Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 35
Fimmtudagur 16. maí 12.30 Listasafn Reykjavíkur Kjar- valsstaðir: Tónleikar í röðinni Fyrir augu og eyru í tengslum við sýn- inguna American Odyssey eftir Mary Ellen Mark. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Örn Magnússon píanóleikari flytja tónverkið Apparition (Sýn) eftir Georg Crump – harmljóð og vókal- ísur fyrir sópran og magnað píanó, við ljóðið When Lilacs Last in the Dooryard Bloom’d eftir Walt Whit- man. Aðgangur er ókeypis. 17.05 Landsbankinn í Austurstræti: Örverkið Norrænt samstarf eftir Kristján Þórð Hrafnsson og Ívar Valgarðsson. Bein útsending á Rás 1 að viðstöddum áhorfendum. Leikstjóri er Harpa Arnardóttir. Myndlistarkona á fund með tveim- ur yfirmönnum í banka til að kynna fyrir þeim gjörning sem hana lang- ar til að standa fyrir í afgreiðslusal bankans í samvinnu við danskan gjörningalistamann. 20.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi: Tónlistarmennirnir Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason flytja spunaverk sitt, Raddir þjóðar, þar sem þeir flétta saman gamlar upptökur; söng, þulur, dúll og lif- andi spuna. 20.00 Borgarleikhúsið: Salka Valka, dansverk eftir Auði Bjarnadóttur. 2. sýning. 20.30 Íslenska óperan: Cenizas de Tango. Síðasta sýning. 22.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi: Tangóball við lifandi tón- list. Hljóðfæraleikarar: Reynir Jón- asson (harmoníka), Agnes Löve (píanó), Hjörleifur Valsson (fiðla) og Birgir Bragason (bassi). Miðasalan er opin alla daga kl. 11–20. Listahátíð í Reykjavík 11.–31. maí Dagsk rá in í dag LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 35 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00 Verðdæmi: allar buxur nú 2.000 kr. • allar skyrtur nú 1.500 kr. allir jakkar nú 4.000 kr. • allar peysur nú 2.000 kr. allar yfirhafnir nú 5.000 kr. Enn meiri verðlækkun Síðumúla 6 RADDIR þjóðar nefnist tónleika- dagskrá sem Sigurður Flosason saxófónleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari flytja í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld. Þar munu þeir félagar flytja spuna við gamlar upptökur af söng Íslend- inga. Á tónleikunum leikur Sigurð- ur á saxófóna, flautur og klarinett en Pétur grípur í fjölda mismun- andi slagverkshljóðfæra og stýrir raftækjum. „Tónleikarnir byggjast á spuna þar sem við búum til nokkurs konar samræðu við gamlar hljóðritanir af söng Íslendinga. Þetta verður klukkutímalangt stanslaust ævin- týri þar sem við leggjum upp með ákveðnar meginlínur, en látum síð- an tónlistina og samspilið ráða,“ segir Sigurður. Í tónlistarflutningi sínum gera þeir Pétur og Sigurður íslenskan tónlistararf að viðfangsefni sínu, en segja má að hann sé þar tekinn til skoðunar á ferskan og nýjan hátt. Sigurður segir að ef til sé það óhjá- kvæmilega stund í lífi hvers tónlist- armanns að takast á einhvern hátt við þann tónlistararf sem hann er sjálfur sprottinn úr og ef til vill séu þeir Pétur einmitt að sökkva sér í slíka vinnu. „Hugmyndin að þessu viðfangsefni vaknaði eftir að ég heyrði umfjöllun í útvarpinu um hljómdiskinn Raddir sem út kom á vegum Stofnunar Árna Magnússon- ar fyrir nokkrum árum. Þar er að finna dæmi um hljóðritanir gerðar af söng Íslendinga á fyrstu áratug- um tuttugustu aldar,“ segir Sig- urður. „Þegar ég heyrði þessar upptökur datt mér í hug að þarna væri á ferðinni efni sem hægt væri að vinna með á einhvern óvenju- legan máta,“ segir Sigurður. „Við höfum í raun hvorugur verið neitt sérstaklega hrifnir af því að taka t.d. gömul þjóðlög og „djassa“ þau upp. Í þessu tilfelli sáum við mögu- leika á að nálgast tónlistararfinn á hátt sem okkur finnst óþvingaðri, og þar sem reynt er að draga fram og vinna með þau hryn- og hljóm- einkenni sem heyra má svo skýrt í þessum upptökum.“ Í kjölfarið leituðu þeir Pétur til Árnastofnunar um að nálgast frek- ara efni úr því safni sem þar er til af slíkum upptökum. „Áhugi okkar beindist þar að öðru efni en á hljómdisknum en það hefur verið valið út frá ákveðnum ljóðrænum forsendum. Við erum til dæmis að vinna með alls kyns upptökur, allt frá sálmum til veraldlegs efnis, á borð við klámvísur, drykkjuvísur og hreinar frásagnir sem kenna mætti við lygasögur. Það er hreinlega svo margt „interessant“ í þessari tón- list, allt frá hrynjandinni í tali og tónlist til hljómanotkunar sem heyrist lengur. Síðan er það hrein- lega áhugavert út af fyrir sig að hlýða á sjálfar upptökurnar eða tæknina sjálfa, með sínum smellum og skrjáfi,“ segir Pétur. „Þá snertir það mjög við manni tilfinningalega að heyra rödd löngu horfinnar manneskju stíga út úr sögunni, og „spila“ með í núinu,“ bætir Sig- urður við. Þeir Sigurður og Pétur hafa unn- ið að umræddu verkefni um nokk- urt skeið en engu að síður segja þeir að úrvinnslan og könnunin sé í raun rétt að byrja. „Við erum enn á mjög tilraunakenndu stigi með þetta og munum eflaust halda áfram að vinna úr þessu viðfangs- efni í langan tíma. Í spunanum leit- umst við við að láta raddirnar njóta sín, um leið og við erum oft mjög brattir held ég í nálguninni. Enda viljum við fara óvenjulegar og djarfar leiðir í þessari vinnu,“ segir Pétur að lokum. Tónleikarnir Raddir þjóðar hefj- ast í Hafnarhúsinu kl. 20 og eru lið- ur í Listahátíð í Reykjavík. Gamlar upptökur mæta nýjum spuna Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason á æfingu fyrir tón- leikana Raddir þjóðar. Skugginn af svartri flugu er saka- málasaga eftir Erlend Jónsson og er þetta 16. bók höfundar. Hann hefur áður sent frá sér skáldsögu og smásagnasöfn. Auk þess er hann höfundur útvarps- leikrita sem flutt voru í Ríkis- útvarpinu á átt- unda og níunda áratugnum. Skugginn af svartri flugu er með þjóðsögulegu ívafi, gerist í Reykjavík og víðar um og fyrir nýlið- in aldamót. Aðalsöguhetja og jafnframt sögu- þulur er opinber starfsmaður á miðjum aldri. Hann er einhleypur og fáskiptinn. Lifir tilbreytingarlausu lífi og lætur lítið fyrir sér fara. Utanaðkomandi atburðir verða svo til að raska jafn- væginu í lífi hans. Útgefandi er Bókaútgáfan Smára- gil. Bókin er 190 bls., prentuð í Odda. Sakamálasaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.