Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN
54 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ er heilsárs-
vinnuskóli? Það er von
að fólk spyrji okkur
þessarar spurningar í
kjölfar þess að stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokks-
ins á Akranesi var borin
í hús. Í stuttu máli er
þetta ný leið til þess að
auka vegsemd Vinnu-
skólans og auka tengsl
hans við grunnskólann.
Mikilvægasti þáttur-
inn í breytingu Vinnu-
skólans úr sumar- í
heilsársskóla felst í for-
varnargildi hans. Þannig er ungling-
um ætlað að sækja 3–4 námskeið yfir
vetrartímann, sem myndi veita þeim
launaflokkahækkun á næsta sumri.
Þessi námskeið myndu t.d. snúast um
sjálfsstyrkingu og for-
varnir.
En þetta er ekki eina
forvörnin. Þeim ein-
staklingum, sem eru að
flosna upp úr skóla, er
hægt að hjálpa með að-
stoð Vinnuskóla og
skólayfirvalda. Aðstoð-
in felst m.a. í samningi
við hlutaðeigandi um
skólasetu og ástundun,
gegn því að útvega hon-
um starfsþjálfun við
helsta áhugasvið sitt í
4–8 tíma á viku. Launin
yrðu greidd af vinnu-
skólanum. Með þessu er hægt að
halda unglingum, sem stundum eiga í
tímabundnum vanda, lengur í skóla
og innræta þeim gildi menntunar
með starfsþjálfuninni.
Það er trú okkar að Vinnuskólinn
ráði við fjölbreyttari verkefni en nú er.
Þá er mikilvægt fyrir unglingana að
verkefnin verði meira krefjandi með
auknum aldri og þroska. Einhæf verk-
efni draga úr áhuga unglinganna og
tiltrú þeirra á gildi vinnunnar. Við telj-
um að með þessum hætti komi Vinnu-
skólinn til með að skila af sér betri og
sterkari einstaklingum, sem eru hæf-
ari til að takast á við lífið í framtíðinni.
Hvað er heils-
ársvinnuskóli?
Sævar
Haukdal
Akranes
Mikilvægasti þátturinn
í breytingu Vinnu-
skólans úr sumar- í
heilsársskóla, segir
Sævar Haukdal, felst
í forvarnargildi.
Höfundur skipar 6. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
NÚ HAFA sjálf-
stæðismenn og fylgi-
hnöttur þeirra, fram-
sókn, setið við stjórn í
Hafnarfirði í nær
fjögur ár. Ástandið í
dag er þannig að við
sem eldri erum verð-
um að greiða hærri
skatta og hærri gjöld
en annars staðar
þekkist á landinu. En
alvarlegra er þó að
Hafnarfjarðarbær er
á sama tíma einn
skuldugasti bær á
landinu miðað við
höfðatölu.
Með stjórn landsins
hafa þessir sömu flokkar farið frá
því 1991. Á þessum árum hafa þeir
lagt sig fram um að rýra lögbundin
kjör ellilífeyrisþega og komið í veg
fyrir að lög sem sett voru 1978
næðu fram að ganga, en þar er
mælt fyrir um að tryggingabætur
til ellilífeyrisþega skyldu fylgja
launum almennra verkamanna. Ár-
ið 1995 tók ríkisstjórn íhalds og
framsóknar þessi lög úr sambandi,
eins og sagt er, sem þýddi mikla
kjaraskerðingu fyrir eldra fólk og
öryrkja.
Og þetta gerðist mitt í hinu svo-
kallað góðæri sem þessir flokkar
hafa gumað mest af.
Þannig fóru þessir höfðingjar
létt með að skerða tryggingabætur
til þess hóps sem minnst bar úr
býtum og lifði við erfiðustu lífs-
kjörin. Öðru gilti um hátekju-
mennina, þeir voru snöggir að
lækka á þeim hátekjuskattinn og
tollana af lúxusjeppunum þeirra.
Ætli þessir menn kunni ekki að
skammast sín? Nei, ég held ekki,
þeir hældu sér af gjörðum sínum,
enda er það þeirra stefna að gera
hina ríku ríkari og hina fátæku fá-
tækari.
En þessir flokkar hafa fundið
fleiri leiðir til þess að plokka aur-
ana af okkur eldri borgurum. Það
er talið mjög hagstætt fyrir þjóð-
félagið að það fólk sem hefur lokið
sínu ævistarfi geti dvalið sem
lengst í sínum íbúðum áður en það
fer inn á svokallaðar
stofnanir sem vissu-
lega er gott að eiga
aðgang að þegar
kraftar þverra eða
sjúkdómar sækja á.
En hvað gerir íhald
og framsókn hér í
Hafnarfirði? Þeir
leggja á hæstu fast-
eignagjöld á öllu land-
inu, sem gerir okkur
eldri borgurum afar
erfitt fyrir og stuðlar
að því að margir
verða að flýja á náðir
stofnana fyrr en þeir
hefðu kosið. Þessi
vinnubrögð bæjar-
stjórnarmeirihlutans hér í bæ lýsir
mikilli skammsýni í þessu máli
eins og fleirum. Sá sem skrifar
þessar línur fékk rúmlega helm-
ings hækkun fasteignagjalda á
þessu ári. Ég nota tækifærið og
sendi ráðamönnum eftirfarandi
kveðju:
Þau fögru loforð muna má
um mikla skattalækkun.
Ég 100% fékk ykkur frá
í fasteignagjaldahækkun.
Ekki má gleyma því að skatt-
leysismörk hafa ekki hækkað árum
saman, en þau eiga að fylgja
launaþróun í landinu, og nú er svo
komið að tekjur sem útilokað er að
lifa á í dag eru skattlagðar.
Og við skulum halda áfram að
rifja upp afrek íhalds og fram-
sóknar í málefnum aldraðra; af
nógu er að taka. Skattur af lífeyri
er nú sá sami og er hjá starfandi
launafólki í dag, eða 38,54%. Nú er
það viðurkennt að 2/3 eftirlauna úr
lífeyrissjóði verða til vegna ávöxt-
unar lífeyrissjóðanna og ætti því
sá hluti með réttu að skattleggjast
með 10% skatti eins og aðrar fjár-
magnstekjur. Þrátt fyrir marg-
ítrekaðar kröfur félags eldri borg-
ara hafa stjórnvöld í engu sinnt
þessari sjálfsögðu kröfu og er það
eftir öðru. Ég spyr nú ykkur eldri
borgara og aðra sem ekki vilja láta
bjóða sér slíkt óréttlæti sem hér
hefur verið lýst: Er ekki komið
nóg af svo góðu? Er ekki kominn
tími til að við hættum að kjósa
þessa níðinga og gefum þeim frí?
Getur fólk sem hefur verið beitt
slíku óréttlæti gengið inn í kjör-
klefann og greitt þessum flokki at-
kvæði sitt og um leið kysst á þann
vönd sem það hefur verið hýtt með
á undanförnum árum?
Nei, auðvitað ekki. Við verðum
samvisku okkar vegna og réttlæt-
iskenndar að hafna þessum böðlum
okkar og styrkja þau öfl sem sann-
arlega hafa barist af alefli gegn
þessu óréttlæti. Vinstrihreyfingin
– grænt framboð býður nú í fyrsta
sinn fram lista hér í Hafnarfirði.
Sá flokkur hefur vakið mikla at-
hygli á Alþingi fyrir skelegga
framgöngu fyrir hagsmunum ör-
yrkja og eldri borgara. Ég treysti
þeim flokki best enda þarf enginn
að fara í grafgötur með stefnu
hans. Hún liggur alveg ljós öllum
þeim sem vilja sjá hana eða heyra.
Ég skora á alla sem hlunnfarnir
hafa verið að styðja þann flokk.
Aldraðir eru seinþreyttir til
vandræða eða til þess að bera
hönd fyrir höfuð sér þegar þeim
finnst réttur á þeim brotinn, enda
erum við ekki eins viðbragðsfljót
og þegar við vorum ung. En á rétt-
um stað og réttum tíma getum við
enn slegið hraustlega frá okkur
svo undan svíði og það gerum við
öll í kjörklefanum í vor. Stöndum
nú öll saman.
Nú geta gamlir
slegið frá sér
Pétur
Kristbergsson
Hafnarfjörður
Ég treysti Vinstrihreyf-
ingunni – grænu fram-
boði best, segir Pétur
Kristbergsson, enda
þarf enginn að fara í
grafgötur með stefnu
þess flokks.
Höfundur er 18. maður á lista VG
í Hafnarfirði.
KJÖRORÐ Sjálf-
stæðisflokksins á Ak-
ureyri í bæjarstjórn-
arkosningunum 1998
var kraftur í stað
kyrrstöðu og nú fjór-
um árum seinna dylst
fáum að tekist hefur
að ná því markmiði
með farsælli forystu
flokksins í bæjar-
stjórn.
Akureyri er orðin
að framsæknum
skóla- og þjónustubæ
sem hefur unnið sér
sess sem eina raun-
verulega mótvægið
við höfuðborgina. En á hvaða auð-
lindum og atvinnustarfsemi mun-
um við byggja samfélagið á nýrri
öld? Hvað skiptir sköpum fyrir
farsæld Akureyrar? Er það sjávar-
útvegur, orkuvinnsla, ferðaþjón-
usta eða þekkingarsamfélag – eða
allt þetta og fleira til? Flestar
þessar leiðir er hægt að fara sam-
hliða, þótt hyggilegra sé að Ak-
ureyri móti sér ákveðna stefnu og
skapi sér sérstöðu að einhverju
leyti.
Hugarfarið er forsendan
Nauðsynlegt er að hafa í huga
að hugarfar bæjarbúa er forsenda
þess skipulags sem mótast í sam-
félaginu og forsenda þeirrar
stefnu sem bærinn sem stofnun
setur sér og keppir að. Ríkjandi
hugarfar í bænum er sá jarðvegur
sem setur hegðun þeirra einstak-
linga, sem ákveða að setjast þar
að, skilyrði og þess vegna er mik-
ilvægt að íbúarnir sjálfir trúi á
mátt bæjarins og
megin og leggi sitt af
mörkum til að bæjar-
félagið haldi áfram að
þróast fram á við.
„Frítíma-
lífsstíllinn“
En hvers konar lífs-
stíll er lífsstíll fram-
tíðarinnar? Lífsstíll
síðustu aldar ein-
kenndist af einu starfi
og einu heimili en af
öllum sólarmerkjum
að dæma mun það
breytast töluvert á
komandi árum. Aukin
tækni hefur gert það
auðveldara að sinna starfi sínu
hvaðan sem er á landinu eða í
heiminum og einnig hefur tvöföld
búseta aukist. Fólk á sér heimili
bæði í borginni og úti á lands-
byggðinni eða erlendis.
En nýr heilbrigður og frjáls lífs-
stíll er líka að skjóta upp kollinum,
svokallaður „frítímalífsstíll“, sem
er mótaður í kringum áhugamál og
í umhverfi sem hæfir áhugamálinu.
Þetta eru lykilatriði í hagstæðum
skilyrðum Akureyrar sem framtíð-
arheimili fyrir komandi kynslóðir
og þetta eru atriði sem koma
greinilega fram í metnaðarfullri
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins
fyrir komandi sveitarstjórnarkosn-
ingar. Stefnuskránni hefur nú ver-
ið dreift inn á hvert heimili í bæn-
um og er einnig að finna á
www.islendingur.is.
Mótun framtíðarstefnu
fyrir Akureyri
Hvað framtíð Akureyrar varðar,
mun Sjálfstæðisflokkurinn leita
eftir aðstoð bæjarbúa við framtíð-
arstefnumótun Akureyrar með
svokölluðu Akureyrarþingi þar
sem samfélaginu gefst kostur á að
vinna með sjálft sig með það að
markmiði að styrkja innviði og
bæta ytri aðstæður. Þar munu íbú-
ar geta skoðað samfélagið á ag-
aðan hátt og lagt sitt lóð á vog-
arskálina um þróun þess í fram-
tíðinni.
Framtíð Akureyrar
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Höfundur er hótelrekstrarfræðingur
og skipar 4. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri
Akureyri er orðin að
framsæknum skóla- og
þjónustubæ sem hefur
unnið sér sess, segir
Sigrún Björk Jakobs-
dóttir, sem eina raun-
verulega mótvægið við
höfuðborgina.
KJÖRFUNDUR Í KJÓSARHREPPI
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Kjósarhreppi verður
25. maí 2002 í Félagsgarði frá kl. 12-22.00.
Eftirtaldir listar eru í framboði:
Á-listi, Nýtt afl á nýrri öld
1. Guðný G. Ívarsdóttir, bóndi, viðskiptafræðinemi
2. Hermann I. Ingólfsson, ferðaþjónustubóndi
3. Hlöðver Ólafsson, framkvæmdastjóri
4. Jón Gíslason, holdanauta- og kornræktarbóndi
5. Ólafur M. Magnússon, sölustjóri
6. Sigríður Lárusdóttir, skrifstofumaður
7. Snorri Örn Hilmarsson, holdanautabóndi
8. Pétur Blöndal Gíslason, ferðaþjónustubóndi
K-listi, Kröftugir Kjósarmenn
1. Guðmundur Davíðsson, bóndi
2. Anna Björg Sveinsdóttir, bóndi
3. Gunnar Leó Helgason, bóndi
4. Kristján Finnsson, bóndi
5. Sigurbjörg Ólafsdóttir, bóndi
6. Jóhanna Hreinsdóttir, bóndi
7. Helgi Guðbrandsson, bílstjóri
8. Bjarni Kristjánsson, bóndi
9. María Dóra Þórarinsdóttir, bóndi
10. Kristján 0ddsson, bóndi
F.h. kjörstjórnar Kjósarhrepps, Magnús Sæmundsson