Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 39 VE RSLU NAR M IÐSTÖÐI N N I F I RÐI • HAFNAR FI RÐI • SÍM I 565 4533 SENDUM UM LAND ALLT! „Það er ekkert til sem heitir vont veður – einungis mismunandi góð hlífðarföt!“ Cape Crest vika 14. til 18. maí Allur útivistarfatnaður með 40% afslætti Cape Crest útivistarfatnaður Frábær í golfið – góður í flest annað! FIMMTUDAGSTILBOÐ Barnaskór Stærðir: 23-38 Verð áður: 3.995 Verð nú 1.995 BARNASKÓR FRÁ MIKIÐ ÚRVAL MARGIR LITIR Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 KAMMERKÓRINN Vox academica heldur vortónleika sína í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Efnisskrá er tvíþætt; fyrir hlé verður flutt trúarleg tónlist, þar á meðal nokkur sálmalög eftir J.S. Bach og hluti úr kantötunni Jesu meine Freude. Þá verða fluttir sálm- ar eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Eftir hlé verður áhersla lögð á vorlega og íslenska tónlist, meðal annars ís- lensk þjóðlög í útsetningum Hafliða Hallgrímssonar og John Hearne. Vox academica var stofnaður af Hákoni Leifssyni, sem stjórnar kórnum, árið 1996 og í kórnum eru nú um 30 félagar. Kórinn hefur kom- ið reglulega fram allt frá stofnun, bæði við messur og aðrar athafnir og á sjálfstæðum tónleikum, nú síðast þegar kórinn flutti, ásamt Háskóla- kórnum, Carmina Burana í mars sl. Trúar- og vor- lög á kammer- tónleikum ARGENTÍNSKI danshópurinn El Escote var stofnaður að frum- kvæði Roxönu Grinstein sem frá árinu 1985 hefur verið leiðandi dans- höfundur í Argentínu. Upphaflega var hópurinn kenndur við stofnanda sinn en í kjölfar gíf- urlegra vinsælda dansins El Escote, sem Roxana samdi fyrir hópinn og viðurkenninga víða um heim var nafni hópsins breytt. Nú kennir hóp- urinn sig við dansinn sem átti hvað mestan þátt í að hefja hann til þeirr- ar virðingar sem hann nýtur í dag. Hópurinn er skipaður tólf dönsurum og eru þar á meðal nokkrir sem tald- ir eru meðal fremstu tangódansara Argentínu. Höfundur verksins, Rox- ana Grinstein, er prófessor við Lista- akademíuna í Buenos Aires. Roxana lauk dansnámi í Argentínu og í Bandaríkjunum og hefur unnið víða um heim sem danshöfundur. El Escote er stutt myndrænt hreyfiverk. Fimm hálfnaktir dansar- ar á víð og dreif snúa baki við áhorf- endum og hreyfa sig ofurhægt í daufri lýsingu sem varpar skugga á bak þeirra. Skuggarnir mynduðu landslag á hryggjarsúlur dansar- anna og gerðu það að verkum að þeir virtust höfuðlausir. Hugmyndin er bráðsnjöll og einföld. Þessir lifandi skúlptúrar minntu helst á fugla eða kynjaverur. Seinna í verkinu var höf- uðleysið falið með rauðum blævæng og þannig varð til nýr skúlptúr. Það var unun að horfa á þessar verur hreyfa sig og umbreytast með hjálp ljóssins. Í tilefni Listahátíðar samdi höf- undurinn stuttan tangó sem sýndur var af þeim Gustavo Bertuol og Lil- iana Toccaceli. Þetta var glæsilegur dúett og einungis forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Að hléi loknu hófst aðalverk kvöldsins, Cenizas de Tango eða Aska tangósins. Verkið samanstendur af mörgum þáttum sem tengdir eru saman í eina heild. Konur bíða sitjandi á stólum óþreyjufullar eftir að þeim sé boðið upp í dans. Þær reyna að hemja og hefta sína þrá sem ryður sér leið og verður tilefni að dans þeirra. Þær rífa upp um sig pilsin, stappa niður fótunum, syngja um fegurð tangó- dansarans og bola hvor annarri í burtu í óþreyjunni. Þær verða djarf- ari í hreyfingum og klæðnaði út verkið. Karldansararnir ráða ferð- inni í dansinum og kvendansararnir snúast um þá í hvívetna. Dansverkið er myndrænt rétt eins og fyrsta verkið. Hreyfingarnar eru í ætt við nútímadans með breiðu og fjöl- breyttu hreyfisviði í bland við arg- entínskan tangó. Það er gjarnan kúldrast í þessu verki, hnoðast, tog- ast á, ýtt og rúllað um. Höfundur leggur áherslu á fætur kvendansaranna og hreyfingar þeirra á háum hælunum. Verkið er skondið og gerir höfundur óspart grín að fastmótuðum hlutverkum kynjanna. Þessir mörgu litlu þættir gætu staðið sjálfstætt eins og mynd í myndaalbúmi, með stuttri sögu á bak við sig. Þættirnir mynduðu heild og úr varð heillandi listaverk. Í verk- inu voru gjarnan fleiri en tvö atriði í gangi í einu. Það var alltaf eitthvað sem fangaði hugann. Hér á það við að sjón sé sögu ríkari. Dansararnir, hver með sínum hætti voru samtaka þó án þess að vera eins. Hver um sig sjálfstæð eining. Dansgerðin er sam- ansett úr ólíkum dansgerðum. Það má segja að hún feli í sér að brjóta sig reglulega og óreglulega út úr sjálfri sér og koma þannig áhorfend- um stöðugt á óvart. Þannig voru end- urtekningar aldrei fyrirsjáanlegar þar sem þær birtust stöðugt í nýrri og nýrri mynd. Uppbyggingin á enda verksins var sniðug og lokaði verkinu vel. Það er ekki ofsögum sagt að hér er mikið kjöt á beinun- um. Þetta er dansverk sem mann langar að sjá aftur og aftur og aft- ur … Síðasta sýning er í kvöld 16. maí. Villtar ástríður og trylltur tangó DANS Listahátíð Íslenska óperan El Escote/Nútímadans: Höfundur, leik- mynd, búningar: Roxana Grinstein. Tón- list: Martin Pavlovsky. Lýsing: Eli Sirlin. Cenizas de Tango/Aska tangósins: Höf- undur: Roxana Grinstein. Samsetning tónlistar: Edgardo Rudnitzky. Tónlist: Ruggieri, Pugliese, Binelli, Aieta, Spas- iuk/Agri, Piazzolla/Ferrer og aðrir. Leik- mynd og búningar: Jorge Ferrari. Lýsing: Eli Sirlin. Dansarar: Gustavo Bertuol, Marina Brusco, Maria Ines Hernandez, Cecilia Pugin, Liliana Toccaceli, Max- imiliano Avila, Maria Marta Colusi, Ivan Herr. Þriðjudagur 14. maí 2002. CENIZAS DE TANGO Lilja Ívarsdóttir „Það er ekki ofsögum sagt að hér er mikið kjöt á beinunum. Þetta er dansverk sem mann langar að sjá aftur og aftur og aftur.“ ÞAÐ er ekki á hverjum degi að Bergþór Pálsson syngur ljóðatón- leika. Því var það tals- verð eftirvænting að heyra hann syngja einn mesta ljóðaflokk þýsku rómantíkurinn- ar, Dichterliebe, eftir Schumann og úrval franskra ljóða í Saln- um á fimmtudags- kvöld. Glíman við ljóð og ljóðasöng er tals- vert strembnari en við aðra söngtónlist. Þar skiptir hvert einasta orð og hver einasta hending máli; – merk- ing og litur orða og túlkun eru jafn mikil- væg tónlistinni sjálfri, og orð og tónar verða að fara sam- an á sannfærandi hátt. Það er skemmst frá því að segja að Berg- þór Pálsson var í feiknagóðu formi og söng Dichterliebe af innileik og músíkalskri næmi. Túlkun hans var persónuleg og hrífandi. Þeir Jónas náðu vel saman, og mörg þau augnablik þar sem hríslaðist um hlustandann af einskærri fegurð tónlistarinnar í túlkun þeirra. Fjórða ljóðið, Wenn ich in deine Augen seh, var fínlegt og dýnamík mótuð á áhrifamikinn hátt. Myrkrið í sjöunda ljóðinu, Ich grolle nicht, var sérstaklega sannfærandi og mikilúðlegt. Níunda lagið, Das ist ein Flöten und Geigen, tapaði þó svolítið sjarma sínum með of mikilli pedalnotkun Jónasar á píanóið. Þrettánda lagið, Ich hab’ im Traum geweinet, er stórfengleg smíð; Schumann er þar spar á píanóið, en notar það snilldarlega til að undir- strika sársaukann í textanum. Þetta lag var gríðarlega vel flutt af þeim Bergþóri og Jónasi. Heildarsvipur Dichterliebe hjá þeim félögum var sterkur og góður. Bergþór hefur unnið lögin vel; textinn afburða skýr og túlkunin sem fyrr segir persónuleg og fáguð og hvergi yf- irdrifin. Í frönsku lögunum er Bergþór Pálsson sannarlega á heimavelli og vald hans á málinu gefur ljóðunum mikla dýpt. Hvert lagið af öðru var frábærlega flutt og sam- spil þeirra Jónasar fal- legt. Lag Chaussons, Le temps des lilas et le temps des roses var yndislega þokkafullt og ástarmissirinn í lagi Gounods, Ma belle amie est morte, var átakan- legur í túlkun þeirra. Í vorsöngnum Chanson de Printemps er andrúms- loftið allt annað og gleði- ríkara og þar fór Berg- þór á kostum. Ekki man undirrituð eftir að hafa heyrt ægifagurt lag Duparcs, La Vie Antérieure jafn fallega sungið, með sterkri tilfinningu fyrir þránni eftir horfnum heimi sem ljóðmælanda er lögð í munn. Hápunkturinn í frönsku lögunum var þriggja laga flokkur Ravels um Don Kíkóta sem syngur til Dúls- ineu sinnar. Þar voru Bergþór og Jónas upp á sitt allra besta, og gleðin og húmorinn sem Bergþór á svo auðvelt með að koma til skila voru smitandi. Þetta voru afskaplega góðir tón- leikar og Bergþór Pálsson betri en hann hefur nokkurn tíma verið. Þar kom til afar vandað efnisval og vel unnið, góð söngrödd og einstakur hæfileiki hans til að hrífa hlustand- ann með sér um undraheima ljóðs og lags. Að hrífast með um undraheima ljóðs og lags TÓNLIST Salurinn Bergþór Pálsson söng Dichterliebe eftir Robert Schumann og franska söngva eft- ir Chausson, Gounod, Duparc og Ravel. Jónas Ingimundarson lék með á píanó. Fimmtudag kl. 20. LJÓÐATÓNLEIKAR Bergþór Pálsson Bergþóra Jónsdóttir Sýning í Rauðagerði Í RAUÐAGERÐI 50 stendur nú yfir sýning Önnu Maríu Geirsdóttur, „Hver eru mörkin?“ og er vangavelt- ur hennar um íslensk mörk. Sýningin stendur fram á sunnudag og er opin virka daga kl. 17 – 20 og helgar kl. 15 – 18. Anna María er félagi í SÍM og HFÍ. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.