureyringanir sem minnumst hans í dag eigum það flest sammerkt að hafa kynnst hvert öðru í gegnum Einar. Hann var eins og símaskiptiborð, og þá á ég við svona gamaldags skipti- borð með slöngum og snúrum sem tengir alla einhvern veginn saman uppá nýtt. Í dag höfum við kvatt Ein- ar, hann er búinn að gera sitt. Nú er komið að okkur sem eftir lifum að halda verki hans á lofti, nefnilega að kippa ekki símasnúrunum úr sam- bandi. En það er samt erfitt að yf- irvinna þá tilfinningu, að við missi Einars hafa orðið einhver erfið kafla- skipti í lífi okkar, eitthvað gott, per- sónulegt og áhyggjulaust er horfið og kemur ekki aftur. En sorg okkar vina hans er samt léttvæg samanborið við hvað aðstandendurnir mega reyna. Við vottum Önnu eiginkonu hans, Guðrúnu móður hans, Hildigunni dóttur hans og þeim Bergþóru, Ang- antý og Óttari systkinum hans okkar dýpstu samúð. Andrés Magnússon, Ósló. Einar vinur okkar er fallinn frá langt fyrir aldur fram og er stórt skarð höggvið í líf margra. Einar var einstaklega sterkur per- sónuleiki sem setti svip á umhverfi sitt með nærveru sinni og störfum. Hann var bæði gáfaður og skemmti- legur. Fjölbreyttar gáfur Einars nutu sín vel í tónlistinni og var hann í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Hann var jafnvígur á klassískan gítar og rafmagnsgítar, klassíska tónlist, nú- tímatónlist, rússíbanatónlist og dans- músík. Leikur hans var ávallt skýrt mótaður af músíkölsku innsæi og djúpum skilningi á viðfangsefninu. Afköst Einars voru mikil og var hann ætíð með ný verkefni í bígerð. Gít- arkennska var stór hluti af starfi hans og bar hann mikla umhyggju fyrir nemendum sínum og lagði alúð í kennarastarfið. Ævistarfið var því umfangsmikið og innihaldsríkt og hann skilur eftir sig mikilvæg spor í íslensku tónlistarlífi, þó að honum hafi ekki auðnast lengra líf. Einar var mikill húmoristi og það var alltaf gaman að vera í návist hans. Hann var fljótur að hugsa og tilsvör hans og viðbrögð voru oft afar fyndin og hvatskeytisleg. Einar var með ógrynni af vísum á takteinum sem pössuðu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, þetta voru mikið til vísur eftir norðlenska frændur hans og sannaðist þar að vísnahefðin lifir enn góðu lífi. Það eru margar minningar sem sækja á hugann nú þegar Einar er horfinn, minningar um samstarf í tón- listinni, minningar um Einar að kenna manni hvernig hægt er að stytta sér leið um bakgarða á Akur- eyri, Einar að túlka norðlensku fyrir Reykvíkinga á Akureyri, ómur af gít- arleik utan af tröppum þar sem Einar reyndist vera að spila, Einar að halda tónleika, hófin eftir tónleika, Einar að spila bítlalög á síðkvöldum og svo ótalmargt skemmtilegt og dýrmætt í minningunni. Einar var ástríkur eiginmaður, fað- ir og sonur og er missir þeirra Önnu, Hildigunnar og Guðrúnar mikill. Við kveðjum góðan vin okkar með söknuði, minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar. Við vottum Önnu, Hildigunni, Guðrúnu, systkinum Ein- ars og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Karólína Eiríksdóttir, Þorsteinn Hannesson. Ég kynntist Einari þegar hann var langt kominn í gítarnámi sínu við Tónskóla Sigursveins. Við urðum góðir vinir. Hann var stundum gestur minn í Barcelona og margar góðar stundir áttum við saman í Reykjavík, London, Manchester og ekki síst á Akureyri. Þar hitti ég hann oft á heimili foreldra hans sem voru bæði gestrisin og skemmtileg. Það var Ein- ar líka. Hann var mikill gleðimaður og oft óviðjafnanlega orðheppinn og fyndinn. Hann var afbragðstónlistar- maður, fjölhæfur og heiðarlegur. Hetjulund Einars og æðruleysi komu best fram í hans erfiðustu bar- áttu. Ég hitti hann í Þjóðleikhúsinu um áramótin eftir frumsýningu á Cyrano sem hann tók þátt í þótt hann gæti varla gengið. Hann kvartaði aldrei og kunni að njóta þeirra stunda sem hann átti ólifaðar. Ég sendi eiginkonu hans, dóttur, aldraðri móður og öðrum vanda- mönnum mínar innilegustu samúðar- og vinarkveðjur. Arnaldur Arnarson. „Læknarnir eru smeykir um að þetta sé stóra Káið.“ – Þannig komst Einar að orði við mig í síma rétt fyrir jólin árið 2000. Við sem þekktum hann vitum að stundum þurfti að skyggnast á bak við orðin. Hann átti það nefnilega til að tala í gátum, eða að tala þvert um hug sinn, og mein- ingin í orðunum vó stundum salt á hinni örfínu egg sem skilur að glettni og alvöru. Þrátt fyrir að Einar væri hálflasinn þetta haust var hann aldrei virkari; hélt tónleika víða um land af slíkri atorku að undrum sætti. Það var engu líkara en honum fyndist tíminn naum- ur, nú þyrfti að nýta hverja stund sem gæfist. Nú er Einar allur og ekki nema nokkur misseri síðan hann ferð- aðist um landið til að gleðja okkur og fékk okkur til að líta upp frá dagsins önn og njóta þess besta úr bókmennt- um gítarsins. Við, vinir og samstarfs- menn, erum hljóðir og hnípnir og eig- um erfitt með að sætta okkur við hinn kalda veruleika. Með þetta í huga sest ég niður að pára á blað fáeinar línur um Einar Kristján Einarsson. Einar hóf gítarnám við Tónskólann haustið 1977 hjá Gunnari H. Jónssyni. Framfarir hans voru skjótar og hann skipaði sér strax í sveit dugleg- ustu nemendanna. Það er til marks um árangur Einars í náminu að hann lauk fullnaðarprófi eftir aðeins fimm ára nám. Einar var þriðji gítarleik- arinn sem útskrifaðist frá Tónskólan- um, en um þetta leyti hafði skólinn starfað í þrettán ár. Gítarinn var, og er enn, ein sterkasta grein skólans og einarður hópur gítarnemenda sem stunduðu nám sitt á eigin forsendum samrýmdist vel markmiði brautryðj- andans, Sigursveins D. Kristinsson- ar, að móta skóla til að efla almenna músíkþekkingu en sem gerði jafn- framt kröfur um námsárangur. Það hve margir nemendur náðu góðum árangri í náminu styrkti forráðamenn skólans í þeirri trú að þeir væru á réttri braut. Það kom líka í ljós að nemendur skólans áttu, að burtfarar- prófi loknu, greiðan aðgang að fram- haldsnámi við erlenda tónlistarhá- skóla. Kapp Einars í náminu var eftirtektarvert. Jafnframt því að vanda verk sín var hann jafnan gagn- rýninn, og við kennararnir höfðum ekki alltaf svör á reiðum höndum við skörpum athugasemdum hans. Þessi eiginleiki var samofinn hreinskilni og skopskyni sem hvort tveggja var Einari eðlislægt. Á lokaprófi frá Tón- skólanum lék Einar m.a. gítarkonsert eftir Castelnuovo Tedesco. Fjöldi áhugasamra nemenda myndaði hljómsveitina, blásarar, strengir og slagverk, en Einar tók þátt í þessari liðssöfnun af lífi og sál. Konsertinn var síðast á efnis- skránni og jafnframt hápunktur tón- leikana en þeir voru haldnir í Bú- staðakirkju 12. maí 1982. Í tilefni tónleikanna gerðu foreldrar hans, systkini og frændfólk sér ferð hingað suður og buðu til samverustundar í sal Tónskólans í Hellusundi eftir tón- leikana. Þar þáðu menn veitingar og skemmtu sér við fjöldasöng og gam- anmál. Í þessum mannfagnaði kynnt- umst við fólkinu hans Einars, norð- lensku alþýðufólki með meitlað tungutak, sönnu menningarsamfélagi þar sem þjóðlegur fróðleikur og orðs- ins list var í hávegum höfð. Við þessi kynni skildum við betur hið góða veganesti sem Einar hafði tekið með sér að heiman og hve auðvelt hann átti með að tjá hugsanir sínar og skoðanir á ljósu og kjarngóðu máli. Það var mikill fengur að því að fá Einar aftur að skólanum eftir að hann hafði lokið framhaldsnámi í Bretlandi. Jafnframt kennslu sneri hann sér í vaxandi mæli að hljóðfæraleik með mjög góðum árangri. Um það vitna fjölmargir tónleikar og hljóðritanir. Meðal nemenda Einars við Tónskól- ann var Kristján Eldjárn Þórarins- son, gítarleikari. Hann naut hand- leiðslu Einars og útskrifaðist frá skólanum árið 1996. Þeir félagarnir veiktust um svipað leyti, og örlögin höguðu því þannig að Einar fylgdi nemanda sínum til grafar fyrir liðlega tveimur vikum, en Kristján lést 22. apríl sl. Vissulega er raunveruleikinn kald- ur og harðneskjulegur. En hlýjar minningar um góðan vin, og einlægan samstarfsmann, munu fylgja okkur um ókomin ár. Við vottum móður, eiginkonu, dótt- ur, systkinum og vinum okkar dýpstu samúð. Sigursveinn Magnússon og Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Það er með sorg og hryggð í hjarta sem ég rita þessi orð um vin minn og kollega Einar Kristján Einarsson. Einar var hlýr og góður drengur, ljúf sál og hvers manns hugljúfi enda vin- sæll og vinmargur. Hann var manna skemmtilegastur með frábæra kímni- gáfu og gat séð flesta hluti í skoplegu ljósi. Hann var viðkvæmur í lund með sterkar listrænar taugar enda einn fremsti gítarleikari þjóðarinnar. Hann var hugsjónamaður í listinni og unni listagyðjunni af líf og sál og hafði mikinn áhuga á öllum listgreinum og var afar vel lesinn. Einar var stál- minnugur og það var sama um hvað var spurt, aldrei var komið að tómum kofunum, enda hugur hans sem al- fræðisafn. Oft lét hann kviðlinga flakka sem hann átti kyn til, eða vitn- aði í hinar eða þessar bókmenntir, oft í hinu hnyttilegasta samhengi. Einar var höfðingi heim að sækja, dyr hans stóðu ávallt opnar og það var alltaf veisla þegar maður heimsótti hann. Einar var frábær tónlistarmaður með hárfínt tóneyra, mikla tækni á hljóð- færið og persónulegan stíl. Hann kom fram við mörg tækifæri bæði einn og með ýmsum hópum, m.a. Caput og Rússíbönum, einnig lék hann inn á margar hljómplötur og hljóðrit fyrir ríkisútvarpið. Kynni okkar Einars hófust í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem við vorum báðir í gítarnámi hjá Gunnari H. Jónssyni og síðar Jos- eph Fung. Það var oft kátt á hjalla í tónskólanum á þessum árum, lengra komnir nemendur héldu vel hópinn og margt skemmtilegt var brallað. Að loknu framhaldsnámi og eftir að heim var komið spiluðum við m.a. saman dúó á tvo gítara og komum víða fram saman, bæði hérna í bænum sem og víða um land, m.a. á gítarfestivölum sem haldin voru árlega á fyrri hluta 10. áratugarins. Eftirminnilegir tón- leikar voru í Hveragerði þegar við lékum á sviði í miðri leikmynd fyrir leikritið Dýrin í Hálsaskógi sem hafði ekki verið tekin niður, þetta þótti okkur óskaplega skemmtilegt. Við komum fram sem einleikarar með Kammersveit Reyjavíkur og lékum í Wigmore Hall í Lundúnum með Robin Koh semballeikara á hátíð Ís- lenskra gítarleikara sem Jakob Magnússon, þáverandi menningar- fulltrúi sendiráðsins þar í borg, stóð fyrir. Þetta eru allt mjög eftirminni- legur viðburðir. Við Einar vorum saman í félagi sem við kölluðum „Skallafélagið“ ásamt Erni Magnús- syni píanóleikara og „skallabróður“ og Gyrði Elíassyni rithöfundi, sem var n.k. fulltrúi hærðra. Voru á skalla- fundum bornir saman skallar og önn- ur þjóðþrifamál rædd en aðallega var þetta góð afsökun til að hittast og gera sér glaðan dag. Þar reytti Einar af sér brandara, sagði skemmtisögur og kom með sína frumlegu sýn á lífinu og tilverunni. Einar háði sl. eitt og hálft ár erfiða baráttu við sjúkdóminn sem lagði hann að velli. Hann sýndi mikið æðru- leysi og hugrekki í veikindum sínum, hélt sínu striki, lék á gítarinn fram undir það síðasta, lék m.a. bæði á upp- tökum og tónleikum með Rússíbön- um núna nýlega, hitti okkur skalla- bræður reglulega og tók ávallt á móti manni með bros á vör þótt mjög veik- ur væri. Miklar hörmungar hafa gengið yfir fámenna stétt klassískra gítarleikara á skömmum tíma. Fyrir stuttu var góður vinur okkar Kristján Eldjárn, frábær gítarleikari, borinn til grafar. Tveir af okkar ástsælustu gítarleik- urum hafa horfið á braut með skömmu millibili. Ég kveð í dag með sárum söknuði góðan vin og mikinn listamann. Ég vil votta Önnu, Hildigunni, Guðrúnu, Angantý, Óttari, Bergþóru og öðrum aðstandendum innilegustu samúð mína á erfiðri stund. Kristinn H. Árnason. Með skömmu millibili hefur ís- lenskt hljómlistarlíf orðið fyrir miklu tjóni, þar sem tveir framúrskarandi gítarleikarar hafa horfið úr röðum tónlistarmanna. Fyrir örfáum vikum lést Kristján Eldjárn, og nú fyrir nokkrum dögum andaðist af völdum sama sjúkdóms vinur hans og læri- meistari, Einar Kristján Einarsson. Ég hitti Einar Kristján fyrst haust- ið 1988, heima hjá Erni Magnússyni píanóleikara. Vinátta okkar Einars fór hægt af stað, það var eiginlega ekki fyrr en sumarið 1992, þegar við stóðum báðir á ákveðnum tímamót- um, að við kynntumst fyrir alvöru. Eftir á kallaði Einar þennan tíma „pernod-sumarið mikla“ og sú nafn- gift var vissulega mjög lýsandi fyrir þessa daga. Þetta sumar innsiglaði vináttu okkar. Upp frá því leið aldrei langur tími milli samfunda eða sím- tala. Einar var reyndar einhver mesti símnotandi sem ég hef þekkt, og mig grunar fastlega að símreikningar hans hafi oft verið með því hæsta sem gerist hjá einstaklingum! Einsog gef- ur að skilja var tónlistarþekking Ein- ars mikil, en það kom mér á óvart hvað þekking hans á bókmenntum var sömuleiðis fjölþætt. Þetta skildi ég að vísu betur eftir að hafa farið með honum heim til foreldra hans, og séð bókasafnið þar. Föður hans, Ein- ari Kristjánssyni frá Hermundarfelli, var margt til lista lagt, auk þess að vera snjall harmónikuleikari var hann ágætur rithöfundur. Einar yngri ólst þannig upp við vangaveltur um bók- menntir frá upphafi. Hann virtist kunna heilu kaflana úr ritum Hall- dórs Laxness og þó sér í lagi Þór- bergs Þórðarsonar utanbókar, og var alltaf jafn undrandi, að maður skyldi ekki muna þetta eins vel og hann. „Hva, hefurðu ekki lesið þetta, mað- ur?“ átti hann til að spyrja með skelmislegum svip. Af erlendum rit- höfundum var Iris Murdoch í sér- flokki hjá honum, og hann las verk hennar endalaust. Honum fannst ég aldrei lesa nóg af Iris Murdoch. „Ertu ekki búinn að lesa þessa eftir hana? Á ég að trúa því?“ Til stóð að við færum saman að sjá nýju kvikmyndina um Murdoch. Því miður gat ekki orðið af því. Þeir sem fylgjast með tónlist vita hversu heill og vandaður gítarleikari Einar var. Þeir sem þekktu hann per- sónulega vita að þessir eiginleikar einkenndu hann í daglegu fari, ásamt óbrigðulum húmor, sem náði yfir öll svæði tilverunnar. Ekki var hægt annað en dást að því hvernig hann fór að því að halda óskertri kímnigáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.