Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 72
MINNINGAR 72 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ eftir að hann var orðinn fársjúkur. Það voru margar andstæður í Ein- ari, sem gerðu hann jafn skemmtileg- an og raun bar vitni. Hann var í senn sveitamaður og borgarbarn, ákafur aðdáandi þjóðlegs heimilismatar eins- og hann var framreiddur hjá gömlum konum í afskekktinni, og jafnframt einhver dyggasti styrktaraðili veit- ingastaða af betra taginu sem uppi hefur verið. Hann var þessi fíngerði klassíski gítarleikari, en um leið sér- fróður um harmónikuleik norður í landi á fyrri tíð, og svo stuðmeistarinn sem keyrði gleðisveitina Rússíbana áfram af myndugleik. Hann gat verið beittur í orði ef honum féll ekki eitt- hvað og hafði skarpa sýn á ýmislegt, en mildin var samt ríkust í honum. Mér þykir trúlegt að hann og fyrr- greindur nemandi hans og vinur, Kristján Eldjárn, spili nú saman dú- ett einhversstaðar í birtunni. Gyrðir Elíasson. Einar var einstaklega góður og tryggur vinur, glaður, skemmtilegur, fyndinn, hlýr og ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég kynntist honum fyrst þegar ég flutti til Akureyrar árið 1972 og í hönd fóru skemmtileg ár í hópi góðra vina sem þarna bundust órofa vináttuböndum. Hann varð snemma frábær gítarleik- ari og fá samkvæmi man ég skemmti- legri en bítlapartíin þar sem Einar hélt uppi fjörinu með spili og söng og smitaði alla með sínum einstaka húm- or og kitlandi fjöri. Einar var yngsta barn foreldra sinna og ríkti náið og ljúft samband þeirra á milli. Það var gott og gaman að koma á þetta fordómalausa menn- ingarheimili, þar sem okkur öllum var tekið með kostum og kynjum hverju sinni og ríkulega veitt bæði af verald- legu og andlegu fóðri. Þar var ekkert kynslóðabil. Uppalinn í frjóum jarð- vegi bókmennta, tónlistar og góðra dyggða hafði hann allt til að bera til að verða sá sanni listamaður sem hann og varð. „Lítillátur, ljúfur og kátur“ eru mannkostir sem sálmaskáldið boðar í Heilræðavísum sínum og Ein- ar vinur okkar hafði svo sannarlega til að bera í ríkum mæli. Það má vel hugsa sér að hann hafi snemma num- ið allan þann góða bálk og þá þegar tamið sér þá fallegu, ljúfmannlegu og skemmtilegu framkomu, sem öll hans nærvera mótaðist svo sterklega af. Ótímabært fráfall Einars er okkur öllum sem hann þekktu óendanlega sárt, en yndislegar minningar og gleðin sem hann veitti á báðar hendur meðan hann lifði situr eftir. Með þess- um línum vil ég votta djúpa og inni- lega þökk mína og fjölskyldu minnar að honum látnum. Megi Önnu, Hildi- gunni, Guðrúnu og öllu hans fólki veitast styrkur og náð á þungbærri skilnaðarstund. Borghildur Magnúsdóttir. Við horfum á eftir Einari æskuvini okkar. Okkur hafði á „löngu“ frum- skeiði ævinnar þrjá unga drengi norð- ur á Akureyri dreymt mikla og skemmtilega drauma sem tónlistar- menn. Kannski fengum við þessa bernskudrauma að láni hjá Einari enda reyndist hann sá sem fylgdi tón- listinni nær óskiptur alla sína tíð síð- an leiðir okkar þriggja skildu einsog eðlilegt er og við hinir tveir sýndum áhuga á ýmsu sem tónlistina varðaði minnst og hættum að gera okkur grillur um frama á þeim vettfangi. Einar gerði hinsvegar drauminn að veruleika og fyrir okkur þrjá pínulítið í leiðinni. Það var okkar ánægja að fylgjast með ferli Einars, úr hæfilegri fjarlægð þó, enda var hann kominn í annasaman heim sem við áttum ekki greiðan aðgang að. Það er ekkert gefið mál fyrir unga menn og konur að helga sig listum og Einar lagði mikið á sig til að ná mark- miðum sínum. Gítarinn valdi hann ekki af tilviljun. 7 ára hafði Einar í fyrstu hljómsveitarskipaninni fengið hlutverk George Harrison en við hin- ir skipuðumst í sveit samkvæmt öðr- um hetjum hinna sígildu bítla. Hildi- gunnur heitin stóra systir Einars átti kassagítar heldur lélegan ef rétt er munað en nógu góðan til að kenna bróður sínum undirstöðugripin. Í mörg ár var þetta eina alvöru hljóð- færið sem okkar ágæta grúppa hafði aðgang að og Einar sinnti því af vax- andi áhuga. Einar var tónnæmur eða músík- alskur sem vakti manni þegar á barnsaldri eftirtekt og svo var hann svo skemmtilegur að vera með að við sáum alltaf eftir honum með söknuði í hina „sveitina“ á hverju sumri austur að Holti í Þistilfirði. Sveitin sú gerði Einari vafalaust sitthvað gott því hann hafði svo margt þaðan að færa um fólk og fé að maður gerðist nokk- uð kunnugur á því heimili þó maður hafi aldrei þangað komið fyrr né síð- ar. Einar var nefnilega einstaklega mannblendinn og hafði næmt auga fyrir samferðamönnum sínum og sér- kennum fólks. Hann átti afar auðvelt með að kynnast fólki og gerði flesta að vinum sínum fyrirhafnarlaust með hæfileikum sínum og örlæti. Hann var ekki beinlínis feiminn en vildi eig- inlega ekki standa mikið í sviðsljósinu sjálfur framan af. Það varð hann síð- an bara að þola sem hluta af djobbinu og stóð sig frábærlega. Hann var upptekinn við að lifa lífinu sér og öðr- um til mikillar ánægju. Vinsæll mað- ur Einar Einarsson gítarleikari. Við æskuvinirnir höfðum vonast til að fá Einar til að spila eitthvað fallegt yfir okkur að lokum. Guð blessi fjölskyldu hans, eftirlifandi konu Önnu og Hildi- gunni dóttur úr fyrri sambúð og ekki síst Guðrúnu aldraða móður Einars og systkinin Angantý, Bergþóru og Óttar sem eftir hann mæla. Ham- ingjumaðurinn Einar sonur Einars í Barnaskólanum og við hamingjusam- ir sem honum kynntumst. Gísli Ingvarsson Noregi og Baldur Reynisson Svíþjóð. Við tókum snemma eftir Einari Kristjáni þegar hann byrjaði að troða upp hér sunnan heiða ungur maður. Augljóslega músíkant fram í fingur- góma eins og góðir gítarleikarar þurfa að vera. Þá þegar var hann til staðar þessi einstaki kliðmjúki tónn sem aldrei lét undan síga fyrir utan- verki og stælum þó spilarinn efldist að lærdómi og tækni eftir því sem ár- in liðu. Við kynntumst Einari persónulega 1994 þegar hann varð kennari sonar okkar í Tónskóla Sigursveins, háborg íslenskrar gítarmenningar. Þá varð okkur ljóst að þessi tónn var ekki að- eins í gítarnum heldur bjó hann í manninum sjálfum. Með meistara og lærisveini tókst þegar í stað djúp og glaðvær vinátta sem einkenndist af gagnkvæmri um- hyggju og virðingu og sönnum sam- starfsanda í lífi og list. Þegar örlögin höguðu því þannig að báðir greindust með banvænan sjúkdóm um svipað leyti fyrir rúmu einu og hálfu ári nutu þeir áfram góðs af bræðralagi sínu er þau þungu skref voru stigin. Þeir gátu syrgt og barist saman, stappað stáli hvor í annan. Við hittum Einar Kristján síðast í útför sonar okkar síðasta dag apríl- mánaðar, rétt rúmri viku áður en hann kvaddi sjálfur. Þó mjög væri af honum dregið var tónninn enn til staðar og hann mun hljóma áfram út yfir gröf og dauða. Á kveðjustund vilj- um við þakka Einari þá vináttu og hlýju er hann sýndi okkur og fjöl- skyldu okkar alla tíð. Ástvinum Einars, eiginkonu hans og dóttur, móður, systkinum og öllum öðrum ættmennum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Einar yngri tók á móti mér sem væntanlegum leigjanda með þeim orðum að yfirvofandi sambúð í Þing- vallastræti myndi ekki lukkast nema ég hefði gaman af bókum og harm- óníkutónlist. Svo yrði ég að venjast því að hlusta á King Crimson á um- talsverðum hljómstyrk. Það fyrir- bæri, sem ég aldrei áður hafði heyrt nefnt, reyndist vera þungmelt, bresk framúrstefnuhljómsveit. Henni átti ég eftir að kynnast vel næstu árin þegar plötur snerust á stofufóninum eða Einar tók nokkur valin tóndæmi úr lagasafni Crimson á rafmagnsgít- arinn sinn og þilin nötruðu. Það voru mikil forréttindi að fá að dveljast hjá Einari frá Hermundar- felli, Guðrúnu og Einari yngra á menntaskólaárunum. Heimilið þeirra var ekkert minna en menningarmið- stöð og sjálfsagður viðkomustaður þjóðþekktra rithöfunda og lista- manna sem áttu leið um Akureyri. Auðvitað hlaut að spretta listamaður úr slíkum jarðvegi. Einar Einarsson var á þessum tíma miklu meira en efnilegur gítaristi. Hann hafði náð góðum tökum á hljóðfærinu en sagði síðar skilið við rafmagnið og sneri sér að klassískum gítarleik. Hann sagðist ekki hafa nennt að verða poppari. Þar að auki hefði sig skort leigjanda að hrella til frambúðar með rafmagns- gítarnum og því ákveðið að svissa yfir í klassík. Leiðir okkar Einars lágu síðast saman fyrir fáeinum mánuðum þegar ég aðstoðaði hann lítillega við að koma á framfæri nýútkomnum geisladiski með harmóníkutónlist í flutningi föður hans, Einars frá Her- mundarfelli. Einar yngri var léttur og kátur, barmaði sér hvergi og var sjálfum sér líkur. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að hafa sigur í þeirri baráttu upp á líf og dauða sem hann háði. ,,Ég veit það ekki, vinur,“ svar- aði hann. ,,Þetta fer einhvern veginn.“ Nú er þessi lífsglaði og vel gerði drengur fallinn frá, langt um aldur fram. Íslenskt menningarlíf er mun fátækara en áður en mestur og sár- astur er auðvitað missir þeirra sem næst honum stóðu. Ég votta aðstand- endum Einars Einarssonar innilega samúð. Hugurinn leitar sérstaklega til móður hans, Guðrúnar. Það er með hreinum ólíkindum hve þung högg ör- lögin hafa skapað þeirri blíðu og góðu konu. Atli Rúnar Halldórsson. Hann var bjartur og glaður ljúf- lingur, átján ára gamall, þegar ég kynntist honum. Stóra systir hans, Hildigunnur, varð ásamt fjölskyldu hennar meðal nánustu vinanna sem ég eignaðist nýflutt til Akureyrar. Fjölskyldan var samrýnd og í hennar húsum sat maður oft með þremur kynslóðum í gefandi spjalli um þjóð- mál og listir og gjarnan var samveran krydduð með hljóðfæraleik og söng. Einstök kímnigáfa, vísnakunnátta og sagnagleði einkenndi þessa fjöl- skyldu. Unglingurinn bjarti, Einar Krist- ján, handlék gítarinn af fimi og næmri tilfinningu fyrir tónlistinni þótt ekki hafi hann á þessum tíma verið farinn að leita sér formlegrar menntunar á því sviði. Hann svaraði því gjarnan til, kíminn, þegar hann var hvattur til þess að fara í gítarnám, að það myndi örugglega taka úr sér tónlistarnátt- úruna. Sem betur fer endurskoðaði hann þá afstöðu með þeim árangri að þjóðin fékk síðar að njóta hæfni hans og kunnáttu á fjölbreyttu sviði gítar- tónlistar auk þess sem Einar varð lærifaðir margra gítarleikara. Þarna á námsárum Einars í Menntaskólanum á Akureyri hófst samstarf okkar þegar hann ásamt nokkrum öðrum hæfileikaríkum menntskælingum tók að sér að semja og flytja tónlist við leiksýningu skól- ans á Atómstöðinni, sem ég leikstýrði. Það verkefni leystu þeir með elju og áhuga. Í kjölfarið fylgdu ýmsar upp- troðslur þar sem við nokkur nutum þess að syngja við öruggan gítarleik Einars, meðal annars í sönghópi Al- þýðuleikhússins sem stofnað var á þessum árum. Síðar var ég svo hepp- in að fá Einar til þess að útsetja lög á hljómplötu, m.a. hans eigin lög, ásamt því að annast gítarleikinn. Allt þetta gerði Einar af stakri smekkvísi. Sam- starfið við hann var undantekninga- laust gott og gefandi, hann var í senn félagi og kennari og ljúfmennskan, léttleikinn og jafnvægið einkenndi allt hans viðmót. Síðast fékk ég að njóta samstarfs með Einari í janúar sl. þegar Sigurjón Pétursson, fyrr- verandi borgarfulltrúi, var kvaddur. Þegar kom að útförinni var Einar sárkvalinn af sjúkdómnum en ekki kom annað til greina en að skila þeirri tónlist sem stundin kallaði á. Hann brosti í gegnum sársaukann og þótt hann þyrfti stuðning inn kirkjugólfið var öryggið og næmið sem aldrei fyrr þegar hann töfraði fram ljúfsára tón- ana í lagi Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi. Samofið sorginni yfir því að sjá á bak kærum vini er þakklætið fyrir birtuna hlýju og gleðina sem Einar veitti svo ríkulega. Hugur okkar Óskars dvelur hjá nánustu aðstandendum, móðurinni Guðrúnu, sem nú þarf að kveðja ann- að barn sitt í blóma lífsins, hjá eig- inkonunni Önnu, dótturinni Hildi- gunni og systkinum Einars. Megi minningin um ljúflinginn snjalla lina harm ykkar. Kristín Á. Ólafsdóttir. Það er engan veginn hægt að setj- ast niður og vera afslappaður og skrifa minningargrein um látinn vin sinn, því svo margt kemur upp í huga manns. En á meðan líf mitt líður áfram mun ég reyna af veikum mætti að skrifa nokkur orð. Einar var einstaklega kraftmikill og gefandi maður. Ég var svo heppinn að kynnast Einari norður á Akureyri 1972. Einar geislaði af lífskúnst og speki sem fáir jafnaldrar hans höfðu yfir að ráða og má þar sérstaklega geta hinna miklu tónlistarhæfileika hans. Einar var náttúrubarn í tónlist og fór snemma að mennta sig í þeim fræðum. Þeir sem þekkja vel til vita að hann gerði það með sannri reisn. Vinmargur var hann á lífsleiðinni vegna framkomu sinnar við alla menn. Einar reyndist mér einstaklega vel sem vinur og mentor á lífsleiðinni. Ég vil þakka honum allar þær góðu stundir sem áttum við saman. Fjölskyldu hans og öðrum ástvin- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Magnús Finnur Jóhannsson. Jæja félagi, fóstbróðir og vinur, þá ert þú kominn yfir landamærin og það er ótrúlegt, því hvern dag síðan það gerðist hef ég ætlað að kíkja á þig á Bergstaðastrætinu. Mynd þín er svo lifandi í huga mér og húmorinn, þessi fíni sem þú stráðir um þig. Okkar leiðir lágu fyrst saman haustið 1976 í Menntaskólanum á Ak- ureyri þar sem það fréttist út á meðal tónelskandi busanna að í skólanum væri gítarleikari í ótrúlegum gæða- flokki. Tilheyrði með þeim Clapton, Santana og Hendrix og vegur minn í skólanum varð ekki minni þegar téð- ur gítarleikari með ljósa lokka niður á bak í álafossúlpu hnepptri upp í háls heilsaði mér á gangi Gamla skóla einn dag. Já þá vantaði nú ekki makkana á menn eða lokkaflóðið. Þetta var 12 ár- um áður en við stofnuðum skalla- félagið fóstbræðurnir með Kidda Árna og 15 árum áður en Gyrðir gekk í félagið á undanþágu. Þegar ég svo fór að nema í Tón- skóla Sigursveins haustið 1979 lágu leiðir okkar saman hvern dag. Þar komum við saman til morgunfunda með Óðni, Jóni Hrólfi og Gunnari H. í Hellusundi 7 áður en æfingar dagsins hófust. Líklega hefur þetta verið vísir að akademíu. Þarna hófust kynni okkar fyrir alvöru, kæri vinur. Tíðar voru ferðir okkar Óðins upp á Berg- staðastræti til þín, reyndari manns í húslegheitum og með fleiri matar- uppskriftir upp á vasann, þar sem við nutum næringarríkra millibita þeirra tíma. Og ótal leiðangrar voru gerðir út á matstofu náttúrulækningafélags- ins með ábót, að ógleymdum öllum bananastykkjunum. Þennan vetur kom Jóhanna inn í líf þitt og um vorið fórst þú norður í Þistilfjörð í sauð- burðinn. Tveimur árum seinna bjuggum við saman við Lingard Road í Manchest- er. Það var mánuðina áður en Hildi- gunnur fæddist. Yfir því sambýli hvíl- ir í minningunni þessi lauflétti blær átakaleysis og einfaldleika. Síðan tók við gleðin yfir fæðingunni dótturinn- ar. Eftir að ég svo flutti til London voru eftirminnilegar heimsóknirnar til ykkar Jóhönnu í Manchester með tilheyrandi veisluhöldum og gleði. Þegar náminu lauk voru ferðirnar okkar á milli tíðar og oft daglegur samgangur. Nú hófst þú farsælan fer- il sem tónlistarmaður í fremstu röð, þar sem vandvirkni og næmleiki fyrir litum og stemningum varð þitt aðals- merki, í bland við náttúruskynjun smalans úr Þistilfirðinum. Ógleyman- legt er þegar þú komst norður í Ólafs- fjörð með Paul Galbraith og þið lékuð dúótónleika í kirkjunni. Það var í ágúst og roði á lyngi með berjatíð. Síðar komst þú og opnaðir fyrstu tón- leika Berjadaga með Vivaldi. Dagana eftir festivalið lágum við í hlíðum Múlans og nutum ávaxta jarðarinnar, kyrrðar haustins og lognsins á Gríms- eyjarsundi. Það var árið 1999. Rúmu ári síðar greindist þú með sjúkdóm- inn. Í veikindunum hef ég dáðst að ykkur Önnu, æðruleysinu, lífskraftin- um og ekki síst húmornum góða sem enn vakti í auga þér, þegar ég kvaddi þig tveimur sólarhringum áður en þú fórst. Fyrir mánuði sagðir þú mér að þú myndir koma á Berjadaga í haust, og ég veit að þú verður þar með okk- ur. Já drengur, það er sárt að sjá á eft- ir þér, en við hin munum ganga áfram og halda uppi merkinu á veginum. Örn Magnússon. Elsku vinurinn minn. Mig langar að þakka þér fyrir árin sem við áttum saman. Það var fyrir þrettán árum að þú komst til mín út af einhverju sem engu máli skiptir nú. En koma þín leiddi til kynna sem höfðu meiri áhrif á mig en þig. Þú opnaðir mér glugga sem voru löngu lokaðir og ég hafði ekki döngun í mér að opna aftur, einn og óstuddur. Þú byrjaðir á að taka mig með í fótbolta, út í Hljómskálagarð þrisvar í viku á sumrin. Þetta var dálítið sérstakur hópur, einkum tónlistar- og fjölmiðla- menn, yfirleitt 20 árum yngri en ég, en það gerði ekkert til. Gítarleikar- arnir voru gjarnan með hvíta hanska, svona aðallega til að minna sjálfa sig á að meiða ekki hendurnar. Þeir tudd- uðust samt ekkert minna en aðrir. En það var óhemjulega gaman að fá að vera aftur strákur í fótbolta. Svo voru það tónleikarnir. Það heyrði orðið til hreinna undantekninga að ég kæmi mér til að gera það sem ég hef hvað mest yndi af, að fara á góða tónleika. Það er bara svona. En eftir að þú komst til þá breytti lífið um lit. Í stað þess að ímynda mér að ég hefði ekki tíma til að gera það sem er skemmti- legt og dýrlegt, þá var bara að gera það. Þú varst alltaf bestur og eftir að séra Rögnvaldur féll frá varstu líka skemmtilegastur. Fram í síðasta and- varp sem ég heyrði frá þér daginn áð- ur en þú dóst varstu að styðja mig og gleðja. Ég á góða mynd sem tekin var af okkur þegar þið Rússibanar lékuð Cyrano-lögin á Súfistanum 3. mars síðastliðinn og útgáfutónleikarnir í Þjóðleikhúsinu 8. mars verða aldrei frá okkur teknir sem þar vorum. Ég á ótal yndislegar minningar um þig. Ég minnist þess hve oft ég fékk að njóta snilldar þinnar með hljóðfærið. Ég minnist þess heiðurs sem þú auð- sýndir mér með því að gera mig að veislustjóra í fertugsafmæli þínu og hvernig ég misnotaði aðstöðu mína til að fá dans við Láru á meðan Guðni var bundinn við spilamennsku á svið- inu. Með þessu rifjast upp fyrir mér hvernig þú tengdir mig aftur við gamla vini og það dýrmæta í lífinu, list og menningu, gamla sem nýja, sem var þér öll svo töm. Elsku vinur, ekki veit ég hvernig lífið verður án þín, sem varst leiðarljós svo margra, sá sem tengdir okkur og leiddir, liðs- stjórinn, el maestro. Þín er svo sárt saknað. Elsku Önnu þinni, Hildi- gunni, móður og systkinum vottum við Björk okkar innilegustu samúð. Sveinn Rúnar Hauksson. EINAR KRISTJÁN EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Ein- ar Kristján Einarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.