Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 82
DAGBÓK
82 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Dónalegur vaktstjóri
VIÐ FÓRUM tvær vinkon-
urnar á American Style í
Skipholtinu. Það var mikil
örtröð en við fundum loks
borð rétt við dyrnar.
Starfsmaður gekk framhjá
og báðum við hana kurteis-
lega að þurrka af borðinu.
Hún svaraði frekar höstug-
lega að hún myndi gera það
á eftir. Betra borð losnaði
við hliðina og settumst við
þar. Kom starfsmaðurinn
þá rétt á eftir og spurði
mjög ókurteislega hvaða
borði við vildum eiginlega
að hún þurrkaði af. Við urð-
um orðlausar af dóna-
skapnum og sögðumst bara
hafa ákveðið að skipta um
borð. Eftir matinn
ákváðum við að kvarta yfir
hátterni starfsmannsins, en
það var kona milli fertugs
og fimmtugs, við vaktstjóra
sem reyndist vera ókurteisi
starfsmaðurinn. Við lögð-
um fram óánægju okkar yf-
ir hátterni hennar en hún
þóttist ekkert kannast við
atvikið. Við vildum forðast
deilur og gengum því út.
Þegar út var komið var
kallað á eftir okkur úr
dyragættinni á American
Style „bitch“, en við sáum
ekki hver það var. Líkleg-
ast var það þó ókurteisi
vaktstjórinn. Við spyrjum
eru kröfur til vaktstjóra
virkilega svona litlar og
getur manneskja á þessum
aldri og í þessari stöðu hag-
að sér svona dónalega og
barnalega?
Guðný Hrund Rúnarsd.,
Hringbraut 39,
og
Kristín Þorleifsdóttir,
Flyðrugranda 3.
Góð þjónusta
og gott verð
MIG langar til að vekja at-
hygli á góðri þjónustu og
góðu verði hjá blómabúð-
inni Holtablóm á Lang-
holtsvegi. En er ég kom þar
við dag einn gladdi það mig
að sjá þar fyrrverandi eig-
anda Stúdíó-blóms í
Mjóddinni, en ég veit að
fjölmargir söknuðu Bryn-
hildar þegar hún hætti með
búðina en nú getum við
fyrrverandi kúnnar þeirra
hjóna Brynhildar og Krist-
jáns tekið gleði okkar á ný
og komið við í Holta-blóm á
Langholtsveginum þegar
okkur vantar blóm og
skreytingar minnug góðrar
þjónustu.
Kona úr Seljahverfi.
Tapað/fundið
Gullarmband
týndist
GULLARMBAND týndist
30. apríl líklega í Sunda-
görðum, Mjóddinni eða
Hólagarði. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
557 3162.
Brúðargjöf
(innleggsnóta) týndist
BRÚÐARGJÖF, sem er
innleggsnóta í IKEA, týnd-
ist sl. föstudag, líklega í
Holtagörðum. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
899 4246 eða 456 4545.
Giftingarhringur
týndist
GIFTINGARHRINGUR
tapaðist í kringum 27. apríl
sl. Stór og fallegur íslensk-
ur gullhringur með áletrun.
Finnandi sendi vinsam-
legast e-mail til:
monalisais@yahoo.co.nz
Gullarmband týndist
GULLARMBAND týndist
að morgni 10. maí í flugvél
frá Baltimore eða í flug-
stöðinni eða á bílastæðinu.
Skilvís finnandi vinsamlega
hringið í síma 554 2697.
Fundarlaun.
Nokia GSM-sími
týndist
NOKIA 3310 GSM-sími
týndist aðfaranótt sunnu-
dags á Laugavegi. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 552 6232.
Nokia 6150 týndist
NOKIA 6150, týndist laug-
ardagskvöldið 11. maí sl.
fyrir utan Players í Kópa-
vogi, eða í leigubílnum það-
an. Klukkan var 3–3.30.
Síminn er í tösku og er
framhliðin dökkblá. Hafi
einhver fundið svona síma,
vinsamlegast hringið í síma
692 3139.
Línuskautar í óskilum
LÍNUSKAUTAR fundust
við Brekkugerði. Upplýs-
ingar í síma 553 7909.
Dýrahald
Posi er týndur
POSI sem er steingrár
fress týndist frá Vatnsstíg
8. maí sl. Hann er eyrna-
merktur 375. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 869 3093.
Lassie-hundur
í óskilum
Á HUNDAHÓTELINU
Leirum er í óskilum Lassie
(Collie) hundur. Eigandi
vinsamlega hringi í síma
566-8366 eða 698 4967.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
NORÐANROKIÐ sem herjaðhefur á Víkverja og aðra lands-
menn undanfarna daga er farið að
fara svolítið í hans sterku taugar og
lái honum hver sem vill. Víkverji hef-
ur ekki gert vísindalega athugun á
veðurfarinu en reiknast til að vind-
urinn hafi verið norðanstæður í
a.m.k. eina viku ef ekki lengur. Sem
betur fer hefur Veðurstofan spáð
batnandi tíð og vonandi að veðrið
verði skaplegra það sem eftir lifir
sumars.
x x x
TALANDI um rokið. KunningiVíkverja benti honum á frásögn
um Ísland sem birtist í bæjarblaðinu í
Shawnee í Oklahoma-ríki í Banda-
ríkjunum fyrir skömmu. Þar rekur
blaðamaður frásögn Kerry Belcher af
veðurfari og náttúru Íslands þegar
hún hélt fyrirlestur um Íslandsdvöl
sína fyrir fjórðu bekkinga í Shawnee.
Belcher þessi er liðþjálfi hjá varnar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli og hafði
verið á Íslandi í hálft ár þegar hún
deildi reynslu sinni með nemendum.
Oklahoma mun vera þekkt fyrir
snögg veðrabrigði en Belcher sagði
að þau kæmust ekki í hálfkvisti við
það sem Íslendingar búa við. Fjórðu
bekkingar fengu að heyra að vindur-
inn væri svo sterkur að aðkomu-
mönnum væri ráðlagt að halda fast í
smábörn þegar þeir færu út fyrir
hússins dyr. Þá hefðu Íslendingar
brugðið á það ráð að setja veifur á út-
varpsloftnetin á bílunum sínum til
þess að þeir geti séð úr hvaða átt blæs
og örugglega lagt upp í vindinn. Að
öðrum kosti rífi rokið upp hurðirnar
og skelli þeim á frambretti bílanna.
Víkverja kannaðist við flest í frá-
sögn í Belcher en þó ekki allt. Hann
hefur t.a.m. ekki tekið eftir veifum á
útvarpsloftnetum sem ætlað er að
hjálpa ökumönnum að ráða í vindátt-
ina en þetta er að mati Víkverja alveg
ágætishugmynd og er henni hér með
komið á framfæri við hugvitssama
kaupsýslumenn.
x x x
VÍKVERJI hefur mikið dálæti áVestfjörðum sem hann telur
vera einhvern fallegasta hluta lands-
ins. Síðasta sumar dvaldi hann þar í
rúmlega tvær vikur og hyggur á frek-
ari ferðalög þangað í sumar. Á Vest-
fjörðum er náttúran ægifögur og
hrikaleg, þar er veðursælt að sumri
til og þar að auki eru Vestfirðingar
sérstaklega vingjarnlegir að mati
Víkverja. Þeir hafa þó sumir haldið
því fram að aðrir landsmenn gleymi
stundum landshlutanum og haldi sig
af gömlum vana við hringveginn. Þeir
vilji ekki leggja á vegi sem eru sagðir
slæmir og vaxi vegalengdir í augum.
Víkverji getur hins vegar borið að
ferðalagið er vel þess virði og sjálfum
fannst honum vegirnir ekki vera sér-
lega slæmir.
Vestfirðingar hafa að undanförnu
staðið fyrir ýmsum nýjungum í ferða-
þjónustu sem hafa borið hróður
svæðisins víða. Ber þar fyrst að nefna
Galdrasýninguna á Ströndum þar
sem sérstaða Strandasýslu er notuð
til að kynna svæðið fyrir landsmönn-
um. Þá hafa Ísfirðingar verið dugleg-
ir við að markaðssetja Hornstrandir
og bjóða upp á mikla þjónustu við
ferðamenn sem eru á leiðinni í frið-
landið. Víkverji er sannfærður um að
þegar landsmenn kynnast betur hvað
Vestfirðir hafa upp á að bjóða muni
ferðamannastraumur þangað marg-
faldast.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 loforð, 4 kústur, 7 látin,
8 kindar, 9 óhljóð, 11 líf-
færi, 13 skrifa, 14 fúi, 15
ský á auga, 17 knæpum,
20 málmur, 22 fim, 23 af-
kvæmi, 24 híma, 25 borgi.
LÓÐRÉTT:
1 starfsmenn á skipi, 2
logi, 3 hey, 4 harmur, 5
smástrákur, 6 þusa, 10
ull, 12 máttur, 13 kveik-
ur, 15 beinið, 16 vænir, 18
vöggu, 19 drap, 20 espa,
21 þvættingur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 höfuðdags, 8 galin, 9 nagar, 10 und, 11 aktar,
13 ataði, 15 sýkna, 18 grúts, 21 rór, 22 nakti, 23 ullin, 24
girnilegt.
Lóðrétt: 2 örlát, 3 unnur, 4 dunda, 5 gegna, 6 ógna, 7
grói, 12 ann, 14 tær, 15 senn, 16 kikni, 17 arinn, 18 grufl,
19 útlæg, 20 sónn.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Dell-
ach kemur í dag, Akra-
berg, Helga Re, Hjalt-
eyrin, Cec Copenhagen,
Norsund og Þerney fara
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Richmind Park og
Olenino komu í gær.
Luda fór í gær, Orlik
kemur í dag, Lotta Kos-
an kemur til Straums-
víkur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og jóga, kl.
10 boccia, kl. 13 vinnu-
stofa, myndmennt og
bað. Búnaðarbankinn kl.
10.15. „Vor í vesturbæ“
dagana 23., 24. og 25.
maí. frá kl. 13–17 verður
hátíð með söng, dansi og
veislukaffi. Allir vel-
komnir.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar upp-
lýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerð.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga á föstudögum kl.
11. Kóræfingar hjá Vor-
boðum, fimmtudaga kl.
17–19. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014 kl. 13–
16. Uppl. um fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
s. 566 8060 kl. 8–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9–13 handa-
vinnustofan opin, kl.
14.30 söngstund. Föstu-
daginn 17 og laugardag-
inn 18. maí verður
handavinnusýning og
basar frá kl. 13–17,
kaffiveitingar, allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Í dag
fimmtudag pútt í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30,
glerskurður kl. 13.
Opið hús í boði Rótarí í
dag kl. 14, skemmti-
atriði og kaffi. Kór eldri
Þrasta og Gaflarakórinn
halda tónleika í Víði-
staðakirkju föstud. 17
maí kl. 20, aðgangur
ókeypis.
Vestmanneyjaferð 2. til
4. júlí. Rúta, Herjólfur
og gisting í 2 nætur.
Skráning í Hraunseli s.
555 0142. Á morgun
brids kl. 13.30.
Morgungangan á laug-
ardag, farið frá Hraun-
seli kl. 10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Brids fyrir byrj-
endur kl. 19.30.
Göngu-Hrólfar fara í
leikhúsferð á Sólheima
laugardaginn 18. maí að
sjá „Hárið“ brottför frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl.
14 allir velkomnir
skráning á skrifstofu
FEB. Þeir sem hafa
skráð sig í Vest-
fjarðaferð 18.–23. júní
og Vestmannaeyjar
11.–13. júní þurfa að
staðfesta ferðina fyrir
18. maí. Dagsferð 27.
maí Hafnarfjörður-
Heiðmörk. Kaffi og
meðlæti. Leiðsögn: Páll
Gíslason og Pálína
Jónsdóttir, skráning
hafin á skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt í
Faxafen 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi,
kl. 15.15 dans. Opið
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna. Kl. 15 bingó.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9.30 sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug. Umsjón
Brynjólfur Björnsson
íþróttakennari. Kl.
10.30 helgistund, um-
sjón Lilja G. Hallgríms-
dóttir. Frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opinn miðvikudaginn
22. maí er leikhúsferð í
Borgarleikhúsið að sjá
Kryddlegin hjörtu,
skráning hafin.
Veitingar í Kaffi Berg.
Upplýsingar um starfs-
semina á staðnum og í
s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 handavinna, kl.
9.05 og kl. 9.50 leikfimi,
kl. 9.30 klippimyndir,
kl. 13 gler og postulín.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10–11
ganga, kl. 10–15 leir-
munanámskeið, messa í
dag kl. 10.30 prestur sr.
Kristín Pálsdóttir. Allir
velkomnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Sýning á handverki
eldri borgara dagana
26.–31. maí, að báðum
dögum meðtöldum.
Kaffihúsastemning og
lifandi tónlist. Tekið á
móti munum á sýn-
inguna þriðjud. 21. maí í
Selinu.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing.
Föstudaginn 17. maí kl.
14.30–16. leikur Ragnar
Páll Einarsson á hljóm-
borð fyrir dansi, kaffi-
veitingar. Leikhúsferð.
Farið verður miðviku-
daginn 22. maí í Borg-
arleikhúsið að sjá leik-
sýninguna „Kryddlegin
hjörtu“. Skráning í síma
562 7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaumur
og morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt og
frjálst spil, kl. 14. leik-
fimi.
Kívanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ. Fé-
lagsvist spiluð í Kív-
anishúsinu í Mosfellsbæ
í kvöld kl. 20.30.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60, Fundur í umsjá
Elísabetar Jónsdóttur.
Fundurinn hefst kl. 17.
Allar konur velkomnar.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. Kl. 13–16
prjónað fyrir hjálp-
arþurfi erlendis. Efni á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Hana-nú Kópavogi
Sýningar á „Smelli … 2
aldrei of seint“ sýningar
alla daga kl. 14 fram til
laugardagsins 18. maí í
Hjáleigunni Félags-
heimili Kópavogs. Geng-
ið inn baka til. Aðeins
þessar sýningar. Pant-
anir og sala miða er í
Gjábakka 554 3400 og
Dóra 899 5508. Miðar
eru einnig seldir við inn-
ganginn.
Minningarkort
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils. Minning-
arkort Kvenfélagsins
Hringsins í Hafnarfirði
fást í blómabúðinni
Burkna, hjá Sjöfn, s.
555-0104, og hjá Ernu,
s. 565-0152.
Í dag er fimmtudagur 16. maí, 136.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því
að í voninni erum vér hólpnir orðnir.
Von, er sést, er ekki von, því að hver
vonar það, sem hann sér?
(Rómv. 8, 24.)