Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vi› höfum: Fært félagsrá›gjöf út í hverfin • Opna› hverfami›stö›var í Grafarvogi og Vesturbæ flar sem veitt er félagsfljónusta • Veitt námsstyrki til ungs fólks í erfi›leikum • Keypt 440 n‡jar félagslegar íbú›ir Auki› stu›ning vi› aldra›a á heimilum • Bo›i› upp á ókeypis fjölskyldurá›gjöf a› Barónsstíg Breytt Félagsmálastofnun í Félagsfljónustuna og gjörbreytt flar me› vinnuháttum í velfer›armálum borgarinnar. Vi› munum: Byggja 284 n‡ hjúkrunarr‡mi fyrir aldra›a í samstarfi vi› ríki› • Reisa 600 almennar leiguíbú›ir samkvæmt samningi vi› félagsmálará›uneyti› • Kaupa hundra› félagslegar íbú›ir á ári, líkt og undanfarin ár • efla n‡stofna›a Barnavernd Reykjavíkur • Stu›la a› auknum fjölda lítilla og me›alstórra leiguíbú›a • Auka enn áherslu á heimafljónustu og félagsfljónustu úti í hverfunum. REYKJAVÍKURLISTINN fijónustuborg REYKJAVÍK ER COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn áttuðu sig vel á mikilvægi veru Bandaríkjahers hér á landi sem hluta af vörnum bæði Bandaríkjanna og Íslands. Hann kvaðst vilja fullvissa íslensk stjórn- völd og íslensku þjóðina um að full- ur vilji væri fyrir því vestanhafs að tryggja áfram gott samstarf ríkjanna í varnarmálum. Powell átti í gær óformlegar við- ræður við Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra um tvíhliða sam- skipti Íslands og Bandaríkjanna. Eftir fund þeirra í ráðherrabústaðn- um ávarpaði hann fréttamenn og sagði þá m.a. að samband landanna væri byggt á afar traustum grunni. „Ísland, sem stofnaðili að NATO, hefur lagt sitt af mörkum til banda- lagsins þann tíma sem það hefur starfað. Þá metum við sérstaklega fimmtíu ára varnarsamning okkar Bandaríkjamanna við Íslendinga og ég fullvissaði ráðherrann [Halldór] um að við vildum viðhalda góðum samskiptum í þeim efnum um mörg ókomin ár. Nú þegar framundan eru viðræður um bókun við varn- arsamninginn og þær breytingar sem hugað er að innan Bandaríkja- hers vildi ég fullvissa ráðherrann, og íslensku þjóðina alla, um að við metum samskipti okkar mikils, kunnum vel að meta þá gestrisni sem Íslendingar hafa jafnan sýnt okkur, og að við áttum okkur á mik- ilvægi veru Bandaríkjahers hér á landi sem hluta af gagnkvæmum varnarviðbúnaði okkar. Allt þetta verður tekið með í reikninginn er við hefjum samningaviðræður um bókunina.“ Powell sagðist afar ánægður með að hafa fengið tækifæri til að heim- sækja Ísland. Þakkaði hann íslensk- um stjórnvöldum og landsmönnum fyrir að hafa haldið fund utanrík- isráðherra NATO-ríkjanna og sam- starfslanda þeirra en á þessum fundi hefði verið opnaður nýr kafli í samskiptum Íslands og Rússlands. Bandaríkjamenn ætla að standa við skuldbindingarnar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði eftir fundinn að ekkert annað lægi fyrir en að þær flug- vélar, sem Bandaríkjaher hefur haft hér á landi í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Banda- ríkjanna, yrðu hér áfram. „Það er ljóst að Bandaríkjamenn ætla sér að standa við þær skuld- bindingar sem þeir hafa gagnvart Íslendingum með varnarsamningn- um,“ sagði Halldór. Hins vegar ætti eftir að útfæra málin betur og sagði Halldór að viðræður um samskipti ríkjanna tveggja myndu hefjast fljótlega. „Ég er sannfærður um að við munum ná landi í þeim viðræð- um. En við [Powell] fórum ekki út í smáatriði í því sambandi.“ „Það liggur fyrir að þær flugvélar sem eru hér og koma frá Bandaríkj- unum munu eftir 1. október verða hluti af sveit í Bretlandi,“ sagði Halldór. Upplýsti hann að þessi mál hefðu verið rædd við Joseph Ralston, yf- irmann Evrópuherstjórnar NATO, sem staddur var hér á landi vegna NATO-fundarins. Sagði Halldór að ákveðið hefði verið að fara vel yfir málin áður en breytingin ætti sér stað. „Hann og aðrir hafa fullvissað okkur um það að þetta muni ekki verða til þess að veikja á nokkurn hátt þessa stöð og jafnvel til þess að styrkja þetta samstarf. Og það er mat Colin Powells að það sé engin ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur af því,“ sagði Halldór. Ekki aðeins spurning um hernaðarlegt hættumat Halldór sagði að margoft hefði komið fram að íslensk stjórnvöld teldu að núverandi viðbúnaður Bandaríkjahers hér á landi væri lágmarksviðbúnaður. Var hann spurður hvort Bandaríkjamenn væru sammála því mati og svaraði því til, að ekkert hefði komið fram um það. „Þetta er ekki aðeins spurning um hernaðarlegt hættumat heldur líka um pólitískt mat. Það er varn- arsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og til þess að upp- fylla þann varnarsamning þarf að vera ákveðinn viðbúnaður hér á landi. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hver hættan er. Menn gerðu sér ekki grein fyrir hættunni 11. september. Þá breyttist allt á einni nóttu. Í ljósi þess alls erum við þeirrar skoðunar að hér þurfi að vera ákveðinn lágmarks viðbúnað- ur, það er okkar stefna, og við telj- um hann vera til staðar í Keflavík. Það er í því ljósi sem við ræðum þessi mál við Bandaríkjamenn,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fullan vilja fyrir áframhaldandi varnarsamstarfi við Íslendinga Áttum okkur á mikilvægi varnarliðsins Morgunblaðið/RAX Vel fór á með Colin Powell og Halldóri Ásgrímssyni að loknum fundi þeirra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. ÁKVÖRÐUN um vaxtastig verður tilkynnt í dag eða á morgun, að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabanka- stjóra. Aðspurður hvaða þættir myndu liggja til grundvallar ákvörðuninni segir Eiríkur að skoðuð verði verð- mæling Hagstofu Íslands, en sam- kvæmt henni var vísitala neyslu- verðs 221,8 stig í maíbyrjun. „Við skoðun mælinguna ítarlega, ekki að- eins heildarniðurstöðuna heldur einnig innviði hennar og einstaka liði,“ segir Eiríkur. Hann segir að einnig verði litið til annarra þátta efnahagslífsins, en lagt var ítarlegt mat á þá í Peninga- málum, ársfjórðungsriti Seðlabank- ans, sem kom út í síðustu viku. Þar kom fram að verðbólguhorfur væru batnandi en samdráttur í þjóðarbú- skapnum virtist fara vaxandi. Gefið var í skyn að vextir bankans myndu halda áfram að lækka á árinu. Vaxtabreyting fyrir helgi GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segir að búið sé að afhenda Skeljungi gögn sem varða kannanir Samkeppnisstofnunar á verðmyndun hjá olíufélögunum. Skeljungur fór fram á að fá gögnin af- hent með vísan til upplýsingalaga. Guðmundur segir að Skeljungur hafi fengið þær upplýsingar sem til voru hjá stofnuninni svo fremi sem ekki hafi verið um trúnaðarupplýs- ingar að ræða. Minnispunktum og öðrum gögnum sem óskað var eftir hafi hins vegar ekki verið til að dreifa. Hörður Felix Harðarson, einn lög- fræðinga Skeljungs, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtækinu hefði borist bunki af skjölum. Eftir væri að kanna hvort um umbeðin gögn væri að ræða. Samkeppnisstofnun svarar beiðni Skeljungs Afhenti Skelj- ungi gögn UM 2.200 erlendir ríkisborgarar hafa kosningarétt í sveitarstjórn- arkosningunum í vor. Með breyt- ingum á lögum var öllum erlendum ríkisborgurum, 18 ára og eldri, sem hafa verið búsettir hér samfleytt í fimm ár, veittur kosningaréttur til sveitarstjórna og hafa jafnframt rétt til að bjóða sig fram. Engar breytingar urðu á stöðu um 880 danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara sem fá kosningarétt eftir þriggja ára bú- setu en 1.300 aðrir erlendir rík- isborgarar öðluðust með þessu kosningarétt og kjörgengi. Vegna þessara breytinga hefur félagsmálaráðuneytið gefið út bækling með leiðbeiningum um sveitarstjórnarkosningar á ellefu tungumálum, íslensku, dönsku, ensku, frönsku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, spænsku, taí- lensku, víetnömsku og þýsku. Guð- jón Bragason, lögfræðingur hjá fé- lagsmálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið leggi mikla áherslu á að kynna þessar breytingar fyrir þeim sem fengu kosningarétt. „Það er ekki til mikils að veita þessi réttindi ef þau eru ekki kynnt fyrir þeim sem eiga að njóta þeirra,“ segir hann. Bæklingurinn verður sendur til þeirra 1.300 sem nú koma inn á kjörskrá og veggspjöldum verður dreift. Aðspurður hvort erlendir rík- isborgarar hafi hingað til nýtt kosningarétt sinn, segir Guðjón að upplýsingar um það liggi ekki fyrir. Hagstofan hafi á hinn bóginn gert ráðstafanir til að fylgjast með því hversu margir erlendir ríkisborg- arar muni nýta sér kosningarétt- inn. Einn erlendur ríkisborgari sjálfkjörinn Hinir erlendur ríkisborgarar geta boðið sig fram til sveitar- stjórna líkt og íslenskir kjósendur. Guðjón segir að einn erlendur ríkis- borgari hafi þegar tryggt sér sæti í sveitarstjórn. Um er að ræða Ro- bert Stephen C. Faulkner, tónlistar- skólastjóra í Aðaldælahreppi í S- Þingeyjarsýslu. Hann skipar annað sætið á Aðaldalslistanum sem var eini listinn sem þar var lagður fram og því sjálfkjörinn. Faulkner er breskur ríkisborgari en hefur verið búsettur hér á landi um árabil. 2.200 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt og kjörgengi í vor Fá leiðbeiningar á 11 tungumálum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur falið alþjóðlega end- urskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche að kanna kostnaðinn sem fylgi hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Halldór Ásgrímsson segir að fyrir liggi hvað aðildarríkin greiði af brúttóþjóðarframleiðslu sinni. Í ár séu greiðslurnar 1,06% en þær geti að hámarki verið 1,14%. Varðandi Ís- land þýði þetta annars vegar rúma sjö milljarða og hins vegar rúma átta milljarða. Heimild sé fyrir því að gjaldið fari allt upp í 1,27% af brúttó- þjóðarframleiðslu, en mikil tregða sé til þess að nýta þá heimild og t.d. hafi Þjóðverjar staðið mjög ákveðið á móti því, m.a. til þess að geta upp- fyllt Maastricht-skilmálana. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar er nokkuð vandasamt verk að áætla hvað komi á móti, en um einhverja milljarða sé að ræða. Í síðustu skýrslu, sem hafi verið gefin út um málið, hafi verið áætlað að sú upp- hæð næmi fimm milljörðum, en þeg- ar hann hefði spurt um nákvæma sundurliðun hefði komið í ljós nokk- ur óvissa. Hagfræðideild Háskóla Ís- lands hefði einnig unnið skýrslu um málið á vegum ríkisstjórnarinnar fyrir nær áratug, en mikilvægt væri að fá nýja aðila til að fara yfir þessi gögn og segja sitt álit á þeim. Því hafi hann fengið Deloitte & Touche til að kanna þennan kostnað. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Kostnaður- inn við aðild að ESB kannaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.