Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfisráðuneytið hefur
staðfest úrskurð Skipulags-
stofnunar um að fallast á lagn-
ingu Hallsvegar í Grafarvogi
en stofnunin komst að þeirri
niðurstöðu að loknu frekara
mati á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar. Gerir
ráðuneytið það að skilyrði að
haft verið samráð við íbúa við
Garðhús og kirkjugarðsyfir-
völd um hönnun og útfærslu
mótvægisaðgerða og að leitast
verði við að haga hljóðvörnum
með þeim hætti að óæskileg
umhverfisáhrif verði sem
minnst.
Um er að ræða tveggja ak-
reina stofnbraut frá Fjall-
konuvegi að Víkurvegi í
Reykjavík. Gert er ráð fyrir að
vegurinn verði 7,5 metra
breiður og um 800 metra lang-
ur og eru þrenn gatnamót fyr-
irhuguð í tengslum við fram-
kvæmdina. Framkvæmdar-
aðilar eru Vegagerðin og
Reykjavíkurborg. Kemur
fram í úrskurði ráðuneytisins
að megináhrif framkvæmd-
anna lúti fyrst og fremst að
hljóðvist.
Kröfðust þess að óháður
aðili færi yfir skýrsluna
Það var hópur íbúa við
Garðhús í Grafarvogi sem
kærði niðurstöðu Skipulags-
stofnunar til umhverfisráð-
herra en vegurinn verður
lagður fyrir framan íbúðarhús
þeirra. Áður hafði ráðherra
úrskurðað að frekara mat á
umhverfisáhrifum skyldi fara
fram og felldi Skipulagsstofn-
un úrskurð sinn að því loknu.
Var aðalkrafa íbúanna sú að
úrskurður Skipulagsstofnunar
yrði felldur úr gildi og um-
hverfisráðherra setti óháðan
aðila til að fara yfir skýrslu
framkvæmdaraðila um frek-
ara mat á umhverfisáhrifum
vegarins. Þá var þess krafist
að ráðuneytið myndi kveða
upp rökstuddan úrskurð um
mat á umhverfisáhrifum á
grundvelli viðbótarmats-
skýrslunnar og fyrirliggjandi
gagna.
Umhverfisráðherra fellst í
úrskurði sínum ekki á að
Skipulagsstofnun og skipu-
lagsstjóri hafi verið vanhæf til
að úrskurða um mat á um-
hverfisáhrifum framkvæmd-
arinnar vegna afskipta sinna
af viðbótarmatsskýrslu áður
en úrskurður var kveðinn upp
eins og kærendur töldu. Vís-
uðu íbúarnir þar til bréfs sem
Skipulagsstofnun sendi til
framkvæmdaraðila þar sem
m.a. segir að æskilegt sé að
hafa samráð við íbúa og að
slíkt samráð auki líkur á því að
viðunandi niðurstaða náist fyr-
ir málsaðila. Lítur ráðuneytið
svo á að þarna komi ekki fram
endanleg afstaða til fram-
kvæmdarinnar eða mats-
skýrslu heldur leiðbeining til
framkvæmdaraðila. Ljóst sé
að stofnunin hafi ríka leiðbein-
ingarskyldu gagnvart fram-
kvæmdaraðila og öðrum sem
til embættisins leita varðandi
mat á umhverfisáhrifum og
fellst ráðuneytið því ekki á
sjónarmið kærenda hvað þetta
atriði varðar, né önnur er lúta
að aðalkröfu íbúanna.
Kostnaður við stokk
margfaldur
Varakrafa íbúanna var að
úrskurðurinn yrði felldur úr
gildi og umhverfisráðherra
hafnaði framkvæmdunum,
þrautavarakrafa var að um-
hverfisráðherra hafnaði fram-
kvæmdunum eins og þær eru
fyrirhugaðar en samþykkti að
vegurinn yrði lagður í stokk og
loks var þrautaþrautavara-
krafa sú að ráðherra felldi úr-
skurð Skipulagsstofnunar úr
gildi og úrskurðaði að frekara
mats á umhverfisáhrifum væri
þörf vegna annarra verk-
áfanga við Hallsveg og að þeir
yrðu metnir samhliða fjögurra
akreina vegi á umræddum
vegarkafla.
Í niðurstöðu ráðuneytisins
segir að með frekara mati á
umhverfisáhrifum vegarins
hafi umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar verið leidd í
ljós með fullnægjandi hætti og
fellst ekki á að binda fram-
kvæmdina skilyrði um marg-
földun á framkvæmdakostnaði
með því að leggja hann í stokk.
Kemur fram í úrskurðinum að
kostnaður við lagningu vegar-
ins sé talinn vera um 140 millj-
ónir króna en verði vegurinn
lagður í stokk yrði kostnaður
um 480 milljónir.
Er því úrskurður Skipu-
lagsstofnunar um að fallast á
framkvæmdina staðfestur en
sem fyrr segir með því skilyrði
að samráð verði haft við full-
trúa íbúa við Garðhús og
kirkjugarðsyfirvöld um hönn-
un og útfærslu mótvægisað-
gerða og að leitast verði við að
haga hljóðvörnum með þeim
hætti að óæskileg umhverfis-
áhrif verði sem minnst.
Staðfestir úr-
skurð Skipu-
lagsstofnunar
!
"
Grafarvogur
Úrskurður umhverfisráðherra
um umhverfisáhrif Hallsvegar
ÍÞRÓTTA- og tómstunda-
félög í Mosfellsbæ hafa mótað
sér heildarstefnu þar sem
starfsemi félaganna er sam-
ræmd þannig að starf þeirra
verði sem árangursríkast.
Þetta er í fyrsta sinn sem öll
íþrótta- og tómstundafélög í
einu sveitarfélagi móta sér
sameiginlega stefnu með
þessum hætti.
Í frétt frá bænum segir að
andi ræktunar hafi verið hafð-
ur að leiðarljósi við mótun
stefnunnar og með tilkomu
hennar geti öll börn og ung-
lingar í Mosfellsbæ tekið þátt
í íþrótta- og tómstundastarfi
miðað við getu og áhuga.
Markmiðið með stefnunni sé
að samræma starfsemi félag-
anna þannig að stefna þeirra
sé öllum ljós, að stuðla að sem
árangursríkustu starfi í
hverju félagi fyrir sig, kanna
samstarfsvettvang milli allra
íþrótta, ungmenna og æsku-
lýðsfélaga í Mosfellsbæ,
stuðla að því að fjármagn sem
fari til íþrótta og tómstunda-
félaga nýtist betur og að setja
fram faglega stefnu í félögun-
um þar sem fram kemur hvað
beri að taka fyrir íþróttalega í
hverjum aldurshópi með sem
mestu jafnræði milli kynja.
Félögin sem tóku þátt í
stefnumótunarvinnunni voru:
Golfklúbburinn Kjölur,
Skátafélagið Mosverjar, Ung-
mennafélagið Afturelding,
Hestamannafélagið Hörður
og Björgunarsveitin Kyndill.
Andi ræktunar
hafður að leiðarljósi
Mosfellsbær
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að fela gatnamálastjóra
að kanna hvort flýta megi
lagningu holræsis frá núver-
andi enda Grafarvogsræsis að
Gufuneshöfða og byggja þar
dælustöð, en framkvæmdin á
að koma í veg fyrir skólp-
mengun í fjörum Hamra-
hverfis og í Eiðsvík. Áður
hafði verið ákveðið að fresta
holræsaframkvæmdum á
þessu svæði fram til ársins
2004.
Á fundi ráðsins í síðustu
viku lögðu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks fram tillögu um
að gripið yrði til aðgerða
vegna skolpvanda á umrædd-
um svæðum en í samþykkt
borgarráðs frá því á þriðju-
dag, sem var gerð samkvæmt
tillögu borgarstjóra, er bráða-
birgðaframkvæmdum hafnað
vegna þess hversu kostnaðar-
samar þær yrðu og „því vafa-
samar í ljósi þess hve skammt
er í að varanleg lausn fáist“.
Miðað við núverandi áætlanir
á lagningu holræsis og bygg-
ingu dælustöðvar að vera lok-
ið á fyrsta ársfjórðungi árið
2004 en sem fyrr segir ákvað
borgarráð að fela gatnamála-
stjóra að skoða hvort flýta
megi framkvæmdinni. Þá á
gatnamálastjóri að kanna
kostnað sem slíkt hefði í för
með sér og hvort mögulegt sé
að skera niður í framkvæmd-
um annars staðar til að mæta
þeim kostnaði.
Ekki ástæða til var-
úðarmerkinga
Á fundi borgarráðs síðast-
liðinn þriðjudag var jafnframt
lagt fram svar forstöðumanns
Umhverfis- og heilbrigðis-
stofu Reykjavíkur við fyrir-
spurn borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokks um hvað líði
varúðarmerkingum vegna
mengunar í fjörum Grafar-
vogs. Fyrirspurnin var til
komin þar sem umhverfis- og
heilbrigðisnefnd hafði sam-
þykkt að setja upp slíkar
merkingar á þeim fjörum, þar
sem mengunin væri umfram
viðmiðunarmörk. Þá hvatti
nefndin til aukinna mengun-
armælinga í Eiðsvík og
Hamrahverfi í Grafarvogi.
Í bréfinu segir að í úttekt á
saurmengun á þessum stöð-
um, sem átti sér stað í nóv-
ember og desember á síðasta
ári, hafi komið í ljós vísbend-
ingar um að mengun kynni að
vera yfir viðmiðunarmörkum.
„Þess ber að geta að gerla-
styrkur mælist almennt hærri
yfir vetrarmánuðina, þegar
sólarljóss nýtur ekki við, en
fellur með hækkandi sól. Til
þess að fá marktækar og
heildstæðar niðurstöður um
slíka mengun þarf að taka
sýni og mæla þau reglulega í
nokkurn tíma,“ segir í bréf-
inu.
Fram kemur að mælingar á
þessum stöðum hafi verið
auknar í framhaldinu. Hafa
sýni verið tekin og mæld mán-
aðarlega síðan í febrúar og
stendur til að halda því áfram
í heilt ár. „Þær þrjár mæling-
ar sem nú þegar hafa átt sér
stað á þessu ári hafa ekki gef-
ið ástæðu til þess að setja upp
varúðarmerkingar um meng-
un í fjörum Grafarvogs. Í
Eiðsvík hefur styrkur koli-
gerla verið undir viðmiðunar-
mörkum síðan í mars. Í
Hamrahverfinu mældist hann
yfir viðmiðunarmörkum
þangað til í apríl,“ segir í bréf-
inu en tekið er fram að við-
miðunarmörk fyrir þessi tvö
svæði séu ólík þar sem Eiðs-
vík er skilgreint útivistar-
svæði en Hamrahverfið ekki.
Segir í lok bréfsins að ef
mælingar leiði í ljós að meng-
un sé viðvarandi umfram við-
miðunarmörk muni verða
hugað að uppsetningu varúð-
armerkinga í samræmi við
samþykkt umhverfis- og heil-
brigðisnefndar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkur koligerla í fjörunni við Hamravík mældist yfir viðmiðunarmörkum þar til í apríl sl.
Kannað hvort flýta megi
holræsaframkvæmdum
Grafarvogur
Mengun undir
viðmiðunar-
mörkum í
Hamrahverfi
og Eiðsvík
ÞAÐ voru ófáar skvetturnar
sem gengu upp úr tjörn Fjöl-
skyldugarðsins í gær en þá
tók sumardagskrá garðsins
formlega gildi. Það þýðir að
leiktækin eru öll komin í
notkun, hestarnir komnir á
stjá og lestin er farin að
bruna hring eftir hring um
svæðið. Skemmtileg tæki
hafa bæst við leiktækjaflóru
garðsins þetta vorið, klessu-
bátar á tjörninni sem eiga án
efa eftir að vekja mikla
lukku meðal gesta í framtíð-
inni. Þá er einnig í sumar von
á fallturni og ítalskri hring-
ekju.
Morgunblaðið/Golli
Sumar í
Fjölskyldu-
garðinum
Laugardalur
Móta stefnu í íþrótta- og tómstundamálum