Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 46
ÞAÐ var einkennileg tilviljun að sjónvarpið skyldi hefja þátta-röð um Tyrkjaránið nokkrum dögum áður en NATÓ-fundurinn hófst í Reykjavík. Eða – kannski var það ekki til-viljun, heldur áminning. Hryðjuverkamennirnir sem réðust á Ísland 1627, drápu fólk og pyntuðu, rændu og fluttu úr landi (alls sem svarar á þriðja þúsund manns í dag) eru af sama sauðahúsi og þeir sem nú hafa stefnt ör- yggi hins vestræna heims í hættu. Þeir hafa tekið við af þeirri kerfishugsjón sem alþjóðakommúnism- inn nærðist á. Það var þá einnig tímanna tákn að fundurinn þar sem því var lýst yfir að kalda stríðinu væri lokið, skyldi vera haldinn í höfuðborg þess smáríkis sem hóf fyrsta þjóðþing sögunnar til vegs og virðingar á Þingvöllum eins og Robertson, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, minnti á í setningarræðu sinni í Háskólabíói. Þessi langþráða athöfn fór fram í sömu höfuðborg og hýsti Reagan og Gorbasjef, þegar lokaskref var stigið úr illmennsku hálfrar aldar átaka inn í manneskjulegra andrúm í þeim löndum þar sem þetta stríð var háð; að minnsta kosti í orði og á prenti. Það var sem sagt í köldustu höfuðborg heims sem hin kalda áferð Fenrisúlfs var strokuð út af heimskortinu. Af því getum við verið stolt. Og þá ekki síður því, að sagan ber þess óræk vitni að þetta hern- aðarbandalag hefur fremur tryggt frið á okkar slóðum en nokkuð annað. Þeir voru því framsýnir þeir vísu landsfeður sem leiddu okkur á þessa braut, þó ekki átakalaust eins og verða vill. Sem kaldastríðs ritstjóri fagna ég öllu öðru fremur þessum blá- köldu sögulegu staðreyn hans og undirbúning alla á mörkum hins byggileg sem öllum mótmælum líð undirstrika það fremur e Annar fundur hefur ve mót. Það var fundur Gor Reagans loknum. Þá var ans og gat spurt hann þe hvort það hefði verið erf ljúka heimsátökunum þa antshafsbandalagsins, en Gorbasjef sagði það he skipti aðild Íslands að N Ísland sem árásarríki og hvað sem áróðri leið. Fyrir okkur sem höfðu hernaðarsamstarf til að en jafnframt mikilvægi f leiðtogans harla mikilvæ bandalaginu hafði á enga okkur tortryggileg í þeim ing þess lá nú fyrir og vi NATÓ-ríki án þess reyn Og nú er Rússland í sv og lítill vafi á því að þeir þar áður en varir, ef þeim Að kaldastríð Frá blaðamannafundi Gorbasjefs með heimspressunni að loknum fundi þeirra Reagans í Höfða 198 46 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Utanríkisráðherrar 19 að-ildarríkja NATO og 27samstarfsríkja banda-lagsins, sem flest eru í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, komu saman ásamt sendinefndum ríkjanna til fundar í Evró-Atlants- hafssamstarfsráðinu (EAPC) í Hagaskóla í gærmorgun. Aldrei hafa fleiri utanríkisráðherrar setið saman á fundi á Íslandi. Samstarfinu var fyrst komið á fót með stofnun Norður-Atlantshafs- samstarfsráðsins 1991 en 1994 hleypti NATO af stokkunum áætl- uninni Samstarf í þágu friðar. Þróa raunhæf viðbrögð við hryðjuverkum Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ávarpi við upphaf fundarins að mikilvægi EAPC og Samstarfsins í þágu friðar sem tæk- is til að koma á frekara samstarfi meðal þjóða hefði orðið ljóst í kjölfar voðaverkanna í Bandaríkjunum 11. september. ,,Hin alþjóðlega barátta gegn hryðjuverkum hefur síðan bæst á verkefnaskrá Evró-Atlants- hafssamstarfsráðsins, og gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að þróa raunhæf viðbrögð ráðsins við hryðjuverkum. Samstarfsaðilar okkar, sem hafa gegnt svo mikil- vægu hlutverki, ekki síst samstarfs- aðilar í Rússlandi og Mið-Asíu, eiga lof skilið. Þeir sem fylgst hafa með um- ræðum innan Evró-Atlantshafssam- starfsráðsins á síðustu árum gera sér grein fyrir mikilvægu framlagi samstarfsaðila okkar í Mið-Asíu og á Kákasussvæðinu til viðræðnanna um ógnina sem stafar af alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Fulltrúar þeirra í viðræðunum gerðu sér mun betri grein en við fyrir þeirri ógn sem við stóðum frammi fyrir á þeim tíma, fyrir 11. september, og nauð- syn þess að takast á við hana. Nú reiðum við okkur á aðstoð þeirra og þekkingu í sameiginlegri baráttu okkar,“ sagði Halldór. George Robertson, lávarður og aðalframkvæmdastjóri NATO, sagði í setningarávarpi sínu að at- burðirnir 11. september he alla heimsbyggðina til að e greina öryggishugtakið hvaða ráðum staðinn verð um frið og öryggi. Innan E antshafsráðsins hefði smá myndast traustur grundvö starfs um að tryggja öry anna. ,,Við megum ekki ho hjá þeirri pólitísku samst náðst hefur á Evró-Atl svæðinu á undanförnum á uðum. Það hefði verið erfit vel óhugsandi að myn samstöðu ekki alls fyrir lön máli gegnir um þann áþr stuðning og samvinnu sem lagsþjóðirnar og samst hafa sýnt í verki þar sem m skiptir. Þetta nýja samst verið okkar sterkasta vop vart þeim nýju ógnum sem við,“ sagði Robertson. ,,Við getum að sjálfsögðu að á fornri frægð,“ sagði R ennfremur. ,,Öryggissamsk ar verða að þróast áfram mikilla breytinga á öllu ör Fjölmennasta utanríkisráðherra Lögð áhersla á samstöðu í bar- áttunni gegn hryðjuverkum AFREK Í SKIPULAGNINGU EVRÓPA OG VARNAR- MÁLAÚTGJÖLDIN Ekki fór á milli mála á fundi ut-anríkisráðherra Atlantshafs-bandalagsins (NATO) í Reykjavík að aðildarríki bandalags- ins vilja efla getu þess til að bregðast við hinni nýju hryðjuverkaógn. Til þess þarf nýja tegund herafla; hreyf- anlegar hraðsveitir, „sem geta haldið úti aðgerðum í fjarlægð og á löngum tíma og náð markmiðum sínum,“ eins og það er orðað í lokayfirlýsingu fundarins. NATO sem heild mun þurfa að auka útgjöld sín til varnar- mála til að ná þessum markmiðum. Það var hins vegar jafnljóst á fund- inum að ekki er samstaða á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu um hvernig skuli fjár- magna þær umbreytingar, sem nauð- synlegar eru á herafla bandalagsins. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist hafa áhyggj- ur af þeim mun, sem væri á hern- aðargetu Bandaríkjanna og Evrópu- ríkjanna í NATO. „Bandaríkin hafa lagt mest fjármagn til NATO og við höldum áfram að auka fjármagn til varnarmála í því skyni að bregðast við þeirri vá sem við vitum af í heim- inum. Bandamenn okkar í NATO ættu að vera að gera slíkt hið sama,“ sagði Powell á Reykjavíkurfundinum. Þessi ummæli minna á umræðurnar innan NATO á níunda áratugnum, þegar Bandaríkin vörðu miklu meiri fjármunum en Evrópuríkin til að verjast þeirri ógn sem stafaði af Sovétkommúnismanum. Bandaríkin lögðu þá gífurlegt fé til að tryggja varnir Vestur-Evrópu. Bandaríkja- menn kröfðust þess sífellt að banda- menn þeirra legðu meira af mörkum til varnanna sjálfir, deildu með þeim byrðunum eins og það var orðað. Segja má að lok kalda stríðsins hafi létt þessum þrýstingi af Evrópuríkj- unum, sem í kjölfarið drógu mjög saman útgjöld sín til varnarmála. Nú stendur Evrópa, ekkert síður en Bandaríkin, frammi fyrir nýrri ógn og verður að bregðast við henni. Fjögur helztu ríki Evrópusambands- ins, Bretland, Frakkland, Þýzkaland og Ítalía, verja á bilinu 1,5% til 2,7% af landsframleiðslu til varnarmála. Þjóðverjar leggja minnst til varn- anna, Bretar og Frakkar mest. Bandaríkin hafa hins vegar varið 3,2% af landsframleiðslu til varnanna og tóku ákvörðun um mestu útgjalda- aukningu til varnarmála frá 1985 eftir hryðjuverkaárásina sl. haust. Krafa Bandaríkjanna á hendur bandamönnum þeirra í Vestur-Evr- ópu er skiljanleg og eðlileg. Munur- inn á hernaðargetu þeirra og Evrópu- ríkjanna er í raun óþolandi fyrir báða. NATO-ríkin í Evrópu verða ævinlega að leita á náðir Bandaríkjanna þegar grípa þarf til aðgerða til að tryggja öryggi í Evrópu, t.d. á Balkanskag- anum. Bandarísk stjórnvöld eiga ekki auðvelt með að verja slíkt heima fyrir og þetta er líka niðurlægjandi fyrir Evrópuríkin, sem hafa verið að böggl- ast við það undanfarin ár að þróa hina svokölluðu Evrópustoð NATO. Það hefur gengið hægar en skyldi, m.a. vegna ónógra fjárveitinga. Hugmyndin hefur verið sú að þróa Evrópustoðina á vettvangi Evrópu- sambandsins og að ESB geti í eigin nafni staðið fyrir hernaðaraðgerðum, t.d. á sviði friðargæzlu, en fengið lán- uð hergögn og herstjórnarkerfi hjá NATO. Markmið ESB hefur verið að koma upp 60.000 manna hraðliði, sem koma megi hvert á land sem er innan 60 daga og sem geti haldið úti aðgerð- um í heilt ár. Þetta markmið hefur hins vegar ekki náðst og m.a. skortir Evrópuríkin langdrægar flutninga- flugvélar og jafnframt flutningagetu á sjó. Sama ógnin steðjar að öllum vest- rænum ríkjum og þau verða að taka höndum saman um að bregðast við henni. Þess vegna verða Evrópuríkin að búa sig undir að verja meira fé til varnarmála líkt og Bandaríkin. Það liggur í augum uppi að sama krafa verður gerð til Íslands og ann- arra evrópskra NATO-ríkja, að út- gjöld til landvarna verði aukin. Þótt Powell utanríkisráðherra hafi í gær lýst því yfir að hann áttaði sig á mik- ilvægi varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna, er vitað mál að bandarísk stjórnvöld munu í komandi viðræðum um varnarviðbúnað í Keflavíkurstöðinni krefjast þess að Ísland taki á sig hluta af þeim kostn- aði sem Bandaríkin bera nú vegna varna hér á landi. Við getum ekki skorazt undan skyldum okkar frekar en önnur NATO-ríki og verðum að axla auknar byrðar í einhverjum mæli. Það er talsvert afrek að öll fram-kvæmd NATO-fundarins í Reykjavík, sem lauk í gær, skuli hafa gengið jafnvel fyrir sig og raun ber vitni. Þetta er líkast til umfangsmesti alþjóðlegi fundur, sem hefur verið skipulagður hér á landi. Hýsa þurfti fjölmenna fundi, gæta öryggis 46 utan- ríkisráðherra og fylgdarliðs þeirra og sjá til þess að heimspressan hefði góða vinnuaðstöðu og kæmi fréttunum greiðlega frá sér. Allt hefur þetta tekizt með ágætum og hefur ekki sízt mætt á starfs- mönnum utanríkisráðuneytisins og svo lögreglunni í landinu, sem hefur staðið sig frábærlega í þessu flókna verkefni. Robertson lávarður, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, sagðist á blaða- mannafundi í fyrradag vilja „undir- strika hversu skilvirkir Íslendingar hafa verið í skipulagningu jafnflókins og fyrirhafnarsams viðburðar“. Sam- starfsmenn hans, sem hafa langa reynslu af skipulagningu funda banda- lagsins, taka undir þetta. Þeir, sem hafa tekið þátt í að skipu- leggja NATO-fundinn fyrir Íslands hönd, hafa aukið veg Íslands í alþjóð- legu samstarfi og sýnt fram á að Ísland getur með sóma hýst stórar milliríkja- ráðstefnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.