Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 86
Reuters Woody Allen er höfundur opnunarmyndar Cannes-hátíðarinnar í ár. myndum og einnig til að skoða mynd- ir sem þegar hafa verið gerðir kaup- samningar um. En það er samt aðalkeppnin og töfraljóminn í kringum stóru kvik- myndastjörnurnar sem nær óskipta athygli fær. Í keppninni í ár eru 22 myndir, flestar franskar að vanda eða sex en þrjár koma frá Bandaríkjun- um og þrjár frá Bretlandi. Spekingar hafa lítt hætt sér út í að spá í spilin en telja sig þó geta fullyrt að engin ein standi upp úr sem sigurstranglegust. Loksins kom Allen Opnunarmynd hátíðarinnar í ár hefur þegar skilað tilgangi sínum, sem er að draga athygli heimsbyggð- arinnar að Cannes. Ástæðan er ein- föld. Opnunarmyndin er nýjasta mynd Woody Allen og hann hafði meira að segja fyrir því að mæta til að vera viðstaddur viðhafnarsýningu myndarinnar sem fór fram í gær- kvöldi. Menn hafa furðað sig mjög á því að Allen, einhver afkastamesti, ástsælasti en um leið umdeildasti kvikmyndagerðarmaður síðustu þriggja áratuga, hafi aldrei sótt kvik- myndahátíðina í Cannes, þessa virtu hátíð sem nær allir aðrir kvikmynda- gerðarmenn í heiminum telja sig vart geta misst af. En Allen hefur aldrei verið eins og aðrir kvikmyndagerðar- menn. Hann sér t.d. miklu meiri ástæðu til að leika á klarínett með djassveit sinni í litlum látlausum klúbbi í Stóra eplinu en að mæta á árshátíð stjarnanna í Hollywood, Óskarsverðlaunahátíðina, og breytir þar engu um hvort hann er tilnefndur eða ekki. En í ár, nú þegar hann kemst í hóp löglegra gamalmenna, tekur karlinn sig allt í einu til og rek- ur nefið út úr íbúð sinni á Manhattan. Hann mætti í fyrsta sinn á Óskarinn í ár, í þeim tilgangi, að eigin sögn, að votta borginni sinni vængbrotnu virð- ingu fyrir hönd starfsbræðra. En á blaðamannafundi sem haldinn var í gær sagðist Allen vissulega átta sig á því að misskilja mætti óvenjulega framfærni sína undanfarið en hann fullvissaði menn um að hann væri ekki frelsaður og ætti örugglega eftir að hypja sig heim til Manhattan og STJÖRNURNAR hafa í vik-unni streymt til lítillar borg-ar sem liggur við strand-lengju Suður-Frakklands. Ár hvert, í blábyrjun sumars, fer nefnilega allt á annan endan þegar þar er efnt til einhverrar virtustu kvikmyndahátíðar í heimi. Óhætt er að fullyrða að engin hátíð laði að eins margar stórstjörnur og kvikmynda- hátíðin í Cannes og á því er ekki nokk- ur vafi að hún er sú virtasta af þeim öllum. Þykir það hinn mesti heiður að koma mynd í aðalkeppnina þar sem keppt er um hinn nafntogaða Gull- pálma, eða einfaldlega að fá mynd sína sýnda í einhverjum af þeim dag- skrám sem boðið er upp á samhliða þar sem eitt af höfuðmarkmiðum er m.a. að vekja athygli á verkum ungra og upprennandi kvikmyndagerðar- manna og beina kastljósinu að mynd- um frá þjóðlöndum sem hingað til hafa ekki verið þekkt fyrir kvik- myndagerð. Íslendingur í stuttmyndakeppninni Í ár er engin íslensk mynd á hinni formlegu dagskrá en Íslendingar eiga samt einn fulltrúa á Cannes 2002. Þar er kvikmyndagerðarmaðurinn ungi Árni Óli Ásgeirsson sem á mynd í stuttmyndakeppninni sem heitir P.S. Myndin er þó skráð sem pólsk fram- leiðsla enda samstarfsfólk og fjár- magn frá Póllandi komið en Árni Óli nam einmitt list sína þar í landi. Þótt íslenskar myndir séu ekki formlega með í ár þá er samt sem áður staddur hópur Íslendinga á hátíðinni. Íslensk- ir kvikmyndagerðarmenn mæta t.a.m. reglulega til að kynna og selja kvikmyndir sínar með aðstoð starfs- manna Kvikmyndasjóðs Íslands, jafnt hinar fullkláruðu og hinar sem enn á eftir að gera, á hinni mikilvægu kaupstefnu sem haldin er samhliða hátíðinni í Cannes. Vegna þessarar kaupstefnu mæta einnig íslenskir kaupendur, sendimenn frá öllum kvikmyndahúsum á höfuðborgar- svæðinu og öðrum íslenskum dreif- ingarfyrirtækjum, sem líta á Kvik- myndahátíðina í Cannes sem vettvang til að festa kaup á kvik- læsa á eftir sér að Cannes-ferð lok- inni. Hann sagði það einskæra tilvilj- un að hann hafi ákveðið sama árið og hann fer í fyrsta sinn á Óskarinn, að mæta einnig í fyrsta sinn á Cannes: „Mér fannst einfaldlega vera tími til kominn að ég þakkaði frönsku þjóð- inni fyrir að hafa alltaf stutt mig og verk mín svo ötullega í gegnum sætt og súrt.“ Allen segir það og hina undarleg- ustu staðreynd að margir af bestu listamönnum Bandaríkjanna hafi ver- ið uppgötvaðir af Frökkum, nokkuð sem hafi viðgengist síðan þeir féllu fyrir verkum Edgars Alans Poe og vöktu athygli landa hans á ódauðleg- um skáldskap hans. Allen segir þetta því kjörið tækifæri til að sýna Frökk- um og þá sérstaklega aðstandendum Kvikmyndahátíðarinnar í Cannes þakklæti sitt: „Ég hef ætíð fylgst grannt með gangi mála á þessari kvikmyndahátíð og aðstandendur hennar hafa verið svo elskulegir að sýna myndir mínar hér og vekja á þeim athygli. Einnig þótti mér einkar viðeigandi að koma með mynd um bíóheiminn á hátíð sem í tvær vikur er bíóheimurinn.“ Blindur leikstjóri Myndin sem um ræðir heitir Holly- wood Ending og eins og nafnið gefur til kynna er Allen þar í fyrsta sinn með beinum hætti að senda bíóborg- inni, sem hann hefur aldrei fundið sig í, vænan skammt af háðsglósum. Í myndinni, sem skartar auk hans Treat Williams, Teu Léoni og Debru Messing úr Will og Grace, leikur hann leikstjóra, tvöfaldan Óskarsverð- launahafa, sem man fífil sinn fegurri, fær engin atvinnutilboð og neyðist því til að vinna fyrir salti grautinn með því að gera hársnyrtivöruauglýsingu í köldustu Kanada. En tækifærið til að rétta sinn hlut fær hann þegar fyrr- verandi eiginkona hans reddar hon- um vinnu við að leikstýra stórmynd í Hollywood. Hann tekur að sér verkið en hikandi þó því yfirmaður kvik- myndaversins og aðalframleiðandi myndarinnar er nýr unnusti hans fyrrverandi, kröfuharður stórlax sem líkt og allir aðrir í hans stöðu kærir sig kollóttan um allt svo fremi að pen- ingarnir flæði inn í bankann. Svo kemur aðalfléttan; í taugaveikiskasti yfir því að vera að ráðast í svo stórt verk blindast leikstjórinn Allen af sál- rænum orsökum. Hann telur sig samt engan veginn hafa efni á að láta at- vinnutækifærið stóra renna sér úr greipum, segir engum frá vandamáli sínu og heldur sínu striki við að reyna að gera bíómynd, blindur, vitanlega með spaugilegum afleiðingum. „Ég viðurkenni fúslega að ég er að senda þeim í Hollywood nett skot með þessari mynd og gagnrýni þá um leið fyrir að framleiða allt of mikið af myndum sem gæti allt eins hafa verið leikstýrt af blindum mönnum.“ Leigði smóking Undanfarið hefur sá orðrómur ver- ið á kreiki í Frakklandi að nokkrar af þeim stjörnum sem ætluðu að mæta á hátíðina hefðu ákveðið að sniðganga hana í mótmælaskyni við framgöngu forsetaframbjóðandans Le Pen og árása hans og fylgismanna á innflytj- endur og ákveðna kynþætti og þjóð- flokka. Allen sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að sniðganga Cannes- hátíðina enda hefði franska þjóðin sýnt það og sannað í nýafstöðnum kosningum að hún kærði sig ekki um að maður með hatursfullar öfgaskoð- anir væri við völd. Það leyndi sér ekki að Allen kunni ekkert alltof vel við sig í nærveru hundruð ákafra blaðamanna og við- urkenndi að hann ætti fullt í fangi með að bæla örvæntingu sína. „Mér var sagt að ég ætti að reyna að brosa mikið á svona hátíð,“ sagði Allen og kímdi. „Það er ekki aftur snúið úr þessu, ég er búinn að leigja smóking- inn.“ Kvikmyndahátíðin í Cannes sett í 55. sinn !  "  % "&,,& !   ""    7 ;  1& ; 1>31#$  % $3@ 1:31A3 6 1#$  % .3 1 ;6 1#$  % .131B3 1#$  % 1)3 17 1731#$  % @1 C 1#$  % >D  # % 423111  C163 1#"% %63 31# % *1# %  1#& % >D31 1 3 1#' % >1:1#$ % & 61#'( % A@3 1# &) %  1E31F31#& % 4114  1#  % 1#' % G1 ;31 1 ;H1#*! % +17 1# %  1. 1#(( % % 1*  3 1#* (  % Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Debra Messing, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í Hollywood Ending, sendir fingurkoss. Reuters Hluti dómnefndarinnar en formaður í þetta sinn er bandaríski leikstjór- inn David Lynch. Með honum hér eru Sharon Stone, kínverska leik- konan Michelle Yeoh og indónesíska leikkonan Christine Hakim. Allen kann Cannes mikl- ar þakkir Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær með sýningu á Hollywood Ending, nýjustu kvik- mynd Woody Allen. Skarphéðinn Guð- mundsson er á hátíðinni og sat blaðamanna- fund með Allen og meðleikurum þar sem hann þakkaði Frökkum og öðrum Evrópu- búum stuðninginn í gegnum tíðina. FÓLK Í FRÉTTUM 86 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.