Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN H. Gunnarsson, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, segir að sér komi á óvart sá tónn sem honum sé sendur í bréfi, sem fimm starfsmenn Byggðastofnunar á Sauðárkróki, rituðu Theodóri Bjarnasyni, forstjóra stofnunarinn- ar hinn 22. apríl sl. Kristinn telur að samskipti sín við starfsmenn stofnunarinnar gefi ekki tilefni til bréfaskriftanna. Segist hann jafn- framt hafa efasemdir um að starfs- mennirnir hafi yfirhöfuð skrifað bréfið. Bréfið var birt í heild í Morg- unblaðinu í gær. Þar kom m.a. fram að starfsmennirnir vildu vekja at- hygli forstjórans á því að þeir teldu starfsaðstæður sínar með öllu óvið- unandi vegna framkomu stjórnar- formanns stofnunarinnar, Kristins H. Gunnarssonar. Í bréfinu eru tal- in upp nokkur atriði, sem dæmi um óviðunandi starfsumhverfi. Þar segir m.a. að í mörgum málum virð- ist stjórnarformaðurinn vera beggja vegna borðsins og að hann virki sem eins konar umboðsmaður umsækjenda og viðskiptavina stofnunarinnar. „Mér kemur dálítið á óvart sá tónn sem er í bréfinu. Mér finnst hann vera mjög persónulegur. Sam- skipti mín við starfsmenn hafa ekki gefið tilefni til þessara skrifa. Ég hef því mínar efasemdir um að þeir hafi yfirhöfuð skrifað bréfið,“ segir Kristinn. Aspurður vill hann þó ekki gefa upp hver hann heldur að hafi skrifað bréfið. „Ég verð að hafa það hjá mér enda get ég ekki sann- að neitt í þeim efnum.“ Fullyrðingar út í hött Um innihald bréfsins segir Krist- inn að sér finnist efnisatriði þess óljós. „Og það er athyglisvert að menn skrifi óljóst um mál sem á að vera trúnaðarmál til forstjórans eins,“ bætir Kristinn við. Hann vill þó benda á að einn þeirra fimm starfsmanna sem skrifi undir bréf- ið, Friðþjófur M. Karlsson, for- stöðumaður rekstrarsviðs, sitji ekki þá fundi sem fjallað er um í bréfinu. „Hann situr hvorki lánanefndar- fundi né stjórnarfundi og getur því ekki með undirskrift sinni verið að vitna um atburði sem þar gerðust af eigin raun. Hann hlýtur að byggja undirskrift sína á einhverju öðru.“ Í bréfi fimmmenninganna segir m.a. að atburðir síðustu daga hafi endanlega fyllt mælinn og „þá sér- staklega þau vinnubrögð sem við- höfð voru við afgreiðslu hlutafjár- beiðna og tilraunir stjórnarformanns til að breyta staðfestri fundargerð síðasta stjórnarfundar sér og umbjóðend- um sínum til hagsbóta“. Um þetta segir Kristinn: „Ég veit ekki hverj- ir umbjóðendur mínir eru og það að segja að þetta sé mér til hagsbóta er út í hött. Ég er ekki með neina umsókn þarna og er ekki aðili að neinni umsókn enda væri það ekki eðlilegt.“ Kristinn segir ennfremur að afgreiðsla hlutafjárbeiðna hafi verið samþykkt með „einu hljóði í stjórninni“ eins og fundargerðin beri með sér á viðkomandi fundi. Það sama hafi verið uppi á teningn- um á fundi sem haldinn hafi verið 7. maí. „Fullyrðingar í þessu máli eru því út í hött og má túlka sem árásir á alla stjórnina.“ Kristinn ítrekar að það sé stjórn stofnunarinnar sem taki ákvarðanir sem tengjast stofnuninni; það sé hennar hlutverk samkvæmt lögum. „Stjórnin tekur sínar ákvarðanir sem starfsmenn verða að una.“ Kristinn leggur hins vegar áherslu á að leiða eigi þessi mál sem mest til lykta innan stofn- unarinnar. „Ég held að framhaldið eigi að vera þannig að starfsmenn geri mér grein fyrir því hvað þarna liggur að baki, þeir skulda mér skýringar á því, en síðan eigum við að leiða þessi mál sem mest til lykta innan stofnunarinnar, innan stjórn- arinnar. Það getur ekki verið heppi- legt að útkljá svona mál í fjölmiðl- um.“ Kristinn bætir því við að hann sé ekki viss um að það sé í þökk starfsmanna stofnunarinnar að bréfið hafi birst í fjölmiðlum. „Ég er eiginlega viss um að það sé í þeirra óþökk.“ Ekki náðist í Guðjón Guðmunds- son, varaformann stjórnar Byggða- stofnunar, Gunnlaug Stefánsson, og Orra Hlöðversson, stjórnarmenn í stjórn stofnunarinnar. Aðrir stjórn- armenn, þ.e. Örlygur Hnefill Jóns- son, Drífa Hjartardóttir og Arn- björg Sveinsdóttir, vildu ekki tjá sig um þessi mál opinberlega þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar Efast um að starfsmenn hafi skrifað bréfið HARALDUR Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB á Akranesi, segir að margir séu að átta sig á hversu mikilvægt sé að auðlindagjaldið haldist í viðkomandi sveitarfélagi. Það hafi sýnt sig á þeim miklu viðbrögðum sem hann hafi fengið undan- farna daga við grein sinni þess efnis, sem er á heimasíðu HB og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Í greininni segir Haraldur að auðlindagjaldið sé staðreynd, með því sé verið að leggja sérstakan skatt á sjávarútveginn og ekki þýði að deila um það, en hann leggur til að þessi landsbyggðar- skattur, eins og hann nefnir svo, verði nýttur til uppbyggingar á þeim stöðum þar sem hann er tek- inn. Hann hvetur jafnframt sveitarstjórnarmenn til að fylgja þessu eftir. Sameiginlegt hagsmunamál Að sögn Haraldar hefur hann fengið mikil við- brögð við grein sinni, fyrst og fremst frá lands- byggðarfólki, og þau komi ekki á óvart, því um sameiginlegt hagsmunamál sé að ræða. „Það skiptir alla miklu máli að þetta fjármagn sé ekki flutt í burtu suður. Miðað við afkomuna í dag og að skatturinn sé komin að fullu til framkvæmda er hann um 5 krónur á þorskígildistonn eða um 20 milljarðar á 10 árum,“ segir hann og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni vítt og breitt um landið. „Í þessu sambandi verður að líta á að landsbyggð- in verður að eiga sömu möguleika og höfuðborg- arsvæðið til þess að frumþörfum í þjónustu sé full- nægt. Það verður ekki gert með að því að byrja á nýju sjóðasulli og skömmtunarkerfi. Ég trúi ekki öðru en að menn skilji að það er mikil blóðtaka fyr- ir byggðirnar að missa þessa peninga.“ Í Morg- unblaðinu í gær kemur fram að í skýrslu auðlinda- nefndar, sem skilaði af sér 1999, sé m.a. lagt til að 350 til 500 milljónum af því sem veiðigjaldið skil- aði, yrði árlega varið til uppbyggingar atvinnulífs í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi í þeim byggðarlögum sem fyrst og fremst hafa treyst á sjávarútveg. Jafnframt var haft eftir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að upphafleg rök fyrir gjaldinu hafi verið þau að það ætti að fara til almennings en stjórnvöld hafi ekki ákveðið hvern- ig gjaldinu verði varið. Haraldur segir að hann hafi haldið að tími skömmtunar væri liðinn. Í um- ræðunni hafi komið fram að auðlindagjaldið þýddi t.d. 200 milljónir króna frá Vestmannaeyjum á ári til ráðstöfunar í aðra málaflokka eins og landbún- aðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. „Þetta eru úreltar aðferðir,“ segir hann og bendir á að al- menningur í Vestmannaeyjum eigi að njóta þess- ara fjármuna því þaðan komi þeir. Áhrif á lánakjör Í máli Haraldar kemur fram að ekki þýði að deila við dómarann þó að dómurinn sé vondur. Auðlindagjaldið sé staðreynd og við slíkum stað- reyndum verði að bregðast, en þó ekki sé farið að innheimta það enn, hafi ákvörðunin þegar haft mikil áhrif. Greiningardeildir verðbréfafyrirtækj- anna, sem greini fyrirtæki til lengri tíma, munu t.a.m. breyta sínum greiningum og það bitni mest á fyrirtækjum á landsbyggðinni sem séu í sam- keppni við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þetta geti fljótlega haft áhrif á lánakjör fyrirtækja í sjávarútvegi. „Við getum ekki setið aðgerðarlaus og eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Haraldur. Haraldur Sturlaugsson um ráðstöfun tekna af auðlindagjaldi Mikill stuðningur við að gjaldið nýtist heima í héraði ÞESSA dagana er Rauði kross Ís- lands að koma upp sérstöku al- þjóðlegu merki á þeim byggingum sem verða notaðar sem fjöldahjálp- arstöðvar á neyðartímum. Alls eru á annað hundrað stöðvar starf- ræktar á landinu og er ástæða merkingar sú að almenningur í landinu viti hvert á að leita að- stoðar á neyðartímum. Fjöldahjálparstöð er skjól fyrir fólk sem þarf að yfirgefa heimili sín skyndilega. Þar er fólk skráð og því veitt allra nauðsynlegasta aðhlynn- ing. Fjöldahjálparstöðvar eru yf- irleitt skólar sem deildir Rauða kross Íslands og almannavarna- nefndir hafa valið á alls 159 stöðum á landinu. Rauði kross Íslands annast Fjöldahjálpar- stöðvar merktar Herdís Sigurjónsdóttir, neyðarvarnafulltrúi Rauða kross Íslands, býr sig undir að setja upp skilti á fjöldahjálparstöð. fjöldahjálp samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins sem end- urnýjaður er á fimm ára fresti og lauk þeirri endurskoðun nýlega. Í samningnum felst m.a. að Rauði kross Íslands veitir félagslega hjálp, annast skráningu og aðstoðar við uppbyggingu eftir að fyrsta áfallið er gengið yfir. Ef fólk hefur misst heimili sín þarf að finna því húsnæði, útvega fatnað og hugs- anlega veita fyrstu fjárhagsaðstoð. Við þetta starf nýtur Rauði kross Ís- lands góðs af víðtæku stuðningsneti um tvö þúsund íslenskra sjálf- boðaliða og alheimshreyfingar landsfélaga Rauða krossins. Skiltið er 20 x 30 cm og á því er alþjóðlegt merki almannavarna og merki Rauða kross Íslands. LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur handtekið þrjá menn á þrítugsaldri vegna innbrots og stórfellds þjófn- aðar í versluninni 10-11 í verslunar- miðstöðinni Firðinum aðfaranótt mánudags. Í gær átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Að sögn lögreglunnar var hurð brotin upp og peningunum stolið úr kassa í versluninni. Þjófavarnarkerfi versl- uninnar fór í gang en lögregla greip í tómt er hún kom á vettvang. Lögreglan upplýsir ekki hversu hárri fjárhæð var stolið en segir hana vera umtalsverða. Mennirnir þrír sem handteknir voru, eru á þrí- tugsaldri og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Þrír menn í haldi vegna þjófnaðar SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Talnakönnun gerði fyrir vefinn heim.is dagana 13.–14. maí nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis um 43,2% Reykvíkinga í alþingiskosn- ingum, ef kosið væri nú, en þetta hlutfall var 37% í lok mars í sam- bærilegri könnun. Samfylkingin fengi 26,2% (28,5% í mars) og Vinstrihreyfingin – grænt framboð 20% (22%). Framsóknarflokkurinn fengi 6,9% (10% í mars) og Frjáls- lyndi flokkurinn um 3,7% (3%). Könnunin byggðist á 641 svari í tilviljanaúrtaki kjósenda í Reykja- vík. Um 3% ætluðu ekki að kjósa, 5% vildu ekki svara og 15% voru óviss. Óvissumörk miðað við 95% eru +/- 4,4%. Sjálfstæðis- menn með 43% í Reykjavík ÍSLENDINGUR sem var með 600 grömm af hassi í fórum sínum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins á sunnudag. Hann var að koma frá Amsterdam og leiddi leit tollvarða fíkniefnin í ljós. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og er það talið upplýst. Hassmál upplýst ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EMBÆTTI lögreglustjóra í Reykja- vík hefur fellt niður rannsókn vegna kæru Félags íslenskra flugumferð- arstjóra á meintu broti á ákvæðum laga um leynd og vernd fjarskipta og brot á lögum um persónuvernd. Félagið lagði fram kæruna í sept- ember 2001, en ástæðan var birting ítarlegs afrits fjarskipta flugumferð- arstjóra og flugmanna í tengslum við flugslys í Skerjafirði að kvöldi 7. ágúst árið 2000. Afrit fjarskipta milli flugumferðarstjóra og TF-GTI og samtöl milli flugumferðarstjóra í flugturninum sjálfum fyrir og eftir flugslysið birtust í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á Stöð 2. Þá var að- standendum fórnarlamba slyssins leyft að hlýða á upptökurnar og skoða radargögn af flugumferð. Hildur Briem, deildarlögfræðing- ur hjá Lögreglustjóraembættinu, staðfestir að málið hafi verið fellt niður hjá embættinu, en vill ekki tjá sig um ástæður þess. Hún segir að málsaðilar geti kært ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í fréttatilkynningu Friðriks Þórs Guðmundssonar og Jóns Ólafs Skarphéðinssonar, aðstandenda tveggja fórnarlamba slyssins, segir að Friðrik, fyrir hans hönd og fleiri aðila, hafi í ljósi þessarar niðurstöðu óskað eftir að fá á ný að hlusta á téð- ar upptökur og skoða radargögn. Rannsókn á birtingu gagna felld niður Flugslysið í Skerjafirði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.