Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 67
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 67 Almennt skrifstofunám • Tölvunotkun, bókhald, skrifstofutækni, tollskýrslur, íslensk og ensk viðskiptabréf, stjórnun og skipulag. Kostur á starfsþjálfun. Störf að loknu námi: Skrifstofustörf, ritarastörf, stjórnunaraðstoð. Fjármála- og rekstrarnám • Bókhald, rekstrarhagfræði, fjármál, markaðsfræði, stjórnun, fagtengd tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki. • Nemendur útskrifast með VT skírteini í fjármálum og rekstri. Störf: Umsjón bókhalds í smærri fyrirtækjum, bókarastörf, störf í fjármáladeildum, rekstur eigin fyrirtækis. Markaðs- og sölunám • Markaðsfræði, markaðsrannsóknir og aðferðafræði, sölutækni, stjórnun, fagtengd tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki. • Nemendur útskrifast með VT skírteini í markaðs- og sölumálum. Störf að loknu námi: Markaðsfulltrúi, sölufulltrúi, umsjón með markaðs- og kynningarmálum í smærri fyrirtækjum. Alhliða tölvunám • Nám sem brúar bilið milli kerfisstjórnunar og venjulegra tölvunámskeiða. Vélbúnaður, stýrikerfi, skrifstofuhugbúnaður, vefsíðugerð og forritun. Lokaverkefni. • Námið undirbýr fyrir ýmiss alþjóðleg próf: MOUS í Microsoft Office, A+ í tölvu- og nettækni, iNet+ í Internettækni og MCP próf í Windows. Starfssvið: Notendafulltrúi, fyrsta stigs kerfisumsjón, vefsíðugerð, aðlögun skrifstofuhugbúnaðar, milliliður milli tæknimanna og notenda. Komdu í heimsókn! Skólinn er opinn alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 og á þriðjudagskvöldum til kl. 20:00. Viðskipta- og tölvuskólinn S K Ó L I V I Ð S K I P T A L Í F S I N S N Á M S E M L E I Ð I R T I L S T A R F S V i ð s k i p t a - o g t ö l v u s k ó l i n n · F a x a f e n i 1 0 ( F r a m t í ð ) · S í m i 5 8 8 5 8 1 0 · f r a m t i d @ v t . i s · w w w. v t . i s Innritu n hafin f yrir ha ustönn 2002 Fjórar stuttar starfsnámsbrautir veturinn 2002 – 2003 VIÐURKENNDUR AF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU BRUNI hefðbund- ins eldsneytis, bensíns og díselolíu, veldur verulegri loftmengun í stórborgum og á stór- an þátt í loftslags- breytingum af manna völdum. Þróun bílvéla hefur leitt til minni út- blásturs frá hverri bif- reið en það nægir ekki til að vega upp á móti aukinni mengun vegna fjölgunar bíla. Leitin að nýju elds- neyti hefur leitt til mikillar þróunar í gerð véla sem nota vetni sem eldsneyti. Vetni kemur sjaldan fyrir sem frumefni í nátt- úrunni en auðvelt er að framleiða vetni úr vatni og nota það til að knýja bifreiðar búnar efnarafölum. Efnarafallinn býr til rafstraum sem svo notaður til að knýja raf- mótor bílsins. Útblásturinn er hreint vatn og vélarnar eru afar hljóðlátar. Vetni og efnarafalar þykja því spennandi kostur fyrir framtíðina. Loftmengun Staðbundin áhrif mengunar frá bílum eru óumdeild. Á fallegum logndögum í Reykjavík sjást þau greinilega sem gul slæða yfir borg- inni. En það er ekki bara augað sem nemur þessa mengun, hún getur haft skaðleg áhrif á öndunar- færi og stuðlað að aukinni tíðni lungnasjúkdóma og ofnæmis. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir finna einna mest fyrir óþægindum. Tals- vert er einnig af þekktum krabba- meinsvöldum í útblæstri bensín- og díselbifreiða. Enn er ekki fyllilega vitað hvernig áhrifunum er háttað, enda um að ræða flókið samspil milli efna og styrks þeirra. Það er því til mikils að vinna takist að takmarka loft- mengun frá umferð. Í Reykjavík er það svif- ryksmengun sem veldur einna mestum áhyggjum. Svifryk er m.a. tengt útblæstri, sliti á götum og nagla- dekkjanotkun. Fyr- irsjáanlegt er að magn svifryks muni í auknum mæli fara yfir sett viðmiðunarmörk, enda er verið að lækka þau mörk af öryggisástæðum. Með því að draga úr útblæstri bifreiða má minnka svifryksmengun þó ekki verði kom- ið í veg fyrir hana. Gróðurhúsaáhrif Bílaumferð losar mikið koldíoxíð og leggur mikið til gróðurhúsaloft- tegunda. Við skoðun heildarlosunar þarf að leggja saman losun vegna brennslu eldsneytisins, vinnslu, hreinsun og flutnings þess. Losun gróðurhúsalofttegunda frá farar- tækjum með efnarafölum er háð því hvaða orkuberi er notaður og hvernig framleiðslu er háttað. Í til- raunaverkefni sem nú er í gangi hér á landi eru eingöngu nýttir jarðhita-orkugjafar til vetnisfram- leiðslu eða innlent vatnsafl. Vetnið er framleitt við áfyllingarstöð og flutningum því haldið í lágmarki. Þegar á heildina er litið verður los- un vegna vetnisfarartækja hér mun minni en vegna bensín- og dísel-farartækja. Vetnisvæðing bílaflotans getur skipt sköpum fyrir heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og getur gefið Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Hávaði frá umferð er hvimleið. Miklu er til kostað til að draga úr óþægindum þeirra sem búa og starfa í nánd við miklar umferð- argötur. Rafknúnir vetnisbílar eru mjög hljóðlátir og mundu því stuðla að betri hljóðvist í borgum og bæjum, þótt að vísu sé ekki hægt að koma í veg fyrir hvin frá hjólbörðunum. Orkuvinnsla Með brennslu jarðefnaeldsneytis er gengið á auðlindir jarðar en með nýtingu vetnis myndast hringrás þar sem vetni er skilað til baka til náttúrunnar sem vatni. Til að fram- leiða vetni þarf rafmagn og til að framleiða rafmagn þarf orkugjafa; virkjanir, jarðefnaeldsneyti eða kjarnorkuver. Hér á landi er raf- magnið framleitt með vatnsorku og jarðhita. Í náinni framtíð, þegar vetnisbifreiðar verða algengar á götum borgarinnar, má hugsa sér að rafmagn verði framleitt á mun fjölbreyttari hátt en nú er og með aðferðum sem hafa minni umhverf- isáhrif. Má þar nefna virkjun vatnsorku með rennslisvirkjunum án uppistöðulóna, virkjun vindorku og sólarorku, vinnsla orku úr heitu vatni og frekari vinnsla jarðhita. Vetnisvæðing er tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að nýta inn- lenda orkugjafa í stað innfluttra. Vetnisvagnar í Reykjavík Árið 2003 koma til Reykjavíkur þrír vetnisvagnar og munu þeir keyra á áætlunarleiðum. Stefnt er að því að þetta sé fyrsta skrefið í átt að frekari vetnisvæðingu á Ís- landi. Útblástur vagnanna sem koma á næsta ári er eingöngu vatn og er þetta augljóslega góður kost- ur til að bæta andrúmsloftið í borg- inni. Ísland er kynnt sem hreint og ósnortið land en staðreyndin er sú að loftmengun er talsverð, einkum í þéttbýli. Mikill árangur getur náðst þótt einungis hluti ökutækja séu vetnisvæddur, t.d. strætisvagn- ar, leigubílar og önnur bæjarum- ferð. Hljóðlátar vélar munu skapa aukin þægindi þeirra sem eru í um- ferðinni og þeirra sem búa og vinna í nágrenni við stórar umferðargöt- ur. Takist að minnka losun hættu- legra efna frá bílaumferð skapast betra borgarumhverfi með hreinna lofti og minni losun gróðurhúsaloft- tegunda. Umhverfismál og vetnisbifreiðar Bryndís Skúladóttir Hrein orka Vetnisvæðing er tæki- færi fyrir okkur Íslend- inga, segir Bryndís Skúladóttir, til að nýta innlenda orkugjafa í stað innfluttra. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.